Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 6
<) DAGBLAÐTf) M ÁNlJDAÍiIIH ia. SRPTRMBER 1976. Aðalskoðun bifreiða 1976 i Hafnarfirði, Garðakaupstað og Bessa- staðahreppi fer fram við bifreiðaeftirlitið Suðurgötu 8, Hafnarfirði, kl. 8,45-12 og 13-16,30 eftirtalda daga sem hér segir: Fimmudagur 23. sept. G-5051 tii G-5300 Föstudagur 24. sept. G-5301 til G-5450 Mánudagur 27. sept. G-5451 til G-5600 Þriðjudagur 28. sept. •G-5601 til G5750 Miðvikudagur 29. sept. G-5751 til G-5900 Fimmtudagur 30. sept. G-5901 til G-6050 Föstudagur 1. okt. G-6051 til G-6200 Mánudagur 4. okt. G-6201 til G-6350 Þriðjudagur 5. okt. G-6351 til G-6500 Miðvikudagur 6. okt. G-6501 til G-6650 Fimmtudagur 7. okt. G-6651 til G-6800 Föstudagur 8. okt. 'G-6801 til G6950 Mánudagur 11. okt. G-6951 til G-7100 Þriðjudagur 12. okt. G-7101 til G-7250 Miðvikudagur 13. okt. G-7251 til G-7400 Fimmtudagur 14. okt. G-7401 til G-7550 Föstudagur 15. okt. G-7551 til G-7700 Mánudagur 18. okt. G-7701 til G-7850 Þriðjudagur 19. okt. G-7851 til G-8000 Miðvikudagur 20. okt. G-8001 til G-8150 Fimmtudagur 21. okt. G-8151 til G-8300 Föstudagur 22. okt. G-8301 til G-8450 Mánudagur 25. okt. G-8451 til G-8600 Þriðjudagur 26. okt. G-8601 til G-8750 Miðvikudagur 27. okt. G-8751 til G-8900 Fimmtudagur 28. okt. G-8901 til G-9050 Föstudagur 29. okt. G-9051 til G-9200 Mánudagur 1. nóv. G-9201 til G-9350 Þriðjudagur 2. nóv. G-9351 til G-9500 Miðvikudagur 3. nóv. G 9501 til G-9650 Fimmtudagur 4. nóv. G-9651 til G-9800 Föstudagur 5. nóv. (i-9801 til G-9950 Mánudagur 8. nóv. G-9951 og þar yfir. Við skoðunina skulu sýnd skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur sé greiddur og lögboðin vátrygging. Enn- fremur skai framvísa ljósastillingarvottorði og öku- skírteini. — Það athugist, að bifreiðaskattinn ber að greiða í skrifstofu embættisins Strandgötu 31 í Hafnar- firði. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Athygli skal vakin á þvi, að umdæmismerki bifreiða skulu vera vei læsileg og er því þeim, sem þurfa að endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna, bent á að gera það nú þegar. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skuiu fylgja bifreiðunum tii skoðunar. Eigendur léttra bifhjóla eru sérstaklega áminntir um að færa hjól sín til skoðunar. Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu 10. september 1976. MAZDA 1300 1974, ekinn 39 þús. km. Litur: Blár. hvítur að innan. 980 þús. FALLEGUR BÍLL Blaðburðarbörn óskast strax í eftirtalin hverfi: Miðbœr Bergsistrœti Þingholtsstrœti Ásgarður Skaftahlíð Þórsgata Þórufell Æsufell Kópavogur austurbœr Hrauntunga Brœðratunga Garðabœr Lundir Uppl. í síma 27022 BLABIÐ Vorster kokhraustur á 10 ára valdaafmtElinu: n u Blökkumenn fá enga aðild — að stjórn landsins Forsætisráðherra S-Afríku, Jóhannes Vorster, hélt upp á tíu ára valdaafmæli sitt nú um helgina og af stefnuyfirlýsingu hans i ræðu og riti vegna tíma- mótanna mætti marka að hann heldur ennþá að kynþátta- stefna hans, Apartheid, sé þegnum landsins fyrir beztu. 1 viðtalijSem átt var við hann í sjónvarpi á afríkönsku, sagði hann að það værí ekki ætlun sín að blökkumenn af mis- munandi ættum og Asíubúar þar í landi ættu að fá sæti í stjórn landsins. Sagði hann að blökkumenn myndu eiga fulltrúa í stjórn- um landshlutanna níu, sem smátt og smátt eiga að öðlast sjálfstæði, hinn fyrsti, Transkei, nú í næsta mánuði. Þrátt fyrir óeirðir sem kostað hafa meira en 300 manns lífið, sagði Vorster að hann væri ákaf lcga ánægður með allar þær framfarir sem orðið hefðu í vioræour Kissmgers og Vorsters. 1 skugga 300 látinna blokkumanna, landinu í stjórnartíð hans. og vaxandi reiði og óþolinmæði í Afriku. Rannsókn flugslyssins í Júgóslavíu hefst í dag: Reynt að bera kennsl á líkin, flogið með œttingja til minningarathafnar Rannsóknin á mannskæðasta árekstri flugvéla í lofti, sem varð skammt frá Zagreb í Júgóslavíu nú sl. föstudag, mun hefjast í dag er fimm flugumferðarstjórar úr flugturninum við flugvöllinn í borginni verða yfirheyrðir. Mennirnir fimm, semennhafa ekki verið nafngreindir, voru handteknir í gær grunaðir um að hafa verið valdir að slysinu vegna kæruleysis í starfi. 176 manns létu lífið er tvær flugvélar, önnur í eigu júgóslavnesks flugfélags og hin frá British Airways, rákust á. Talsmenn British Airways hlýddu á segulbandsupptökur af orðaskiptum flugmanna í báðum flugvélunum í gærkvöldi og sögðu þeir að sennilega yrði ljóst með hvaða hætti slysið hefði orðið innan fárra daga. Yfirvöld í Júgóslavíu segja að búið sé að flytja lík farþeganna til Zagreb, þar sem re.vnt verður að bera kennsl á þau. Minningarathöfn verður haldin á miðvikudaginn nk. og verið er að undirbúa flug ættingja til Júgóslavíu alls staðar að úr Evrópu. Flogið verður' með ættingja fólksins frá Tyrklandi og Englandi á vegum British Air- ways, en flugvél þess var á leið til Tyrklands er slysið varð. Þá verður flogið með ættingja Þjóð- verjanna 107, sem voru í júgóslavnesku flugvélinni á leið til sumarleyfisdvalar I Júgóslavíu. CARTER ER Á FERÐ OG FLUGI Forsetaframbjóðandi demó krata, Jimmy Carter, mun hefa enn eitt kosninga- ferðlagið í dag og á því ferðalagi mun hann koma við i 14 stórborgum Bandaríkjanna á fjórum dögum. Hann mun koma við í Arisona, þar sem hann hittir ríkisstjóra Alabama, George Wallace, en hann varð einmitt að láta i minni pokann fyrir Carter eftir forkosningarnar i Florida. fyrr á þessu ári. Wallace. sem einnig er frá Suðurríkjunum. styður Carter i baráttunni og báðir sameinast þeir undir kjörorð Carters: „Bandaríkjamenn eiga rétt á ríkisstjórn sem er eins göfug og þeir." Carter hefur undanfarið verið á stöðugum ferðalögum og hvíldi sig rétt aðeins yfir helgina eftir að hafa þotið um 17 borgir Bandaríkjanna í norður- og miðvesturríkjunum. Ekki var vitað hvort Wallace, sem nú á i frægu rifrildi við konu sina út af hljóðritunum í svefnherbergi þeirra hjóna. ntuni konia fram opinberlega með forsetaframbjóðandanum. Ford heldur sig í Hvíta húsinu er hann kemur við í Birming- ham í Alabama. Undanfarið hefur Carter farið í gegnum 100 blaðsíðna rit sem fjallar um innanríkismál og ráðgjafar hans hafa samið. Er þetta gert til undirbúnings fyrir kappræður þær, er hann mun eiga við Ford forseta síðar í þessum mánuði. Ford forseti hefur ekki, enda þótt hann eigi við ramman reip að draga, farið á stað í kosningaferðalög, en heldur sig i Hvíta húsinu þar sem hann segir að mikilvægara sé fyrir sig að vera.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.