Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 17
DACBI-AÐIt). MANL'DAlil'K l.i. SKI’TK.MHKK lí)7(i. »7 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir S> Vonsviknir Akurnesingar. Andrés Ólafsson og Jóhannes Guðjónsson, halda niður úr stúku Laugardalsvallarins eftir að hafa tekið á móti silfurverðlaunum sínum. DB-mund Bjarnleifur. Níu mðrk Bayern! Bayern Munchen lét sig hafa það og skoraði níu mörk í 5. um- ferð BundeslígUnnar vestur- þý/.ku á laugardag. Úrslit í um- ferðinni urðu þessi: Bayern — Borussia. Berlín 9-0 Duisburg — Bor. Dortmund 0-0 Hertha — Boehum 2-0 Köln — Eintr. Brunswiek 3-0 Karlsruhe — Kaiserslautern 1-1 Sehalke — For. Dusseldorf 2-1 Hamhorg — Ein. Frankfurt 3-1 Borussia Mön. — Bremen 3-1 Saarbrucken — Essen 2-1 Köln er efst ineð 10 stig. Mönchengladbach. meistararnir. hafa átta. Keflavík leikur við Hamborg á miðvikudag í Ham- borg i Evrópukeppninni. Akureyri aftur með lið meðal þeirra bezfu - Þór — Þór sigraði Þrótt 2-0 ó laugardag í leik umtiunda sœtið i 1. deild nœsta keppnistimabil og það aðeins tveimur órum eftir að liðið hóf þótttöku i 3{u deild Knattspvrnufélagið Þór frá Akureyri hefur unnið einstætt afrek í knattspyrnusögu þessa lands — að vinna sig upp i 1. deild á aðeins tveimur árum. Já, fyrir aðeins tveimur árum hóf Þór að leika í landsmótum KSÍ eftir að ÍBA hafði verið leyst upp. Byrja varð frá grunni — 3. deild. Liðið vann 3. deildina með vfir- burðum síðastliðið sumar. í sumar hafnaði Þór í öðru sæti 2. deildar. Félagið vann sér því rétt á aukaleik við neðsta lið 1. deildar um 10. sæti 1 deildar að ári. Þróttur hafnaði í neðsta sæti 1. deildar í sumar og á laugardag léku Þór og Þróttur. Þór vann sannfæraildi sigur 2—0 og sumarið 1977 leikur liðið því í 1. deild. Já. afrek Þórs er einstætt, ekki verður annað sagt. Og Akureyri, höfuðvígi norðlenzkrar knatt- spyrnu, hefur aftur eignazt lið í 1. deild, sem auðvitað er ekki nema við hæfi. Ekki er-við þvi að búast að Þór geri stóra hluti í keppni við beztu lið íslands, að minnsta kosti ekki næsta sumar, heldur hlýtur félagið að leggja höfuð- áherzlu á að tryggja sætið. Ennþá vantar ýmislegt í lið Þór, sem aðeins skapast í harðri keppni fjölda ára. Mikið mæðir á gömlu köppunum í liði Þórs, köppunum er báru flagg IBA hvað hæst á árunum. Þar á ég einkum við Gunnar Austfjörð í vörninni, Magnús Jónatansson tengiliðinn sterka og markvörðinn Samúel, er varði mark Þórs af öryggi á laugardag. í kringum þessa sterku leik- menn hefur tekizt að byggja nokkuð sannfærandi lið, en þó greinilegt að enn vantar á ao Þór skipi sér sess meðal beztu knatt- spyrnuliða íslands. En auðvitað á reynslan ein eftir að skera úr um, hvort Þór tekst að halda sæti sinu í 1. deild næsta sumar. Eg er þó á því að það takist og þá fyrst og síðast vegna þess, að Akur- eyringar hafa alltaf verið erfiðir heima að sækja í gegnum árin. Ef við snúum okkur að leiknum á laugardag þá fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara. Þór hafði undirtökin þegar frá upp- hafi fyrri hálfleiks og þrátt fyrir nokkuð þunga sókn Þróttar í síðari hálfleik átti vörn Þórs i litlum erfiðleikum með að bægja sóknarmönnum Þróttar frá mark- inu. Auðvitað sköpuðu leikmenn Þróttar sér tvö eða þrjú tækifæri en vegna eindæma klaufaskapar tókst ekki að nýta þessi tækifæri. Þór lék undan sterkri sunnanátt á leikvellinum i Kópavogi og hóf þegar stórsókn að marki Þróttar. Virtist sem leikmenn — Reykja- víkurliðsins teldu baráttuna fyrirfram vonlausa, að minnsta kosti bauð liðið upp á litið. Leik- menn virkuðu áhugalausir, ef til vill hafa hin tíðu töp í sumar naft þar áhrif. Knötturinn lá í marki Þróttar eftir aðeins 15. mínútna leik. Árni Gunnarsson tók hornspyrnu og sendi knöttinn vel fyrir. Vindur- inn greip knöttinn og bar hann að marki Þróttar. Markvörðurinn hugðist grípa hann en missti hann yfir sig greinilega hindr- aður af Magnúsi Jónatanssyni og í netinu hafnaði knötturinn. Slakur dómari leiksins, Guðjón Finnbogason dæmdi umsvifalaust mark, 1—0 fyrir Þór. Á 30. mínútu juku leikmenn Þórs forskot sitt. Tekið var langt innkast og eftir þóf barst knöttur- inn til Sigurðar Lárussonar I víta- teignum. Sigurður fékk nógan tíma til að athafna sig og skaut föstu skoti sem hafnaði í net- möskvunum. Leikmenn Þórs hefðu getað bætt við fleiri mörk- um í fyrri hálfleik. Þannig komst Jón Lárusson tvívegis innfyrir vörn Þróttar en honum tókst ekki að senda knöttinn í netið. Staðan í leikhléi var þvi 2—0 og því greinilegt í síðari hálfleik, gegn vindinum, að leikmenn Þórs lögðu megináherzlu á að halda fengnu forskoti. Það tókst bæri- lega — með góðri aðstoð sóknar- manna Þróttar, sem eins og svo oft í leikjum sumarsins áttu í mestu erfiðleikum að nýta jafnvel einföldustu tækifæri. Já, jafnvel skjóta himinhátt yfir, af aðeins 2 metra færi — og enginn varnar- maður Þórs nálægur. Þetta tókst leikmönnum Þróttar — og raunar saga liðsins í hnotskurn í sumar. Liðið hefur átt í miklum erfiðleik- um með að skapa sér tækifæri og jafnvel þá nýta þau. Þór frá Akureyri er því í 1. deild — aðeins tveimur árum eftir að félagið sendi fram lið til keppni í landsmótum KSÍ 1 meistaraflokki. Til hamingju ÞórsararlÞað er við hæfi að höfuð- staður Norðurlands hafi á að skipa liði í t. deild. Annað er raunar ekki sæmandi. h.halls. Niki Lauda varð Heimsmeistarinn í kappakstri. Niki Lau.da, stóð sig frábærlega vel í ítölsku grand-prix-keppninni í gær — fyrstu keppni sinni eftir meiðslin hroðalegu, sem hann hlaut í keppni i V-Þýzkalandi fvrir sex vikum. Lauda varð i fjórða sæti og jók stigamuninn á James Hunt, Bretlandi, í sex stig, en Hunt lauk ekki keppninni.. Svíinn Ronnie Petersson varð sigurvegari í keppninni —heilum tveimur sekúndum á undan öðrum manni, Regazzoni, Sviss. Fyrsti stórsigur Svíans og meðal- hraði hans var 199.749 km. Hann hafðí hlotið eitt stig í keppninni áður. — Hefur nú 10. Lafitte, Frakklandi, varð 3ji og Lauda fjórði. Búizt var við deilum fyrir keppnina í Monza — og það stóð ekki á þeim. Von James Hunt um góðan árangur ,,dó“ raunverulega áður en keppnin hófst. Prufa var tekin á benzíni bilanna eftir æfingakeppnina á laugardag og þá kom í ljós, að Hunt var með of sterkt bensín. Hann varð því að hefja keppni síðastur og hafði komizt upp í 14. sæti af 26 bílum. þegar hann hafði lagt of mikið á bíl sinn og ók út úr brautinni á 12. hring. Lauda var í 3ju röð og ók af miklu öryggi og náði fjórða sæti Eftir að Hunt hafði ekið út úi brautinni neituðu forráðamenn keppninnar honum að hefja keppni á ný. Miklar deilur urðu á keppnisstað og hefur McLaren- fyrirtækið mótmælt þessu, svo og niðurröðun fyrir keppnina. Þess má geta, að Lauda ekur ítölskum Ferrari-bil. Lauda hlaut þrjú stig fyrir fjórða sætið i keppninni. Nú eru þrjú mót eftir og stigatala efstu er þannig: 1. Niki Lauda 61 stig 2. James Hunt 56 stig 3. J. Scheckter 38 stig 4. Regazzoni 28 stig 5. Depailler 27 stig Niki Lauda á blaðamannafundi fyrir keppnina — og það er hroðalegt að sjá andlit kappans eftir meiðslin, sem hann hlaut á kappakstursbraut í Þýzkalandi. Marian Masny. skæðasti sóknarleikmaður Tékka. UEFA-bikarkeppni Evrópu 1976—77 SLOVAN BRATISLAVA AÐGÖNGUMIÐAR STÚKA 800.- STÆÐI 600.- Börn 200.- ó Laugardalsvelli 14, sept. kl. 17,30 Komiö og sjáið tékknesku snillingana, sem sigruðu landslió Hollendinga og V-Þ>jóðverja. KNATTSPYRNUDEILD FRAM ONDRUS — fyrirlíði Siovan og tékkneska landsliðsins — sést hér hampa Evrópubikar landsiiða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.