Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.09.1976, Blaðsíða 11
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 13. SEPTEMBUK 1976. Lorenzo Miguel, fyrrum for- maður verkalýðssambands Perónistahreyfingarinnar, sem var ,.mæna“ stuðnings- manna Peróns ,og stjórnaði landinu með honum. Annar háttsettur leiðtogi verkalýðshrcyfingar pcrónista, Casildo Ilcrreras, flúði land áður en Isabellu Perón var steypt ogheldur nú til í Mexikó-borg. Enn eru þó margir fyrrum perónistar frjálsir ferða sinna í Buenos Aires og lótu sjá sig við minningaralhöfnina um Perón 1. júlí þegar tvö ár voru liðin frá dauða hans. Meðal þeirra voru Italo Luder, fyrr- um forseti efri deildar þings- ins, og ráðherrarnir Angel Robledo og Jöse Gomez Morales. Asakanir á hendur Victor Calabro, fyrrum héraðsstjóra, voru nýlega birtar opinber- lega. Hann vakti athygli um skeið fyrir að vera fyrsti maðurinn, sem reis upp gegn frú Perón. Hann gengur þó enn laus og er ekki vitað um hann Fleiri menn hafa sætt aðkastiogákærumfyrir að hafa misnotað aðstöðu sína á valda- tíma Peróns. Allir neita þessir menn sekt sinni. „Ég er aðeins einn af þeim, sem verða að líða fyrir her- ferðina, sem ætlað er að evðileggja Perónismann,“ sagði einn þeirra nýlega í viðtali við International Her- ald Tribune. „Ég ætla að berjast gegn því. Við erum of margir til að þeir geti eyðilagt okkur eins og þeir hafa hugsað sér.“ Vilhjálmur Stefánsson og mannvist á norðurslóðum Að undanförnu hefur nafn Vilhjálms Stefánssonar nokkr- um sinnum komið fyrir í frétt- um dagblaðanna. Tilefni þess eru ummæli skosks kennara um eina af rannsóknarferðum þeim, sem Vilhjálmur skipu- lagði, og lauk með sorglegum hætti. Um slíka viðburði verður mönnum oft tíðrætt og ábyrgð leiðtogans jafnan gerð mikil. í framhaldi af þessum umræðum hefur í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins verið minnst á, að sómi væri að því fyrir íslend- inga að sýna minningu Vilhjálms virðingu. Ég vil taka undir þau orð. Vilhjálmur var vissulega merkur brautryðj- andi í rannsóknum á mannvist á norðurslóðum og bækurnar og fyrirlestrar urðu til þess ,að auka þekkingu manna á norð- lægum þjóðum. Jafnframt þvf vann hann merkilegtstarfaðþví að brevta viðhorfi íáðamanna til norðurhjarans, 'sýna fram á þá miklu möguleika, sem þar væru notaðir og hvernig unnt væri að nýta náttúrugæði þar. Þótt Vilhiálmur hafi ekki lagt eins mikið af mörkum á hinu fræðilega sviði mannfræði og margir aðrir, hefur hann flestum verið fremri í því að benda á hvaða hagnýta þekk- ingu mætti læra af Eskimóum norðurhjarans. Hann var maður framkvæmda og hag- nýtra fræða fremur en kenn- ingahöfundur. Hann lærði á umhverfið, notfærði sér það á sama hátt og þær þjóðir, sem bjuggu á norðurslóðum, og sá hvernig nútímatækni gat gert þessi lönd öllum byggileg ef snúist væri við náttúruöflunum á sama hátt og Eskimóarnir höfðu gert um þúsundir ára. Þótt kenningasmíð Vilhjálms hafi ekki verið alls kostar í sam- ræmi við mikla reynslu og þekkingu á fólki norðurhjarans þá verður hans lengi minnst sem ákaflega merkilegs mann- fræðings. Hann gerði sér öðrum betur grein fyrir þýðingu sam- spils náttúruog menningar, og það löngu áöur en hugtök eins og vistfræði komu til sögunnar í mannfræðirannsóknum. Ferðabækur hans, sem til eru í íslenskri þýðingu, eru ein sam- felld lýsing á því hvernig um- hverfi mótar alla menningar- þætti Eskimóanna, og hvernig aðferð þeirra við að nýta það sem landið hefur upp á að bjóða er hin eina rétta. Með því að lifa eins og það fólk sem hann var að rannsaka, veiða með sömu aðferðum og það, eta sömu fæðu, klæðast sams konar fötum og byggja sér sams konar hús, var Vilhjálmur frumkvöð- ull þeirra rannsóknaraðferða, sem vænlegastar þykja til árangurs innan mannfræð- innar. Þessum merka þætti mannfræðistarfs Vilhjálms virðist mér að ekki hafi verið nægilegur sómi sýndur af mannfræðingum nútimans. Vilhjálmur Stefánsson var íslenskur maður þótt fæddur væri í Vesturheimi. Hann hafði áhuga á öllu sem fslenskt var og vildi að frábært bókasafn sitt yrði geymt á Islandi. Af þvf varð ekki, því miður. Ef safn hans hefði komið hingað væri nú hér á landi eitt besta safn rita um norðurslóðir sem til er f heiminum. Hér hefðu skapast möguleikar á miðstöð I tiltekn- um þáttum fræða um norður- hjarann og íslendingar hefðu staðið vel að vígi að leiða slfkar vlsindarannsóknir. En ekki þýðir að gráta orðinn hlut. Hitt er oss nær að minnast Vilhjálms Stefánssonar á einhvern þann hátt áð í senn eflist mannfræðivfsindi á íslandi og eftir verði tekið f vísindaheiminum. í blaðagrein, sem ég birti fyrir tæpum þremur árum, lagði ég til að einn liður hátfða- halda 1974 yrði að efna til ráð- stefnu innlendra og erlendra vfsindamanna um mannvist á norðurslóðum. Þótti mér sem slík ráðstefna væri verðugra framlag til minningar um ellefu hundruð ára mannvist hér á landi en sumt það annað, heldur óþarft, sem þá var fram- Kjallarinn Haraldur Ólafsson lektor kvæmt með ærnum tilkostnaði. Slík ráðstefna skyldi hafa að markmiði að koma á kynnum þeirra sem fást við margvís- legar rannsóknir á norðurslóð- um, efla samskipti þeirra þjóða og þjóðarbrota sem þar búa, og kanna þýðingu norðurhjarans í veröldinni. Hér eru ekki nein smáatriði á ferðinni, og varla hægt að ætlast til að hægt sé að sinna öllu þessu á einni ráðstefnu. Það skiptir heldur ekki mestu máli, heldur hitt, að hefjast handa um að tslendingar hafi forgöngu um að kalla saman til fundar nokkra af þeim vfsinda- mönnum og fulltrúum visinda- stofnana, sem fást við rann- sóknir á mannvist á norður- svæðunum. Meðal þess sem ég hafði í huga á ofanverðu ári 1973 var sú hreyfing, sem síðan hefur eflst að marki, í þá átt að auka samstarf og samráð þeirra þjóða er mynda minnihluta- hópa innan rfkja á norðurslóð. Ég á þar við viðleitni Indfána, Eskimóa og Sama til að ræða innbyrðis sameiginleg vanda- mál sín og viðfangsefni. Mér sýnist að íslendingar séu f góðri aðstöðu til þess að leggja hér að mörkum velvilja og aðstoð, auk þess sem þeir geta ýmsu miðlað af reynslu sinni sem nýlendu- þjóðar er braust til sjálf- stjórnar og sjálfstæðis. Eftir rúmlega þrjú ár verða liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Vilhjálms Stefáns- sonar, nánar tiltekið 3. nóvember 1979. Þá ættum vér íslendingar að halda hér ráð- stefnu í þeim anda, sem ég hefi lýst hér að framan. Þangað yrði boðið hópi visindamanna i flest- um þeim greinum, sem fjalla um mannvist, náttúruauðæfi, landafræði og náttúrufræði norðurhjarans og ennfremur mætti þar koma fram hin mikla stjórnmálalega og hernaðarlega þýðing þessa svæðis. Ráðstefna þessi yrði tengd minningu Vil- hjálms. I framhaldi af þessu ætti að efla mannfræðivísindi á íslandi. Nú þegar er hafin kennsla í almennri mannfræði við háskólann og sett hefur verið á laggirnar Mannfræði- stofnun háskólans. í nokkrum skólum er þegar kennt nokkuð í mannfræði, einkum þó félags- legri og menningarlegri mann- fræði. Þessa starfsemi þyrfti að auka og efla eftir föngum. Einn liðurinn gæti verið að tengja nafn Vilhjálms Stefánssonar beinlínis við einn þátt í slíkri eflingu. Arlega ætti háskólinn að bjóða hingað til lands viður- kenndum fræðintanni á þeim fræðasviðum, sem Vilhjálmur starfaði á og fela hon- um að flytja nokkra fyrir- lestra um fræði sfn. Með því móti væri í senn verið að efla mannfræðivísindi í landinu og að sýna minningu Vilhjálms verðskuldaða virðingu. Þessum hugmyndum er hér varpað fram til umhugsunar þeim sem áhuga hafa á því hvernig menn hafa farið að því að búa við þau kröppu kjör sem norðursvæðin bjóða upp á, hvernig náttúruauðæfi þeirra verða nýtt til hagsbóta fyrir marga, og hverja þýðingu þau hafa fyrir mannkyn allt. Haraldur Ólafsson lektor Hverjir vilja breyta vinnulöggjöf? Undanfarin ár hafa verið i undirbúningi breytingar á núgildandi lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Félags- málaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, hefur látið semja frum- varp til laga um nýja vinnulög- gjöf, sem felur í sér allmargar breytingar á þeim lögum, sem nú eru í gildi, en þau eru frá. 1938. V. I umræðunum um þetta mál hefur hvað eftir annað- verið talað um, að núverandi vinnu- löggjöf hentaði ekki aðstæðum i dag; hún væri orðin úrelt og breytingar á henni því nauð- synlegar. Þessi krafa um breytta vinnulöggjöf hefur fyrst og fremst komið frá at- vinnurekendum og fulltrúum þeirra á alþingi, enda ber frum- varpið þess glögglega merki, að þar er reynt að koma til móts við óskir þeirra. í hinni nýju vinnulöggjöf er reynt að draga mjög úr áhrifum verkfallsvopnsins, auKa á vald ASl-forystunnar og rfkisvaldið á að hlutast meir til um samningamál en áður, fyrst og fremst. með þvf að efla vald ríkissáttasemjara. í frum- varpinu erm.a. aðfinna ákvæði þess efnis að lengja boðunar- frest verkfalls. svo og upp- sas.iarfrest sámninga, heimila félagsmálaráðherra að fresta verkfalli á ákveðhum vinnustað eða fámennu verkalýðsfélagi, þar sem þátttakendur þess eru ekki fleiri en 100, um allt að 60 sólarhringa, sáttasemjari geti frestað verkfalli í 5 sólar- hringa, sjái hann ástæðu til þess, og auka áhrifamátt stéttarsambanda á kostnað einstakra verkalýðsfélaga. En hverjir hagnast á því að svona er f pottinn búið? Sumir slá fram þeirri full- yrðingu, að verkafólk hafi ekki efni á að fara í verkfall og sé í rauninni á móti þeim. Það er jafnvel hægt að finna fólk úr röðum verkalýðsstéttarinnar, sem tekur undir slfkar rök- semdarfærslur. En þegar saga verkalýðsbaráttunnar er at- huguð reynast slíkar full- yrðingar alrangar. Það er einmitt verkfallsvopnið, sem hefur fært verkalýðnum í hendur miklar kjarabætur og aukin réttindi. Því er það ekkert annað en skerðing á rétti verkalýðsins til að berjast fyrir bættum kjörum, þegar draga á úr áhrifum verkafalla með löggjöf. Þeir sem hag hafa af þessum breytingum eru þvf einungis at- vinnurekendur, sem geta undirbúið sig betur undir verk- fallsbaráttu eftir þvf sem aðdragandi verkfalla er Iengri og þannig staðizt enn betur kröfur verkafólks um kjara- bætur. En þetta frumvarp inni- heldur ýmislegt fleira, sem sniðið er fyrir hagsmuni ann- arra en verkalýðsstéttarinnar. I þeim er hlutast til um innra skipulag verkalýðssamtakanna á freklegan hátt. Með þessum lögum hyggst rfkisvaldið breyta skipulagi verkalýðsfélaga og sambanda og þær breytingar eru vissulega ekki verkalýðn- um í hag. Svo mikið er víst. I frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir, að einfaldur meirihluti, á löglega boðuðum verkalýðs- félagafundi, hafi ekki ákvörðunarvald í samningamál- um, þ.e.a.s að tilskilinn fjöldi þurfi að mæta á fundinum, svo að atkvæðagreiðsla sé lögleg. Eins og sjá má af frumvarpi þessu, sem reyndar á að heita trúnaðarmál ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins (VSÍ og ASÍ), þó óhjákvæmi- lega hafi ýmislegt „lekið út“ um innihald þess, þá miðar það að þvf að skerða sjálfsögð réttindi verkalýðsins og hags- munafélaga hans. En eitt er at- hyglisvert í þessu sambandi. Ein meginkrafa atvinnurek- enda um breytta vinnulöggjöf er að vald forystumanna Alþýðusambands Islands verði eflt með lögum. Jón H. Bergs, form. VSÍ, orðaði þetta á hreinskilinn hátt á síöasta aðal- fundi VSl: „Það kann að hljóma ein- kennilega, en staðreynd er það samt, að eindregin ósk vinnu- veitendasamtakanna er, að mið- Kjallarinn Sigurður Jón Ólafsson stjórnarvald Alþýðusambands Islands verði aukið, annaðhvort með samningum milli verka- lýðsfélaganna eða með breyttri :.vinnulöggjöf.“ En því er auðvaldinu svo mjög í mun að efla vald förystu- 'manna verkalýðshreyfingar- 'innar? Það: ér augljóst. 1 rsamningum hafa þeir sem sitja í stjörn ASI fremur dregið taum atvinnurekenda en verka- lýðsins og það sent meira er: verkalýTlsforystan hefur tekið’ sér hálfgeri alra'ðisvald í samnineamálum, þannig, að hinn almenni verkamaður hef- ur engin áhrif á mótun kjara- krafna, heldurskal hann aðeins segja já og vera ánægður, þegar verkalýðsforingjarnir hafa risið úr þægilegum sætum sín- um á svítum Hótel Loftleiða eftir langvarandi makk við auð- valdið á bak við tjöldin. Þetta vald, sem forysta ASl hefur tekið sér, hefur þannig orðið á kostnað virkrar pátttöku verkalýðsfjöldans í kjarabarátt- unni. Að efla vald ASÍ- toppanna með löggjöf er því sama og að skerða lýðræðið inn- an verkalýðshreyfingarinnar. En það er fyrst og fremst skerðing á verkfallsréttinum, sem er alvarlegasta mál frum- varpsins um breytta vinnulög- gjöf. Við skulum minnast þess, að verkfallsvopnið var f upp- hafi notað af verkafólki til þess að afla samtökum sínum viður- kenningar og baráttustöðu. Þetta vopn hefur verið notað til þess að berjast fyrir bættum kjörum og gegn hvers kyns þvingunarlögum af hálfu ríkis- valdsins. Allar tilraunir til að slæva þetta vopn með laga- setningum eru því andstæðar hagsmunum. verkalýðsstéttar- innar. Verkafólk verður því að berjast gegn slíkum breyting- um á vinnulöggjöfinni með öllum ráðum. Sigurður Jón Olafsson iðnverkamaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.