Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1976. _ TVEIMUR AÐILUM SELDUR SAMIJARÐARSKIKINN 9 r Sérstœtt lóðasölumál á Suðurnesjum N Jarðakaup ð Suðurnesjum teljast ékki til mikilla tíðinda að öllu jöfnu en þegar tveimur aðilumer seld sama jörðin, eða hluti hennar, ðn vitundar beggja, þykir það í frðsögur færandi. „Ég miðaði kauptil- boð mitt við alla jörðina, Norður-Flankastaði, hús, lðð og heiðarland, eða eins og selj- andinn, Sigriður Valgeirs- dóttir, hafði keypt hana ðrið 1972 með gögnum og gæðum,“ sagði ungur Sandgerðingur, GIsli Ölafsson í samtali við DB, „en þegar ég ætlaði að fara að ganga endanlega frá1 kaupunum, meðal annars að athuga hvort Miðneshreppur héldi í forkaupsréttinn, fregnaði ég að hluti jarðar- innar hafði verið seldur tveimur dögum áður lög- fræðingi i Reykjavík, dr. Gunniaugi Þórðarsyni, fyrir 600 þús. krónur en mitt tilboð hljóðaði upp á 2,2 milljónir.“ Þar sem Gisli hugðist koma sér upp svolitlum bústofni kom sá hluti jarðarinnar, sem honum var ætlaður, að litlu Reyna lögreglu- gagni. Sneri hann sér þá til lögfræðiskrifstofu þess, sem samninginn gerði fyrirhönd Sigriðar Valgeirsdóttur, — Guðjóns Steingrimssonar, en um siðir var honum tjáð að hann þyrfti að leita lögfróðra manna til að útkljá málið, sem og hann hefur gert. Skömmu eftir að Gisla varð Ijóst að eitthvað óhreint var í pokahorninu barst honum bréf frá seljanda þar sem honum er boðin lækkun á Norður- Flankastöðum, um sömu upp- hæð og lögfræðingurinn keypti heiðarlandið fyrir, en Gisli hafnar þvi að svo stöddu þar sem hann telur sig vera löglegan kaupanda að jörðinni allri og hafi samning i höndunum upp á það. emm. Ibúðarhúsið að Norður- Flankastöðum sem fylgdi í annarri lóðasölunni. — DB- mynd emm. Lágu haustfargjoldin okkar lengja sumarið hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15. september til 31.október, flucfélac LOFTLEIDIR ISLANDS Félðg með eigin skr'rfstofur í 30 stórborgum erlendis menn að fá vinnu annars- staðar? Stjórnvöld eru vöruð við afleiðingum þess að halda kaupi og kjörum lögreglumanna i þvi lágmarki sem nú er orðið. Þetta kom meðal annars fram á almennum fundi í Lögreglufélagi Reykjavíkur sem haldinn var á fimmtudag. Fundurinn hvatti lög- reglumenn til átaka um að ná sjálfsögðum mannréttindum að fullu en opinberum starfs- mönnum (BSRB) hefur nú loks verið treyst fyrir auknum samningsrétti. Þegar eru uppi háværar raddir reyndra lögreglumanna, að leita sér vinnu annars staðar ef ekki verður hið bráðasta ráðin bót á launakjörum þeirra. Það er nú orðið nær daglegt brauð að fjölmiðlar segi frá hinum og þessum stórafbrotum og mótmælir þvi áreiðanlega enginn að ein helzta vörnin við því er að stórefla löggæzluna á öllum sviðum og skapa henni um leið hin beztu skilyrði til starfa. -EVI. Veiðiþjófar við Elliða- árnar teknir Undanfarin kvöld hefur lög- reglan átt í eltingaleik við stráka sem gerzt hafa veiði- þjófar i Elliðaánum. Voru ein- hverjir þeirra teknir á laugar- dagskvöldið eftir að hafa verið við rányrkju við árnar. Rennsli ánna er nú mjög lítið neðan við stifluna og eru árkvíslar sumar mjög vatns- litlar. Hins vegar er þar að finna lax í pollum og holum og er tiltöluleg’ auðvelt að ná honum. Við þessa iðju eru strákarnir eftir að dimma tekur. — ASt. MMBIAÐIB er smáauglýsingablaðið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.