Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 7
I >.\< iBl.AÐH). MANl'DACl'K 25. A! * K11. 1977 7 Olíulekinn íNorðursjó 3 tonn á mínútu: Getur orðið stórfelldasta olíumengun tilþessa — einn neisti gæti sprengt allt íloft upp — allt eins líklegt að lekinn verði f nokkra mánuði Mesta olíumengun í Evrópu til þessa er nú yfirvofandi samfara geysilegri sprengihættu og er nú beðið í ofvæni eftir áliti banda- rískra sérfræðinga um borð í borpallinum Bravo á Ekofiskolíu- svæðinu i Norðursjó, 175 mílur suðvestur af Stavangri, hvort unnt verður að stöðva lekann á nokkrum dögum eða hugsanlega ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Það var á laugardag að starfs- " mönnum. mistókst að ganga frá ventli um borð í pallinum með þeim afleiðingum að jarðgas og olía streyma nú óhindrað upp, um 3 tonn af olíu á mínútu eða um 4 þús. tonn á sólarhring. 112 starfsmenn borsins, sem er i eigu bandaríska fyrirtækisins Phiiips, yfirgáfu pallinn þá þegar í skyndingu á björgunarbátum og var bjargað um borð í birgðaskip. Geysileg sprengihætta er sam- fara gaslekanum, en í kjölfar gas- sprengingar myndi kvikna í olíunni með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Einn neisti gœti sprengt allt upp Bandarísku sérfræðingarnir sigu niður á pallinn við mjög erfiðar aðstæður og vinna við mikla áhættu þar sem ekki þarf nema einn lítinn neista til að valda sprengingu. Eru þeir að kanna möguleika á að láta krana slaka einhvers konar tappa niður í leiðsluna. Sé þess ekki kostur er eina leiðin að bora þúsundir feta niður með. leiðslunni og reyna að stífla neðri enda hennar. Það verk tekur minnst nokkrar vikur, en jafnvel nokkra mánuði. Poul N. Adair, einhver frægasti sérfræðingur veraldar í að stöðva olíuleka og kæfa olíubruna úr holum, er um borð í borpallinum. Framleiðsla stöðvuð Öll framleiðsla á þessu svæði hefur nú verið stöðvuð, en svæðið er mesta úthafsolíuvinnslusvæði í Evrópu og framleiðir 350 þúsund tunnur af olíu á dag. Olíubrákin þekur nú um 300 ferkílómetra og óttast menn að hún kunni að skaða verulega fisk- stofna í Norðursjónum auk þess að geta valdið gífurlegri mengun við strendur og valdið miklum fugladauða. Mesta olíuslys í Evrópu varð fyrir 10 árum, þegar olíuskipið Torre Canyon, skrásett i Líberíu, strandaði við Bretlandseyjar Með sama leka frá Bravó, eru aðeins nokkrir dagar í að olíumagnið þaðan verði orðið áiíka mikið og úr skipinu. Miklum búnaði hefur nú verið safnað saman til að eyða eða safna olíunni, en hann er þó ekki enn nándar nærri nægilegur til að ráða við þetta magn enn, auk þess sem gott veður er skilyrði þess að unnt sé að vinna þess háttar verk. Fiskstofnar í stórhœttu Þá er óttazt að ef gripið verði til þess ráðs að sökkva olíunni geti það þýtt geysilegt áfall fyrir makrílstofninn sem einmitt er að hrygna á þessum slóðum nú, auk áfalls fyrir aðra fiskistofna og varanlegar botnskemmdir. Einnig er áætlað að þetta atvik kosti norska ríkið um 400 milljónir ísl. króna á dag í formi vinnslutaps og fleiri atriða í kjölfarið. Stjórnmálamennirnir í hár saman Norski stjórnmálaheimurinn er Erlendar fréttir Margs konar búnaður hefur verið fundinn upp til hreins- unar olíu úr sjó og er búið að safna þannig búnaði til Norður- sjávar nú. Fuglar verða hvað verst úti í oiíumengun þegar olian berst upp að ströndunum og drepast oft í þúsundatali er hún kemst í fiður þeirra. Olíuborpallur af sömu gerð og Bravo og á sömu sióðum. einnig kominn á annan endann. Andstæðingar þessara fram- kvæmda, eða öllu heldur til- högunar þeirra og hraða.hamra nú á áðurnefndum viðvörunum sínum en hinir verja sig með efnah'agslegu gildi þeirra. Talið er vist að þetta muni hafa veruleg áhrif á næstu kosningabaráttu. Nú stendur fyrir dyrum veruleg olíuleit norður með ströndum Noregs og er þegar talið fullvíst að þessi atburður verði þess valdandi að allar varúðarreglur verði mun strang- ari en á Ekofisksvæðinu, og sömu- leiðis verði strangara eftirlit með þeim. Þeim, sem ttyggja bílinn sinn hjá okkur feUur ymislegt í skaut. í ár endurgreiðum við þeim í tekjuafgang: kr. 21,0 milljón Fyrir tjónlausan akstur í 10 ár fá þeir 1 ár iðgjaldsfrítt. Verðmœti að þessu sinni: kr. 13,1 milljón Alls fá þeir í ár: kr. 34, 1 milljón Allt er þetta fyrir utan hinn hefðbundna bónus, sem allir veita.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.