Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.04.1977, Blaðsíða 10
10 WMBWm frjálst, úhád dagblað Útgefandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfrottastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón' Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur 'Sigurösson, Hallur Hallsson, Holgi Pétursson, Jakob Magnússon, Katrin Pólsdóttir, Krístín Lýðs- (dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjamleifsson iHörður Vilhjólmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn 'Þorloifsson. Dreifingarstjóri: Mór E. M. '-falldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. ó mónuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, óskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Ranglætisfrumvarpið Almenningsálitið hefur unnið talsverðan sigur í skattamálunum. Þungi þess hefur hrakið fjármála- ráðherra og ríkisstjórnina á flótta. Nú hefur verið hætt við að keyra skattafrumvarpið gegnum þingið að þessu sinni. Skattafrumvarpið var óskabarn fjármálaráð- herra. Menn minnast þess, að óánægja almenn- ings með skattamálin náði hámarki, eftir að álagningarseðlar birtust á síðasta sumri. Marg- ir létu í ljós álit sitt í f jölmiðlum, og meingallar skattakerfisins voru afhjúpaðir. Þrýstingur al- menningsálitsins hafði að þessu sinni nokkur áhrif á steinhjörtu ráðamanna. Að vísu hafði árum saman verið heitið umbótum, en þau loforð voru gefin upp í ermina. Útkoma svokall- aðra umbóta reyndist hert skattpíning á launa- fólk. En á síðasta hausti virtist meiri alvara í viðbrögðum ráðamanna. Nú skyldi svo sannar- lega bætt úr skák og gerðar umbætur, sem máli skiptu. Við þessar aðstæður varð skattafrumvarp fjármálaráðherra til. Því var lofað snemma þings, en það varð þó ekki lagt fram fyrr en síðustu daga fyrir jólaleyfi þingmanna. Þetta var mikill bálkur, og þingmönnum gekk illa að átta sig á eðli þess. Þegar menn tóku að kanna, hvað í frumvarpinu fólst, og niðurstöður voru birtar, lá ljóst fyrir að frumvarpiö var ekki umbótafrumvarp. Það var í stærstu atriðum meingallað. Víða voru skrefin stigin aftur á bak. Þau skattalög, sem að var stefnt, reyndust við athugun dynja á alþýðu manna. Húsbyggj- endur, sjómenn, útivinnandi konur og einstæð- ir foreldrar urðu sér"taklega fyrir barðinu á skattafrumvarpinu. Þá reis þung alda mótmæla. Dagblaðið lagði sitt af mörkum til að sýna, hvað frumvarpið þýddi. Á fundum kvenna og verkalýðsfélaga var frumvarpinu andmælt, svo að dæmi séu nefnd. Það reyndist eiga formælendur fáa. Fjármálaráðherra lagði að þingmönnum stjórnarflokkanna að gjalda frumvarpinu já- yrði í meginatriðum, svo að það mætti komast í gegn, þannig. að eftir því yrði farið við skatt- lagningu á tekjur yfirstandandi árs. Þingmenn stjórnarflokkanna höfnuðu þessu og kröfðust að hafa óbundnar hendur. í viðtölum fjölmiðla við stjórnarþingmenn kom fram mikil óánægja með frumvarpið og vinnubrögðin, sem viðhöfð voru við samningu þess og meðferð. Eftir miklar vangaveltur hefur nú verið hætt við að afgreiða frumvarpið, heldur á að salta það til haustsins. Jafnvel þeir, sem ekki vilja algerlega kasta því, hafa við orð að breyta því svo verulega, að í rauninni verði úr því allt annað frumvarp. Talað er um að falla frá þeirri grundvallarbreytingu, að í stað frádrátta komi afslættir. Talað er um stórhækkun barnabóta og frádráttarbærni meðlaga. Formælendur frumvarpsins hafa enn við orð að v'ðhalda reglunni um helmingaskipti á tekjum hjóna. Frumvarpið var upphaflega auglýst með þeim orðum, að í því fælist jafnrétti kynja og sér- sköttun. Það hefúr síðan verið rækilega hrakið. Frumvarpið er í raun úr sögunni sem slíkt. Frumhlaup fjármálaráðherra hefur að engu orðið. Ranglætisfrumvarpið sofnar, en ekkert hefur verið bætt úr misréttinu í skattamálum. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 25. APRÍL 1977. Sparnaöarráögjafi Carters: UNNT AÐ LÆKKA ORKU- NOTKUNINA UM 30% ÁN FRAMLEIÐSLUSAMDRÁTTAR — minni bíla — kaldari hús — betri einangranir — betri hitatæki Fari Bandarikjamenn í einu og öllu eftir orkusparnaðar- tillögum Carters forseta verða afleiðingarnar m.a. þær að þeir munu i framtíðinni aka á minni og léttari bílum en almennt gerist nú og búa og vinna í kaldari húsakynnum að vetrar- lagi en hingað til þar sem lækkað hitastig er meðal tillagna. Líklegt má telja að fjöldi smáorkuvera verði reistur, jafnvel vindmyllur og sðlspeglar. Þrátt fyrir þetta telja sér- fræðingar engar sérstakar líkur á versnandi efnahagsát andi i kjölfar þessa- né teljandi breytingum á lífsháttum Bandaríkjamanna. Þeir segja að með þvi einu að auka nýtingu olíu og bensins með aðferðum, sem nú þekkjast, muni sparast gifurlegir fjár- munir án þess að til nokkurrar röskunar komi á þjððháttum. Fjölnýting hefur nú skyndilega orðið algengt orð í Bandaríkjunum, eða eftir ræðu Carters forseta á miðvikudag þegar hann kynnti sparnaðar- áformin. Orðið þýðir einfald- lega að nýta orku til fleiri en einna nota í senn. Sem dæmi má nefna að verksmiðja gæti notað útblástursgufu eða hita til rafmagnsframleiðslu fremur en að sleppa þessari orku ónýttri út i andrúmsloftið. Vestur-Þjóðverjar eru langt komnir á þessu sviði og í íslenzka sjónvarpinu var fyrir skömmu mynd, sem sýndi hvernig dönsk stórverzlun notaði hitann frá mótorum kæliklefanna til þess að hita upp miðstöðvarlögn verzlunar- innar. Bandarískir orkusérfræoing- ar telja Bandaríkin vera langt á eftir mörgum Vestur- Evrópurikjum í þessum efnum og telja úrbóta þörf þegar í stað. Doktor James Schlesinger, en Carter réð sem yfirverk- fræðing sparnaðaráætlananna, segir að þessi sparnaður, sem fyrirhugaður er, eigi ekki að þurfa að koma niður á tekjum eða atvinnu í landinu. Segir hann engin föst tengsl milli orkueyðslu og þjóðarfram- leiðslu. Gengur hann svo langt að segja að Bandaríkjamenn geti sparað allt að 30% orku- gjáfa án þess að breytta lífs- háttum sínum. Hér fara á eftir tvö sláandi dæmi, sem hann hefur sett fram: Ef unnt yrði að koma meðaleyðslu bila niður i 11 til 12 litra á hundraðið, spöruðust 1,8 milljónir lítra af bensíni daglega. Ef fólk lækkaði meðal- hitun híbýla um þrjár gráður yrði sparnaðurinn 570 þúsund gallon á dag. Þá bendir hann á að jafnvel nýjustu geroir húshitunar- tækja sendi um 40% hita- orkunnar ónýtta upp um reykháfanna, meirihluti allra húshitunartækja sendi yfir 60% orkunnar út ónýtta. Schelsinger segir að ef borin sé saman orkunýting í banda- rískum iðnaði og t.d. vestur- þýzkum, komi í ljós að banda- rískur iðnaður eigi mikil tækifæri.ef hann nái að skera orkukostnaðinn verulega niður án þess að skerða fram- leiðsluna. t vissum tilvikum, sem athuguð hafa verið í Þýzkalandi, og borin saman við Bandaríkin, nota Þjóðverjar 38% minni orku við sömu fram- leiðslu og Bandaríkjamenn og er hlutfallið allt upp í 40% lægra í Svíþjóð. Undantekning er í áliðnaðinum, þar sem svipuð orka er notuð til að framleiða sama magn I Banda- ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi og Svíþjóð. Vélar flestra bandarískra blla voru hannaðar á meðan bensín kostaði helmingi minna þar en nú og var þvl ekki tekið tillit til bensínsparnaðar. Að meðaltali komast bandarískir bílar talsvert innan við 20 mllur á hverju bensíngalloni á meðan sænskir og þýzkir kom- ast að meðaltali um 24 mllur é sama magni. Það var ríkjandi skoðun I Bandaríkjunum þar til fyrir skömmu, eða á meðan orka var þar mjög ódýr, að orku sparnaður borgaði sig ekki, og var það að vissu leyti rétt. En nú er orkan hins vegar orðin dýr og er auk þess þverrandi I formi olíu. Carter gerir að tillögu sinni Sjaldan launar kálfur ofeldi Það sannast hið fornkveðna, að sjaldan launar kálfur ofeldi, þegar manni verður hugsað til hinna öldnu og sjúku meðlima þessa þjóðfélags, hinna full- orðnu sem hafa unnið hörðum höndum undangengna áratugi við að afla þjóðinni tekna, byggja upp úr eymd og volæði, breyta úr örbirgð I velmegunar- þjóðfélag, sem er þó svo hrapal- lega misnotað sem raun ber vitni um. Orðið gamall hlýtur að vera hryllingur I íslendings- eyrum, svo skammarlega er að þeim búið I ellinni. Eitt það ömurlegasta sem þeir, er hafa náð sjötugsaldri, verða að þola er það að vera reknir út af hinum almenna vinnumarkaði ekki lengur taldir nothæfur vinnukraftur þrátt fyrir það að þeir skili jafnvel tvöföldum af- köstum á við margan sem yngri er. Það vita allir. er hafa unnið og stritað alla ævi, að vinnan er þeim nauðsynleg. Sjómenn og eyrarkarlar, sem ólust upp hér á landi fyrir tyggigúmmípoppöld- ina, voru ekki vanir að sækja peninga í vasa foreldra sinna. Þeir voru látnir vinna fyrir þeim, og það vilja þeir gera enn, þrátt fyrir það að þeir hafi stiklað upp á áttunda tug æv- innar. En svo er önnur raunasaga sem skeður I sambandi við þessa menn. Segjum sem svo að svo ömurlega vilji til að þeir hafi haft þolanlegar tekjur síð- asta árið sitt á vinnumarkaðin- um. Þá duga hungurlaunin, sem þeim eru skömmtuð og nefnd eru ellilaun ekki nálægt því upp í skattana frá árinu á undan. Þetta teljum við þjóðar- flokksmenn vera einhverja þá mestu svívirðu sem hægt er að bjóða upp á,í staðinn fyrir að lofa þessum mönnum að vinna svo lengi sem þeir vilja og hafa getu til og verðlauna þá með því að hætta að leggja á þá skatta, þegar þeir hafa náð sjö- tugsaldri, I stað þess að hrekja þá út úr eðlilegum samskiptum við athafnallfið og raunar verra en það, því að starfsamur mað- ur líður sálarkvalir við það að vera rekinn eins og óbótamaður fyrir það eitt að vera orðinn sjötugur. Hvað bíður svo þess- ara sjötugu manna. Jú, þeir fara inn I Tryggingastofnun ríkisins og sækja sér ellilifeyr- inn, 25.000, tuttugu og fimm þúsúnd krónur á mánuði, og á því eiga þeir svo að lifa. Eg efast um að ráðherrunum okk- ar þætti það björgulegur lífeyr- ir, jafnvel þó fólki sýnist nú svo að þeir hafi ekki svo miklum störfum að sinna í þingi eða í rikisstjórn, að minnsla kosti ekki þeir sem eru búnir að leggja kirkjurnar undir sig með ræðuhöldum og orgelgargi. Þvl svo getur sýndarmennskan orðið mikil og brjálæðisleg að þessi skurðgoð skirrist ekki við að trana sér fram, sem ein- hverjum útvöldum kirkjulista- mönnum eða réttlætanlegum kennimönnum.semþjóðin megi alls ekki án vera, alls ekki fara á mis við að líta þeirra dýrlegu ásjónu. Það vaknar hjá mörg- 'um sú spurning hvort þeir séu á einhverjum launum hjá söfnuð- unum, því það er allra álit að þessir menn vinni ekkikaup- laust, eða er þetta ef til vill sérlaunuð tómstundaiðja ráð- herra? Spyr sá sem ekki veit. Þá eru það öryrkjarnir, fólk sem hefur orðið fyrir því óláni að missa heilsuna. Með því að fá allar þær uppbætur, sem hugsanlegar eru,fá þeir I dag 55.600 kr. á mánuði, þrátt fyrir það að almennt sé talinn ógern- ingur að lifa á lægri upphæð en hundrað þúsund krónum á mánuði. Hvert á ósjálfbjarga fólk að sækja mismuninn? Það er enginn veikur af því að hon- um þyki gaman að því. Það vildu allir svo gjarnan vera heilir heilsu. Það er rausað og þvælt um lífeyrissjóði og ör- orkubætur. Það hlýtur að vekja þær spurningar hjá örorkuþeg- um hvort það séu einhverjir leynisjóðir, sem séu einhvers konar bitlingabætur handa gripategund þeirri sem I snobb- heiminum er nefnt betri borg- arar, eða eru bara svo mikil skrifstofubákn utan um þessa sjóði að þeir rétt hrök'-”: * launagreiðslur til margs;.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.