Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNÍ 1977. sig að vild fyrir utan, lögreglan hefur jafnvel orðið að hverfa á brott við illan leik þegar reynt er að stugga við mannskapnum. Fénu illa varið Þorvaldur Jóhannsson, skóla- stjóri og bæjarstjórnarfulltrúi, bakaði sig í brennheitri sólinni þegar Dagblaðsmenn bar að garði hjá honum. ,,Jú, við berum kvíðboga fyrir þessari þróun," sagði Þorvaldur. ,,Til löggæzlu hjá okkur er varið miklu fé en því virðist illa varið. Stjórnun löggæzlumál- anna virðist í slæmu lagi. Astandið er ekki gott í þessum efnum og það skaðar okkur Seyðfirðinga út á við. Ég get nefnt þér dæmi. Fyrirtæki eitt gaf út íslandsspil, eitthvað í líkingu við matador, þegar ferðalangurinn í spilinu lendir á reit, merktum Seyðisfirði, stendur við hann: ,,Þú ferð á dansleik og verður að sitja yfir eitt kast.". Mér finnst að mál sé að linni, við þurfum aðhald rétt eins og aðrir. Við viljum ekki að börn okkar og ungmenni alizt upp í stjórnleysi. Hér er góður efniviður í ungu kynslöð- inni og það væri mikill skaði ef ribbaldahátturinn færi að síast inn í skólana. Við höfum sannarlega fengið nóg eftir að sjá lögreglumenn bókstaflega dregna eftir götum Seyðis-, fjarðar. Lög og réttur verða að hafa sinn gang og til þess tel ég að þurfi algjöra endurskipu- lagningu á löggæzlunni á staðn- um.“ 5 \ Launa „ströggl“ Lögreglumennirnir tveir, sem fast starf hafa á Seyðis- ÞORBJÖRN ÞORSTEINSSON deilt við „þá fyrir sunnan um launagreiðslur og fleira — DB-m.vndir R.Th.Sigurðsson. BJARNI HALLDORSSON — bak við hann sjást hin tilkomumiklu fjöll við Seyðisfjörð og samkomu- húsið Herðubreið er hann stjórnar. Gluggar hússins fá ckki notið sín, þeir hafa verið byrgðir vegna skemmdarvarga sem enn fá að athafna sig að vild. firði, eru þeir Ríkharður Björgvinsson og Þorbjörn Þor- steinsson. Við hittum Þorbjörn stutta stund að máli í sólskini og blíðu. Hann var á leið heim i matarhlé frá aukastörfum sínum sem fiskimatsmaður við frystihúsið. Þorbjörn kvaðst orðinn langþreyttur á lögreglu- störfum eystra. Einkum kvaðst hann þreyttur á því þegar ráðu- neytið syðra hýrudrægi lög- gæzlumennina eins og gert hefði verið nú nýlega. Stæði hann í talsverðu stappi vegna þessa máls. Þorbjörn kvað megnið af löggæzlustörfunum snúast um ofnotkun áfengis sem kemur þá helzt upp þegar dansleikir eru haldnir. Þegar svo hagaði til virtist lögreglu- liðið ásamt hjálparmönnum oft ekki duga til að halda uppi lögum og reglu. Þorbjörn var sammála því að beita þyrfti menn, sem brot- legir gerðust, þyngri viðurlög- um en gert er eystra. Minni- háttar fésektir virtust ekki koma að neinu haldi. Þess skal getið hér að fangelsismál Seyðisfjarðar eru í megnasta ólagi. Fangageymsla er í kjallara sundlaugar staðar- ins. Hefur fyrrverandi héraðs- læknir staðarins gefið út álit sitt á þeim vistarverum sem eru að hans sögn daunillar, mett- aðar röku lofti og vatnsaga. Þær vistarverur séu hættulegar fólki. Auk þessa er möguleiki á að gler í sundlauginni bresti, — mundi það hafa þær afleiðingar að kjallarinn gæti fyllzt af vatni og fangar drukknað! Ráðuneytið lofar bót Dagblaðið hafði í gærdag tal af dómsmálaráðherra, Ólafi Jóhannessyni, og Baldri Möller ráðuneytisstjóra. Þeir könnuð- ust við óánægju bæjarbúa og sjálfrar bæjarstjórnar Seyðis- fjarðar vegna þessara mála. Ráðuneytisstjórinn kvaðst ekki geta neitað því að ráðuneytið hefði haft vissar áhyggjur af framgangi mála eystra og að málið væri í meðferð hjá ráðu- neytinu. Kvað Baldur óheppi- legt á þessu stigi málsins að ræða meira um málið í fjölmiðl- um en lofaði að af ráðuneytis- ins hálfu yrði gerð bót á bæjar- bragnum á Seyðisfirði. JBP SELDU ÍBÚÐIR ..Við hefðum getað selt margar svona blokkir." sagði Agnar Olafsson, fasteignasali í Fast- eignahöllinni, í samtali við DB í gær. Á sex tímum yfir helgina seldi Fasteignahöllin fjórtán íbúðir í smíðum i Árbæjarhverfi. íbúðirnar voru fyrst auglýstar til FJORTAN Á 6 TÍMUM sölu á laugardagsmorgun. Agnar sagðist ekki hafa orðið var við peningaskort kaupenda. Tveggja herbergja ibúðir kosta tilbúnar undir tréverk 7.5 milljónir og þær stærstu, fimm herbergja, þrettán milljónir. Um fast verð er að ræða, beðið eftir 2.7 milljón króna húsnæðis- málastjórnarláni. Árbæjarhverfið virðist orðið nokkuð gróið hverfi, ef marka má af því að meðal kaupenda eru íbúar í hverfinu sem vilja gjarnan stækka við sig en búa áfram í sama nágrenni. -ÖV. Góður hásetahlutur: 210 ÞÚSUND EFTIR 10 DAGA Hólmanesið landaði í gær- morgun á Eskifirði 160 tonnum af blönduðum afla, sem veidds ist á Vestfjarðamiðum í tíu daga veiðiferð. Háseta- hluturinn eftir þessa tíu daga er 210 þúsund. Regína/abj. Verðlaun Verðlaun í sölukeppni Dagblaðsins eru Tinna sparibaukur og sparisjóðsbók með 1000 kr innleggi. Duglegir sölukrakkar geta verið búin að safna álitlegri upphæð í haust. Spamaður er upphaf auðs. BIAÐIÐ Afgreiðsla Þverholti 2 sími 2 70 22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.