Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. JONt 197f. SPÁSPIL 9tegundir J TAROT LENORMAND LA SIBYLLE LÓFA- LESTURSSPIL O.FL. Frímerkja- miðstöðin Skólavördu- stíg21 Simi 21170 Skattur í Kópavogi Gjaldendur í Kópavogi eru minntir á að ljúka fyrirframgreiðslum þing- gjalda fyrir 1. júlí 1977. Þinggjöld þeirra, sem ekki hafa lokið tilskyldum fyrirframgreiðslum þá, falla öll í gjalddaga hinn 15. ágúst. Dráttarvext- ir eru 2lá% á mánuði. Kaupgreiðendur sem tekið hafa þing- gjöld af starfsmönnum en skila ekki innan 6 daga mega búast við að verða kærðir fyrir sakadómi. Bœjarfógetinn í Kópavogi. Timbur- afgreiðsla Oskum að ráða sem fyrst röskan starfskraft í timburdeild. Jón Loftsson b/f timburdeild Hringbraut 121. Bílasmiðir og bflamálarar Viljum ráða sem fyrst bílasmið eða mann vanan réttingum og bílamálara. Mikil vinna. Bílasmiðjan Kyndill Súðarvogi 36. Sími 35051. Sete,Frakklandi: r FINNSKT pLIUSKIP SPRAKKILOFTUPP Finnskt ellefu þúsund lesta olíuskip sprakk í loft upp i hafnarmynni borgarinnar Sete í Suður-Frakklandi í gærkvöld. Við sprenginguna brotnaði skipið sem heitir Gunny, í tvennt og logandi olía streymdi út i sjóinn. 38 manna áhofn var á Gunny. Einn þeirra er talinn látinn og fjórir eru illa brenndir. Aðrir sluppu með minniháttar bruna- sár. Sjónarvottar að slysinu segja, að sprengingin hafi heyrzt víða. Rúður brotnuðu í húsum í hafnar- hverfinu vegna hávaðans. Slökkviliðsmenn í nágrannabæj- um Sete voru kvaddir út til að aðstoða við að ráða niðurlögum eldsins. Um sextán þúsund lestum af olíu hafði verið landað úr Gunny fyrr í gær. Skipið var á útleið, er sprengingin varð. Ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til að hindra mengun eins og frekast er unnt. Prinsinn og negra- stelpan Karl Bretapriris hefur verið hvattur til þess opinberlega að festa ráð sitt fljótlega. Það gerði verkamannaþingmaðurinn William Hamilton. Hann sagði einnig að það væri alveg upplagt að prinsinn litaðist um í Afríku og á Indlandi í leit sinni að konu- efni. Þingmaðurinn sagði að ekki sakaði það ef prinsinn yrði nú ástfanginn af sætri svartri stelpu eða kaffibrúnni Indverjastelpu. Það væri alveg upplagt að næsta drottning á Eng- landi væri svört eða kaffibrún, segir einn þingmanna Verkamanna- flokksins. i ^ | \ \.\\ I W| Hk. ■'■mí , r.\' m # UNG BÖRN MEÐ EINKENNI EITURLYFJANEYTENDA Nú er svo komið að allt að 10 börn með einkenni eiturlyfja- sjúklinga fæðast á hverju ári í Danmörku. A undanförnum árum hafa þau verið helmingi færri, en þróunin hefur samt orðið sú að þeim fjölgar frá ári til árs. Mæður þessara barna eru heroinsjúklingar. Börn þeirra eru því með einkenni sjúklinga, sem líða af því að þeir fá ekki það efni sem þeir hafa tekið reglulega. Vegna fjölgandi tilfella, hefur komið í ljós að ríkið verður að fara að koma upp stofnunum, þar sem hægt er að ná í verðandi mæður og þær geti einnig fengið þá meðferð sem þær þarfnast. Þessar konur eru margar mjög langt leiddar, þegar þær komast undir hendur lækna. Margar hverjar hafa vændi að sínu starfi, tii þess m.a. að hafa nægilega mikla peninga fyrir þeim eiturlyfjum sem þær eru orðnar háðar. Flest börn þessara kvenna deyja mjög ung. Þegar þau fara af sjúkrahúsunum er aðbúnaðurinn það slæmur að þau lifa það sjaldnast af. Mæðurnar halda áfram við sína fyrri iðju og börnin liggja einhvers staðar umhirðulaus. Kanada: Keith Richard er í eiturlyfjameðhöndlun Lögfræðingur Keith Richards, gítarleikara brezku hljómsveit- arinnar Rolling Stones, sagði fyrir rétti í Toronto i Kanada í gær að Keith væri nú í meðferð vegna eiturlyfjaneyzlu sinnar. Hann átti að mæta fyrir réttinum i gær og svara fyrir vænan heróín- skammt. sem fannst í fórum hans fyrir nokkru. Fari svo að sannað verði að Keith hafi haft í hyggju að selja heroinið, á hann þ'ungan dóm yfir höfði sér. — Vegna tilkynningar lögfræðings hans í gær, var réttarhöldunum frestað til 19. júlí. Keith á von á fangelsi ef hann mætir ekki i það skiptið. Lögfræðingur gítarleikarans, Austin Cooper, neitaði að gefa fréttamönnum neinar upplýsing- ar um eiturlyfjameðferðina, sem skjólstæðingur hans er i. Hann sagði þó réttinum, að Keith Richard v;eri nú í Ncw York. Akterandi ráðlagði Justin Cooper lögfræðingi að lcggja fram sannanir fyrir citurl.vfja- mcðhöndlun Richards, þcgar rétt- arhöldunum vcrður frani haldið. F.vrr i þcssum mánuði úr- skuraði hæstiréttur í Ontario, að ákveðinn lögreglumann. Ekki er húsleitarheimild sú sem beitt var, neinu hægt að spá um, hvaða er heroinið fannst í föggum áhrif sá úrskurður eigi eftir að Keiths væri óeild. Hún var hafa á eiturlyfjamál Keiths nefnilega ekki stíluð á neinn Richards. Keilh Richárd ituetir hér fvrir rétt vcgna hcroinfundarins. Myndin er frá þvi i marz cr fyrstu yfirhcyrslur fóru fram i inálinu i Toronto. Nú hcfur réttarhöldum vcrið frcstað til 19. júlí.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.