Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNt 1977. 1» - , róttir iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Noregs á fimmtudag á Laugardalsvelli Norðmenn eiga góðu landsliði á að skipa — landsliði, sem sjaidan tapar með miklum mun, en vinnur heldur ekki stóra sigra. Leikurinn á fimmtudaginn verður erfiður fyrir íslenzka landsliðið, því svo kann að fara, að við verðum án tveggja okkar beztu manna, Asgeirs Sigurvins- sonar og Jóhannesar Eðvalds- sonar, ságði landsliðsþjálfarinn Tony Knapp á blaðamannafundi, sem stjórn KSI efndi til í gær. Jóhannesi verður í sjáifsvald sett hvort hann tekur þátt í leiknum — en hann er nú að koma úr sumarfríi, ' sagði Knapp enn- fremur. Helgi Daníelsson, varafor- maður KSÍ, sagði, að landsleikur- inn yrði hinn 19. milli þjóðanna — og 98. landsleikur frá upphafi. Fyrirhugað var, að landsleikur við Svía 20. júlí yrði 100. lands- leikur Islands, en hinn 99. við Færeyinga nú eftir mánaðamótin. Hins vegar hefur nú borizt skeyti frá Færeyingum, þar sem þeir treysta sér ekki í landsleik á þessum tíma vegna sumarleyfa. Forsala á aðgöngumiðum á landsleikinn við Norðmenn hefst í dag við UtVegsbankann og er verða miða 300 kr. fyrir börn, 800 í stæði og 1200 kr. í stúku. Norska liðið er væntanlegt hingað til Ólafur Danivaisson, hinn leikni sóknarmaður FH, leikur hér á Arna Stefánsson markvörð. I)B-mynd Bjarnleifur. Norðmenn hafa sigrað ísland þrettán sinnum — íslendingar hafa f jórum sinnum sigrað Norðmenn og aðeins eitt iafntef li hef ur orðið Island og Noregur ieika sinn 19. iandsleik í knattspyrnu á fimmtudagskvöld á Laugardals- velli. ísland hefur leikið mun fleiri landsleiki við Norðmenn en aðrar þjóðir. Utkoman úr þeim 18 landsleikjum, sem háðir hafa verið milli þjóðanna, er Norðmönnum mjög hagstæð. Þeir hafa unnið 13 leiki — gert eitt jafntefli en tapað fjórum. Síðasti leikur þjóðanna var í Osló 1976 og ísland vann 1-0. Það er eini sigur Íslands á Norðmönnum á útivelli — reyndar eini útisigurinn, þeg- ar_Færeyingar eru undanskildir. Í landsleikjunum 18 hafa Norð- menn skorað 43 mörk. islending- ar 17. Hér á eftir fer skrá yfir lands- leiki íslands og Noregs og hverjir hafa skorað mörk Islands í þeim. 1947 — Melavöllur Island-Noregur 2-4 Mörk Islands: Albert Guðmunds- son, Val 1951 — Þrándheimur Noregur-Island 3-1 Mark tslands: Ríkharður Jónsson, ÍA 1953 — Bergen Noregur-ísland 3-1 Mark tslands: Gunnar Gunnarsson, Val. 1954 — Melavöllur tsland-Noregur 1-0 Mark Islands: Þórður Þórðarson 1957 — Laugardalsvöllur Ísland-Noregur 0-3 Tony Knapp landsliðsþjálfart a æfingu með íslenzka landsliðinu i gærkvöld. DB-mynd. Bjarnleifur. 1959 — Laugardalsvöllur Island-Noregur 1-0 Mark tslands: Ríkharður Jónsson, IA 1959 — Osló Noregur-ísland 2-1 Mark Islands: Örn Steinsen KR 1960 — Osló Noregur-tsland 4-0 1962 — Laugardalsvöllur: Island-Noregur 1-3 Mark Islands: Ríkharður Jónsson, ÍA 1968 — Laugardalsvöllur Ísland-Noregur 0-4 1969 — Þrándheimur Noregur-ísland 2-1 Mark Islands: Ellert B. Schram, KR. 1970 — Laugardalsvöllur Island-Noregur 2-0 Mörk Islands: Hermann Gunnars- son, IBA 1971 — Bergen Noregur-tsland 3-1 Mark Islands: Hermann Gunnarsson, Val 1972 — Stavanger Noregur-lsland 4-1 Mark íslands: Örn Öskarsson, IBV 1973 — Laugardalsvöllur Island-Noregur 0-4 1975 — Laugardalsvöilur Island-Noregur 1-1 Mark tslands: Árni Sveináson, tA 1975 — Bergen Noregur-ísland 3-2 Mörk íslands: Teitur Þórðarsson, ÍA, Jóhannes Eðvaldsson, Holbæk. 1976 — Osló Noregur — Island 0-1 Mark íslands: Asgeir Sigurvins- son, Standard Liege. Goifvöllurinn á Höfn i Hornafirðí er á afar skemmtilegum stað. Hann er á nesjum norðan við kaupstaðinn og verður að slá þrisvar yfir sjó (þ.e.a.s. ef menn ætla að para). Völlurinn var tekinn í notkun árið 1971 og er 9 holur. Ef svo heldur fram sem horfir í byggingarmálum á Höfn kemur vöilurinn til með að standa inni í miðjum bænum. A myndinni sést einn kylfingur slá teighögg á fjórðu braut en mennirnir í baksýn standa í fiatarkantinum. DB-m.vnd Vígsteinn. 17. júní-mótið í golfi í Höfn í Hornafirði var 18 holu högg- leikur með forgjöf. Kjartan Arna- son vann karlafiokkinn á 65 höggum nettó. Ólafía Þórðar- dóttir vann kvennaflokkinn á 77 höggum nettó. I kvennaflokki var keppt um farandbikar og vann Ólafía bikarinn annað árið i röð. Jónsmessumótið var haldið að kvöldi 24. júní, 18 holu „Best- ball“-keppni. 26 keppendur tóku þtt í mótinu cn úrslit urðu þessi: 1. Kjartan Arnason og Rósa Þorsteinsd., 81 högg 2. Gunnlaugur Þ. Ilöskuldssson og Auður Jónasd.. 86 högg 3. Ingi Már Aðalsteinsson og Ólafia Þórðard., 90 hiigg -rl./Vígst. A fimmtudag og föstudag fer „Glass Export Uup" keppnin frain á Nesvellinum. Til þessarar keppni er boðið meistaraflokks- mönnum frá hinum ýmsu golf- klúbbnum. Keppnin hefur verið árlegur viðburður en vcrðlaun i henni þykja hin veglegustu hér- lendis. Leiknar verða 18 holur hvern dag. Búast má við að flestir incistaraflokksmennirnir sem þátt takla í kcppninni fari síðan upp á Akranes á sunnudaginn en þá verður keppt í meistaraflokki í SK-inótinu svonefnda, en það inót gefur stig til landsliðs. Verður leikinn 36 holu hiiggleikur ineð forgjöf. A laugardaginn keppa aðrir flokkar, 18 holur. með og án forgjafar. .ri. Sl. suiiiiudag fór frain i Grafar- holli opið ungliiigainót fyrir þátttakeudur 18 ára og yngri. Sigurvegari varð Hálfdán Þ. Karlsson GK, 34-39=73. Annar varð Gylfi Kristinsson GS 41- 38=79 og þriðji varð Sveinn Sig- urbergsson GK 38-42=80 Hálfdán sigraði einnig með for- gjöf á 67 höggum en næstir urðu þeirGvlfi Kristinsson og Tryggvi Traustason á 71 höggi. Gylfi hlaut önnur verðlaun þar sem Tryggvi var farinn af mótsstað er verðlaun voru afhent. 33 kylfing- ar tóku þátt i mótinu og voru þeir frá 5 golfklúbbum. Sama dag fór fram hjóna og parakcppni i Grafarholti og sigruðu Olafur Skúlas.. og Anna Friða Jóhannsdóttir (Eyjólfs- sonar) eftir tveggja holu bráða- bana við Sigurð Hafsteinsson og Laufeyju Karlsdóttur. en bæði piirin léku 12 holurnar á 54-4=50. rl. lands á miðvikudag. Dómari í leiknum verður skozkur, D. Syme, en línuverður íslenzkir. Magnús Pétursson og Öli Olsen. Jens Sumarliðason, for- maðurlandsliðsnefndar, skýrði frá skipan landsliðsins — og eru nákvæmlega sömu menn í lands- liðshópnum og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Þeir eru — og fyrir aftan nöfnin er landsleikjafjöldi viðkomandi leikmanna. Matthías Hallgrímsson, Halmia,40 Guðgeir Leifsson, Charleroi, 34 Marteinn Geirsson, Union, 34 Ölafur Sigurvinsson, IBV, 26 Teitur Þórðarson, Jönköping, 26 Gísli Torfason, ÍBK, 21 Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, 21 Sigurður Dagsson, Val, 14 Árni Stefánsson, Fram, 11 Árni Sveinsson, lA, 10 Ingi Björn Albertsson, Val, 7 > Hörður Hilmarsson, Val, 6 Jón Gunnlaugsson, ÍA, 4 Atli Eðvaldsson, Val, 2 Viðar Halldórsson, FH, 2 Janus Guðlaugsson, FH, 1 Ölafur Danivalsson, FH, 1 Landsliðið æfði í gær — og í kvöld verður aftur æfing. Eftir æfinguna verður haldið til Þing- valla og dvalið þar fram að lands- leiknum. Ölafur Sigurvinsson getur ekki verið þar með lands- liðshópnum vegna atvinnu sinnar. Ef Jóhannes Eðvaldsson tekur ekki þátt í landsleiknum verður Sigurður Dagsson fyrirliði. Jóhannes með — Eg fór á létta æfingu í gær eftir að ég kom heim til íslands og sé ekkert til fyrirstöðu að ég geti leikið gegn Norðmönnum á fimmtudag , sagði Jóhannes Eðvaldsson , fyrirliði íslen/.ka landsliðsins í knattsp.vrnu en vafi lék á að Jóhannes gæti leikið á fimmtudag — hefur verið i sumarleyfi. Ég hef æft mjög vel i allan vetur — og leikið fjölda leikja. Eg er þvi í mjög góðri ;efingu — og þelta 10 daga leyfi initt hefur aðeins hall góð áhrif á mig — hafl gott af hvildinni. Tony Knapp með landsliðsmönnum tslands á æfingu i gærkvöld — frá vinstri, Arni Stefánsson, Janus Guðlaugsson, Sigurður Dagsson, Viðar Halldórsson, Marteinn Geirsson, Jón Gunnlaugsson, Arni Sveinsson, Gísli Torfason, Ingi Björn Albertsson, Olafur Danivalsson og Guðgeir Leifsson. DB-mynd-Bjarnleifur. Norðmenn með ágætt lið og verða erfiðir —sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari fgær. Landsleikur íslands og Barátta 3. deildar hörð um allt land — leikið í sex riðlum víðs vegar um landið í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu Baráttan í 3. deild Islandsmótsins í knattspyrnu i hinum sex riðlum víðs vegar um land er þegar hafin — og baráttan er hörð. Tvö lið komast úr hinum sex riðlum beint upp í 2. deild — tvö lið falla úr 2. deild. Urslitakeppni 3. deildar fer fram i tveimur riðlum — á Akur- eyri og í Kópavogi í byrjun septem- ber. Síðan Ieika þau tvö lið er sigra í hvorum riðli um sæmdarheitið Islandsmeistari 3. deildar. Tindastóll íforustu Eins og við sögðum frá síðastlið- inn föstudag virðist baráttan um efsta sætið í d. riðli 3. deildar ætla að verða hörð, milii Tindastóls frá Sauðárkróki og Víkings frá Ölafs- vík. Tindastóll fékk lið Snæfells í heimsókn á Krókinn á laugardag. Fyrir leikinn var Snæfell taplaust — en Tindastóll sigraði stórt á Króknum — 4-0. Mörk Tindastóls skoruðu Örn Ragnarsson 3 og Karl Ólafsson beint úr aukaspyrnu. I Ólafsvík léku Víkingur við Skallagrím úr Borgarnesi. Vík- ingar sigruðu 3-1 eftir að hafa haft yfir 2-1 í leikhléi. Mörk Víkings skoruðu Jónas Kristófersson 2 og Hilmar Gunnarsson 1. Mark Skalla- gríms skoraði Ævar Rafnsson. Þá áttu Strandamenn og USAH að leika en leiknum varð að fresta þar sem dómarinn komst aldrei lengra en til Ólafsvíkur vegna slæmra flug- samgangna vestur. Hofsós trónir efst—enKS ekki tapað stigi I E-riðli virðist Hofsós ætla að veita Siglfirðingum keppni um efsta sætið — en Leiftur frá Ólafs- firði gæti og blandað sér i myndina. Siglfirðingar áttu að fá Magna frá Grenivík í heimsókn — en ekki varð af leiknum. Leiftur vann stórsigur á Dags- brún úr Eyjafirði — 10-0. Þá vann Hofsós lið Árroðnas 1-0. Staðan í E-riðli 3. deildar er nú: Hofsós 3 2 1 0 7-5 5 Siglufjörður 2 2 0 0 8-1 4 Leiftur Magni Árroðinn Dagsbrún St.A. Fylkir stefnir í úrslitakeppni Fylkir úr Reykjavík hefur þegar tekið stefnuna á úrslitakeppni 3. deildar í C-riðli. Fylkir hefur þegar tekið örugga forustu — hefur sigrað í öllum þremur leikjum sínum. Um helgina lék Fylkir við Létti úr Reykjavík og sigraði 2-0 með mörk- um Ágústs Karlssonar og Om- ars Egilssonar. Aðeins hafa farið fram 5 leikir í riðlinum. Urslit í þeim hafa orðið: Fylkir-Óðinn 5-1, Grótta-Bolungarvík 1-2, Fylkir- Grótta 2-1, Léttir-Fylkir 0-2, Óðinn-Grótta 0-2. S.G. algleymingi íB-riðli Baráttan i B-riðli er ákaflega hörð — þar eru 6 lið og fjögur þeirra hafa hlotið 4 stig. Greinilegt að stefnir í hörkubaráttu. Þrír leikir fóru fram um helgina og þá tapaði hið unga Iþróttafélag Kópavogs sínum fyrsta leik í 3. deild.Lið Kópavogs hélt til Grinda- víkur og varð að sætta sig við ósigur — 0-1. Grindvíkingar skoruðu eina mark leiksins seint í síðari hálfleik — eftir að hafa sótt meir. Þá vann Njarðvík sigur í Reykjavík á tR — 5-2. I Garðabæ áttust við Stjarnan og Víðir — gestirnir sigruðu 5-0. Staðan í B-riðli er nú: Víðir 3 2 0 1 12-2 4 tK 3 2 0 1 7-2 4 Njarðvík 3 2 0 1 8-5 4 Grindavík 3 2 0 1 4-7 4 Stjarnan 3 1 0 2 7-9 2 ÍR 3 0 0 3 2-15 0 BOLTAMAÐURINN Laugavegi 27 — Sfmi 1-55-99 Vorum aðtaka upp: Bolta - Æf ingaskó - Fótboltaskó íöllum stærðum unglinga og fullorðinna Æfingagallao.fl.o.fl. Tdkum upp ídag Inter-leður Fótboltaskó íunglingastærðum Pöstsendum um land allt Fáskrúðsfirði og sigraði Einherji 4- 1. Einherji átti meira í leiknum án þess þó að skapa veruleg tækifæri þrátt fyrir fjögur mörk. Heima- menn náðu sér aldrei á strik í leikn- um — og sigur Einherja var verð- skuldaður. Mörk Einherja skoruðu: Baldur Kristjánsson 3, Ingólfur Sveinsson 1. Víðir Sigurðs- son svaraði fyrir heimamenn. A Seyðisfirði mættust heima- menn, Huginn, og Höttur frá Egils- stöðum. Huginn sigraði 2-1 — en frammistaða Hattar kom á óvart — börðust vel. Mörk Hugins skoruðu Emil Karlsson og Aðalsteinn Olgeirsson en Hermann Nielsson svaraði fyrir Hött. Hrafnkell Freysgoði fékk Sindra frá Hornafirði í heimsókn og sigruðu heimamenn 3-0. Mörk Hrafnkels skoruðu þeir Sigurður Elísson, Sigurður Pétursson og Jón Jó.nasson. Sindri hélt síðan til Vopnafjarðar og lék við Einherja á sunnudag. Einherjii. sigraði 3-0 — og skoruðu þeir Aðalbjörn Björns- son, Baldur Kjartansson og Kristján Davíðsson mörk Einherja, sem nú er í forustu í F-riðli. St.G. Leiknir setur stefnu á úrslitakeppni Leiknir úr Breióholti hefur þegar sett stefnuna á úrslit 3. deildar en aðeins einn leikur fór fram í A-riðli. Leiknir fékk þá USVS — það er V-Skaftfellinga — í heimsókn Leiknir sigraði 1-0. Hveragerði tilkynnti þátttöku í keppninni en hefur dregið sig til baka. Staðan í riðlinum er nokkuð óljós vegna þessa —en úrslit leikja hefur orðið: Afturelding — USVS 5- 0. Þór — Hekla 4-1, Afturelding- Leiknir 1-2 og loks USVS-Hekla 2-3. Einherji sigraði á Fáskrúðsfirði Einherji trá Vopnafirði skauzt að hlið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í F- riðli 3. deildar. Liðin mættust á Norski lands- liðshópurinn Norski landsliðshópurinn gegn íslandi verður skipaður eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Tom R. Jakobsen, Fram, 24 ára, verkfræðingur. 10 landsl. Jan Erik Olsen, Mjöndalen, 21 árs, er í hernum. 1 landsl. Miðverðir: Jan Birkilund, Lilleström, 27 ára, verzlunarstj. 25 landsl. Svein Gröndalen, Rosenborg, 22 ára, nemi. 28 landsl. Tore Kordahl, Lilleström. 27 ára, bankamaður, 6 landsl. Bakverðir: Rune Hansen, Lilleström, 28 ára, bankamaður, 1 landsl. Helge Karl- sen, Brann, 29 ára, sölumaður. 24 landsleikir. Miðvallarmenn: Jan Hansen, Rosenborg, 22 ára, skrifstofumaður 9 landsteikir. Roger Albertsen, FC den Haag, 23 ára, atvinnumaður, 3 landsl. Tom Jakobsen, Hamarkameratene, 23 ára, prentari, 6 landsl. Tor Egil Johansen, Lilleström, 27 ára, skrif- stofum. 34 landsl. Rune Ottesen, Bryne, 23 ára, er í herþjónustu. 2 landsleikir. Framherjar: Ole Johnny Henriksen, Moss, 22 ára, sölumaður, 2 landsleikir. Odd Iversen, Walerengen, 32 ára, bifreiðarstjóri. 35 landsl. Pal Jacob- sen, Hamarkameratene, 21 árs. nemi 7 iandsl. Stein Tunberg, IK Starf, 23 ára, bifreiðarstjóri. 15 landsl. Þjáifarar: (liðstjórar) Kjell Schou Andreasen og Nils Arne Eggen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.