Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 6
6 DA(.HLAtJlt), l'KIÐJUDAGUR 16. ÁUUST 1977. Grænlandsmið: Eriend fiskiskip stela afia fyrir milljaröa Norðmenn, Vestur- Þjóðverjar og Portúgalar veiddu helmingi meiri þorsk við Grænland en þeir höfðu samið um. Þetla kemur niður á veiðum Grænlendinga og fisk- vinnslu þar, að því er danska hlaðið Politiken segir. Itundruð manna eiga það á hættu að verða atvinnulaus ef veiðum þessara þjóða verður ekki þrengri stakkur skorinn. 1 Grænlandi er mikið rætt og ritað um þetta mál og i léiðara grænlenzka blaðsins Atuagag- dliutit segir að þessar þrjár þjóðir hafi hreint og beint stolið afla af Grænlandsmiðum sem er virtur á tæpa fimm milljarða íslenzkra króna. Grænlenzka blaðið segir að við Vestur-Grænland hafi Norð- ntenn, Vestur-Þjóðverjar og Portúgalar veitt um 2600 tonn- um of mikið af þorski. Leyfilegt er að veiöa 31 þús- und tonn við Grænland í ár. Nú hefur verið gengið svo á þenn- an .kvóta að eftir er að veiða 3000 tonn. Það er þvi ekki mikið eftir fyrir Grænlendinga og þess vegna horfir fólkið fram á mikið atvinnuleysi. Það tók ekki langan tima fyrir þessar þjóðir að veiða upp í kvótann sinn. Vestur- Þjóðverjar hættu veiðum í mai og Portúgalar í júni, en samt hafa þeir verið búnir að veiða miklu fyrr upp í kvótann sinn ef þeir hefðu veitt mikið fram yfir hann. Þau 3000 tonn, sem nú á eftir að veiða af kvótanum, eru ætluð litlum grænlenzkum bátum. Togarar mega ekki eiga neinn hlut í því að koma þess- um afla á land. Þessa ákvörðun tóku stjórnvöld í Danmörku eftir að hafa fengið upplýsing- ar um hversu mikið var veitt fyrri hluta þessa árs. Kvóti fyrir rækjuveiðar við Grænland var 36 þúsund tonn á þessu ári. Þrátt fyrir það hve stór þessi kvóti er hafa skip næstum veitt upp allt leyfilegt magn. Rækjuveiðar eru stund- aðar á Diskóflóa. Það getur því vel farið svo að það þurfi einnig að hætta þeim áður en árið er' liðið. Hvað Grænlandsmálaráðu- neytið hyggst gera til að bæta úr fyrirsjáanlegu atvinnuleysi er ekki ljóst ennþá en það er útséð um það að ekki geta ráða- menn setið auðum höndum í kóngsins Kaupinhöfn. New York: Fetar í fótspor Sonar Sams og skýtur á fólk — myrti feðgin þar sem þau sátu í bíl sínum Kona og maður voru myrt í New York og halda mætti að þar væri að verki Sonur Sams. Morðóður maður virðist þvi vera á ferðinni í borginni og hann fer að á sama hátt og Sonur Sams, eða David Berko- witz, eins og hann heitir réttu nafni. Maður um fimmtugt og dóttir hans,.24 ára, urðu fórnar- dýrin, en þau voru skotin af stuttu færi þar sem þau sátu í bil á Long Island. Lítill drengur var einnig í bílnum en morðing- inn þyrmdi lífi hans. Fórnar- dýrin voru með mikla peninga á sér og hirti morðinginn þá, en David Berkowitz rændi aldrei fórnardýr sin. Enginn veit hvort fleiri eiga eftir að falla fyrir riffli mannsins, en hans er nú leitað. Sonur Sams kemur varla til með að svara til saka fyrir glæpi sína, vegna þess að full- víst er talið að hann verði dæmdur ósakhæfur. Eins og fram hefur komið sagði Berko- witz að hann hefði fengið skipan- ir um verknaðinn frá hundi sem nágranni hans á. David Berkowitz ieiddur til yfirheyrslu í New York stuttu eftir að hann náðist. Reynir að gera það gott — lögfræðingur reyndi að selja upptökur sem gerðar voru af yfirheyrslum yfir Syni Sams Eins og 350 fótboltavellir. Nýlega var lekin í notkun sla'rsla skiplistöð fyrir járnbrautir í Kvrópu. Slöðin er nálægl Hamborg í Veslur-Þýzkalandi. Sú umferð sem fer um stöðina fór áður uni fiinm aðrar slöðvar í nágrenni Hamhorgar. Það tók sjö ár að byggja stöðina og hún mun hafa kostað um 800 milljón mörk. Járnhraularstöðin er álíka slór og 350 fólboltavellir og það þurfli að leggja um 300 kílómclra af járnbraularleinum Ii 1 að koma stöðinni i gagnið. Lögfræðingur sá sem yfir- heyrði Son Sams, eða David Berkowitz, sem gekk um New York borg og skaut fólk, hefur nú reynt að selja segulbandsupptöku sem gerð var meðan á yfirheyrsl- um stóð. Hann bauð New York Daily News spólurnar til kaups á 50 þúsund Bandaríkjadali. Tals- maður blaðsins hefur sagt að það hafi ekki viljað ganga að tilboði lögfræðingsins, Philip Peltz. Unnið er stöðugt að yfirheyrsl- um yfir Berkowitz, en það hefur komið fram að hann hefur aðeins verið ákærður fyrir að hafa myrt konu þá sem hann skaut til bana þar sem hún sat i bíl ásamt unn- usta sínum í Brooklyn í New York. Nepal: Með glóandi málmþynnu í lófanum — ef þií brennir þig þá ertu sekur um glæp Það er eldurinn sem ákveður hvort fólk er sekt eða saklaust í samfélagi steinsmiða i Siddharth- anagarhéraði i súövesturhlula Nepal. Þar er glóandi málmplata lögð t lófa hins grunaða en undir henni eru höfð þrjú laufblöð sem .eru smurð með feiti. Ilinn grun- aði er svo látinn halda á rauðgló- andi málmpliitunni og ganga í hægðum sinum upp þrjú stein- þrep. Ef lófi hins grunaöa er brenndur eftir að hann hefur komizt upp þrepin þrjú er liann sekur, ef ekki er viðkomandi sak- laus. í frétt frá fréttastofu Nepal seg- ir að fyrir skömnni hafi fimmtug kona gengizt undir þessa þolraun og liafi kotnið alveg óbrennd úr rauninni. Hún var þvi dæmd sak- laus. Ekki eru þorpsbúar þó alveg sáttir við það vegna þess að sann- anir fyrir því að hún hafi stolið ýmsum hlutum eru fyrir hendi. Þvi er nú svo koinið að þorpsbúar telja þetta ekki eins óskeikula að- ferð og forfeður þeirra en saint er henni beitt enn þann dag i dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.