Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 15 Þeir detta um koll af undrun þegar þeir heyra að ég sé að verða hundrað og eins —segir kona sem fjdrum sinnum hefur verið skorin upp fyrir krabbameini og lætur ekki eftir sér að vera þunglynd „Mér llður alls ekki eins og ég væri hundrað ára, miklu frekar svona álika og þegar ég var sextíu og fimm,“ sagði frú Vinona Melick, sem búsett er í Long Beach i Kaliforníu. Hún verður hvorki meira né minna en hundrað og eins árs 22. októ- ber næstkomandi. Frúin er með eindæmum heilsuhraust og þakkar hún langlífi sitt og frábæra heilsu að hún hefur alla tið stundað líkamsæfingar, borðað hollan og gððan mat, aldrei horft á sjónvarp, drukkið áfenga drykki, kaffi eða te, né reykt sigarettur. Á hverjum morgni gerir frú Melick kröftugar leikfimi;æf- ingar og hún gengur hjálpar- laust til kirkju á sunnudögum. Frú Melick býr ein á annarri hæð og hugsar algjörlega um sig sjálf, fer meira að segja sjálf I búðir til að kaupa inn það sem hún þarf á að halda. Hún segist aldrei hafa haft neina ánægju af sjónvarpinu. „Eg hef aldrei horft á sjón- varp,“ segir hún. „En mér er alveg sama þótt fólk vilji eyða tíma sínum 1 að horfa á það. Ég hef bara ekki tima til þess.“ Frú Melick hefur i staðinn ofan af fyrir sér með þvi að lesa nokkur dagblöð á hverjum degi og siðan hlustar hún mikið á útvarpið. Hún tekur einnig virkan þátt í stjórnmálum. Ekki nóg méð að frú Melick sé orðin svona gömul og sé enn v-ið þessa góðu heilsu, heldur hefur hún fjórum sinnum þurft að gangast undir skurðaðgerðir vegna krabbameins. Fyrsta aðgerðin var gerð árið 1918 en þá þurfti að fjarlægja stóran hluta af smáþörmunum vegna krabbameins. Var það gert af hinum frægu Mayo bræðrum á spltalanum þeirra 1 Rochester í Minnesota, Mayo Clinic. „Ég geri ekki ráð fyrir að ég væri á lifi í dag ef ég hefði ekki gengizt undir þessa aðgerð sem var mjög sjaldgæf í þá daga,“ segir frú Melick. Krabbameinið gerði næst vart við sig árið 1966 og þá reyndist nauðsynlegt að fjar- lægja annað brjóst frú Melick. Þriðja meinið var fjarlægt úr smáþörmunum árið 1968 og loks þurfti hún að gangast undir aðgerð á nefi vegna krabbameins árið 1973. Þrátt fyrir allar þessar að- gerðir segir frú Melick að hún láti aldrei eftir sér að vera þunglynd. „Ef þér finnst þú vera niður- Hún er aldeills spræk þessi hundrað ára gamla kona, frú Meiick tra Ksdiforniu. Hún hefur eignazt tvö börn um svina en er fyrir löngu orðin ekkja. Hún fæddist 22. október 1876! dregin skaltu bara rísa á fætur og finna þér eitthvað til þess að gera til þess að dreifa hugan- um,“ segir hún. Eitt af þvi sem hefur reynzt henni vel i barátt- unni gegn þunglyndi er að baka brauð. Frú Melick segir að það fari i taugarnar á sér þegar hún hitti fólk sem sé kveinandi og kvart- andi þótt það sé ekki nema t.d. áttatíu og fimm ára. „Það ætla allir að detta um koll af undrun þegar þeir heyra að ég sé að verða hundrað og eins!“ segir hún og þykir kann- ski engum mikið! Sú gamla hefur gaman af því að koma fólki svona á óvart. Þýtt A.Bj. BERGMAN, ULLMANN OG BERGMANN Ihgrid Bergmann íngmar Bergman Liv Ullmann Eftir nokkrar vikur byrjar Ingmar Bergman að taka nýja mynd í Noregi. Hefur hann fengið til liðs við sig þær Liv Ullmann og Ingrid Bergmann. Fara þær með hlutverk móður og dóttur enda passar aldur þeirra vel saman, Liv er þrjátíu og átta ára og Ingrid sextíu og tveggja. Ingmar sjálfur er núna i frii á eyju sinni undan strönd Fárö, en býr sig undir að koma til Noregs i byrjun september. Liv Ullmann segist hlakka til þess að leika á móti Ingrid Bergmann. „Ég hitti hana nýlega í New York,“ sagði hún i viðtali við sænska Aftonbladet. „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir henni. Þetta verður i fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að leika á móti henni. Handrit Ingmars er mjög gott eins og að likum lætur. Það minnir að mörgu leyti á Myndir úr hjónabandi, nema hvað i myndinni verður sagt frá sam- skiptum móður og dóttur,“ sagði Liv. Hún lék í mynd sem Ingmar Bergman stjórnaði og tekin var 1 fyrrahaust I Miinchen, Egg maðksins. Sú mynd verður frumsýnd nú mjög bráðlega. Ingrid Bergmann hefur aftur á móti ekki leikið i kvikmynd í Evrópu sl. fjörutíu ár. t sumar hefur hún leikið i leikhúsum i Englandi. Siðasta kvikmynd Ingrid Bergmann var talin eitt mesta hneyksli áttunda áratugsins. Það var þó enginn annar en Vincent Minelli sem stjórnaði og Liza, dóttir hans, var með eitt aðalhlutverkið. Ingritj Bergmann þarf ekki að vera smeyk um að slíkt endurtaki sig þegar nafni henn- ar stendur bak við kvikmynda- tökuvélina. Má alveg gera ráð fyrir að þetta verði ein af síð- ustu stórmyndum sem hún leikur í, segir i Aftonbladet. Eftir að lokið verður við þessa kvikmynd hyggst Liv Ull- mann snúa sér að leikhúsleik heima í Þrændalögum. Henni hafa borizt fjölmörg gylliboð frá Bandaríkjunum en þar vakti hún geysilega athygli I hlutverki önnu Christie. Suzie Burton á Costa Del Sol Suzie Burton brá sér til Costa del Sol á Spáni um daginn. Ekki höfum við frétt af neinum fslenzkum sóidýrkanda sem hitti hana þar, en hver veit. Annars hefur Suzie unnið sér það helzt tll frægðar að vera gift Jim Hunt heimsmelstara f kappakstrl en sfðan skildi hún við hann og giftist Richard Burton, þeim sem áður var eiginmaður Elizabetar Taylor. Nýkomið: Kvenbuxur, stórar stærðir, margirlitir Elízubúðin Skipholti 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.