Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 6
c DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977. Verkfæri Bílacigendur og fl.: Athugið að loksins eru miliimetratoppasettin komin, einnig flatir lyklar í mm og tommumðli, skrúfjárn i úrvali, snittsett, borsveifar, framlengingar f. borvéiar, rörskerar og kónatæki, skrúf- stykki, 2V4”, meitlasett og sporjárnasett, lóðningabyssur, höggskrúf járn, 2 gerðir, trésmíðaþvingur, ný gerð, kerru- beizli, 4 gerðir, kúlur f. sama, 2 stærðir, þykktarmál, merkitæki f. verkfæri, viðgerðasett, f. slöngulaus dekk og hljóðdunka, járnsagir, hamrar, klippur, tengur, felgu- lyklar, sexkantasett, draghnoð, lakksprautur, rafm. start- kaplar, hjöruliðir i jeppabíla og fl. Opið frá kl. 1,30 til 6. Sími 11909. Haraldur Snorrabraut 22 1 1 Bifreiðastillingar NICOLAI irautarholti 4 — Sími 13775 Vanan gröfumann og pressumann vantar strax. Uppl. í síma 85604 eftir kl. 19. ÞÓRSHAMAR HF. Eldhúsinnréttingar Hnota og eik. Til afgreiðslu innan 2-3 vikna. Uppstilltar á staðnum, Auðbrekku 32, sími 40299. 0.6. Innréttingar ÞRÚSTUR 85060 Talstöðvabflar um alla borgina r N Sölubörn óskast tíl að selja happdrættísmiða Iðnkynningar. Komið íhappdrættíshúsið í Lækjargötu. Góðsölulaun Happdrætti Iðnkynningar Ölkelduvatnið bannað —alltof mikið f lúormagn í því „Talið er að neyzla vatns sem inniheldur of mikinn flúor geti valdið skemmdum á ýmsum Hf- færum, svo sem stoðvef og nýrum. Þegar okkur varð ljóst að ölkelduvatnið frá Lýsuhóli i Staðarsveit inniheldur 3,96 mg af flúor í litra var umsvifalaust sett bann við framleiðslu, dreifingu og sölu á þvi með þessari efna- samsetningu," sagði Hrafn Friðriksson, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits rikisins, sem bannaði frá og með gærdeginum ölkelduvatnið frá Lýsuhóli. „Ég er alveg sannfærður um að framleiðandinn hefur sett ölkelduvatnið á markaðinn I góðri trú og talið sig fullnægja skilyrðum, sem lög og reglur segja fyrir um. En heilbrigðis- eftirlitinu var ekki kunnugt um efnasamsetningu ölkelduvatnsins fyrr en i gærdag. Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin mælir ekki með að neyzluvatn innihaldi meira en 1 mg/litra af flúor. Annars er það undir ýmsu komið, hvert æskilegt flúormagn í neyzluvatni er. Rætt hefur verið um að bæta flúor í neyzluvatn hér á landi og þá þessu 1 mg i lítra m.t.t. varnar gegn tannskemmdum," sagði Hrafn. — Er flúormagnið i ölkeldu- vatninu bráðhættulegt? „Það er ekki um að ræða bráða eitrunarhættu að okkar mati heldur um langtímaverkanir eða skemmri tima verkanir ef viðkomandi hefur t.d. sjúk nýru sem skilja ekki flúorinn út. Það má einmitt ætla að þeir sem aðal- lega neyti ölkelduvatnsins séu annaðhvort gamalmenni eða sjúklingar að einhverju leyti. En við erum að fara að lögum og reglum um þetta bann við öl- kelduvatninu," sagði Hrafn. ölkelduvatn þetta hefur verið selt viða I matvöruverzlunum og hefur verið i mjólkurkælum verzlananna. -A.BJ. í „jiínrformi” þorpsins Kaupfélagið hefur fengið sendingu af hátízkuvörum. Bókstaflega allir þorpsbúar í sólskininu austur á landi eru komnir í þennan „einkennis- búning". Jafnvel klerkurinn er kominn í sólfatnaðinn góða. Myndin er annars úr Blessuðu barnaláni eftir Kjartan Ragnars- son sem Leikfélag Reykjavikur er að fara að sýna 1 Austurbæjarbíói. Leikararnir eru Sigurður Karls- son og Asdis Skúladóttir. Auk þeirra koma margir aðrir ágætir leikarar við sögu: Gisli Halldórs- son, Margrét Ólafsdóttir, Guðrún Asmundsdóttir, Soffía Jakobs- dóttir, Valgerður Dan, Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Páls- son, Sólveig Hauksdóttir og Gestur Gislason. NÓBELSSKÁLDIÐ ALEIXANDRE Spænska nóbelsskáldið Vin- cente Aleixandre er einn af mörgum ljððskáldum, sem kom- ust til þroska í þann mund sem hörmungar borgarastyrjald- arinnar gengu í garð og að henni lokinni var Garcia Lorca látinn, Miguel Hernandez á dánarbeði, Huidobro Gullén og Rafael Alberti flúnir til Banda- ríkjanna eða Suður-Ameriku. Þetta var mikil blóðtaka og það hefur tekið yfir þrjátíu ár fyrir spænskt menningarlif að jafna sig eftir hana. Aleixandre var um kyrrt í Madrid, þótt hann hefði verið andsnúinn Franco, og þar var hann Iátinn I friði við ljóðagerð sína, sem varð æ innhverfari og torræðari eftir því sem leið á stjórnartið falangista. Veiting nóbelsverð- launanna til Aleixandre er þvi síðbúin viðurkenning á fram- lagi spænskra ljóðskálda til evrópskrar ljóðagerðar og eins- konar vottorð til spænsku-rlkis- stjórnarinnar fyrir tilraunir hennar til að setja á fót lýðræði. í smiðju súrrealista Sjálfur er Aleixandre vel að þessum verðlaunum kominn, því í marga áratugi hefur hann verið að slípa og fága ljóð sin og þvi vandaðri sem þau hafa orðið tæknilega þvl víðara virðist tilfinningasvið hans. 1 mínum bókum er hann fæddur árið 1910 og uppalinn í Sevilla og hafði vart lokið laganámi er fyrstu ljóð hans birtust I bestu bókmenntatímaritum Spánar og árið 1928 kom út fyrsta bók hans. A fyrstu Ijóðum hans mátti sjá hvar hann hafði gengið í smiðju, þ.e. hjá Freud og frönskum súrrealistum sem örvuðu hann til að skeyta saman lýsingum og iíkingum úr mörgum áttum, draumi og veruleika, og er önnur bókin, Eyðing ástar, kom ú! 1933 var ljóst að Aleixandre hafði fund- ið sér eigin leið i ljóðagerð. VINCENTE ALEIXANDRE — nóbelsskáld Spánverja. Eins og svo margar bækur hans fjallar hún um eitt efni, þema, samspil ástar og dauða sem skáldið litur ekki á sem andstæður heldur tvær hliðar á sama veruleika. Ást og dauði Maðurinn elskar ekki nema að hann geti upprætt eigin per- sónu og samsamast þvi'sem hann elskar, hvort sem það er náttúran eða konan. Óvenjulegt er með svo huglægan efnivið að finna svoríkuleganorðaforða og fjálglegar lýsingar eins og i þessari bók, en þar sem læri- feður Aleixandres, menn eins og Breton og Eluard, opnuðu ljóð sín og sundurliðuðu óreglu- bundið, hélt hann þeim innan ákveðinna marka fastbundins rimkerfis og hrynjandi. Næsta bók Aleixandres kom ekki út fyrr en 1944 og er með þvi innhverfa móti sem ég nefndi hér að ofan. Skáldið skrifar um barnæsku sina af trega og ljóð hans eru sifellt spurningar sem ekki er svarað, gjarnan um „fyrirheitna landið", barn- æskuna eða lýðræðið. 1 Sögu hjartans, sem út kom 1954, snýr Aleixandre sér aftur að „stóru spurningunni" um manninn, timann og ástina og i þeim ljóð- um liggur leiðin gjarnan frá hinu veraldlega til hins and- lega. Skáldið beitir allri sinni snilld til að komast til botns i því sem hann sér og skynjar og með æ nákvæmari lýsingum yfirstígur hann mörk hins veraldlega og opinberar kjarn- ann. Vart er hægt að ætlast til meira af skáldi. Hér á eftir fylgir þýðing á einu ljóða Aleixandres, Eftirmæli. Eg afmái nafn þitt þú glóandi hold sem blundar á jörðu sem goð biðandi gleymskunnar, ég gef þér nafn, við lifsmörkin, hér, þú brennandi hold. Engin graf- hvelfing: frjáls svörður. Gleymdu þegar þvi augnaráði sem grafsteinn krefðist af þér, eða fuglsnautt tré þarfnast, í næturhúminu, þar sem það stendur nakinn vörður. Muldur árinnar heyrist ekki hér. Dauðinn býr i dökkri mold, jörðu allsherjar. Ferðalangar, greikkið spor: fótatök yðar munu ei særa brjóstið. (Þýðing: A.I.).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.