Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977. 15 „Tónabæjarpía" hringdi: „Hvenær kemur að því að Dagblaðið segi eitthvað frá Boney M? Ég veit um fullt af krökkum sem hlusta mikið á hana en vita ekkert um fólkið sem syngur í henni. Ég er viss um að Boney M er miklu vinsælli en Smokie hér á landi svo að það er miklu meiri ástæða til að segja frá henni. Beztu kveðjur." Dagblaðið mun birta eitthvaA um Boney M á næstunni. ÁSGEIR TÓMASSON GAMLAR GÓÐAR LUMMUR nýhljómplata með Gunnari Þórðarsyni og fleirum „Ég hef lengi haft það í huga að gera plötu með lögum sem þessum en ekki komið því f verk fyrr en nú,“ sagði Gunnar Þórðarson, er Dagblaðið ræddi við hann um nýja hljómplötu, Gamlar, góðar lummur, sem hann vinnur við upptökur á í Hlióðrila ásamt fleirum. Upp- tökur á lummunum hófust á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur miðað mun betur en áætlað var. Nafnið Gamlar, góðar lumm- ur skýrir sig vel, er athugað er hvaða lög verða á plötunni. Sem dæmi má nefna lögin Vert’ekki að horfa svona alltaf á mig, Nú liggur vel á mér, Lóa iitla á Brú og Anna í Hlíð. Átta lög til viðbótar verða á plötunni. Gunnar fékk fimm manns til að sjá um söng á lummunum fyrir sig, — Ólaf Þórðarson, Jó- hann Helgason, Val Emilsson, Lindu Gísladóttur og Ragnhildi Gísiadóttur. Hann var spurður um nafn á kórnum. „Ég vil ekki kalla þetta kór,“ svaraði hann, „mikiu heldur grúppu, hóp eða eitthvað svo- leiðis. Nei, það er ekkert nafn komið ennþá. Við eigum satt að segja I standandi vandræðum að finna það.“ — Áformað er að upptökum á plötunni verði lok- ið 17. október. Hljóðfæraleik á Gömlum, góðum lummum önnuðust þeir Nikki Róberts á píanó, Tómas Tómasson bassaleikari, Sigurð- ur Karlsson trommari og siðan Gunnar sjálfur, sem lék a git- ara. Gunnar sagði að enn ætti hann eftir að bæta fleiri hljóð- færum við. Hann bætti þvi við að hann langað til að gera aðra plötu með Öiafi, Jóhanni, Val, Lindu og Ragnheiði, en þá með nýju efni. Gunnar Þórðarson varð á síð- asta ári fyrir harðri gagnrýni úr öllum áttum vegna þátttöku sinnar í Ríó, útsetninga sinna á Vísnabókarplötunni Einu sinni var og margs fleira. Hann var meira að segja uppnefndur „versti óvinur íslenzkrar tón- listar" og gefið að sök að vera ekki skapandi tónlistarmaðúr. — Gunnar var að lokum spurð- ur hvort Gamlar, góðar lummur væru ekki vatn á myllu kreddu- NU LIGGUR VEL A MÉR — Gunnar Þórðarson og sönggrúppan ,hans. Frá vinstri eru Ólafur Þórðarson, Ragnhiidur Gísladóttir, Linda Gísladóttir, Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason (þessi syfjaði) og Valur Emilsson. DB-mynd Arni Páll. fullra gagnrýnenda, sem myndu níða hann niður fyrir skemmdarverkastarfsemi og annað í þeim dúr. „Vafalaust," svaraði hann, „en ég kvíði engu. Ég get ekki fallizt á annað en að útsetning- ar á þessum gömlu lögum séu skapandi og sömuleiðis radd- setningar. — Nei, ég hef enga ástæðu til að kvíða neinu.“ -AT- Beöið um Boney M Daufur farsi Austurbæjarbíó. Fjörið er á Hótei Ritz/The Ritz. Wamer Bros./Brezk 1976. Leikstjóri Richard Lester/ Aðalhlutverk Jack Weston, Rita Moreno og Jerry Stiller. Mynd þessi er byggð a farsa, sem gekk sæmilega á Broadway á sínum tíma, eftir Terence McNally. Sömu leikarar leika aðalhlutverkin í myndinni og þeir sem tróðu upp á Broadway. En líklega hefðu þeir átt að láta sér nægja velgengni á sviðinu þvi illa hefur tekizt til að koma fyndninni til skila i myndinni. Söguþráðurinn byggir á hin- um hefðbundna farsa, eilifum ruglingí á heldur undarlegri stofnun, Hótei Ritz, þar sem Gaetano Proelo reynir að fela Procolo (Jack Weston) kemst að því að Google Gomes (Rita Moreno) er ekki kynskiptingur eins og hann hélt. Undir rúm- inu eru tveir fuyðufuglanna á Hótel Ritz. Kvik myndir JÓNAS HARALDSSON sig fyrir mági sínum sem ætlar að drepa hann. A stofnun þess- ari eru feiknin öll af alls kyns öfuguggum og vitfirringum. Spurningin er aðeins, hvar end- ar vitleysan. Það er að vísu hægt að brosa út í annað 1 ein- staka atriðum en heildin lofar ekki góðu. Leikarar skila sínum hlut- verkum vel, einkum Rita Mor- eno í hlutverki misheppnaðrar söngkonu í leit að umboðs- 'manni. Jack Weston er kímileg- ur á stundum og atriðið þar sem hermt er eftir Andrewssystrum er gott. Þá er það upptalið, sem gladdi hugann. Hitt var fleira. •JH. Austurbæjarbíó — Fjörið er á Hótel Ritz i i i i i s

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.