Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐJÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977. MMBIAÐIÐ frfálst, áháð dagblað Útgefandi DagblaÖiA hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Krístjansson. Frettastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Johannes Reykdal. iþrottir: Hallur Símonarson. AÖstoAarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgoir Tómasson, Bragi SigurÖsson. Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jonas Haraldsson. Katrin Palsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HörÖur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Droifingarstjorí: Már E. M. Halldórsson. Ritstjorn SíÖumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Askriftir, auqlýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasólu 80 kr eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindorsprent hf.. Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmirhf. Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Etthapp oghvad svo? Staðsetning alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka hefur mikil efna- hagsleg áhrif, enda bítast borgir og ríki um bitana, sem falla á þessu sviði. Til dæmis veitir Zíirich alþjóðasambandi, sem höf- undur þessa pistils þekkir vel, ókeypis húsnæði á virðulegasta stað í borginni. Það dugði þó ekki til, því að sambandið hefur flutt til London. Enginn einn staður hefur orðið ofan á sem miðstöð alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka. Borgir eins og Vín, Genf, London og New York berjast um forustuna og aðrar borgir fylgja fast á eftir. ísland eða Reykjavík eru þar hvergi á blaði enn. Alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök hafa í för með sér peninga, framkvæmdir og atvinnu. Starfsliðið er venjulega að hluta innlent, auk þess sem það kaupir innlenda vöru og þjónustu. Ráðstefnur eru haldnar og hótelrekstur eflist. Samgöngur batna við umheiminn. Og af allri þessari veltu fá ríki og borg skatta og skyldur. Af tilviljun hafa myndazt líkur á, að Reykja- vík geti orðið aðseturAlþjóðaskáksambandsins. Það stafar af því trausti og virðingu, sem Friðrik Óláfsson skákmeistari hefur aflað sér víða um heim. Núverandi forseti sambandsins vill gera Friðrik að eftirmanni sínum, sem jafngildir flutningi sambandsins til íslands. Og þessi hugmynd hefur hlotið góðar undirtektir í Vestur-Evrópu og víðar. Alþjóðaskáksambandið er lítið samband með lítil umsvif. En það er þó byrjun, sem er þess virði, að ríki og borg leggi töluvert af mörkum til að knýja fram. Sú fyrirgreiðsla mun skila sér til baka í hina opinberu kassa með ýmsum óbeinum hætti. Þar er aðeins um að ræða reikningsdæmi fyrir hagfræðinga ríkis og borgar. Auðvitað eigum við að reyna að ná Alþjóða- skáksambandinu hingað með öllum tiltækum ráðum. Og við eigum að reyna að ná í stofnanir á vegum Norðurlandaráðs og annarrar nor- rænnar samvinnu. Við eigum að ná í stofnanir og samtök á ýmsum sviðum, sém geta kallazt sérgreinar íslendinga, svo sem fiskveiðum, flugi, eldfjöllum og jarðhita. Einn stærsti þrándur í götu slíkrar stefnu eru hin hneykslanlega háu gjöld á símtölum, skeytum og telexi milli íslands og umheimsins. Ef þessi gjöld stórlækka ekki í síðasta lagi með fyrirhugaðri jarðstöð, er vonlaust að tala um ísland sem samkeppnishæft land í rekstri al- þjóðlegra samtaka og stofnana. Annar vandi er sá, að ekki er ljóst, hver geti haft forgöngu í Stefnunni, sem hér hefur verið lýst. Þótt undarlegt megi virðast, er sennilegt, að verkefnið komi næst sviði Ferðamálaráðs vegna starfs ráðsins á sviði alþjóðlegra ráð- stefna. Einhvers staðar verður að vinna skipulega að íslenzkri yfirtöku alþjóðlegra stofnana og sam- taka. Annars fáum við ekkert nema tilviljun Alþjóðaskáksambandsins. r v i Ná hryðjuverkamennirnir í Vestur-Þýzkalandi markmiði sínu með aðstoð hægri pressunnar og hægri stjórnmálamanna? .......' ^ 1ÍÉ! JWill Heinrich Bóll nóbelsrithöfundurinn þýzki teiur hægri pressuna vestur-þýzku stunda skipulegar ofsóknir gegn sér. Hinn þekkti þýzki rit- höfundur, Gunther Grass, telur að ýmsir þekktir menntamenn og rithöfundar verði fyrir bein- um og óbeinum ofsóknum vegna aðgerða öfgasinnaðra stjórnieysingjahópa. Rithöfundurinn sagði í viðtali fyrir nokkrum dögum, að einstaklingar, sem teldu gagnrýnendur vestur-þýzks þjóðfélags hafa nokkuð til síns máls, yrðu fyrir óréttmætri gagnrýni. Sagði hann stjórn- völd ekkert gera til varnar þessum aðilum. Gunther Grass tiltók sérstak- lega nýlegar árásir hægrisinnaðra stjórnmála- manna og dagblaða á nóbels- verðlaunahafann Heinrich Böll. Fyrir nokkru svaraði Böll í sjónvarpsviðtali ásökunum, sem fram hafa komið um að hann hefði stuðiað að vinstri- sinnuðum og uppreisnarkennd- um skoðunum meðal ungra menntamanna. Margir telja þær skoðanir rótina undir starfsemi svonefndra borgar- skæruliða. Meðal þeirra má nefna Baader Meinhof hópinn. 1 sjónvarpsviðtalinu mót- mælti Heinrich Böll algjörlega því að hann styddi á nokkurn hátt ofbeldi og hryðjuverk og sagði þær ásakanir á sig fjar- stæðu. Við vanmótum öfga- hópana segir Heinrich Böll Nóbelshöfundurinn viðurkenndi að hann hefði í fyrstu vanmetið áhrif og þá hættu sem stafaði af starfsemi hópa eins og Baader Meinhof. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að hann taldi rétt eftir 1970, að stjórnar- fari væri lítt hætt af öfgafull- um vinstrimönnum eins og til dæmis Ulrike Meinhof heitinni. Eins og kunnugt er hafa ýms- -ir þessara öfgahópa fært sig mjög upp á skaftið síðan þá. Hafa félagar þeirra unnið mörg hryðjuverk og má minna á að á síðustu mánuðum hafa þeir drepið vestur-þýzkan sak- sóknara. Sfðan var bankastjóri Dresden banka, Juregn Ponto, myrtur og Hans Martin Schley- er forseta vestur-þýzka vinnu- veitendasambandsins rænt og hefur hann ekki fundizt ennþá. Heinrich Böll, sem að sögn virtist á stundum meðan á viðtalinu stóð, nokkuð órór, spurði fréttamann sjón- varpsins: „Hvernig getur nokkur ætlazt til þess að ég, þú eða nokkur annar geti sagt um hvað við eða aðrir aðhöfumst að nokkrum árum liðnum?" Er nóbelshafinn ofsóttur af hœgri pressunni? Hann ásakaði hægri press- una í Vestur-Þýzkalandi um að standa fyrir ofsóknarherferð gegn sér persónulega. Hann nefndi sem dæmi að útvarps- stöð í Bæjarlandi hefði um sfðustu helgi hætt við að senda út viðtal við hann. I þvi kvartaði Böll yfir því að 40 lögreglumenn hefðu ráðizt inn f ibúð sonar hans f leit að Hans Martin Schleyer. Stjórnendur útvarps- stöðvarinnar fullyrtu að birtingu viðtalsins hefði aðeins verið frestað og myndi það verða á dagskránni fljótlega ásamt sjónarmiðum lögreglu- yfirvalda. Yfirvöld sögðu frásögn Böl! af heimsókn lögreglunnar ekki að öllu leyti rétta, en neituðu henni ekki. Eitt dæmið um afleiðingar af herferð hægri sinnaðra fjöl- Til komi okkar ríki Mismunandi er hugsunar- háttur manna og mismunandi er virðing manna fyrir þjóð- félaginu og sjálfum sér. Sjálfs- virðing og þjóðfélagsvirðing er heldur ekki eitt og hið sama -og í tillögum sem settar eru fram af einstaklingum eða samtök- um má oft merkja lftinn vott af þjóðfélagsvirðingu og oftar enn minni af sjálfsvirðingu. GJöggt dæmi um litla þjóð- félagsvirðingu kemur t.d. fram hjá þeim sem ávallt bjóða ríki eða borg fyrstum aðila þær eignir sem þeir þurfa að selja eða leigja og segja má að sjálfs- virðingunni sé þar heldur ekki fyrir að fara. Ekki skal þó alhæft að við- skipti við hið opinbera á sviði leigu eða eignasölu séu af hinu illa og oft er um að ræða eignir til sölu eða leigu, sem hið opin- bera telur hagkvæmt að festa fé f, frekar en að leggja í viða- miklar byggingaframkvæmdir. Þegar um þrengist i athafna- og atvinnulffi verður eðlilega meiri tilhneiging til þess að menn leiti á náðir hins opin- bera um þátttöku þess og á það ekki sfður við um viðskipti a sviði fasteigna en á öðrum sviðum. Og þegar vitað er að hið opin- bera hefur sérstaklega leitað eftir húsnæði fyrir vissa þætti reksturs sfns er ekki nema eðli- legt að þeir sem húsnæði hafa á annað borð á lausu hugsi til viðskipta við rikið, jafnt og aðra aðila, sem kynnu að hafa áhuga. I öllum tilvikum hlýtur þó annar hvor aðilinn að hafa frumkvæði, sá er býður fast- eign til sölu eða leigu, — eða hið opinbera, sem auglýsir gjarnan eftir húsnæði eða kemst á snoðir um að slfkt hús- næði sé falt. I öllum þeim umræðum og skrifum sem orðið hafa vegna hugsanlegrar sölu trésmiðj- unnar Vfðis við Nóatún í Reykjavík til menntamálaráðu- neytisins hefur láðst að gera frekari grein fyrir því hvernig einmitt þessl húseign en ekki einhver önnur varð fyrir val- inu. — Var auglýst eftir hús- eign, heppilegri til að hýsa menntamálaráðuneytið eða bauð eigandinn húseign sfna til sölu á almennum markaði? For- sendur fyrir valinu skipta miklu f þeim umræðum sem fram hafa farið. Stærð Vfðishússins, ásig- komulag og kostnaður við að gera það nothæft til sfns brúks skiptir lfka öðru meginmáli og um það hefur verið rætt fram og til baka. Agreiningur um hvort heppi- legra hefði verið fyrir hið opin- bera að byggja nýtt eða lagfæra gamalt húsnæði fyrir mennta- málaráðuneytið, ásamt harðvit- ugum pólitfskum deilum um það hvort fyrrverandi eigandi sé af „réttum pólitfskum lit“ fyrir hið opinbera að eiga'við- skipti við, kemur í veg fyrir að sannleikurinn um hagkvæmni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.