Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 16
(20 DAGBLAÐIÍ). FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977. 2 l>eillapdi jólaplötur Lag: Flytjandi: Ó helga barn í Betlehem G. Rúnar Júliusson Jólanótt María Baldursdótlir Heima Jólunum á Geimsteinn Föngum G. Rúnar Júlíusson Ég kem heim um jólin Engilbert Jensen Lag: Flytjandi: Ein er hátið Geimsteinn Litla jólabarn Maria Baldursd. Þorláksmessukvöld Þórir Baldursson Jólasnjór Geimsteinn Vetrarnótt Þórir Baldursson Lag: Snæfinnurínjókarl Hin helga nótt Hátið í bæ Undrastjarna Klukkn'ahljóm Heims um ból Flytjandi: Björgvin Halldórsson María Baldursdóttir G. Rúnar Júlíusson Hljómar Þórir Baldursson Engilbert Jensen Lag: Flytjandi: Jólasveinninn minn Hljómar Hvítjói Björgvin Halldórss. Gefðu mér gott í sk. María Baldursd. Friðurájörð G. Rúnar Júliusson Hvers barn er það Hljóntar Jóiasnjór Gunnar Þórðarson Fiörug og Vél f lull plata Ný stórkostleg plata með Hljómsv. Geimsteinn þar sem Þórir Baldursson, G. Rúnar Júlíusson o.fl. hljómlistarmenn innlend- ir og erlendir sýna á sér sína bestu hlið. Dreifingaraðilar: FÁLKINN HF. Suðurlandsbraut8 Sími 84670 Reykjavík GEIMSTEINN Skólavegi 12 Sími 92-2717 Keflavík Rita Hayworth TIL LÍFSINS A NÝ / Rita Hayworth sem fyrr á árum baðaði sig í ljóma þess að vera þekktasta kyntákn Bandaríkj- anna er nú sögð staurblönk og lifir algerlega á eignum dðttur sinnar, Yasmin Khan. Ekki aðeins borgar Yasmin reikninga móður sinnar heldur segir hún henni algerlega fyrir verkum. Hverja hún megi hitta, hvað hún megi kaupa og hvert hún megi fara. Yasmin sem er 27 ára stjórnar þannig goðinu fyrr- verandi. „Peningarnir sem Rita átti sjálf eru uppurnir og hún segist vera blönk," segir mágkona Ritu, Susab Casino. „Yasmin hefur stöðugt samband við lögfræðing móður sinnar og þau í sameiningu drottna yfir Ritu. Hún segist ekk- ert geta gert án leyfis þeirra.“ Rita er ekki einu sinni sögð geta opnað bankareikning án leyfis lögfræðingsins. Yasmin hefur þrjá til fjóra menn í þjón- ustu sinni til þess eins að líta eftir móður sinni. Þeir fylgjast með hverri hennar hreyfingu og gæta þess að hún fari ekkert ein. Henni er ekki leyft að tala við neinn’ ókunnugan. Það eina sem hún má fara er í boð með völdu fólki og svo má hún leika golf. Þetta segir að minnsta kosti nýjasti vinur Enn í dag er Rita þrátt fyrir hrukkótt andlit og augljósan aldur kona sem karlmenn hljóta aiitaf að iíta tvisvar á. Setningin „það er eitthvað við hana“ á hvergi betur við. Ritu grunaði ekki þegar þessi mynd var tekin fyrir 19 árum að dóttir hennar sem hjá henni stendur ætti eftir að stjórna lífihennar. Ritu, Robert Bardey, sem er, franskur rithöfundur. Og hann hefur eftir henni að hún hafi enga valkosti. „Ég hef ekki lengur útlit mitt, ég á ekki lengur peninga, ég er ekki lengur stjarna. En ég má vera í húsinu mínu ef ég geri það sem mér er sagt,“ segir hún. En húsið er ekki lengur hennar samkvæmt lögum. Hún tapaði því í fyrra vegna skulda við Yasmin. Þar fær Rita að vera í náð dóttur sinnar og með ýmsum skilyrðum. Til dæmis því að hún færi í með- ferð við alkóhólisma, sem hún gerði. En Yasmin er sögð hafa gert þetta með heill móður sinnar fyrst og fremst í huga. Rita er hætt að drekka og er í mjög góðu ástandi líkamlega jafnt sem and- lega og því vill Yasmin halda. Og það virðist ganga furðu vel. Þar til í sumar hefur stjarnan fyrrverandi verið sliguð af vín- drykkju og fjárhagsörðugleikum. Skatturinn hefur tekið sitt, lúxus- lífið annað og fyrrverandi eigin- mennirnir fimm það þriðja. Hún er sögð vera afskiptalaus með öllu af þessum körlum sínum hvað fé snertir og ekkert fær hún lengur frá kvikmyndaverunum. Þetta er sérlega slæmt því Rita er sögð brenna í skinninu að gera ýmislegt en getur það ekki fjár- skorts vegna. Þegar Rita kom af sjúkrahús- inu nú í sumar var Yasmin búin að taka við stjórp fjármálanna. Og eftir það hefur hún haldið móður sinni algerlega niðri. Bardey, vinur Ritu, segir að mjög dapurlegt sé að koma heim til þeirra mæðgna, í rauninni mun dapurlegra en nokkur kvikmynd geti verið. Ekki sé lengur kampa- vín og kavíar á borðum heldur þurfi gestirnir yfirleitt að koma með það með sér sem þeir vilji snæða. Hann hafi sjálfur orðið að fæða Ritu af og til í allt sumar. Rita'gengur að hans sögn í 10 til 20 ára gömlum flíkum. Og hún var svo blönk í júlí f sumar að sögn Bardeys að hún varð að fá hjá honum lán til þess að láta gera við sjónvarpstæki sitt. En hann komst þó hjá því að lána henni féð því að Tiffany leik- húsið í Hollywood bauð henni laun fyrir að koma fram á sér- stakri sýningu á myndum hennar. Hún þekktist boðið og bað um að fá litsjónvarpstæki í laun, sem hún auðvitað fékk. En nú er Yasmin víst heldur farin að slaka á taumnum því þau stórtíðindi bárust nýlega að Rita hefði keypt sér ný föt. Hvort Rita kemur aftur fram í kvikmyndum veltur algerlega á Yasmin. Hún segir að við sig verði menn að tala ef þeir hafi eitthvað Yasmin Khan prinsessa hefur strangt taumhald á móður sinni og segir það vera með heill hennar í huga. að bjóða móður sinni því það sé hún sem valdið hafi í ljósi þeirra atburða sem gerðust í sumar. Nýlega óskaði blaðamaðurinn frægi Barbara Walters eftir við- tali við Ritu en hefur ekki fengið ákveðið svar ennþá. Bardey hefur sagt: „Lífið hefur ekki tekið silkihönzkunum á þess- ari konu. Frægð hennar i kvik- myndunum færði henni hvorki auð né gleði. Ekki gerðu þeir það heldur hinir frægu eiginmenn hennar og elskhugar. Núna er hún að borga fyrir það sem hún áður naut.“ DS þýddi og endursagði. Vinur Ritu, Robert Bardey, sem segir Ritu svo bianka að hún getl ekki látið gera við sjónvarpið sitt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.