Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. 6_______________ Miðausturlönd: Begin neitar að breyta stefnu stjómar sinnar —- að sögn egypzka blaðsins ALAhram. — PLO fellst á vopnahlé Menachem Begin forsætisráðhera Israels hefur sent Sadat Egyptalandsfor- seta bréf, þar sem hann neitar að breyta stefnu stjórnar sinnar varðandi vestur- bakka Jórdanár og Gazasvæðið. Þetta kom fram í forsíðugrein Al-Ahram, hins hálfopinbera málgagins egypzku stjórn- arinnar. Þar segir einnig að Begin hafi ítrekað þá ákvörðun sina að viðhalda „hinni þrákelknislegu stefnu" sinni i samninga- viðræðunum við Egypta. 1 bréfinu segir einnig að Israelsmenn muni ekki hverfa frá frekari búsetu á herteknu svæðun- um. Frá Ísrael bárust þær fréttir að Begin hefði sent Sadat bréf, þar sem hann lagði til að friðar- og hernaðarviðræður á milli þjóðanna yrðu hafnar á nýjan leik. Að sögn útvarpsins i ísrael sagði Begin utan- ríkis- og varnarmálanefndum israelska þingsins, Knesset, að bréfið hefði verið sent i gegnum bandariska sendiráðið i Tel Aviv. Begin sagði að bréfið væri svarbréf við bréfi frá Sadat Egyptalandsforseta, sem hann fékk skömmu áður en hann lagöi upp i för sina til Bandaríkjanna á dögunum, til viðræðna við Carter for- seta. Begin gat ekki um efni bréfsins, en útvarpið gat þess að Begin heföi látið svo um mælt, að verið gæti að Ezer Weiz- man, varnarmálaráðherra Israels, færi til Kaíró i vikunni. Dagblöð í Kairó birtu án athuga- semda tilkynningu ísraelska útvarpsins um að Weizmann kynni að koma til Kaíró. Friðar- og hernaðarviðræðurnar hafa legið niðri frá því fyrr á þessu ári, er Sadat hætti þeim skyndilega. Begin mun gera þinginu grein fyrir viðræðum sínum í Bandarikjunum siðar i dag. Sem kunnugt er deildu Carter og Begin hart í viðræðum sínum og er aðal- ágreiningurinn um vesturbakka Jórdan- ár og búsetu Israelsmanna á hemumdu svæðunum. Gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon héldu áfram að koma upp búðum á milli Israelshers og skæruliða Palestínumanna, eftir að Yasser Arafat leiðtogi PLO, frelsishreyfingar Palest- ínumanna, hafði heitið gæzlusveitunum stuðningi, eftir fund með foringja gæzlu- sveitanna, Emmanuel Erskine. „Við veitum þennahstuðning," sagði Arafat, „til þess að stuðla að skjótari brottflutningi hersveita Ísraels frá Líbanon." Stöðugur flótti hefur verið frá Suður-Líbanon frá því að Israelsmenn gerðu innrás þar. Hér má sjá flóttamenn með lest úlfalda og allt sitt hafurtask á þeim. Hundruð þúsunda manna hafa yfirgefið heimili sin og búa nú I ömurlegum flóttamanna- búðum. Frelsishreyfing Palestinumanna PLO hefur nú samþykkt vopnahlé til þess að auðvelda gæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna að koma hersveitum tsraelsmanna frá Libanon. Frakkland: AUKINN LEKIIÍR LESTUM STRANDAÐA OLÍUSKIPSINS Franski f lotinn bíöur þvf með aðgeiðir til að sprengja lestir þess OUumengunin hefur haft mjög alvarleg áhrif á fugla- og sjávarlif. Hér sést ung stúlka horfa á dauðan fugl á strönd Brest i Frakklandi. Sjór braut á flaki risaoliuskipsins Amoco Cadiz i gærkvöldi og orsakaði meiri leka úr lestum skipsins, en enn munu vera u.þ.b. 20 þúsund lestir i hinu strandaða skipi. Strand skipsins hefur valdið mestu olíumengun i sjóferðasög- unni, en um 200 þúsund lestir af hráolíu hafa runnið úr lestum skipsins og eytt fugla- og sjávarlifi undan ströndum Bretagne á Frakklandi og stórmengað fjörur. Vegna þess að sjór braut á skipinu og orsakaði aukinn leka úr þvi, hætti franski flotinn í bili við áætlanir um að sprengja göt á lestar skipsins til þess að ná oliunni úr því, en fiskimenn hafa óskað eftir þvi að olían fari fremur öH I sjóinn nú, heldur en að hún leki smám saman úr skipsflakinu. Hálfur mánuður er nú liðinn frá strandi skipsins og hefur mengun frá skipinu spillt ströndum Frakklands á u.þ.b. 200 km löngum kafla. Kafarar flotans eru tilbúnir að kafa við flakið til þess að sprengja þá einu lest skipsins sem enn er heil, ef hún lætur ekki undan sjóum, en enn er ekki vitað hvort öruggt er að kafa við skipshliðina. Þegar öll olía er komin úr skipinu verður hreinsiaðgerðum flýtt sem unnt er, en fjöldi sjálfboðaliða vinnur nú við hreins- un á ströndum. Norðvestur-Kanada: Sleðahundarnir drápu eigandann — ísledakeppni Kona nokkur, sem tók þátt í keppni á hundasleðum við Red River í norðvestur héruðum Kanada, fór heldur illa út úr keppninni. Hundar hennar, fimm að tölu, réðust á hana og hlaut hún bana af, að sögn lögreglunnar. Konan, sem hét Bella Miditch og var 36 ára að aldri, leiddi keppnina framan af, en þegar sleði hennar var kominn um tvo og hálfan km frá rásmarkinu réðust hundarnir á hana með fyrrgreindum af- leiðingum. Þegar sleðinn sem var á eftir sleða Miditch, kom á staðinn var ekki hægt að bjarga henni og konan dó áður en tókst að ná henni frá hundunum. Að sögn lögreglunnar geta sleða- hundar orðið mjög æstir í keppni sem þessari, en að öðru leyti voru engar skýr- ingar fengnar á árás hundanna. Hund- arnir voru drepnir eftir atburðinn. Empain barón laus Kmpain barón Edouard Jean Empain barón, sem mannræningjar höfðu haft I haldi í 62 daga, var látinn laus á sunnudagskvöld. Hinn belgiski auðmaður og iðjuhöldur var látinn laus án lausnargjalds. Lögreglan handtók Alain Caillol, sem talinn er vera foringi mannræningjahópsins, á föstu- dagskvöld. Hann var tekinn eftir skotbardaga við lögreglu, þegar lögreglan blekkti ræningjana, með því að þykjast koma umbeðnu lausnargjaldi fyrir á ákveönum stað. Empain var síðan látinn laus eftir að Caillol talaði við félaga sina. Lögreglan leitar nú ákaft manna sem taldir eru tilheyra hópi hryðjuverkamanna sem rændu auðjöfrinum. M.a. er bróður Caillol leitað en talið er að þeir bræður hafi stjórnað hópnum. Empain var fluttur á sjúkrahús i gær til rannsóknar en hann átti heldur bága vist meðal ræningj- anna. Hann var m.a. i hlekkjum og geymdur i tjaldi í þessa tvo mánuði frá þvi honum var rænt á götu i Frakklandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.