Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 11
íslenzk ef nahagsaðstoð við norskan íðnað Það hefur um langt árabil þótt loða við okkur íslendinga að við værum lítt færir til samninga við erlenda aðila. Flestir þeir samningar sem gerðir hafa verið á undanförnum áratugum við útlendinga hafa verið með endemum klaufalegir og ósjaldan munu erlendir samningamenn hafa átt erfitt með að verjast hlátri þegar þeir hafa verið að plata þessa „sveitamenn” okkar upp úr skónum. Siðan gerist það iðulega þegar prettirnir eru deginum Ijósari, að þeir agnúar eru á samningum að við megum bera skaðann óbættan: Dæmi um tugmilljónatjón vegna ónýtra háspennumastra í orku- flutningskerfinu, ónýt stjórntæki í virkjun, hafnargerð með hundruð milljóna bakreikningum, hálfónýta skuttogara og fleiri frægar rósir sýna að oft er sérfræðileg ráðgjöf dýrasta fáfræði sem völ er á hérlendis. Ábyrgð er af skornum skammti á íslandi þegar þessi mál ber á góma. Að vísu er látið að þvi liggja að Alþingi beri ábyrgð á flestum þeim samning- um sem eru að drepa þjóðina, en al- mennir borgarar brosa bara í kampinn þegar minnst er á kálgarð Halldórs heitins Friðrikssonar við Austurvöll þar sem þingmenn vorir leika sér að leggjum og skel. Þar verma seturnar 22 lögfræðingar, en afgangurinn er ýmist sérfróður um íslenzka stafsetn- ingu eða í þvi hvernig tjarga megi hrúta gegn kláða. Sveitamennskan sem borgaði sig Það er verið að hnoða saman stassjón uppi í Hvalfirði þessa dagana. Hún mun kosta nálægt 25 milljörðum króna og mun væntanlega framleiða kísiljárn til útflutnings og vonandi verður það þjóðinni til hagsbótar, enda talsvert í húfi þar sem 55% eru í eigu íslendinga sjálfra eða rúmlega þrettán og hálfur milljarður króna. Með eignaraðildinni að Islenska járii- blendifélaginu hf er þjóðin að taka verulega áhættu — áhættu sem margir telja með öllu óþarfa. Það hefur löngum þótt skynsamlegt að reyna að læra af reynslunni og skoða vandamál sem upp koma í Ijósi for- dæma, séu þau til á annað borð. Mörg- um finnst hinsvegar að það hafi ekki verið gert i sambandi við járnblendi- verksmiðjuna, þar hafi reynsla okkar af samningnum við Alusuisse verið látin lönd og leið og finnst fólki það að vonum skrítið. Á árunum fram að 1970 hafði staðið yfir mikil þræta í landinu um samninga ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar við svissneska fyrir- tækið Alusuisse um byggingu álvers- ins í Straumsvik. Mest var rifist um orkuverð og orkusölusamninginn, en ekki minna um það hve mikið Alusuisse mundi græða á þvi að eiga þessa verksmiðju en ekki islendingar sjálfir, að einhverju leyti á móti Alusuisse. Enn eru skiptar skoðanir meðal fólks um skynsemi á bak við orkusölusamninginn sem þá var gerður, og þá einkum og sér í lagi á því að ekki skyldi vera skarpari ákvæði um endurskoðun upphaflega orku- verðsins á færri ára fresti. Hinsvegar finnst nú vart nokkur með réttu ráði, sem telur að okkur hefði verið akkur í því að eiga stóran hlut í álverksmiðj- unni í Straumsvík, hvað þá heldur meirihluta svo sem 55%. Mun fleiri eru þeirrar skoðunar að einskært glópalán hafi forðað þjóðinni frá stór- kostlegum áföllum með þvi að eiga ekkert i þessu fyrirtæki, en græða á þvi án nokkurs tillits til afkomu þess. Við skulum nú rekja þessa sögu lítilsháttar og rifja upp gang álmálsins fólki til glöggvunar. Til að einfalda málið hafa allar kostnaðartölur verið færðar til verðlags í marz 1978. Eins og flestir vita hófst álframleiðsla til út- flutnings í september 1969. Allar götur frá þvi um 1950 hafði átt sér stað stöðugt aukin eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði. Frá þvi um 1960 og fram til ársins 1969 hafði meðal- aukning álnotkunar verið uml0% á ári hverju, en varð 15% á árinu 1969. Af þessum sökum hafði gífurleg fjár- festing átt sér stað í heiminum á sviði áliðnaðar. Þessi fjárfesting náði hámarki á árunum 1970 og 1971, en á þeim tveimur árum jókst afkastageta áliðnaðarins um 2,5 milljónir tonna. Bretar, sem hingað til hafa ekki þótt neinir aular í iðnaði, tífölduðu afköst sinnar álframleiðslu á nokkrum árum fram að 1970. Þetta voru sem sagt tímaí bjartsýninnar, risarnir i áliðnaðinum hugðu gott til glóðar- innar og skákuðu óspart í því skjólinu að jjeir hefðu bæði töglin og hagld- irnar á heimsmarkaðinum. Það var því lítil von til þess að Alusuisse gæfi nokkuð eftir í samn- ingum við sveitamenn norður á hjara, sem langaði að komast með puttana í gróðann. En seinheppni sveitamannsins sigraði fyrr, en varði. Það sýndi sig nefnilega að I því glæfraspili sem kallast heimsviðskipti, getur það kostað klof að riða röftum. Á árunum 1970 og 1971 kemur hrika- legur afturkippur i álnotkunina, aukn- ingin varð einungis 700 þúsund tonn í heiminum á þessum tveimur árum á móti milljónum tonna árlega árin á undan. Gefnar hafa verið alls konar misvit- lausar skýringar á því hvað þessu olli, en nú er það vitað með vissu að orsök- in var fyrst og fremst efnahagsörðug- leikar Bandarikjanna, en þeir leiddu til þess að álnotkun í bandarískum iðnaði minnkaði um 6% á árinu 1970 einu. Nú finnst eflaust mörgum sem ekki gæti munað svo mikið um 6%, en þá er þess að gæta að bandaríkjamenn nota um helming alls þess áls sem framleitt er í heiminum utan kom- múnistarikjanna. Við þetta bættist svo minnkandi þjóðarframleiðsla i Evrópu, sem einnig varð til þess að' draga úr álnotkun. Þarna hrundi spila- borgin á nokkrum mánuðum. Og hverjar voru nú afleiðingarnar á Islandi? — gjaldþrot ríkisins? Ó nei, hreint ekki. Seinheppni sveita- mannsins bjargaði málinu. Við áttum ekkert í álverinu i Straumsvík og þurftum þvi ekki að taka á okkur tapið sem þar hlóðst upp, en vegna sein- heppninnar var tryggt að við fengjum greitt framleiðslugjald af hverju tonni, hvort sem það seldist eða ekki, fengj- um greidd vinnulaun án refja, umsamið gjald fyrir raforkuna og hæstu skatta miðað við veltu sem nokkurt fyrirtæki á íslandi greiddi. Við héldum okkar hlut svo lengi sem Alusuisse lafði. Seint á árinu 1972 höfðu fram- kvæmdir í Straumsvik, að meðtalinni höfninni, kostað um 5 milljarða, en þá var seinni kerskálinn að komast i gagnið og afköst verksmiðjunnar að komast upp i 75 þúsund tonn á ári. Vægt reiknað mundi sú fjárfesting jafngilda 13 milljörðum króna nú . t desember 1971 hafði verið dregið úr afköstum verksmiðjunnar um 10% vegna sölutregðu, og hefði eflaust verið dregið enn meira úr afköstunum ef ekki hefðu veirð ákvæði samnings- ’ins um orkusöluna. Endanlegt tap á rekstri álbræðsl- unnar varð 169 milljónir á árinu 1971, 490 milljónir á verðlagi dagsins i dag, en um áramótin 1971 — 1972 höfðu óseldar birgðir áls hrúgast upp á verk- smiðjulóðinni i Straumsvík, samtals 30 þúsund tonn, sem þá kostuðu 1,2 — 1,4 milljarða, en það jafngilti 3.5 — 4.0 milljörðum nú. Einungis vaxta- kostnaður vegna þessara umfram- birgða var þá 65 milljónir króna, sem eru um 190 milljónir nú. Á árinu 1972 lækkaði útflutningsverð áls um hvorki meira né minnaen 13,5%. Samkvæmt samningi var Alusuisse skuldbundið til að selja birgðir tsals og ekki nóg með það, Alusuisse varð sjálft að kaupa þessar birgðir gæti það ekki selt þær á álmarkaðinum. Þess vegna varð það úr að Alusuisse, ásamt öðrum fjársterknm aðilum i Sviss, stofnaði til fjárfestingafyrirtækisins Alufinance, en það fyrirtæki keypti siðan og átti það ál sem hlóðst upp i Straumsvík. Þannig var ísal borgið þann daginn. Kjallarinn Leó M. Jónsson Ef islendingar hefðu verið svo óheppnir að eiga t.d. 55% í álverinu í Straumsvík, þá er hætt við aö þeir hefðu eins og aðrir myndugir aðilar orðið að taka þá áhættu, sem slikri þátttöku í heimsmarkaðsfærslu fylgdi. Það hefði auðveldlega getað leitt til þess að ríkissjóður hefði orðið að standa undir því að bera uppi fjár- magnsbindingu uppá um það bil 10 milljarða á núgildandi verðlagi fyrir árin 1971,1972, og 1973, og er það án efa vægt reiknað, því ekki má gleyma því að stöðvun álversins, sem þeir sem gerzt þekkja segja að hefði orðið þegar á árinu 1971 ef íslenzkir aðilar hefðu átt það, hefði þýtt að orkusala hefði lagzt niður, vinnulaun farið for- görðum, Eimskip hefði ekki fengið krónu fyrir flutninga að eða frá, ekkert framleiðslugjald hefði veriö greitt, Hafnarfjaröarbær hefði líklega orðið að segja sig á sveitina auk þess sem rekstursgrundvelli hefði verið kippt undan Búrfellsvirkjun. En allt fór þetta á annan veg, þótt áfram yrði tap á rekstri álversins svo nam hundruðum milljóna næstu tvö ár eftir smellinn. Við vorum svo heppin að eiga ekki 55% i fyrirtækinu. Hvað varð um reynsluna? Nú skeður það næstum áratugi siðar að samið er um stofnun nýs stór- iðjufyrirtækis, eða 1974, og nú við auðvaldið sjálft, Union Carbide Corporation. Nú átti að framleiða kisiljárn eða ferrosilicon á fagmálinu. Nú vill svo undarlega til, að í stað þess að nýta fengna reynslu, ráða þau trúarbrögð úr Austurvegi, sem segja að tærnar séu jafngildar heilanum, að við eigum 55% í fyrirtækinu. Og svo illa fer, að sagan úr álinu endurtekur sig á þann hátt að kísiljárn, sem hafði verið að hækka í verði siðan 1970, dúndrar niður i verði á árinu 1975, vegna þess að orkukreppan á árinu 1974 varð til þess að stálframleiðsla I heiminum dróst stórkostlega saman 1975, þrátt fyrir að Viðræðunefnd um orkufrekan iðnað undir forsæti dr. Jóhannesar Nordal hefði sagt í skýrslu til Magnúsar Kjartanssonar iðnaðar- ráðherra (nóv. 1974) að verð á kísiljárni mundi ekki lækka i verði. Allavega varð þessi skýrsla ekki til þess að draga neitt verulega úr verðfalli á kisiljárni á heimsmarkaði á árinu 1975 og þaðan af siður til að róa Union Carbide-menn, sem nú voru teknir að ókyrrast, þrátt fyrir að Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra hefði sent alveg sérstakt bréf til Union Carbide strax i mai ’74, stílað til vara- forseta félagsins, mr. J.C. Malone. og sagt honum að ekkert væri að óttast, allir vildu ólmir fá járnblendiverk- smiðjuna í gang sem allra fyrst og vegna þess hve stjórnmálaástandið væri vafasamt á íslandi þessa stundina væri nú ekkr alveg víst að hann (Magnús) yrði áfram iðnaðarráðherra, en það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur af markaðsþróuninni þvi að hann Steingrímur Hermannsson al- þingismaður hefði tekið að sér að undirbúa þingið, þannig að lögin um verksmiðjuna myndu þjóta í gegn á „nóinu”. Þrátt fyrir hughreystingu Magnúsar Kjartanssonar töldu þeir fulltrúar Union Carbide reynslu sína það mikla á þessu sviði, að þeir vildu fremur byggja dóm sinn á henni en áliti sprenglærðra íslenzkra sér- fræðinga og buðu nú borgun fyrir að fá að sleppa við að taka þátt i fyrir- tækinu. Þar sem þetta boð þeirra reyndist vera fyrsta tækifæri islend- inga til þess að græða í járnblendi- verksmiðjunni var tilboði þeirra um 850 milljónir í „lausnarfé" tekið refja- laust. Það sem Union Carbide fann þessu verkefni einkum til foráttu var að útilokað yrði að reka fyrirtækið með hagnaði miðað við ástand og horfur á heimsmarkaði fyrir kisiljárn auk þess sem stofnkostnaður myndi að öllum líkindum fara langt fram úr uppruna- legum áætlunum. Meira að segja hafði Þjóðhagsstofn- un reiknað út að miðað við reksturs- kostnað, sem áætla mætti fyrir árið 1976 og ástandið á markaðinum. hefði beint tap af rekstri járnblendiverk- smiðjunnar orðið 22 milljónir norskra króna, eða röskur milljarður króna á núgildandi verðlagi, og hefði þvi hlut- deild okkar í þvi tapi orðið nálægt 550 milljón króna. (Reiknað fyrir iðnn. Nd. á árinu 1977). IMorðmenn koma til „hjálpar" En þar sem íslenzkir sérfræðingar höfðu reiknað út að „arðsemi” fjár- festingarinnar, sem er 25 milljarðar, yrði 18,4% á ári, að meðaltali fyrstu 17,5 starfsár væntanlegrar járnblendi- verksmiðju og það með dýrustu gerð af vasatölvu frá Texas‘Instrument, máttu Union Carbide og þeirra likar farai rassogrófu. Nú byrjaði æðisgengin leit að ein- hverjum sem hefðu áhuga á að ganga inn í þetta gróðafyrirtæki. Engin ástæða þótti til þess að endurskoða eignaraðildina uppá 55%, því vogun vinnur ávallt i íslenzkum skýrslum, samanber Þörungavinnslu og Kröflu. Mikið lá á að fá samstarfsaðila sem allra fyrst, því annars væri Sigöldu- virkjun á vonarveli þar sem dísilraf- stöðvar björguðu öllum orkuskorti á Austur- og Vesturlandi. 1 anda nor- rænnar samvinnu koma Norðmenn okkur til hjálpar, síður en svo svart- sýnir á að ekki mætti græða á þvi að framleiða kísiljárn undir kostnaðar- verði. Og byrjar nú ballið uppá nýtt. Ný lög eru drifin i gegnum Alþingi af rikisstjóm Geirs Hallgrímssonar. Eru þau í aðalatriðum eins og fyrri lögin um járnblendiverksmiðju nr. 10/1975, nema nú er komið fyrirtækið Elkem-Spigerverket AS í stað Union Carbide Corporation. Og er nú hægt að fara fljótt yfir sögu: Eftir að allar áætlanir og hönnunarforsendur höfðu verið endurskoðaðar hefjast fram- kvæmdir að nýju á Grundartanga. ís- lenzka járnblendifélagið hf. fær, fyrir náð og miskunn, fjárfestingarlán hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Lánið er uppá 200 milljónir norskra króna, eða rúmlega 9.5 milljarðar króna, 55% af því, eða rúmlega 5,2 milljarðar króna, er bein efnahagsað- stoð islenzka ríkisins við norskan iðn- að, sérstaklega málmiðnaðinn, en hann er mjög illa staddur nú eins og flestir vita. Nú verða smíðaðir ofnar fyrir járn- blendiverksmiðjuna i Noregi og heyrzt hefur að þeir muni koma til með að kosta í kringum 6 milljarða, enda stærsta ofnasala Elkem-Spigerverkets áárinu 1977. Nú er risið eitt stærsta stálgrindar- hús á íslandi á Grundartanga. 1 það fóru 1200 tonn af stáli. Kom allt það stál til landsins fullunnið, þ.e. tilsniöið og borað, tilbúið til samsetningar. Það skyldi ekki koma neinum á óvart, þótt það hús væri framleitt af norskum fyrirtækjum eins og flest allt sem upp fer á Grundartanga þessa dagana. Þá fær Elkem-Spigerverket greitt í hlutabréfum 811 milljónir króna í eitt skipti fyrir öll, en það er þóknun fyrir reynslu þeirra og tækniþekkingu við það að koma fyrirtækinu upp. Síðan fær Elkem-Spigerverket greitt fyrir samfellda tækniþjónustu og ráðgjöf við rekstur verksmiðjunnar næstu 15 árin sem svarar 3% af árlegum sölu- verðmætum (200 milljónir á ári ef vel gengur). Þá fær Elkem-Spigerverket greitt eftir venjulegum tímatöxtum fyrir þá verkfræðiaðstoð sem þvi þóknast að láta Járnblendifélaginu í té vegna byggingar verksmiðjunnar. Enn er þess að geta að alllíflegur iðnaður verður væntanlega i Noregi af því að framleiða rafskautin sem járn- blendiverksmiðjan mun þarfnast á næstu áratugum, hvert svo sem tapið verður af rekstrinum, en Elkem- Spigerverket mun sjá um að selja verk- smiðjunni þessi rafskaut. Þá má ekki gleyma því að Elkem-Spigerverket ætlar að vera svo elskulegt að sjá verk- smiðjunni fyrir flestum þeim hráefn- um, sem hún þarfnast, en reiknað er með að i það fari um 40% af heildar- kostnaði við svona framleiðslu. Sölu- tekjur Elkem af því gætu þvi orðið allt að 3,5 milljarðár á ári (ef vel gengur). Það þarf varla að tína fleira til. Hér er um gifurlega lyftistöng að ræða fyrir norskan iðnað og svo haganlega um hnútana búið, að þótt islendingar tapi á rekstri járnblendifélagsins og þurfi að bera þann skaða uppá 55%, þá græðir Elkem-Spigerverket. Elkem þarf ekki að gera meira en að aðstoða okkur við að koma þessu á laggirnar, þá hefur það fengið allt sitt til baka og miklu meira, slíkt kallast stundum „BINGÓ”. LeóM. Jónsson, tæknifræóingur. V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.