Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. hann gert allt frá árinu 1939. Bob Hope hefur margoft verið útnefndur til Óskarsverðlauna en jafnoft misst af þeim. Svo oft hefur hann misst af Óskarnum að hann á orðið heilt brandarasafn um Óskarsbaráttu sína. Hann hefur m.a. boðið gesti vel- komna á hátíðina með þessum orðum: „Verið velkomin að sækja Óskarana, ég kannast við þá að heiman, þeir gista venjulega eina nótt,” Við annað tæki- færi sagði hann: „Þeir hafa því miður gefið frá sér alla Óskarana, nú veit ég hvað er að vera minnihlutahópur.” Óskar frændi Fyrsta konan sem vann til Óskars- verðlauna árið 1927 mun verða við- stödd hátiðahöldin. Það er Janet Gaynor sem nú er 71 árs að aldri. Hún fékk verðlaun sín fyrir hlutverk sitt í Seventh Heaven. Sá sem vann verð- laun fyrir karlhlutverk fyrsta árið var Emil Jannings og bezta mynd ársins varThe Wings. Auk gamalla hetja þöglu myndanna og þeirra svart-hvítu verða viðstaddir hátíðahöldin ungir leikarar og tækni- menn nýjustu kvikmyndanna. Verðlaunin sem þeir eru komnir til þess að sækja eru gullhúðuð stytta úr blöndu kopars og tins og vegur styttan fjögur kg. Þessi fallega stytta sýnir nakinn mann gripa sverð. Styttan var í upphafi nafnlaus, aðeins nefnd „verð- leikaverðlaunin,” award of merit. En snemma á fjórða áratugnum lét kona nokkur sem vann við verðlaunaaf- hendinguna í ljós þá skoðun sina að styttan líktist fáum meira en Óskari nokkrum frænda hennar. Þessi samlik- ing hennar heyrðist og nafnið Óskar festist við styttuna. Leiðtil fjár og f rama Verðlaunin færa verðlaunamynd- inni álitlegan skilding og t.d. fékk The French Connection fimm milljónir Bandarikjadala 1 kassann eftir að hún vann til verðlaunanna fyrir nokkrum árum. Undantekningartilfelli eins og Gaukshreiðrið, One flew over the cuckoo’s nest, þar sem öll fjögur aðal- verðlaunin féllu í skaut einni og sömu myndinni, þýða það að allt að 10 milljónir dollara koma í kassann. Sumir leikarar hafa treyst stöðu sina sem leikarar er þeir fengu verðlaunin, eins og t.d. Gene Hackman og Ernest ttÖ7 Louise Fletcher fékk einnig Óskar fyrir hlutverk sitt 1 Gaukshreiðrinu en sú mynd er með mest sóttu myndum allra tíma. > Borgine. Aðrir hafa kvartað yfir þvi, eins og t.d. Mercedes McCambridge, að verðlaunin séu ekki eintóm sæla og að hann hafi átt i erfiðleikum með að fá starf eftir að hann fékk verðlaunin. Katherine Hepburn hefur fengið flesta Óskarana um ævina en hún hefur þrisvar verið kosin bezta leik- konan í aðalhlutverki. Ingrid Bergman hefur tvisvar lfengið Óskar fyrir aðal- hlutverk og einu sinni fyrir aukahlut- verks. Walter Brennan hefur þrisvar fengið Óskarsverðlaun fyrir aukahlut- verk. Auk Bob Hope eru ýmsir þekktir leikarar sem aldrei fengu Óskarsverð- laun þrátt fyrir miklar vinsældir. Meðal þeirra má nefna John Barry- more, Henry Ford og Gary Grant. Þá fékk Greta Garbo heldur ekki Óskar á meðan hún var upp á sitt bezta. - Akademían sem úthlutar Óskurun- um hefur þó stundum reynt að bæta þessu fólki skaðann með því að út- hluta sérstökum heiðursverðlaunum og hefur Bob Hope t.d. fengið tvenn slík. Leynd yfir úthlutuninni í akademiunni sem úthlutar verð- laununum eru 3.700 manns. Allir greiða atkvæði um beztu mynd ársins en síðan er skipt niður i sérstaka starfs- hópa sem kjósa síðan á sínu sérsviði, t.d. bezta leikarann, kvikmyndatöku- manninn, handritahöfundinn o.s.frv. Til þess að halda úrslitum leyndum hefur endurskoðendafyrirtæki úrslitin hjá sér þar til þau eru kunngerð í sjón- varpinu. Innsigluð umslögin eru síðan afhent kynninum fyrir framan sjón- varpsvélamar, hann fær þá fyrst aö vita úrslitin. Tiðkazt hefur að menn þakki fyrir sig með ræðustúfi en síðan Greer Garson hélt ræðu í stundarfjórðung hefur ræðutíminn verið takmarkaður mjög. Meðal stytztu ræða sem fluttar hafa verið við þetta tækifæri voru þakkir Marlon Brandos er hann vann verðlaunin fyrir hlutverk sitt i mynd- inni On the Waterfront, Hið eina sem hann sagi var: „Hún er mun þyngri en ég hélt”. Þegar Brando vann Öskarinn i annað sinn fyrir hlutverk sitt í Guðföðurnum árið 1973 hirti hann ekki um að mæta og sækja styttu sína heldur sendi indiánastúlku í sinn stað sem flutti ræðu um málefni indíána. Þessu svaraði akademían með þvi að fella niður ræður fyrir þá sem ekki sóttu sin verðlaun sjálfir. Tveimur árum áður hafði George C. Scott neitað að taka við verðlaun- um sinum fyrir bezta leik í aðalhlut- verki myndarinnar Patton. Hann hefur aldrei náð i Óskarinn sinn. inga verður ekki á dagskrá I þessari grein. Það er meira mál en rakið verði í stuttu máli. Hér verður hins vegar drepið á einn þátt skemmtapalífs. Það er gert vegna þess að hann er nokkuð dæmigerður fyrir það óeðli sem þróast hefur og hann er skóladæmi um viðbrögð al- mennings við þeirri spennu sem liggur á samfélaginu. Skemmtanalíf íslendinga Það má leiða að því mörg rök að skemmtanalíf íslendinga í dag er í beinum tengslum við þá þjóðfélags- gerð sem við búum við. Þegar frá er talið það skemmtanalif sem tengt er vitrænni, félagslegri menningu er það brennivtnið sem stór hluti fólks neytir í frítímum sínum. Magn áfengis á hvern einstakling á íslandi er að vísu ekki meira í opinber- um tölum en gerist og gengur annars staðar. Þessar magntölur segja þó ekki alla söguna. Þær eru raunar aðeins dæmi um einn anga af þeirri lífslygi og sefjun sem ríkjandi er í landinu. Það er hins vegar meðferð áfengis og háttur fólks við neyslu þess sem er athyglisverður. Rök fólks fyrir áfengisneyslu eru í flestum tilfellum þau að áfengið er notað sem vímugjafi til þess að slaka á. Eftir streitu og vinnuþrælkun neyslu- þjóðfélagsins á nú að knýja fram óminni og hvild i stuttum frítímum. Hvað sem yfirlýstum tilgangi viðvíkur'1' þá er með áfengisneyslu ekki stefnt að félagslegu samneyti á góðra vina fundi. Hjá meginþorra fólks er sú að- ferð allt of seinvirk. Það er einfaldlega fariðáfylliri. Þarna kemur leiðsögnin inn i mynd- ina. Löggjöf og reglur um sölu og neyslu áfengis ganga til móts við það sem sagt hefur verið um neysluvenj- urnar. Þessi löggjöf öll myndar raunar þann ramma sem fellur að hinum af- brigðilegu þörfum neytenda streitu- þjóðfélagsins. Skemmtistaðir Ef farið er í örstuttu máli yfir venju- legan aðdraganda áfengisneyslu og drykkju tslendinga i dag þá hefst þetta oftast á þeim undirbúningi að ákveðið er að slappa nú reglulega vel af. Siðan er farið I „ríkið”. Vegna greiðslu launa og annarra aðstæðna ná áfengiskaup hámarki á föstudögum og um mánaöamót. Þá er um aö litast í áfengisverslunum eins og um brunaútsölu væri að ræða. Stór hluti áfengismagnsins er notaður til upphitunar. Þó að áfengi sé dýrt i versluninni er það margfalt dýr- ara á vínveitingahúsum. Þess vegna er það nauðsynlegt að flytja sem mest af því í maganum þangað inn. Fólk byrjar því að drekka i heimahúsum. Þegar hallar að miðnætti fyllast svo skemmtistaðirnir. Nú þarf að hafa hraðan á. Það þarf að dansa og drekka mikið á stuttum tíma. Það þarf að leysa mörg vandamál á þeim 2—3 klukkustundum sem fólk dvelur á skemmtistað. Skemmtunin verður enn eitt kapphlaupið við tímann. Á sömu minútunum er svo þúsund- um manna kastað út á götu. Þá hefst millispil i þessari undarlegu ölæðis- óperu. Leigubilaþáttinn þarf ekki að kynna. Hluti þeirra sem velta út af skemmtistöðunum telur sig ekki hafa fengið nóg. Það er búið að undirbúa heimaparti. Þar deyja sumir en aðrir hafa enn orku til þess að misþyrma hver öðrum og berja á börnum. Heimabruggið Þessi stutta lýsing er beinagrindin úr einum þætti skemmtanalífs sem iðkaður er í tómstundum og hér er dreginn út úr heildarmyndinni. Ekki verður þó skilið við áfengis- málin án þess að minnast á þá sérstöku Kjallarinn HrafnSæmundsson þróun sem orðið hefur í þessum efnun núna á allra síðustu árum. Það munu vera um 10% af tekjum ríkisins sem koma af áfengissölu. Þetta er raunar skattur sem lagður er á neyt- endur áfengis. Hráefni og erlent áfengi kostar nánast ekki neitt miðað við út- söluverð. Þegar lífskjör versna og hagur ríkis- ins einnig er þessi skattur hækkaður. Svar neytenda við þessu hefur orðið það að heimabrugg er nú orðið ein stærsta iðngrein í landinu. Vegna aðildar íslands að evrópskri viðskipta- samsteypu eru ekki lengur neinar hömlur á innflutningi og sölu hráefnis til þessarar ölgerðar. Þess vegna er nú bruggað í öðru hverju húsi í heilu hverfunum. Þessi viðbrögð fólks eru skiljanleg. Þau leiða hins vegar af sér annað vandamál sem verða mun risavaxið á næstu áru. Heimabruggið framleiðir alkóhólista á færibandi. Þeir sem áður drukku aðeins um helgar eða sjaldnar drekka nú margir hverjir daglega. Hér hefur verið valinn sá kostur að taka til meöferðar einn lítinn kubb úr pússluspili þjóðfélagsins. Þetta er ekki gert i þvi augnamiði að boða áfengisbindindi eða bönn á þvi sviði. Hér er hins vegar reynt að benda á þau tengsl sem eru milli þjóðfélags- gerðarinnar og þessa sérstaka þáttar i neysluvenjunum. Þó að þetta sé nokkuð Ijóst dæmi mætti þræða á svipaðan hátt ýmsa aðra þætti þjóð- félagsins. Menn sitja fastir Vegna linnulauss ofáts þjóðarinnar undanfarin ár og algjörrar ringulreiðar og skipulagsleysis í fjármálum er nú svo komið að verulegur hluti launa- fólks verður nauðugur viljugur að of- keyra líkama sinn á vinnu til þess að geta brauðfætt sig og til að fullnægja öðrum eðlilegum þörfum. Fólk hélt að það væri að græða á þessari vinnu- þrælkun en nú stendur það uppi með þá staðreynd að ísland er orðið eitt af láglaunasyæðum Evrópu. Þetta á við um það fólk sem hefur enga aðra möguleika en að þræla fyrir lægstu launum myrkranna á milli. Svo eru þeir, og þeir eru margir, sem sitja fastir í kóngulóarvef neyslu- þjóðfélagsins, þeir sem hafa keyrt og keyra enn i skynlausri blindu í lifs- gæðakapphlaupinu. Það eru þeir sem byggja allt of stór hús og eru haldnir tilgangslausu endur nýjunaræði i samkeppni við aðra. Það eru þeir sem gera út á verðbólgu og stofna stöðugt til nýrra skulda vegna ýmiskonar stöðutákna í líki eigna og eyðslu. Innan þessa þjóðfélagshóps eru þeir sem gengið hafa út fyrir lög samfélags- ins um eignarrétt og heiðarleika í sam- skiptum manna. Þó að neysluæðið hafi í mörgum til- fellum verið rekið af dugnaði og at- hafnasemi fer ekki hjá því að afleið- inga álagsins fari að gæta. Augu sumar opnast fyrir tilgangsleysinu og innihaldsleysinu, en þrek annarra brestur. Margir hafa siðustu árin gengið i dauðann af þessum sökum. Fleiri hafa lent hjá geðlæknum eða misst heilsu á margvíslegan hátt. Ennþá fleiri hafa leitað á náðir alkóhóls og annarra vímugjafa. Þessar staðreyndir eru að mestu varðveittar sem ríkisleyndarmál. Það má ekki gára yfirborð þjóðfélagsins. Yfirborð þess á að vera harðviðarklætt fram í rauðan dauðann. Ríkjandi valdakerfi hefur skapað þá þjóðfélagsgerð sem hefur það inni- hald, eða réttara sagt innihaldsleysi, sem byggist á þindarlausri sölu- mennsku og samkeppni. Þessi þjóð- félagsgerð hefur nú þróast að þvi marki að öllu lengra verður ekki gengið. Það er farið að braka í öllum undirstöðunum. Það eru lika margir sem telja að þeir sem nú hafa leiðsögn þjóðarinnar á hendi komi þjóðfélaginu aldrei í eðli- legt horf aftur. Þeir hafa sýnt að til þess hafa þeir hvorki vilja né getu. Hrafn Sæmundsson prentari

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.