Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. 19 c Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Jóhannes skallar knöttinn I mark Rangers i úrsiitaleik skozka deiidabikarsins. Það var eina mark Celtic i lciknum — Rangers sigraði eftir framlengingu með 2—1. Á laugardag skoraði Jóhannes gegn Aberdeen. Jóhannes skoraði í jafn- tef li Celtic og Aberdeen Celtic og Aberdeen skildu jöfn á Park Head I Glasgow á laugardag, 2—2, Ronnie Galvin kom Celtic yfir I 34. minútu en Duncan Davidson jafnaði fyrir Aberdeen. Aðeins mlnútu síðar komstj Celtic aftur yfir — og þá var Jóhannes Eðvaldsson að verki. En mark Jóhannes- ar dugði Celtic ekki til sigurs þvi Tom Sullivan jafnaði fyrir Aberdeen — og I lokin bjargaði Latchford, markvörður Celtic, liði sínu frá tapi er hann bjargaði tvívegis vel frá Sullivan og Joe Harper. Þrátt fyrir jafntefli Aberdeen tókst Rangers ekki að nýta sér það — St. Mirren kom í heimsókn á Ibrox og Jim Bone misnotaði vitaspyrnu fyrir St. Mirren áður en Frank McGarvey náði forustu fyrir það. Rangers tókst þó að jafna — er Derek Johnstone skoraði. Rangers og Aberdeen hafa nú bæði 44 stig — 11 stigum meira en næsta félag Hibernian, er sigraði Partick Thislte, 3-1. Annars urðu úrslit á Skotlandi: Ayr-Motherwell 0-1 Celtic-Aberdeen 2-2 Hibernian-Partick 3-1 Rangers-St. Mirren 1-1 Willie Pettigrew skoraði sigurmark Motherwell gegn Ayr — og nú er Ayr ásamt Clydebank nánast fallið úr úrvals- deildinni í 1. deild. Líklegt er að Dundee og Hearts taki sæti þeirra. Frakkarsigr- uðu Brassana íParís Frakkar sigruðu Brasiliumenn 1—0 I vináttulandsleik þjóðanna er fór fram I París i gær. Eina mark leiksins skoraði Michel Platini á 87. min. með góðu skoti úr vitateignum. Brassarnir sóttu mjög, sér i lagi f fyrri hálfleik en Frakkar komu meira inn i myndina i siðari hálf- leik. Rúmlega 46 þúsund manns fylgdust með leiknum og fögnuðu mjög sigri Frakka, sem léku án sex af aðalmönnum liðsins — meiddir. I Lima skildu Perú og Búlgaria jöfn, 1—1. Búlgarfa náði forustu á 25. mfnútu með marki Manolov en Perú jafnaði á 17. minútu síðari hálfleiks með marki Ramirez. AXELIHAM ÞEGAR DANKERSEN SIGRAÐI NETTELSTEDT Axel Axelsson var i mikhihi ham i viðureign nágrannaliðanna Dankersen og Nettelstedt f gær — hann skoraði nfu mörk i 21—20 sigri meistara Danker- sen, þar af þrjú úr vítum. Ólafur H. Jónsson kom einnig mikið við sögu — hann skoraði 4 mörk ásamt þýzka lands- liðsmanninum Waltke, sem kom svo mjög við sögu í úrslitaleik V-Þjóðverja og Sovétmanna. Dankersen hafði ávallt undirtökin í viðureign nágrannaliðanna — troðfullt var í Minden, 2800 manns og löngu upp- selt en mikill rígur er milli þessara tveggja nágrannaliða. Dankersen hafði yfir i leikhléi 12—10 — komst síðan í fimm mörk í síöari hálfleik, 19—14, en Nettelstedt saxaði mjög á forskot Dankersen, breytti stöðunni úr 21—17 i 21—20 án þess þá að hafa möguleika á iðjafna. Annars urðu úrslit i Bundesligunni. Göppingen-Hovweier 14-14 Hannover-Grosswallstadt 8-15 Dherslag-Kiel 22-13 Milbertshofen-Rheinhausen 14-13 Neuhausen-Huttenberg 15-18 Möguleikar Hannover um að halda sæti sínu í Bundesligunni eru nú nánast úr sögunni eftir ósigurinn i Hannover.. Einar Magnússon lék með að nýju en meiðslin hrjá hann enn og hann getur lítiðteinbeitt sér. Hann skoraði eitt mark. Breiðablik r Breiðablik færðist feti nær öðru sæti f 3. deild er Blikarnir sigruðu ÍA 23—20 1 Mosfellssveit á laugardag. Breiðablik á nú eftir einn leik i 3. deild — gegn ÍBK og sigur I honum færir liðið i 2. sætið og síðan tveir leikir við annað hvort Þór eða Leikni um sæti í 2. deild næsta keppnis- tímabil. Dalvik átti að leika i Eyjum í 3. deild um helgina — en á föstudag tilkynntu Dalvfkingar Eyjamönum að þeir kæmu ekki og mættu því ekki íil leikjanna. FÓV Landsflokkaglíman: Ingi Yngvason vann Ingi Ingvason varð sigurvegari I yfir- þyngdarflokki á Landsflokkaglfmunni i ár. Hann lagði Guðmund Ólafsson, Ár- manni, I viðureign þeirra kappa en kepp- endur voru þrír i yfirþyngdarflokki. Ingi hlaut 2 vinninga, Guðmundur einn vinn- ing en Ingvar Engilbertsson, Vfkverja, var án vinnings. t milliþyngd sigraði Guðmundur Freyr Halldórsson, Ármanni með 3,5 vinninga — annar varð Eyþór Pétursson HSÞ með 3 vinninga. Þriðji varð Ómar Úlfarsson KR með 2, fjórði Hjálmur Sig- urðsson Vikverja 1,5 og Árni Bjarnason KR var án vinnings. 1 léttþyngd sigraði Þóroddur Helga- son UlA með 2 vinninga — annar varð Jón Magnússon KR með 1 vinning en Halldór Konráðsson var án vinnings. Sigurvegari i unglingaflokki varð Auðunn Gunnarsson UlA. 1 drengja- flokki sigraði Ólafur H. Ólafsson KR og í sveinaflokki varð Hjörtur Þráinsson HSÞ hlutskarpastur. ÁMæði—Ákiæði Frá Plush Belgíu höfum við fyrirliggjandi hin viður- kenndu dralon áklæði í 20 litum og munstrum. öll betrj húsgögn sem Belgar selja úr landi eru mjög gjarnan klædd dralon áklæði frá Plush. Ef þér eigið virkilega vönduð húsgögn, sem þarfnast klæðningar, veljið þá á þau áklæði, sem er fallegt, níð- sterkt og auðvelt er að þvo úr bletti. Útvegum úrvals fagmenn sé þess óskað. Finnsk áklæði á sófasett og svefnsófa. Verð aðeins kr. 1680.- metrinn Opið frá 1 tii 6 — Póstsendum B.G. Áklæði, Mávahfíð 39 Sími 10644 — Aðeins á kvöldin. Að mörgu er að hyggja, er þú þarft að tryggja " \ Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu. SJÓVÁ tryggt er vel tryggt SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.