Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 32
STAL SKARTGRIPUM — OG SKILADIAFTUR Aðfaranótt laugardags sl. var inn- Á laugardagsmorgun var innbrot þýfinu. Verzlunareigandi varðsvofeg- manninn og málið er enn í gangi þó brot framið i skartgripaverzlunina þetta tilkynnt og rannsóknarlögregla inn að ekki var spurzt fyrir um þjófinn verzlunareigandinn sé orðinn Láru við Austurgötu í Hafnarfirði. rikisins rannsakaði vegsummerki. neitt nánar og ekki eftir honum tekið ánægður með sinn hlut. Þar var stolið skiptimynt og miklu af Nokkru síðar á laugardagsmorgun svo að hann finnist auðveldlega. Samt . ^St. alls kyns armböndum og skartgripum. kom innbrotsþjófurinn og skilaði öllu mun lögreglan hafa hug á að finna I Þó aö fararskjótinn sé ekki stór verður hann aö vera við öllu búinn, Uka vorinu. Jói litli tók þvi fram tvist og bón og fægði sitt hjól svo unun var á að horfa. DB-mynd JR. Líkamsárás í nótt: Rotaður og nefbrotinn — árásarmaðurinn hljóp á brott Enn ein líkamsárásin var framin í Reykjavik I nótt. Maður sem var einn á ferð um klukkan eitt varð fyrir árás á mótum Reynimels og Hofsvallagötu. Árásarmaðurinn sem ennþá er óþekktur réðst að manninum og barði hann niður. Að svo búnu hljóp árásarmaðurinn á brott. Sá sem ráðizt var á reyndist nef- brotinn er skoðun hafði farið fram í slysadeildinni. ASt. LeoVE strandar á Þykkvabæjarfjöru: SIGLDI MEÐ TROLLIÐ ÚTIUPP ÁLAND — sjór er kominní skipið Einhver sjór er nú kominn i togbátinn Leo VE á strandstaðnum á Þykkva- bæjarfjöru og yfirgaf áhöfnin bátinn í gærkvöldi. Var hægt um vik fyrir menn- ina fimm að komast í land á'fjörunni þar sem báturinn er nánast á þurru. Leo er um 100 tonn að stærð stálbátur smíðaður i A-Þýzkalandi 1959. Það var i gærmorgun að báturinn sigldi upp i fjöruna i bliðskaparveðri og björtu. Var hann meðtrollið úti en tog- bátum er heimilt að veiða alveg upp að landi á þessu svæði vissa tíma árs. 1 gær gerði varðskip tilraunir til að draga Leo út en án árangurs. Verður það sennilega reynt aftur á flóðinu i dag. Slysavarnarfélagsmenn hafa staðið vakt við bátinn en skipverjar hafa aldrei verið í neinni hættu þar sem blíðuveður hefur verið á strandstað. Enn er óljóst hvernig þetta furðulega strand bar að höndum en sjópróf verða síðar i vikunni. b.!>. Óvenjuleg endalok íakstri: Hafnaðiinnií bílskúr hjá yfir- lögregluþjóninum Ökuferð manns í Keflavík á laugar- daginn lauk inni í bilskúr yfirlögreglu- þjónsins í kaupstaðnum. Það telst til tíðinda vegna þess að bilskúrshurðin var lokuð og læst og ökumaðurinn ætlaði sér alls ekki að heimsækja yfirlögreglu- þjóninn. Svo hagar til að yfirlögregluþjónninn býr innst við botnlangagötu en stein- veggur er í beinu framhaldi götunnar. Er ökumaðurinn gat ekki hemlað hugðist hann draga úr hraða með því að sveigja að bílskúrnum. Hraðinn var of mikill og billinn fór i gegnum hurðina og inn á bílskúrsgólfið. Einhver grunur var um ölvun ökumanns sem ekki var þó áberandi. ASt. Vorið er á næsta leiti, það fer ekki milli mála. Gömlu mennirnir segja að visu að páskahretið gæti verið eftir en við von- um ekki. í morgun þegar augu manna opnuðust fyrir hversdagsleikanum aftur var gott að finna hlýjuna og vorilminn i loftinu. Hiti var um allt land, að vísu misjafnlega mikill, en hiti þó. Heitast var á Galtarvita, 7 stig, en kaldast á Dalatanga, aðeins eitt stig. í Reykjavík voru stigin fimm. Og hiti á að breytast lítið að sögn veðurfræðinga. Það er því ekki seinna vænna að fara að búa allt undir sumarkomuna. • DS Galdra-Baldur lætur til skarar skríða: Ætlar að „skera” i sjónvarpsþættinum á laugardagskvöldid Baldur Brjánsson sjónhverfinga- maður, sem fullyrti i sjónvarpsþættin- um Kastljósi á föstudagskvöldið að hann gæti ekki siður en filippínskir andalæknar gert skurðaðgerðir með berum höndunum hefur ákveðið að láta til skarar skríða. I sjónvarpsþætti næstkomandi laugardagskvöld ætlar Baldur að skera mann nokkurn hol- skurð og taka úr honum sýkta vefi og æxli. Baldur Brjánsson telur að þær kvik- myndir sem sjónvarpið hefur sýnt af filippinsku andalæknunum í starfi sýni ekkert annað en duglega sjónhverf- ingamenn. 1 viðtali við Ómar Ragnars- son i Kastljósi á föstudaginn sagðist Baldur hiklaust geta gert slíkar „að- gerðir” sjálfur. Þegar leið á helgina höfðu um 80% félaga i íslenzkum andatrúarfélögum haft samband við Baldur vegna þess- ara ummæla hans og látið I Ijós von- brigði sín vegna þeirra — heiðarlegir piltar ættu ekki að slá svona nokkru fram fyrir alþjóð — það væri ábyrgðarleysi á hæsta stigi. Baldur tók þá ákvörðun að sýna al- þjóð fram á loddarabrögð filippínsku andalæknanna og mun, eins og áður .er óákveðið hver verður ristur á hol segir, gera það i nýjum fjölskylduþætti með töfrahöndum Baldurs. sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Enn • ÓV frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1978. Leikhús áhugamanna gerirþað gott: Miðarnir seljast upp á fimm mínútum Suðurnesjamenn þurfa ekki þessa dagana að leita langt yfir skammt til að fara í leikhús. Sandgerðingar frumsýndu „Skírn” eftir Guðmund Steinsson á annan páskadag við húsfylli . Siðan hafa verið þrjár sýningar og aðgöngumið- arnir hafa selzt upp á fimm mínútum, enda þykir sýningin hafa heppnazt mjög vel, að kunnugra sögn. Næsta sýning verður á fimmtudag en degi síðar frum- sýna Grindvíkingar sitt annað verkefni á leikárinu, „Seðlaskipti og ást”, eftir Loft Guðmundsson undir leikstjórn Guðveigar Sigurðardóttur, Þetta er hennar fyrsta leikstjórnarverk, en hún er form. L. G. íslenzku höfundarnir þurfa ekki að kvarta um áhugaleysi fyrir verkum þeirra á Suðurnesjum. Leikfélag Kefla- vikur frumsýnir í Stapa hinn 10. apríl „Herbergi 213” eftir Jökul Jakobsson. Þórunn Sigurðardóttir er leikstjóri hjá þeim Keflvíkingum. Sjaldan hefur L.K. átt léttari daga í sambandi við leiksviðs- búnað. Duusverzlunin í Keflavík lánar þeim öll húsgögnin í ríkmannlega stof- una en sliks munu fá dæmi að verzlanir sýni þann skilning á leiklistinni, a.m.k. hjá áhugamannafélögum. Á laugardagskvöldið efndu leikfélögin fjögur á Suðurnesjum til sameiginlegrar árshátiðar i Stapa og var þar þröng á þingi, við söng, glens, gaman og dans. emm. Forvali lokið íBorgarnesi Alþýðubandalagsmenn I Borgarnesi efndu til bindandi forvals um tvo efstu menn á lista til sveitarstjórnarkosninga þar núna I vor. í fyrri umferð voru einungis félags- menn þátttakendur en i siðari umferð var kjörgögnum ennfremur dreift til yfirlýstra stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins. 137 skiluðu kjörgögnum en þar af var einn seðill auður. Niðurstöður urðu þær að Halldór Brynjólfsson, sem verið hefur hrepps- nefndarmaður Alþbl., hlaut 69 atkvæði og Jenni Ólason skrifstofumaður varð annar með 84 atkvæði i fyrsta og annað sæti. -HP Sælistofnar veitingahús Sigursæll Magnússon aðaleigandi Tjarnarbúðar og Sæla Cafés hyggur nú á stofnun kaffiteríu sem jafnframt gæti þjónað sem skemmtistaður. Málið er ennþá á umræðustigi og vildi Sigursæll ekki láta uppi hvar hinn nýi skemmti- staður yrði staðsettur nema það eitt, að hann yrði ekki i Breiðholtinu. Þess má geta, að eins og liklega flestir vita, þá er enginn skemmtistaður' í þvi ágæta hverfi, sem einnig er nefnt Gólanhæðir, ekkert bíó og engin kirkja. Samt búa þar um eða yfir 20 þúsund manns. - DS Litlafellið sigldiá Bark-bryggju Olíuskipið Litlafell rakst utan í gamla hafskipabryggju á Reyðarfirði sl. laugar- dag og skemmdi hana verulega, braut og skekkti. Bryggjan er þó vel viðgerðar- hæf. Hér er um að ræða bryggju sem heimamenn kalla „Bark”, enda er hún byggð úr gömlu barkskipi. Um langt skeið var þetta eina hafskipabryggjan á Reyðarfirði en er nú notuð til fisklönd- unar. ÓV/VÓ, Reyðarfiröi. ig

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.