Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.07.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1978. 15 Dollý 1 ham á dansgólfinu. Hún saumaði búninginn sinn sjálf og er smátt og smátt að viða að sér alls konar glingri til þess að bera við. Ef myndin prentast vel sést „glimmer” í nafla Dollýjar og á kinnum. DB-mynd Ari. „Hermi eftir beljunum í sveitinni” — rætt við Dollý magadansmær sem sigraði í danskeppni á Kanaríeyjum, dansaði í Hollywood, á Dalvík Baulið í kúnum var lengi eina tónlistin sem ég hafði til að dansa eftir. En það nægði mér. Svo i vor hafði ég orð á því við Baldur Brjánsson töframann að mig langaði til að dansa opinberlega. Ég vinn núna sem fulltrúi Baldurs hjá Héðni hf. Nú, hann kom mér á fram- færi við Hollywood og hljómsveit Stefáns P. sem ég ferðaðist með norður. Það er sko fin grúppa. Mig hefur alltaf langað til að dansa opin- berlega, ég hef alltaf verið hálfgert ■dansfífl.” — Hvers konar dans er þetta sem þú sýnir? „Þetta likist helzt magadansi. En þetta er dans sem ég hef samið sjálf. Þetta er bara eitthvað sem ég hef i mér.” Hver sem er getur háttáð sig — Þú ferð ekki úr fötunum? „Nei, það geri ég ekki. Ég hef verið beðin um það en alltaf neitað. Ég lit á dansinn sem list. Ef ég færi úr fötun- um þyrfti ég ekki að dansa, þá væri nóg að sprikla eitthvað út í loftið. Ég dansa til þess að dansa en ekki til að ogHofsósi „Beljurnar dilluðu sér svo flott að ég fór að herma eftir þeim,” sagði dansmærin Dollý þegar hún var spurð um upphafið að dansferlinum. Dollý heitir fullu nafni Droplaug Svavars- dóttir og dansaði fyrir nokkru tvisvar í Hollywood, auk þess sem hún kom fram á Dalvík og Hofsósi. En hver er þessi Dollý sem dansar einhvers konar frumsaminn magadans? „Ég er fædd í Reykjavik. En ég ólst upp í Landssveit í Rangárvallasýslu. Ég fór i barnaskóla þar og tók tvo bekki í gagnfræðaskóla. Um aðra menntun var ekki að ræða í sveitinni nema Skógaskóla. Mig Iangaði til þess að fara í hann en það vantaði vinnu- kraft heima... Ég hef alltaf verið á kafi í sveitastörfunum. Ennþá langar mig í sveitina, sérstaklega á vorin. Ég var 18 eða 19 ára þegar ég kom til Reykja- víkur. Ég hef reyndar farið heim síðan en núna búa foreldrar minir hérna og ekkert er austur að sækja.” Ég hef alltaf dansað En hvenær byrjaði Dollý aðdansa? „Ég hef alltaf dansað. Alveg frá þvi að ég var smástelpa í flórnum heima. sýna á mér skrokkinn. Það getur hver sem er háttað sig fyrir framan fólk. En það er erfitt að dansa. Ég þarf að æfa mig heima ef ég á ekki að fá harðsperr- ur eftir sýningar.” — Er vel borgað að dansa? „Þetta er svo sem ágæt viðbót. En miðað við alla vinnuna sem ég legg í þetta er kaupið ekki hátt. Ég get ekki farið að heimta hærra kaup strax.” — Velurðu sjálf tónlistina sem þú dansareftir? „Já. Bezt þykir mér að dansa eftir arabískri tónlist. Og svo hef ég mjög gaman af allri soul-tónlist. Sérstaklega þó funky-soul.” Lítið á böllin — Fór ekki danselska heimasætan í Landssveitinni mikið á böllin þar í gamla daga? „Nei, ég fór mjög sjaldan á 'böll. Næstu stóru skemmtistaðir voru á Hellu og Hvolsveli. í Brúarlundi og á Laugalandi voru minni staðir. En ég fór sjaldan þangað.” — Þú hefur þá látið nægja að dansa við kýrnar í stað þess að dansa við stráka? „Já, það er mjög gaman að dansa við kýr, þær eru svo danselskar. Svo er lika hægt að dansa við hunda. Það er alls staðar hægt að dansa ef maður vill” Héldu að ég væri dönsk eða ensk „Það er allt öðru visi að skemmta úti á landi en í Reykjavík. Fólkið á Dalvík tók mér til dæmis alveg prýði- „Ég hef alltaf verið hálfgert dansflfl.” DB-mynd Bjarnleifur. lega vel. Fyrst héldu allir að ég væri dönsk eða ensk, Dollý er ekki beint ís- lenzkulegt nafn. Þá æptu þeir á mig á dönsku og ensku „farðu úr fötunum, farðu úr fötunum”. Eftir að ég var búin að dansa og fór að tala við fólkið á ís- lenzku voru menn hins vegar fegnir því að ég fór ekki úr, bara af því að þeir sáu að ég var íslenzk. Það bókstaf- lega datt af þeim andlitið. 1 Reykjavík hefur kvenfólk sýnt töluverða fyrirlitningu. Það mælir mig upp og niður með augunum og er ekki beinlínis hlýlegt. Þær halda líka margar að ég sé útlend og ég held að þetta séekkert annað en illa dulin öfund.” Draumurinn var að læra ballett — Hefurðu eitthvað lært að dansa, Dollý? „Nei, ekkert nema af sjálfri mér. Ég hef séð magadans í bíó og hermi eftir honum. Hitt er bara upp úr mér. Annars var það alltaf draumurinn að læra ballett. Ég væri sjálfsagt ennþá að því ef ég hefði byrjað. En í sveitinni var hreinlega ekkert tækifæri til þess. Það þótti mér verst.” — Þú vannst nú samt danskeppni úti á Kanaríeyjum, þrátt fyrir kunn- áttuleysið? „Já, blessuð vertu, það var nú allt í DB-mynd Bjarnleifur ,Mig langar alltaf I sveitina öðru hvoru. Þeir kunna sannarlega að meta Dollý, piltarnir sem hjá henni standa. DB-mynd Ari. gríni. Þetta var í grísaveizlu að keppt var í dansi. Fólk frá’7 löndum var statt í veizlunni og átti einn frá hverju þeirra að koma og dansa. Krakkarnir ýttu mér út á gólfið. Og ég vann.” — Og hvenær dansar svo Dollý næst? „Bara þegar mér verður boðið. Ég hef mikinn áhuga á að dansa viðar um landið og einnig að koma fram oftar í Reykjavik. En hvenær þetta verður.... Ég vildi ekki hafa dansinn sem aðal- starf, en sem aukavinna er hann sú skemmtilegasta sem ég veit um.” - DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.