Dagblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 10
10 BÍABIB Útgofandb DagblaðUS Framkvnmdastjóri: Sveinn R?EyJólf8son. Ritsljörf: Jönas Krtatjánason. Fréttastjörh Jön Blrgir Pétursson. Ritstjómarfutttrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó hannes Roykdal. Iþrótdr Hallur Sknonarson. Aöstoóarfróttastjórar Atil Stainarsson og Ómar Vaidi- marsson. Menningarmál: Aðabteinn Ingótfsson. Handrit Ásgrimur Pábson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttk, EKn Afcerts- dóttir, Gbsur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur HaHsson, Helgi Pátursson, Jönas Haraldsson, ótofur Geirsson, Ótofur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pábson. Ljósmyndir Ari Kristinsson, Ámi PáU Jóhannsson, Bjamtoifur Bjamtoifsson, Hörður'Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ótofur Eyjóifsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Sfðumúto 12. Afgreiðsto, áskriftadeHd, auglýsingar og ^krtfstofur ÞverhoW H. Aðabimi btoðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2400 kr. á mánuði inqantonds. I totstosöki 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagbtoðið hf. Sfðumúto 12. Mynda- og plötugerð: Hlmir hf. Sföumúto 12. Prentun: Arvakur hf. Skoifunni 10. Vaxandi atgervisflóttí Aðeins þarf venjulegt gestsauga til að /j" sjá, að lífskjör Norðurlandabúa og meginlandsbúa allt suður í Alpafjöll eru mun betri en íslendinga. Við getum ekki lengur ferðazt um þessi lönd, nema eiga vini og kunningja, sem bjóða húsnæði og fæði. Svo hátt er verðlagið fyrir okkur orðið í lífsgæða- ríkjum Evrópu. Flestar þjóðir þessa heimshluta eru að rétta við eftir erfiðleika undanfarinna ára. Við sitjum einir eftir með sömu lífskjör og fyrir fjórum árum. Þar á ofan horfum við fram á vaxandi vandræði á næstu árum. Tvær fráleitar ríkisstjórnir hafa leikið okkur grátt á átta árum. Hin nýjasta er sízt skárri. Hún magnar land- búnaðinn, hafnar bráðnauðsynlegri fiskverndun, þenur út ríkisbáknið á kostnað alþýðu- og og atvinnuvega og viðheldur fyrirgreiðslukerfinu, þar sem lán jafngilda gjöfum. Eitt máttu þó eiga hinar afleitu ríkisstjórnir síðustu átta ára. Þær héldu fullri atvinnu í landinu. Það getur hin nýja ríkisstjórn hins vegar ekki til lengdar. Efnahags- lífið er orðið of máttlítið eftir átta ára óstjórn. Um þessar mundir ríkir hér atgervisflótti. Langskóla- menn og tæknimenn streyma til nágrannalandanna og aðrir hverfa ekki heim að námi loknu. Þeirra freista tvöfaldar og þrefaldar tekjur og margvísleg önnur lífs- þægindi. Rýrni atvinna hér heima, verður þessi flótti að stríðum straumi. Reynslan sýnir, að almennt eiga íslendingar auðvelt með að fá störf erlendis vegna verklagni sinnar og verkhraða. Margir eiga líka ættingja eða vini erlendis, sem veita mikla hjálp við að útvega atvinnu og húsnæði, svo og félagslegt skjól í köldu mannfélagi stórborganna. íslendingar standa saman í útlöndum, þótt þeir geri það ekki hér heima. Auðvitað má segja, að allt sé þetta eftirsókn eftir vindi. Lífskjör séu hér eins góð nú og þau voru fyrir fjórum árum, þegar þau voru betri en nokkru sinni fyrr. Ekki er ljóst, af hverju menn þurfi alltaf meira og meira. Velsældin virðist ekki færa mönnum neina hamingju. Þessar röksemdir duga samt ekki þjóðfélagi, sem tapar atgervi til útlanda. Vítahringurinn er fljótur að magnast við vaxandi lífsgæðamun. Flestir vita um þennan mun og margir þeirra eiga erfitt með að standast freisting- arnar. Ekkert ríkisbákn getur lifað á jafnaðarmönnum, ríkis- starfsmönnum og andstæðingum lífsgæðakapphlaups eingöngu. Þeim mun örar sem dráttardýrin hverfa, þeim mun erfiðari verður rekstur báknsins. í því felst einn hættulegasti þáttur vítahringsins. Við verðum að bera okkur saman við nágranna- þjóðirnar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við verðum að halda í humátt á eftir þeim í lífsgæðum, þótt það færi okkur ekki aukna hamingju. Það er einfaldlega lýðveldið sjálft, sem stendur og fellur með þessu kapphlaupi. Við getum þettá, efvið hættum að styrkja landbúnað, setjum upp fiskveiðikerfi, sem gefur mestan afla með minnstri sókn, og notum sparnaðinn af þessu til að byggja upp nútíma iðnað í landinu. Ennfremur með því að koma á raunvöxtum og færa lánakerfið úr höndum stjórnmálamannanna. Við verðum líka að gera þetta, því að við erum skuld- bundnir ófæddum börnum okkar, sem við höfum þegar lagt á herðar að greiða skuldir þær, er við höfum stofnað til í útlöndum. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978. NýjaSjáland: Stöðvast lamba- kjötsútflutning- ur til Bretlands? Ef nahagslíf landsins gæti við það lagzt í rúst Þrjú hundruö þúsund tonn af lambakjöti eru drjúgur hraukur og ekki minnkar hann þegar við bætast sjötíu og fimm þúsund tonn af osti. Þetta var það magn sem Nýsjálending- ar fluttu út til Bretlands árið 1971. í ár eru breyttir timar og enginn ostur fer lengur þaðan til Bretlands og kjötsölu Nýsjálendinga þangað er mjög ógnað. Nýsjálendingar byggja ' ennþá afkomu sína nær eingöngu á nautgripa- og kvikfjárrækt. Þeim er aftur á móti hætt að lítast á blikuna. Satt að segja virðist stefna í þá áttina að enginn vilji kaupa af þeim af- urðirnar og þá er að sjálfsögðu illt í efni. Reyndar er nú þegar farið að sýna sig að vá er fyrir dyrum og lífskjörum í Nýja Sjálandi er nú aðeins haldið uppi á fyrra stigi með miklum greiðsluhalla við útlönd. Atvinnuleysi fer vaxandi og yfirvöld telja sig jafnvel verða vör við tilhneigingu fólks til að flytjast af landi brott. Ástæðan er auðvitað ný stefna í landbúnaðarmálum Evrópu og þá sérstaklega Bretlands. Únnganga þeirra í Efnahagsbandalag Evrópu og þar af leiðandi ný land- búnaðarstefna hefur sett stórt strik i reikninginn hjá Nýsjálendingum. Hefðbundnir markaðir fyrir meginhluta nýsjálenzks osts voru á Bretlandi fram til ársins 1972. Siðan hefur ekkert verið flutt af honum þangað. Búizt er við að smjörút- flutningurinn fari sömu leið fljótlega eftir 1980. Ráðamenn Efnahags- bandalagsins ræða nú um það að taka þurfi kjödnnflutning frá löndum utan bandalagsins sömu tökum. Ef Nýsjálendingum verður úthýst al brezka markaðinum er vá fyrir dyrum. Lambakjötsframleiðsla þeirra hefui um áratugi verið miðuð við kröfur brezkra neytenda og þaðan kemur þriðjungur þjóðarteknanna. Mörgum finnst ótrúlegt að riki sem hefur höfuðframfæri sitt af út- flutningi ódýrs kjöts skuli þurfa að óttast gjaldþrot I hungruðum heimi. Einnig er I raun merkilegt að efna- hagsleg undirstaða Nýja Sjálands skuli um áratugi hafa byggzt á sölu kjöts. alla leið til Bretlands, sem er nærri því eins langt í burtu og hægt er á þessum hnetti. Á hinum gömlu góðu dögum, þegar brezka heimsveldið var voldugt, var þetta svo sem ekkert óeðlilegt Nýja Sjáland, sem er um það bil eins’ stórt og Bretland, gat séð því fyrir landbúnaðarvörum, sem ekki var unnt að rækta heima í iðnaðarhéruðunum. Miðað við stærð er og var Nýja Sjáland mjög fámennt ríki og enn i dag eru íbúarnir aðeins um það bil þrjár milljónir. Til að þetta mætti verða þurfti að aðhæfa nýsjálenzkan landbúnað kröfum brezka markaðarins. Höfuð- áherzlan var lögð á ost, smjör og lambakjöt. Þar með voru valkostirnir orðnir mun takmarkaðri en ella hefði orðið. Þau ríki sem höfðu sama smekk eða svipaðan og Bretar voru aðallega í Evrópu og Norður-Ameríku. Þar var hins vegar næg landbúnaðar- framleiðsla og þvi litlir möguleikar til að selja þangað fyrir Nýsjálendinga. Þess vegna eiga þeir nú fárra kosta völ, þegar brezkir markaðir lokast óðfluga á þá. Nýsjátenzk stjómvöld voru alltof bjartsýn, þegar viðræður Breta og annarra Efpahagsbandalags- ríkja stóðu yfir um inngöngu hinna; fyrrnefndu. Þegar þau gerðu sér loks grein fyrir þvi að svo mundi fara að óbreyttu að þeim yrði ýtt út af brezka markaðinum brugðu þeir hart við og hófu viðræður við Efnahagsbanda- lagið. Embættismenn þess í Brusseli kvarta nú yfir því að ekki verði þver- fótað fyrir áróðursmönnum Nýsjá- lendinga þar í borg. Ekki virðist þó nein ástæða fyrir þá að vera bjartsýnir því tilraunir þeirra til að koma i veg fyrir þessa þróun hófust of seint. Nýja Sjáland á fárra kosta völ að því er bezt verður séð. Engin náttúruauðæfi finnast þar svo sem olía eða úraníum og þvi er staða ríkisins ekki sterk þar sem það stendur einnig utan við öll helztu markaðsbandalög. Áhrifaleysi þeirra speglast til dæmis mjög í þeirri staðreynd, að ekki verður séð nein sérstök þörf fyrir ríki Efnahagsbandalagsins að vernda fram leiðslu sina á lambakjötinu og þar með eyðileggja efnahagslíf Nýja Sjálands. Þar virðist fremur um að ræða „dynti” embættiskerfisins, sem þegar er orðið verulega valdameira en mörgum finnst æskilegt. Hinir einu innan bandalagsins sem neyta lambakjöts I miklum mæli eru Bretar. Þeir eru vanir hinu_ ódýra kjöti frá Nýja Sjálandi. Á meginlandi Evrópu er lambakjöt veizlukostur og i háu verði. Eina von Nýsjálendinga í þessu efni er reyndar 'sú að franska rikisstjórnin beiti neitunarvaldi sínu gagnvart áætlunum embættismanna Efnahagsbanda- lagsins um lambakjötið. Þeir verða nefnilega að gæta hagsmuna franskra. bænda en kvikfjárrækt þeirra er mjög óhagkvæm og afurðirnar í háu verði. Flestir eru sammála um að riki sem framleiðir mikið af eggjahvíturikri fæðu þurfi ekki að ótt- ast um efnahag sinn ef litið er til langs tima. Aftur á móti eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar þeirra miklir og geta orðið erfiðir úrlausnar. Að sjálfsögðu eru stjórnvöld í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, á kafi i þeim verkefnum að finna leiðir út úr vandanum. Ekki hefur þó frétzf af mörgum hugmyndum. Ein þeirra er þó sú að fá Japani til að kaupa meira lambakjöt gegn því að þeir fái fiskveiðiréttindi innan tvö hundruð milna landhelgi Nýja Sjálands. Þeir hafa þó ekki reynzt ginnkeyptir fyrir þessum hugmyndum, ekki ennþá í það minnsta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.