Dagblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 14
14 I fþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978. iþróttir Iþróttir D Barcelona vann aftur stórsigurá stúdentum — 47 stigamunurf Barcelonafgær, 124 gegn 77 Barcelona vann aftur stórsigur á ÍS í Evrópukeppninni í körfuknatt- leik, þegar liðin léku síðari leik sinn i keppninni í Barcelona í gær. Lokatölur 124 stig gegn 77 eða 47 stiga munur. 1 fyrri leiknum í Laugardalshöll sigraði Barcelona með 46 stiga mun eða samtals 249—156 í báðum leikjunum. Það er einn mesti munurinn, sem var í leikjunum 1 fyrstu umferð Evrópumótanna. Lið Barcelona náði strax góðum tökum á leiknum i gær og það var aldrei vafi á því hvorum megin sig- urinn mundi falla. Staðan í hálfleik var 56—34 fyrir-Barcelona eða 22 stiga munur. 1 síðari háifleiknum bættu Spánverjarnir enn 25 stigum við forustu sína — en mikill yfirburðasigur var i höfn. Greinilegt að við eigum enn mjög langt í land að standast góðum körfuknattleiksliðum í Evrópu snúning. Bandarísku leikmennirnir John Johnson og Dirk Dunbar skoruðu 47 stig fyrir stúdenta í gær af þeim 77, sem liðið skoraði. Johnson stigahæstur með 24 stig og Dunbar skoraði 23 stig. Jón Héðinsson skoraði 18 stig, Bjarni Gunnar Sveinsson átta, og þeir Steinn Sveinsson, Ingi Stefánsson tvö stig hvor. Hjá Barcelona var Epi stigahæstur í gær eins og í Reykja- vik. Hann skoraði 29 st. Flores kom næstur með 23 stig, Guyetta skoraði 21 stig, Praxedes 18 stig og Sibilio 15 stig. Aðrir leikmenn voru svo með færri stig. Viti brást og Pólverjar brunuðu upp og skoruðu — Pólland vann ísland 23-22 á handknattleiksmótinu íFrakklandi ígær „Þetta voru góð úrslit — aðeins eins marks tap gegn Pólverjum, sem eru 1 hópi átta bezta handknattleiksþjóða heims — og þó munaði svo litlu að við næðum jafntefli. Jafnvel sigri. Þegar staðan var 18—18 og nokkrar minútur til leiksloka fékk ísland vítakast. Axel Axelsson, sem hafði skorað úr öllum sex vitaköstum íslands gegn Túnis, og þeim þremur, sem áður höfðu verið dæmd á Pólverja, tók vitakastið. Pólverjar skiptu um markvörð. Varamarkvörður- inn fór i markið — og hann opnaði klof sitt upp á gátt. Axel ætlaði að senda knöttinn gegnum fætur hans en það var einmitt, sem Pólverjinn ætlaðist til. Varði vitakastið. Pólverjar brunuðu upp og skoruðu. Komust i 19—18 og tryggðu sér á þessum kafla sigur í leiknum. Það er ekki hægt að ásaka Axel — hann hefur sýnt fei kilegt öryggi í vítaköstum tslands”, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, iandsliðsþjálfari, þegar DB ræddi við hann f Parfs i morgun. „Ég er ánægður með leik íslenzka liðsins og leikurinn minnti mig mjög á leikinn í Júgóslavíu fyrir ólympíuleik- ana 1976, þegar ólympiumeistarar Júgó- slaviu sigruðu tsland með aðeins eins marks mun. Páll Björgvinsson átti nú eins og þá frábæran leik og ég notaði hann allan tímann í sókninni — og munurinn var sá hinn mikli nú, að Páll slasaðist ekki i leiknum. 1 Júgóslaviu fót- brotnaði hann. -: Ég.gaf strákunum ákveðin fyrirmæli áður en leikurinn hófst. Það er að spila mjög beittan varnarleik — teygja sig þar eins langt og dómaramir leyfðu. Ég sagði þeim að úrslit leiksins skiptu ekki máli — og ætlaðist beinlínis til að 4—5 leikmönnum tslands yrði vikið af leik- velli um tíma. Það kom á daginn að Pól- verjar léku einnig mjög fast í vörninni — og dómararnir leyfðu mikið. Þeir voru franskir og vísuðu ekki nema einum manni úr hvoru liði af leikvelli. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til að hafa tök á Kempel, frægasta leikmanni Póllands og einum bezta leikmanni heims. Það tókst svo vel að Kempel skoraði ekki mark í fyrri hálfleik og var kippt út af’, sagði Jóhann Ingi enn- fremur. „Pólverjar komust í 3—1 í byrjun. Þorbjörn Guðmundsson skoraði fyrsta mark íslands og einnig annað markið. Við breyttum vörninni — tókum pýra- mídann í gagnið og það heppnaðist vel. Hreint afbragðs kafli fylgdi og ísland komst í 6—3. Varnarleikurinn mjög sterkur og það hlaut að koma að þvi að við misstum leikmann út af. Fyrirliðan- um, Árna Indriðasyni, vísað af leikvelli í ! tvær mínútur og Pólverjar jöfnuðu í 6— 6. ísland komst aftur yfir og eitt til tvö mörk skildu liðin að fram að hálfleikn- um. ísland yfir og staðan í hálfleik 11— 10. Framan af síðari hálfleiknum hélzt eins til tveggja marka munur — en svo fór þreyta að segja til sín hjá islenzku leikmönnum. Keyrt undantekningar- laust á sömu níu leikmönnunum — skipt um í vörn og sókn — og beztu leikmenn tslands inná. Pólverjar náðu sinum bezta kafla. Komust yfir í 16—13. tsland jafnaði i 16—16, siðan 17—17 og 18—18, þegar Axel brást vítakastið. Pól- verjar komust i 19—18, síðan 20—18. ísland jafnaði 20—20. Síðan komust Pólverjar i 22—20 — tsland skoraði 22— 21 —. Aftur tveggja marka munur 23— 21 en tsland skoraði siðasta markið í leiknum 23—22. t lokin héldu Pólverjar knettinum. í leiknum kom fyrir furðulegt atvik, þegar staðan var 6—3 fyrir tsland. Dæmd leiktöf á tsland eftir aðeins 15 sek. Boltinn varla kominn framyfir miðju, þegar frönsku dómar- arnir flautuðu. Við botnuðum ekkert i þvi en dómaramir voru yfirleitt sjálfum sér samkvæmir og leyfðu mikið í leikn- um”, sagði Jóhann Ingi. Mörk tslands skoruðu Axel 8/3, Páll 5, Ólafur H. Jónsson 3, Þorbjörn Jens- son 3, Þorbjörn Guðmundsson 2 og Bjarni Guðmundsson eitt. „Þeir, sem ekki léku í gær, voru Sigurður Gunnarsson, Steindór Gunnarsson, Hannes Leifsson og Jens Einarsson. Óli Ben. lék i marki allan tímann og varði vel — en Kristján Sigmundsson var varamarkvörður. t kvöld i leiknum við B-landslið Frakka mun Kristján byrja i markinu — en þeir, sem ekki verða með í kvöld, eru Stefán Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, Hannes Leifsson og Jens Einarsson. Viggó Sigurðsson kom til Parísar í gær. Meiðsli tóku sig upp hjá honum í leiknum við Ystad í Evrópukeppninni — en þau reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið, svo Viggó er kominn hingað. Þeir Axel og Ólafur H. Jónsson leika gegn B-landsliði Frakklands í kvöld, en siðan halda þeir til Vestur- Þýzkalands á ný. Leika því ekki tvö síðustu leiki tslands á mótinu hér i Frakklandi — gegn A-liði Frakklands á föstudag og gegn Kina á laugardag, en þá lýkur mótinu”, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Tveir aðrir leikir voru háðir í gær. A- lið Frakklands vann Túnis og B-lið Frakklands vann Kína. Páll Björgvinsson — snjall I sókninni. Þú getur valið um 3 staði í Austurrísku Ölpunum, Kitzbuhel, Zell am Zee og St. Anton - einhver vinsælustu skíðalönd sem völ er á. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna dvöl - á einum stað eða tveimur, Vikulegar brottfarir, á sunnudögum frá 7. janúar til 25. mars auðvelda þér að velja hentugan tíma. Snúðu þér til söluskrifstofu okkar, umboðsmanns, eða ferðaskrifstofu og fáðu litprentaða skíðabæklinginn og allar nánari upplýsingar. ^CFEUkc LOFTLEIÐIR ÍSLAIVDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.