Dagblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978. 17 ■v Nýjar bækur Skáldsögur Ég um mig frá mér til min eftir Pétur Gunnarsson. Þetta er annað bindið af sögunni um Andra og hefst við upphaf Bítilæðis og endar um tveimur árum síðar. Útg.: Iðunn, 130 bls. Verð 5880 og4560kr. Vatn á myllu Kölska eftir Ólaf Hauk Símonarson. Um sjónvarpskvik- myndagerðarmann af reykviskri fjöl- skyldu sem stefnir hraðfara til glöt- unar. Útg.: Mál & menning, 297 bls. Verð 7200 kr. Sálumessa ’77 eftir Þorstein Antonsson. Ung kona deyr um nótt i Reykjavík. Var þetta slys? Óhappa- tilviljun? Morð? Daginn eftir er hand- tekinn maður. En er hann sá seki? Útg.: Iðunn, 122 bls. Verð 5880 kr. Átt þú heima hér eftir Úlfar Þormóðs- son. Skáldsaga um bæjarfélag úti á landi. Útg.: Mál & menning, 172 bls. Verðs 6600 kr. Smásögur og leikrit Sögur úr seinni stríðum eftir Böðvar Guðmundsson. Smásögur um áhrif ýmiss konar stríðsreksturs á Islend- inga gegnum tiðina. Útg.: Mál & menning, 124 bls. Verð 5040 kr. Úr fórum fyrri aldar, þýddar sögur, Kristján Albertsson gaf út. M.a. sögur eftir Tolstoy, Turgenjef, Poe o.fl., þýddar af Benedikt Gröndal, Hannesi Hafstein, Matthíasi Jochumssyni, Þorsteini Erlingssyni o.fl. Útg.: Helga- fell, 247 bls. Verð6960kr. Leikrit þýdd af Árna Guðnasyni. Andrókles og Ijónið og Óskabarn örlaganna eftir Bernard Shaw. Útg.: Helgafell, 63 bls. Verð 3120 kr. Ljóð Virki og vötn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þetta er fjórða Ijóðabók höfundar og inniheldur Ijóð frá 1974 og til þessa dags, þ.á.m. mörg Ijóð sem birzt hafa í blöðum og timaritum. Útg.: Mál & menning, 127 bls. Verð 6600 kr. Bíldudals grænar baunir eftir Hafliða Magnússon. Gamanvísur og alvöru- mál. Útg.: höf., 129 bls. Verð4800kr. Ævisögur og endurminningar Kjarval eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur rekur sögu Kjarvals, lýsir háttum hans og list á afar persónu- legan hátt. Áður útgefin 1964. Bókina prýða ljósmyndir eftir Jón Kaldal. Útg.:Iðunn, 170 bls. Verð6480kr. Slitur eftir Brodda Jóhannesson. Safn persónulegra hugleiðinga og frásagna 1— um náttúru landsins og lif þjóðar- innar m.a. Útg.: Iðunn, 172 bls. Verð 5880 kr. í stillu og stormi eftir Jóhann J. E. Kúld. Minningar frá uppvaxtarárum við ýmis störf til sjós og lands. Útg.: Ægisútgáfan, 166 bls. Verð3l20kr. Svífðu seglum þöndum og íshafsævin- týri eftir Jóhann J. E. Kúld. Endur- minningar frá svaðilförum, kvenna- málum o.s.frv. Útg.: Ægisútgáfan, 240 bls. Verð4800kr. Svipast um á Suðurlandi eftir Jón R. Hjálmarsson. 20 Sunnlendingar segja frá. Útg.: Suöurlandsútgáfan, 180 bls. Verð5880kr. Af Héraði og úr Fjörðum eftir Eirík Sigurðsson. Safn þátta um menn og málefni á Austurlandi og lýmis atriði úr menningarlífi Austfirðinga. Útg.: Skuggsjá, 184 bls. auk mynda, Verð 6996 kr. Skáldað í skörðin eftir Ása í Bæ. Höfundur segir frá aflaklóm og andans mönnum af sinni alkunnu kirnni og frásagnargleði. Árni Elfar myndskreytti. Útg.: Iðunn. 200 bls. Verð 6480 kr. Hcyrt og munað eftir Guðmund Eyjólfsson frá Þvottá. Einar Brugi bjó til prentunar og ritar formála en Eysteinn Jónsson skrifar kynningu. Útg.: ísafold, 235 bls. Verð 5580 kr. Þjóðlíf Þjóðllfsþættir eftir Pál Þorsteinsson frá Hnappavöllum. 15 þættir úr islensku þjóðlifi að fornu og nýju þar sem Austur-Skaftafellssýsla og mann- líf þar kemur einkum við sögu. Útg.: Örn og Örlygur, 147 bls. Verð 6960 kr. Þættir, brot úr dagbókum Helga Benónýssonar. Greinar um ýmis mál, þ.á.m. helför b/v Egill Skallagríms- sonar. Útg.: Vesturhús, 176 bls. Verð 5880 kr. . Blandað efni Holl er hugarró eftir Peter Russel. Bókin fjallar um kenningar Maharishi Mahesh Voga. Guðrún Andrésdóttir og Jón Halldór Hannesson íslenskuðu. Útg.: ísafold, 244 bls. Verð 4920 kr. Fjárfestingahandbókin, samin á vegum Fjárfestingarfélags Islands h/f. Gunnar Helgi Hálfdánarson ritstýrði verkinu. Útg.: Frjálst framtak. 224 bls. Verð 8900 kr. Látnir lifa. Ævar R. Kvaran tók saman. Sjö þjóðkunnir íslendingar segja frá reynslu sinni. Útg.: Örn & Örlygur, 166 bls. Verð 6960 kr. Matreiðslubók handa ungu fóiki á öllum aldri eftir Sigrúnu Davíðs- dóttur. Góðar uppskriftir af margs konar mat. Útg.: Almenna bókafélag- ið, 412 bls. Verð5520kr. Færeyinga saga í útgáfu Ólafs Halldórssonar I flokknum Islensk úrvalsrit. Útg.: Iðunn, 180 bls. Verð 3600 kr. Smárit Kennaraháskóla íslands og Iðunnar: 1. Lífsstarf og kenning — Broddi Jóhannesson, Jónas Pálsson, Sigr. Valgeirsdóttir. 2. Borgarskóli — Alþýðuskóli eftir Jónas Pálsson. 3. Um rannsóknarritgerðir — Ásgeir S. Björnsson Indriði Gíslason. 4. Út fyrir takmarkanir tölvuvisindanna — Ólafur Proppé. Útg.: Iðunn. og Kennaraháskóli íslands meðalverð 1200 kr. Barna- og unglingabækur Gömlu góðu ævintýrin. Sögur eftir Kent Salisbury. Mörg hundruð kát- lega samsettar sögur. Þýðing: Loftur Guðmundsson, Myndir: Adriana Zanazania. Útg.: Örn & Örlygur, 12 bls. Verð2760kr. Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjörn Egner. Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Höfundur teiknaði myndir. Útg.: Örn & Örlygur, 91 bls. Verð3480kr. Hin sagnfrægu ævintýri vikinganna eftir John Geigpcl í flokknum „í leit að horfnum heimi”. Myndskreytt af Richard Hook og Richard Eastman. Þýðing: Loftur Guðmundsson. Útg.: Örn & Örlygur, 45 bls. Verð 1980 kr. Hrói höttur. Jane Carruth endursagði. Steinunn Bjarman þýddi. Myndir teiknaði Chris Higham. Útg.: Örn & Örlygur, 60 bls. Verð 1980 kr. Yngismeyjar eftir Louisa May Alcott I flokknum „Sígildar sögur með lit- myndum”. Jane Carruth endursagði. Steinunn Bjarman þýddi. Gordon King teiknaði myndirnar. Útg.: Örn & Örlygur, 60 bls. Verð 1980 kr. Patrick og Rut eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Önnur bókin í flokki þriggja óvenjulegra unglingasagna. Útg.: Mál & menning, 193 bls. Verð 4200 kr. Ævintýrin allt um kring eftir Sigurð Gunnarsson. Frændi segir frá. Bjarni Jónsson teiknaði myndir. Útg.: ísafold, 96 bls. Verð 2880 kr. Hjálparsveit Jakobs og Jóakims eftir Jörgen Clevin sú fyrsta I flokki um persónumar, skreytt ótal litmyndum. Þýðandi: Haraldur J. Hamar. Útg.: Bókaforlagið Saga, 60 bls. Verð 1980 kr. Jason í sumarfrii eftir Camillu Miekwitz. Höfundur hefur fengið ótal verðlaun fyrir bækurnar um Jason. Útg.: Bókaforlagið Saga, 24'bls. Verð 1560 kr. Rennum á regnboganum eftir Önnu Kristinu Brynjúlfsdóttur. Safn af sögum og ævintýrum. Höfundur gerði myndir. Útg.: Hergill, 64 bls. Verð 2400 kr. Ævintýri í myrkrinu eftir Jane Carruth. „Allt í lagi”-bók mynd- skreytt af Tony Hutchings, þýðing: Andrés Indriðason. Útg.: Örn & Örlygur, 20 bls. Verð 1440 kr. Nýi kennarinn eftir Jane Carruth. „Allt í lagi”-bók myndskreytt af Tony Hutchings. Þýðing: Andrés Indriðason. Útg.: Örn & Örlygur, 20 bls. Verð 1440 kr. Félagi Jesús eftir Sven Wernström. Um Jesú frá Nasaret og baráttu hans og félaga gegn Rómverjum sem á þeim tíma hersátu Ísraelsríki. Þórarinn Eldjárn þýddi. Myndir gerði Mats Andersson. Útg.: Mál & menning, 77 bls. Verð2880kr. Sjórán í norðurhöfum eftir Eilif Mortansson. Sjóræningjabækurnar. Loftur Guðmundsson þýddi. Útg.: Örn & Örlygur, 97 bls. Verð 2220 kr. Kalli og Kata eignast garð eftir Margaret Rettich. Myndir eftir höfund. Þuríður Baxter þýddi. Útg.: Iðunn, 16 bls. Verð 1200 kr. Kalli og Kata verða veik eftir Margret Rettich. Myndir eftir höfund. Þuríður Baxter þýddi. Útg.: Iðunn, 16 bls. Verð 1200 kr. Tumabækurnar eftir Gunillu Wolda: Tumi smíðar hús, Tumi fer til læknis. Tumi tekur til, Tumi bregður á leik. Þuríður Baxter þýddi. Útg.: Iðunn, 24 bls. hver. Verð660kr. Emmubækurnar eftir Gunillu Wolde. Emma fer í leikskóla, Emmu finnst gaman I leikskólanum. Þýð: Þuríður Baxter, Útg.: Iðunn, 24 bls. Verð 660 kr. Sæfinnur sjóræningi. Sæfinnur sjóræningi og fjársjóðurinn, Sæfinnur sjóræningi og fíllinn. Sæfinnur sjó- ræningi og nýja skipið. Þýðandi: Loft- ur Guðmundsson. Útg.: Örn & Örlygur, 48 bls. hver. Verð 480 kr. stk. Sjóræningjasögur eftir Sheilu K. McCullagh. Rikharður rauði Sjóferð bláa sjóræningjans, Sjóræningjarnir þrir. Teikningar: Mary Gernat. Útg.: Askur, 24 bls. hver Verð 480 kr. Þýddar skáldsögur Fótmál dauðans eftir Francis Clifford. Um baráttu við nasista á Spáni. Þýðing: Skúli Jensson. Útg.: Hörpuút- gáfan, 182 bls. Verð 4680 kr. Maðurinn á svölunum eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Skáldsaga um glæp. Þráinn Bertelsson þýddi. Útg.: Mál & menning, 214 bls. Verð 5400 kr. Ég þrái ást þína eftir Bodil Forsberg. Ástarsaga frá Kaupmannahöfn. Skúli Jensson þýddi. Útg.: Hörpuútgáfan, 189 bls. Verð 4680 kr. Hættuleg heimsókn cftir Anitru. Óvæntar gestakomur I sveitinni. Þýðing: Hersteinn Pálsson. Útg.: ísafold, 173 bls. Verð 4680 kr. Tortímið hraðlestinni eftir Colin Forbes. Eltingaleikir og manndráp i Atlantic-lestinni. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Útg.: Örn & Örlygur. 231 bls. Verð5880kr. Á meðan fæturnir bera mig eftir J. M. Pauer, úr flokknum „Hetjudáðir", Þýskur liðsforingi gengur gegnum Síberiu. Þýðing: Þórunn Jónsdóttir. Útg.: Hörpuútgáfan, 220 bls. Verð 4440 kr. Ógnardagar í október 1941 eftir Per Hansson í flokknum „Háspennusög- urnar”. Um fjöldamorð nasista í Júgóslavíu. Skúli Jensson þýddi. Útg.: Skuggsjá, 165 bls. Verð 4992 kr. Sögulegt sumarfrí eftir Lindcn Grierson. Forstjóradóttirin og undir- maðurinn á Tasmaníu. Þýðing: Snjó- laug Bragadóttir. Útg.: Örn & Örlygur, 159 bls. Verð 4920 kr. Svartagull eftir Alistair MacLean. Skáldsaga um átök og spillingu í fjár- málaheiminum. Álfheiður Kjartans- dóttir þýddi. Útg.: Iðunn, 191 bls. Verð4920kr. Francis Drake, iandkönnuður, sæfari og 'sjóræningi eftir Neville Williams, i flokknum „Frömuðir sögunnar”. Rit- stjóri: Elizabeth Longford. Þýðing: Kristín R. Thorlacius. Útg.: Örn & Örlygur 232 bls. Verð 5880 kr. Baráttan um þungavatnið eftir Knut Haukelid í flokknum „Háspennusög- urnar”. Norskir skæruliðar gegn þýska hernum. Hersteinn Pálsson þýddi. Útg.: Skuggsjá. 187 bls. Verð4992 kr. Dagblað án ríkisstyrks HAIrVCi::UR I þessari sögu um iitla stúlku jafn fágæta og faliega, á sinn hátt og bláa rós er boðskapur um ást til allra. 145 MINUTUR BÓKIN: DAUÐUR rosin DESEMBER C-T Q Banvænt æxlið á mænu Donalds stækkaði og stækkaði þangað til uppskurður var óhjákvœmilegur. En tilþess að hann tækist, urðu læknarnir að stöðva starfsemi hjarta hans og heila — gera hann að lifandi líki. BÓK t BLAÐFORMI Ævisaga séra Jóns Steingrímssonar er eitt með merkari ritum, sem við eigum. Hér er rætt ofurlítið um þessa merkilegu ritsmíð og gripið niður íhana hér og hvar. DAGLEGT LÍF Á ÍSLANDI Á ÁTJÁNDU ÖLD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.