Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.12.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. Skákmótið í Amsterdam: Noregur: TIMMAN OG MILES EFSTIR MEÐ 9 V. Stórmeistaramir Jan Timman, Hol- landi, og Tony Miles, Bretlandi, hafa forustu á svæðamótinu til undirbúnings heimsmeistaraeinvigi sem fram fer í Amsterdam. 1 tólftu umferð sigraði Timman Speelman frá Englandi á sann- færandi hátt og Miles sigraði Eamonn Keogh frá Írlandi. Michael Stean frá Bretlandi er í öðru sæti á mótinu en hann sigraði Sanz frá Spáni i tólftu um- ferðinni. Fyrsti og annar maður á móti þessu öðlast réttindi til að keppa á millisvæða- móti, sem vera á i september næstkom- andi. Fimmtán skákmenn taka þátt i mótinu í Amsterdam. Timman og Miles eru með níu vinn- inga eftir tólftu umferðina en hafa ekki teflt nema ellefu skákir. í öðru sæti er Stean með 8,5 vinninga og einnig ellefu skákir. Sosonko er í fjórða sæti með 7,5 eftir ellefu skákir. t fimmta sæti kemur Speelman með 7,5 vinninga. Bandaríkin: EKKERT GEISLA- VIRKT EFNIFÓR í GEGNUM ÖRYGGISTÆKIN Bandariskir vísindamenn sem vísvitandi framkölluðu „bilun” i kjarnorkustöð í ldahofylki til að kanna hvort öryggisút- búnaði væri að einhverju leyti áfátt til- kynntu í gær að allt hefði farið að ósk- um. Útbúnaðurinn var að sögn vísinda- mannanna nægilega fullkominn til að tryggja að engin geislavirk efni gætu komizt út i andrúmsloftið frá slíkum stöðvum. „Margir héldu að hér yrði stórslys en allt fór að óskum og öll öryggistækin unnu eins og ætlazt var til,” sagði for- 'ustumaður rannsóknarinnar. Visinda- menn frá sjö þjóðum fylgdust með til- rauninni og voru viðstaddir, þegar kæl- ingarkerfi kjarnorkustöðvarinnar var skyndilega tekið úr sambandi. Ef slíkt kæmi fyrir í raunveruleikanum og annar margfaldur öryggisbúnaður brygðist einnig væri hættuástand orðið. Tilraunin í Idaho var hin fyrsta sinnar tegundar. Áður hafa vísindamenn aðeins reiknað slika möguleika og af- leiðingar þeirra út í rafreiknum. Kjarn- orkustöðin í Idaho, sem er aðeins fimmti -hluti af stærð algengustu orkuvera af þessu tagi, var sérstaklega byggð til að hægt væri að framkvæma þessa tilraun. A ttatíu miðlungs togarar stöðvast —eitt þúsund verkamönnum sagt upp í Norður-Noregi, nýjasta veiðiskipið leigt til Nígeríu Miðlungstogarar Norðmanna, um það bil áttatiu að tölu, hafa hætt veið- um um hrið vegna aflatregðu. Er þetta í samræmi við ákvörðun stjórnar Sam- taka togaraútgerðarmanna, sem tekin var í siðasta mánuði. Eiga togararnir að liggja við bryggju i tvær vikur. Þetta munu vera fyrstu aðgerðir Norðmanna til að ráðast gegn fiski- leysi. Rúmlega ellefu hundruð fiski- menn eiga atvinnu sína undir veiðum hessum, sem aðallega eru stundaðar i Norðurhöfum. Við vinnslu aflans í landi vinna rúmlega fimm þúsund manns. Ástæða þessarar ákvörðunar um að stöðva veiðar togara á þessum slóðum í hálfan mánuð er sú að nú telja sjó- menn að veiðamar séu orðnar svo litl- ar að ekki taki því að reyna veiðar í bili. Togararnir veiði hvort sem er tæplega fyrir olíukostnaði þrátt fyrir aðstoð hins opinbera. Bankar hafa þegar veitt mikil lán til greiðslu af- borgana og vaxta af föstum lánum. Fyrirtæki sem gera út skipin og vinna fiskinn í landi hafa farið fram á aðstoð og segja að skammt sé undan að greiða þurfi starfsmönnum atvinnuleysisbæt- ur. Veiðar minni báta og úthafstogara norskra hafa einnig minnkað verulega að undanförnu. Fregnir hafa borizt af því að eitt nýjasta og stærsta veiðiskip Norðmanna, Poseidon, hafi verið leigt til Nigeriu um eins árs skeið. ■ “ Æ A W ^ Nú er V M raftœkjadeildin í L ® " nýinnréttuðu húsnœði á L hœð. Komið og skoðið Ijós og allar gerðir smœrri rajtœkja í miklu úrvali. Jólagjöjin fœst hjá okkur. OPIÐI ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 6 Jon Loftsson hf. Hringbraut 121. Sími 10600 husið Paul litU Crow var bitinn illa af hundum þar sem hann var að leik nærri heimili sinu i Richmond i Bandarikjunum. Er þetta nokkuð afskekkt en engin skýring hefur komið fram á þvi hvers vegna hundarnir réðust á drenginn, sem er sex ára gamall. Verður hann að sögn að gangast undir skinnágræðslu en myndin er tekin á sjúkrahúsinu i Kansasborg en þangað var flogið með Paui eftir slysið. Norður-írland: Fimm verzl- anir í rústum níu aðrar sprengjur gerðar óvirkar Sprengjur sprungu í þrem verzlunum j bænum Armagh á Norður-írlandi í gær. Tvær verzlananna gjöreyðilögðust og hin þriðja skemmdist mikið. Brezkir her- menn gerðu óvirkar sprengjur í níu verzlunum að auki í þessum sama bæ. Sprengja eyðilagði klæðaverzlun í bænum Downpatrick og önnur sprengja sprakk í stórmarkaði í bænum Pettigo nærri landamærum írska lýðveldisins. Ekki er vitað um nein slys á mönnum enda sunnudagur er sprengingarnar urðu. Sprengingarnar eru taldar af völdum hins hérskáa arms írska lýðveldishersins IRA en talsmenn hans segjast með þessu vilja undirstrika að baráttukraftur félaga skæruliðahersins sé óbugaður. Einn félaga I trúarflokki Jim Jones sést hér ganga á brott með FBI lögreglu- mönnum eftir komuna til New York frá Guyana þar sem meginhluti trúfélaga hans framdi sjálfsmorð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.