Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978. r Jólasveinninn á íslandi fær engin bréf lengur —og Ferðamálaráð þarf því engum að svara Undanfarin ár hefur alltaf verið töluvert um að hingað til lands hafi borizt bréf stíluð á jólasveininn á norðurpólnum. DB hafði samband við Sigurð Inga- son skrifstofustjóra hjá Pósti og síma og spurði hann hvernig þessu væri háttað nú. Hann sagði að oft hefði veriö mikið um slik bréf, einkum frá Bretlandi, og hefði Ferðaskrifstofa rikisins yfirleitt svarað þeim. Einnig hefði komið fyrir aö ákveðinn héraðs- skóli hefði fengið hluta af þessum bréfum og látið nemendur sína svara þeim til þess að spreyta sig í enskunni. 1 ár hefði hins vegar nánast ekki neitt borizt af þessum bréfum, hverju sem það sætti. Á skrifstofu Ferðamálaráðs fékk DB þær upplýsingar að samþykkt hefði verið að þessi bréf skyldu heyra undir Ferðamálaráð þar sem hér væri um landkynningarmál að ræða. Nú brýgðihins vegar svo við að ekkert kæmi af þessum bréfum en áður hefði Ferðaskrifstofa rikisins yfirleitt svarað þessum bréfum með kveðju frá jólasveininum á íslandi. -GAJ 1 Vi Ævar skrifar um Edgar Cayce Jólasveinn á rakara- stofu Þessi jólasveinn skemmti börnunum á rakarastofunni hans Villa Þórs í Ármúla á dögunum. Þá var þar „dagur barnanna” og annar slikur er fyrir- hugaður og er hægt að panta sér tima. Karlinn var með rúllur I skegginu, svo eitthvað ætlar hann að verða finn um jólin. Sex rithöf- undar lesa úr verkum sínum Bókmenntakynning á vegum Félags islenzkra rithöfunda verður að Hótel Esju i kvöld. Þá lesa sex rithöfundar úr nýútkomnum bókum sínum. Eru það þeir Ármann Kr. Einarsson, Anna Brynjúlfsdóttir, Guðlaugur Guðmunds- son, Hafliði Vilhelmsson, Magnea J. Matthíasdóttir og Þórir Guðbergsson. Allt bókmenntasinnað fólk er velkomið á kynninguna sem hefst kl. 20.30. Á kynningarkvöldum Félags ísl. rithöfunda i fyrravetur og það sem af er þessum hafa 27 rithöfundar kynnt verk sin. -ASt. Fjögur hús féllu út af „aftöku- íistanum” Þau mistök urðu í frétt blaðsins í fyrradag er birtur var listi yfir þau frystihús á Suðurnesjum, sem sérstök nefnd leggur til við sjávarútvegs- ráðherra að ekki fái sérstaka opinbera fyrirgreiðslu, að fjögur frystihús féllu út skv. fyrirsögn. Þau eru: Baldur hf. í Keflavík, i fullum rekstri, Arnarvík hf. í Grindavík, ekki í rekstri sem stendur, Hraðfrystihúsið í Höfnum, ekki í rekstri og Hraðfrystistöð Eggerts Ólafssonar, sem er i rekstri. -G.S. Hesturdrapst íárekstri Tveir ungir menn frá Siglufirði lentu í síöustu viku i harkalegum árekstri við tveggja vetra hest neðan við bæinn Efri- Lækjardal á Skagaströnd. Hesturinn drapst þegar við á-' reksturinn. Bíllinn fór út af veginum og i skafl úti i skurði. ökumaðurinn meidd- ist smávægilega, brákaðist á handlegg og kinnbeini og fékk þungt höfuðhögg. Hann var fluttur á sjúkrahús i Reykja- vik samdægurs og er nú orðinn hress. ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.