Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ1979. Nýtt stigakerfi í Sjórallinu gerir keppnina jafnari: Bátamir alltaf ræstir samtímis Nú er lokið frágangi nýs stigakerfis fyrir Sjórall ’79, mun einfaldara í sniðum en fyrir SjóraJlið í fyrra, en jafnframt stórauðveldar það alla út- reikninga. Samkvæmt því verður árangur ekki metinn í mínútum og stigum heldur aðeins í stigum. Þannig fær fyrsti bátur til ákveðinnar hafnar' flest stigin á þeim legg og svo koll af kolli. Þótt mínútunum sé sleppt dregur það alls ekki úr nauðsyn keppenda að komast á sem skemmstum tíma á milli staða, enda getur það skipt sköpum í röðinni. Þannig má t.d. ímynda sér, miðað við 5 keppnisbáta eins og í fyrra, að sá 1. fái 10 stig, næsti 7, sá 3. fái 5, fjórði 3 stig og sá síðasti 1. Það sem gerir þetta fyrirkomulag mögulegt er að fyrirhugað er að ræsa bátana samtímis úr öllum viðkomu- höfnum. Dragist bátur verulega afturúr af einhverjum ástæðum og keppendur sjái fyrir að verða síðastir á leggnum, mega þeir leita til annarr- ar hafnar á leiðinni, t.d. til viðgerðar. Fá þeir ekki refsistig fyrir, aðeins fæstu stig á leggnum. Þeir verða að vera komnir í tilskilda höfn fyrir brottför þaðan og eiga þá möguleika á að vinna sig verulega upp á næsta legg. Hrakfarir á einum legg þurfa því ekki að þýða glataða stöðu. Ekki þykir fært að gera viðlíka til- slakanir vegna bilana ogí fyrra. enda riðluðu þær keppninni verulega. Þá myndi slíkt skapa FR mönnum, sem verða með fjarskiptakerfi í gangi hvar sem bátarnir fara um, miklar aukavaktir við að bíða, ef til vill margar klukkustundir eftir t.d. ein- um báti. Með þessu móti á keppnin að verða jafnari allan hringinn og stigagjöf ætti að geta orðið fullkomlega sann- gjörn þar sem bátarnir sigla þá allir við sams konar aðstæður á hverjum legg. Notkun þessa kerfis gerir mögulegt að gefa daglega upp nákvæma stöðu hvers báts í keppninni. Komi nú tveir bátar samtímis til ákvörðunarstaðar og t.d. næst á eftir fyrsta báti, leggjast 7 og 5 stig saman, eða stig fyrir 2. og 3. sæti, skv. áður- nefndu dæmi. Deilt er í með tveim þannig að báðir fá þá 6 stig. Með að leggja þau við áður áunnin stig kemur röð þeirra i heildarkeppninni í Ijós. Bátur sem fær aðstoð á einum legg fær ekki nema 1 stig fyrir hann, en aðstoðarbáturinn getur í vissum til- vikum fengið fleiri stig en aðrir keppnisbátar á leggnum, þótt þeir komi á undan honum til hafnar. Slíkt veltur á þvi hvort um algera björgun hefur verlð að ræða eða minni háttar aðstoð. Sé bátur bilaður í höfn þegar ræsa á má hann ekki fara fram á að annar dragi sig til næstu hafnar. Það kemur í veg fyrir að hafi sá bilaði t.d. yfir- burðastigafjölda haldi hann jafnvel forskotinu þótt hann fái aðeins 1 stig á dráttarleggnum. -GS Tveir fyrstu bátarnir, lengst til vinstri og lengst til hægri, sigla siðasta spölinn að bryggju í Reykjavík. DB-mynd Hörður Fundað með kepp- endum á mánudag Nú á mánudaginn er fyrirhugað að halda sameiginlegan fund með væntanlegum keppendum í Sjórall- inu að Hótel Loftleiðum kl. 21. Verður þar farið nánar í að útskýra ýmis smáatriði keppnisfyrirkomu- lags, öryggisreglna og nýs stigakerfis. Slíkir sameiginlegir fundir fyrir Sjó- rallið í fyrra gáfu mjög góða raun. Ýmis vandamál leystust þar og smáatriði skýrðust auk þess sem hópurinn kynntist innbyrðis. .QS. Nýja kerfið breytir ekki vinnings- röðinni f rá f fyrra Eftir að hafa þaulreiknað hið nýja stigakerfi lið fyrir lið umhverfis Iandið með hliðsjón af stigakerfinu í fyrra, kemur I ljós að vinningsröð bátanna hefði orðið sú sama með nýja kerfinu. Stigin hefðu einnig orðið nær alveg eins nema hvað bilið milli 1. báts og annars hefði verið breiðara, þar sem nýja kerfið gefur ekki sama svigrúm vegna bilana. Skv. nýja kerfinu hefði Hafrót Hafsteins Sveinssonar og Runólfs Guðjónssonar fengið 49,5 stig, en fékk 46,5. Signý Gunnars Gunnars- sonar og Björns Guðmundssonar hefði fengið 38,5 stig en fékk 44,5. Lára Bjarna Björgvinssonar og Láru Magnúsdóttur hefði fengið 30 en fékk 29,5 og Hafdís Halls Fr. Páls- sonar og Brynjólfs Brynjólfssonar 26 og fékk 26. Már Hermanns Jóhannssonar og Baldurs Jóhannssonar, sem féll úr leik á Húnaflóa, var í fyrra kominn þar með 35,5 stig eftir geysigott for- skot til Akureyrar. Úr þvi fékk hann ekki stig, en gæf- um við honum aðeins eitt stig fyrir þá þrjá leggi sem hann átti eftir þar, hefði hann fengið.38 stig. Samanlögð eru stigin 182. - GS Þarfað staðfesta þátttöku Nú þurfa væntanlegir þátttak- endur í Sjóralli DB og Snarfara, sem hefst 1. júlí, hið fyrsta að fara að staðfesta þátttöku sína vegna undir- búningsatriða umhverfis landið. Nú þegar eru horfur á að a.m.k. átta bátar taki þátt i keppninni, ef ekkert óvænt kemur á daginn, svo sem alvarlegar bilariir. Þátttakan staðfestist við Gissur Sigurðsson á DB eða Guðmund Ingi- mundarson í síma 84481. - GS Gcysilegur mannfjöldi fylgdist með er bátarnir lögðuaf stað frá Reykjavíki fyrra.Nú verða þeir alltaf ræstir samtimis. allan hringinn. DB-mynd Bj.Bj. Og kampavínið flaut yfir þá Gunnar og Björn. DB-mynd

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.