Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. íþróttir Sprettharðir USA-hlauparar — Tveir innan við 20 sek. Í200 m ,,Gott að sjá þig Pétur — velkominn á æfinguna,” sagði Karl Þórðarson, þegar liann hitti Pétur Pétursson á landsliðs- æfingunni i gær. Pétur og Teitur, til vinstri, komu til íslands frá Kaupmannahöfn um miðjan dag í gær og strax var haldið til liðs við landsliðshópinn. Þessir þrir Akurnesingar, sem leika nú með Öster, Sviþjóð, La Louviere, Belgíu, og Feycnoord, Hollandi, verða í sviðsljósinu í landsleiknum á morgun. DB-mynd Bjarnlcifur. STÓRSIGUR SKOTA Á NORÐMÖNNUM í OSLÓ — sigruðu 4-0 í Evrópukeppni landsliða Skotar halda enn í von um að komast í úrslit i Evrópukeppni landsliða i Róm næsta sumar eftir stórsigur á Norð- mönnum í Osló í gær i 2. riöli. Skotar náðu sér nú loks á strik og sigruðu 0— 4. Jafnræði var með liðunum fyrsta hálftímann og litlu munaði að Norð- menn skoruðu. Þeir áttu hörkuskot í þverslá og knötturinn hrökk niður á marklínuna. Margir töldu að knöttur- inn hefði farið inn fyrir línuna en ekki Hunt hættur Kappakstursmaðurinn James Hunt, sem varð heimsmeistari 1976, tilkynnti óvænt í gær að hann væri hættur kappakstri. Hann er 31 árs. Hunt hafði sagt að þetta yrði síðasta keppnistíma- bil hans en hann tók ákvörðun um að hætta eftir miklar bollaleggingar. Hunt sigraði 10 sinnum i grand prix kappakstrinum, síðast 1977 — og lagöi líf sitt i hættu í fyrra til að reyna að bjarga Ronnie Peterson i slysinu mikla í Monza. dómarinn. En eftir þetta atvik var mesti vindurinn úr Norðmönnum og Skotar skoruðu þrjú mörk á stuttum tíma í fyrri hálfleiknum. Það fyrsta kom á 32. mín. eftir að Kenny Dalglish náði knettinum af norskum leikmanni — gaf á Archie Gemmill og hann lék Joe Jordon frian. Stóri miðherjinn skoraði örugglega. Sjö mín. síðar komst Dalglish í gegn og þá var ekki að sökum að spyrja 0—2. John Robertson fékk rétt á eftir frábæra sendingu frá vinstra bakverði Skota, Ian Munro, og skoraði þriðja markið — sendi knöttinn milli fóta norska markvarðarsins Jacobsen. í síðari hálfleiknum hafði skozka liðið umtalsverða yfirburði. Dalglish átti skot i þverslá á 52. mín. og tveimur mín. síðar kom Gordon McQueen upp í vítateig Norðmanna í hornspyrnu. Skallaði knöttinn af öryggi í mark, 0— 4. „Þetta voru góð úrslit — en það var betra norskt lið, sem við sigruðum í Glasgow 3—2,” sagði Jock Stein, landsliðseinvaldur Skota eftir leikinn. Staðan í 2. riðli er nú þannig. Portúgal 4 3 10 5—2 7 Svíar unnu Luxemborg Svíar unnu auðveldan sigur á Luxemborg i 5. riðli Evrópukeppni landsliða i Malmö i gærkvöld. Loka- úrslit 3—0 en þetta var í fyrsta sinn, sem Sviar léku við Luxemborgara iandsleik i knattspyrnu. Anders Grönhagen skoraði fyrsta mark Svia á 15. mín. Síðan kom Cervin Svíum í 2—0 á 29. mín. og þriðja markiö skoraði Mats Nordgren úr víta- spyrnu á 54. mín. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir umtalsverða yfirburði Svía og sex mín. fyrir leikslok varð Ronnie Hellström að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að Marcei di Domenico skoraði. Varði hreint frábærlega. Áhorfendur aðeins 7600. Staðan í 5. riðli er nú þannig. Tékkósló. 3 3 0 0 8—1 6 Frakkland 4 2 11 8—5 5 Svíþjóð 3 111 6—5 3 Luxlemborg 4 0 0 4 1 — 11 0 Austurríki Skotland Belgía Noregur í landsleik Norðmanna og Skota í Evrópukeppni landsliða, leikmenn 21 árs eða yngri, varð jafntefli 2—2 i gær i Haugasundi. Staðan 0—1 í hálfleik fyrir Skota. Skozka landsliðið í Osló var þannig skipað. Rough, Partick, Burley, Ipswich, Munro, St. Mirren, Burns, Nottm. Forest, McQueen, Man.Utd., Asa Hartford, Man. City, Graham, Leeds, Dalglish, Liverpool, Jordan, Man. Utd., Gemmill, Nottm. Forest og Robertson, Nottm. Forest. Þeir sterku í Laugardalshöll — ísiandsmótið íkraft- lyftingum á sunnudag Mcistaramót íslands i kraftlyftingum fer fram sunnudaginn 10. júní nk. og hefst kl. 13.00. Mótið verður haldið í aðalsal Laugardalshallarinnar — nánar tiltekið á sviðinu og verður leitast við að fá af mótshaldi þes.u eynslu, sem notast má við á Norðurlandameistara- mótinu, sem haldið verður á sama slað í haust. Árangur keppenda á mótinu nú mun hafa mikil áhrif á val landsliðs íslands fyrir haustið. Allir bezlu kraftlyftingamenn íslands verða meðal keppenda á mótinu t.d. Skúli Óskarsson, Óskar Sigurpálsson, Gústaf Agnarsson, Arthur Bogason, Guðmundur Sigurðs- son, Kári Elisson svo nokkrir séu nefndir. Keppendurnir á NM — frá vinstri Höröur BarðdaL Þorbjörg Andrésdóttir og Snæbjörn Þórðarson. Hlutu öll þrjú verðlaun á NM — og nýtt amerískt met í3000 m Frábær árangur í spretthlaupunum er daglegur viðburður í Bandarikjunum — nýir og nýir hlauparar koma þar fram. Á móti i Tuscaloosa í Alabama nýlega brást rafmagnstímatakan — virkaði ekki. Tímarnir teknir á venjuleg stoppúr i 200 m — og jafnvel þó það sé tekið með í reikninginn var árangur frábær. James Mallard 19.8 sck. Mel Lattany 19.9 sek. Harvey Glance 20.1 sek. og ReVey Scott 20.3 sekl! — Mallard á bezta tíma ársins með rafmagnstimatöku 20.07 sek. 1 San Jose i Kaliforníu náði LaMonte King, sem er tvitugur að aldri, frábærum árangri á einum og sama degi. Fyrst hljóp hann 100 m á 10.0 sek. í meðvindi. Þvi næst hljóp hann 200 m á 20.0 sek. og lauk keppninni meö því að ná bezta árangri ársins í langstökki — stökk 8.22 metra. Allt innan þriggja klukkustunda. Ný nöfn í spretthlaupum. Efrem Coley 10.17 sek. Richard Edwards 10.18 sek. 1 100 m og „gamli maðurinn” Bill Collins, sem er 28 ára, hljóp 200 m á 20.49 sek. á Ciuadeloupe-eyju í Karabíska hafinu. Þar sigraöi James Gilks, Guyana, á 20.40 sek. Þegar Rydy Chapa setti nýtt amerískt met i 3000 m hlaupi nýlega 7:37.7 min. náði og annar Banda- rikjamaður toppárangri á vegalengdinni. Alberto Salazar.sem er21 árs, hljóp á 7:43.8 mín. Bandaríkjamaöurinn James Walker, 22ja ára, er ekki langt á eftir Edwin Moses í 400 m grindahlaupi. Moses, heimsmethafinn og ólympíumeistarinn, á bezt i ár 47.69 sek. en Walker hljóp á 48.48 sek. á mótt í Alabama. Næstbezti heimsárangurinn. FH-konur Áður boðuðum stofnfundi kvennadeildar FH, sem átti að vera þann 11. júnf, befur verið frestað til fimmtudagsins 21. júni. Undirbúningsnefndin. ,,Það er allt miðað við að leika til sigurs — og við eigum að sigra þetta svissneska lið á heimavelli,” sagði dr. Youri Ilitchev, landsliðsþjálfari, á æfingu landsliðsmannanna íslenzku á Laugardalsvelli í gær. Þar voru allir íslenzku landsliðsmennirnir mættir til leiks nema Ásgeir Sigurvinsson, sem var væntanlegur frá Spáni i nótt. Teitur Þórðarson fór i gærmorgun frá Vaxjö í Svíþjóð — Pétur Pétursson frá Amster- dam, og þeir félagar frá Akranesi hittust i Kaupmannahöfn. Komu heim um miðjan dag í gær. Það var greinilegt að dr. Youri lagði megináherzluna á sóknarleikinn á Heimsmet Kínverja Kínverski lyftingamaðurinn Chen Weiqiang setti nýtt heimsmet i 56 kg, flokki í Shanghai í gær. Jafnhattaði 151.5 kg. Hann er 25 ára. Fyrra heims- metið átti Mohammed Nassiri, íran, og varþaðlSlkg sett 1973. æfingunni í gær. Teitur, Arnór Guðjohnsen og Pétur í fremstu víglínu, AUi Eðvaldsson og Guðmundur Þor- björnsson að baki þeim, og Karl Þórðarson og Árni Sveinsson vinstra megin. Það sáust fallegar fléttur — fljótir og leiknir strákar þar á ferðinni. Steinarnir — Bjarnason og Ölafsson stóðu til skiptis í markinu, og þeir þurftu mörg erfið skotin að verja. Nokkrir varnarmannanna tóku hraust- lega á móti strákunum fljótu í sókninni — og dr. Youri kallaði hvatningarhróp og leiðbeiningar. Greinilegt að hann naut æfingarinnar ekki síður — brosti breitt að hafa allan þennan kjarna í höndunum og það í nokkra daga fyrir leik. Leikmennirnir, sem léku með liðum sínum kvöldið áður, Janus Guðlaugsson, Viðar Halldórsson, FH, Marteinn Geirsson og Trausti Haralds- son, Fram, fengu að hætta fyrr en hinir — og fóru í nudd hjá Halldóri Matthíassyni, þeim snjalla sjúkraþjálf- ara. ,,Það var frábært að fá Halldór í þetta starf,” sagði Helgi Danielsson, formaður landsliðsnefndar, sem fylgdist með hverju fótmáli landsliðs- Þrír keppcndur frá íslandi lóku þátt í Norður- landamóti fatlaðra i sundi, sem fram fór í Álaborg í Danmörku dagana 26.-27. maí sl. Þeir unnu allir tíl verðlauna. Snæbjörn Þórðarson hlaut bronsverðlaun i 100 m frjálsri aðferð á 1.14.2 og i 100 m baksundi á 1.29.5. Þorbjörg Andrésdóttir hlaut bronsverðlaun i 50 m bringusundi á 0:54.8. Hörður Barðdal hlaut einnig bronsverðlaun í 100 m frjálsri aðferð á 1.15.3 — í 100 m baksundi varð hann hins vegar i fjórða sæti á 1.33.0. Þjálfari islenzka sundfólksins var Erlingur Jóhannsson. Keppendur voru alls rösklega 80 alls stað.irai' Norðurlöndunum. Akveðið er að næsta NM i sundi fatlaðra ^ri fram á íslandi 1981. Arnór Guðjohnsen lék listir sínar með knöttinn. DB-mynd Bjarnleifur. mannanna eins og félagi hans Bergþór Jónsson. Og þeir voru þarna stjórnar- menn KSÍ — Ellert formaður, Jens Sumarliðason, Friðjón Friðjónsson og fleiri. 19fréttamenn frá Sviss En það voru fleiri á æfingunni en Staðaní 1. deild Eflir 3. umferðir i 1 Akranes Keflavik Valur Fram KA, Akureyri Vestmannaeyjar KR Yikingur Þrótlur Haukar deild er staðan þannig: 3 2 1 0 6—3 5 3 1 2 0 4—0 4 3 1 2 0 5—2 4 3 1 2 0 5—3 4 3 2 0 1 6—4 4 3 111 2—1 3 3 111 3—4 3 3 1 0 2 3—8 2 3 0 1 2 2—5 1 3 0 0 3 1—7 0 Dunlop-keppn- in í golfi í Leiru Um helgina fer fram hin árlega Dunlop Open golfkeppni á golf- vellinum í Leiru. Keppnin, sem er 36 holu höggleikur með og án forgjafar, hefst á laugardagsmorgun. Hinn góðkunni kylfingur Roger Mayes, mun verða á meðal gesta á mótinu. Kylfingum er bent á að skrá sig til þátttöku hjá klúbbum sínum, en einnig er hægt að hafa samband við Leiruna (s. 92-2908) og skrá sig til þátttöku þar. Völlurinn er orðinn mjög góður og ekki þarf að efa að þátttaka verður góð haldist veðrið þolanlegt fram á helgi. Múrarar golfa í Öndverðarnesi Golfklúbbur múrara á mjög góðan völl í Öndverðarnesi og mikil gróska cr í starfseminni, milli 30 og 40 múrarar, sem slá golfkúlurnar á velli sínum ausi- an fjalls. Fyrsta golfmót sumarsins fór fram um síðustu helgi — flaggakeppni. Sigurvegari varð Bjarni Ragnarsson. Gísli Dagsson varð i öðru sæti og Friðrik Andrésson þriðji. Þeir luku allir keppni á 18. braut. Keppendur voru þrjátiu. Völlurinn í Öndverðarnesi er 9 holu völlur — par 68 högg. Verður par 70 síðar á þessu sumri. íslendingar. Margir svissneskir frétta- menn og einn þeirra sagði. „Þetta verður miklu erfiðari leikur fyrir okkur en í Bern á dögunum. Þið eruð með enn sterkara lið nú en þá”. Það verða 19 fréttamenn svissneskir, sem fylgjast með Evrópuleik íslands og Sviss á laugardag á Laugardalsvelli — blaða- menn, ljósmyndarar og sjónvarps- menn. í gær kom flugvél Flugleiða beint frá Zilrich með 126 Svisslendinga innanborðs. Leikmenn, fréttamenn, fararstjóra og almenna áhorfendur, sem munu hvetja sína menn á laugar- dag. Svissnesku landsliðsmennirnir æfðu í gærkvöldi. Litu á aðalleikvang- inn í Laugardalnum — skokkuðu síðan á vellinum við Laugardalslaugarnar og síðan var æft á vellinum við Laugar- dalshöllina. Stef nt að sigri Það mátti greinilega heyra á öllum íslenzku landsliðsmönnunum að það verður leikið upp á sigur á morgun. Við verðum bókstaflega að sigra í þessum leik — og þar er eini raunhæfi sigur- möguleiki okkar í riðlinum. Staðan í Evrópuriðlinum er nú þannig. Holland 5 4 0 1 12—3 8 Pólland 4 3 0 1 7—2 6 A-Þýzkaland 4 3 0 1 7—5 6 Sviss 5 1 0 4 3—10 2 ísland 4 0 0 4 1—10 0 Leikir íslands í riðlinum. Holland— ísland 3—0, ísland—Pólland 0—2, A- Þýzkaland—ísland 3 — 1, Sviss—ísland 2—0. ísland á því eftir þrjá heimaleiki — einn leik á útivelli, við Pólverja. Leikirnir við Holland og Austur— Þýzkaland hér heima í haust verða erfiðir — en sigrar þar eru ekki útilok- aðir. ísland vann Austur—Þýzkaland í Reykjavík 1975 í Evrópukeppni, 2—1, og í forriðli heimsmeistarakeppninnar vann Holland ísland aðeins 1—0 í Reykjavík 1976 — hollenzka liðið, sem síðar hlaut silfuryerðlaun á HM í Argentínu. Staðan í 2. deild Staðan í 2. dcild eftir sigur FH FH 5 4 0 1 11—5 Breiðablik 4 2 2 0 7—3 Selfoss 4 2 11 11—5 Reynir Þór, Ak. ísafjörður Þróttur, N. Fylkir Austri Magni Islenzka landsliðið Allir íslenzku landsliðsmennirnir, sem taka þátt í Evrópuleiknum við Sviss á morgun, liafa áður leikið í landsliði — flestir með marga leiki og Marteinn Geirsson, Fram, — fyrrum atvinnumaður hjá Rovale Union i Belgíu, leikur sinn 42. landsleik. Hér á eftir fara nöfn leik- mannanna i landsliðshópnum — félög þeirra og landsleikjafjöldi. Þorstcinn Ólafsson ÍBK 12 Þorsteinn Bjarnason La Louviere 3 Atli Eðvaldsson Valur 13 ArnórGuðjohnsen Lokeren 1 Árni Sveinsson í A 21 Ásgeir Sigurvinsson Standard 22 Dýri Guðmundsson Valur 2 Guðmundur Þorbjörnsson Valur 14 Janus Guðlaugsson FH 13 Jóhannes Eðvaldsson Celtic 28 Karl Þórðarson La Louviere 7 Marteinn Geirsson Fram 41 Pétur Pétursson Feyenoord 6 Teitur Þórðarson Öster 30 Trausti Haraldsson Fram 1 Viðar Halldórsson FH 5 I.ucio Bizzini leikur nú með svissneska liðinu. Leikurinn á morgun vcrður 110. landsleikur íslands í knaítspyrnu. Við sigruðum Norðmenn í tíunda lands- leiknum á Melaveliinum gamla 1954 með 1—0 — og því ekki að halda upp á þann sigurmeð sigri í 110. landsleikn- um? —íslenzka landsliðinu hefur oft gengið vel í leikjum, sem lent hafa á tugnum. í þrítugasta landsleiknum 1%1 vann Island Holland 4—3 í bráð- Finnar unnu Finnar sigruðu Dani 4—1 (2—0) i riðlakeppni knattspyrnunnar fyrir ólympíuleikana næsta ár. Juha Helin, Risto Rosenberg, Hannu Rajaniemi og Aklle Nieminen skoruðu fyrir Finna en Jens Sass Hansen fyrir Dani. Áhorf- endur aðeins 400 í Kotka. skemmtilegum leik á Laugardalsvelli. í 50. landsleiknum unnum við Bermuda 2—1 — í þeim sextugasta varð jafntefli 0—0 við Frakkland. Við skulum láta þetta nægja. Skipztá skin og skúrir Það hafa skipzt á skin og skúrir hjá islenzka landsliðinu gegnum árin eða frá fyrsta landsleiknum við Dani á Melavellinum 1946. Það hefur ekki gengið nógu vel undanfarið — en þó leikið án áfalla. Ekki sigur síðan 30. júní 1977, þegar ísland vann Noreg 2— 1. Síðan 11 leikir — og aðeins tvö jafn- tefli. Þetta verður áttundi landsleikur- inn undir stjóm dr. Youri Ilitchev og enn hefur þessum snjalla þjálfara ekki auðnazi að sjá landslið sín sigra. En ísland hefur leikið við mjög sterkar þjóðir á síðustu árum — þar er ekki hægt að bera neitt saman við það, sem varhéráárum áður. Tvö timabil hafa verið sérlega slæm í landsleikjasögunni. Fyrst frá 1956 til 1959, þegar tíu tapleikir í röð áttu sér stað og tölur eins og 8—0, 8—3 og 14— 2 litu dagsins ljós. Síðan 1971 til 1973, þegar fjórtán tapleikir voru leiknir, þegar frá eru taldir tveir sigurleikir við Færeyjar. Árið 1974 var hins vegar brotið blað í landsleikjasögunni með tilkomu Tony Knapp sem iandsliðsþjálfara. Síðan hafa verið leiknir 33 landsleikir — 8 unnir, 6 jafntefli og 19 töp. Engin veruleg áföll. Versta tapið gegn Belgíu 4—0 1977 — og þó höfum við á þessu tímabili leikið við sterkustu lið ýmissa þjóða, sém eru í hópi beztu knatt- spyrnuþjóða heims eins Hollands, Póllands, Vestur—Þýzkalands, Sví- þjóðar, Austur—Þýzkalands, Frakk- lands og Belgíu. Og þá er. aðeins eitt eftir. Hvetjum íslenzku strákana til sigurs á morgun. -hsím. „Á ég ekki líka að fara upp I sóknina af.og til — eða hvað. Jú, en þú verður fljótur aftur” — Jóhannes fyrirliði og dr. Youri landsliðsþjálfari ræðast við á landsliðsæfingunni í gær. DB-mynd Bjarnleifur. — Síðari landsleikur íslands og Sviss í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli á morgun —Sterkasta landslið íslands með sjö atvinnumenn í eldlínunni Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ísland sigraði í 10. landsleiknum - næst einnig sigur íþeim 110.?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.