Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. LYKILLf Bifreiðaverkstæði Smiðjuvegi 20 — Kóp. Sími 76650. LADAÞJÓNUSTA Vel stilltur bíll með fullkomnustu tækjum. Skrifstofustarf - Keflavík Laust er skrifstofustarf við embættið frá og með 1. ágúst nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 15. júlí nk. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Sýslumaöurirm í Gullbringusýslu. Bœjarfógetinn I Keflavík Grindavík ogNjarðvík, Vatnsnesvegi 33, Keflavik. Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga að Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði nú þegar eða eftir samkomulagi. Uppl. veitir skrifstofa Heilsuhælisins, sími 99—4201, og hjúkrunarforstjóri, sími 99—4296. Bílasala EGGERTS auglýsir: Höfum til sölu og sýnis eftirtalda bíla: Volvo 264 GLE árg 1976, sóllúga, leðursæti, sjálf- skiptur, ekinn 50 þús. km. Ford Fiesta árg. ’79 — nýr Mazda 929 árg. 77 og 78. Bílasala EGGERTS Borgartún 24 — Sími 2-8-2-5-5. Auglýsing til söluskattsgreiðenda: Sérstök athygli.söluskattsgreiðenda er vakin á því að viðurlög skv. 2. mgr. 21. gr. 1 nr. 10/1960 um söluskatt með íðari breytingum sem hér segir: 1.4% viðurlög af þeirri upphæð, sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga, þó ekki hærri en 20%. 2. Viðurlög til viðbótar af vangreiddri upphæð fyrir hvern byrjaðan mánuð frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga, er séu hin sömu og dráttarvextir hjá innláns- stofnunum, sbr. 13. gr. laga nr. 10 frá 29. mars 1961 og ákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. í auglýsingu Seðlabanka íslands um vexti við innlánsstofnanir o. fl., dags. 29. maí 1979, segir m.a. að vanskilavextir (dráttarvextir) skuli vera 4% á mánuði eða brot úr mánuði. Af þessu leiðir að viðurlög skv. 2. tl. hér að framan hækkuðu úr 3% í 4% á mánuði frá og með 16. júní sl. Fjármálaráðuneytið. Washington: GERVIBENSIN EFTIR FIMM ÁR —f ulltrúadeild þingsins samþykkti heimild til Bandaríkjaforseta að hefja f ramleiðslu á bensíni úr kolum, leir eða grjóti og öðrum ef num Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær heimild til Banda- ríkjaforseta um að setja af stað mikla framleiðslu á gervibensíni til að leysa á þann hátt úr þeim mikla skorti sem sagður er yfirvofandi. Raunar munu biðraðirnar við bensínsölustaði, sem þegar eru farnar að myndast víðs- vegar um Bandaríkin hafa haft mikið að segja á hugi þingmanna. Er gert ráð fyrir því í hinum nýsettu lögum, að framleiðsla gervibensíns verði komin í fullan gang eftir fimm ár. Heimildin tii forsetans var sam- þykkt í fulltrúadeildinni í Washing- ton með 368 atkvæðum gegn 25 og er gert ráð fyrir að bensínið verði fram- leitt úr kolum, leir, ýmsum stein- efnum og fleiri efnum. Þetta er fyrsta lagafrumvarpið til lausnar orkukreppunni, sem kemst klakklaust í gegnum fulltrúadeildina á þessu ári. Frumvarp sem gerði ráð fyrir heimild til forsetans um að grípa til fyrirvaralausrar bensin- skömmtunar var fellt fyrr á árinu. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að heildarframleiðsla á gervibensíni verði komin upp í 500 þúsund tunnur á dag árið 1984 og tvær milljónir tunna á dag árið 1990. Búizt er við því að sams konar frumvarp verði tekið til afgreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Pessi vegfarandi getur horft sigri hrósandi á röð bifreiðanna við bensinsöluna og hugsað með sér að sá hlæi bezt sem siðast hlæi. Hestakerran leynir á sér þö hún fari ekki svo hratt kannski og orkukreppuna þarf ekki að óttast. Ítalía: ÓTTAZT AÐ TVÖ SKIP SPRINGI í LOFT UPP —eftir að olfuskip rakst á annað, þau rekur nú samföst aðströndinni Tvö skip bar logandi að ströndum Ítalíu i morgun og óttast var að þau mundu springa í loft upp á hverri stundu. Talið er að minnsta kosti tuttugu og átta manns hafi farizt, þegar ítalskt olíuskip hlaðið bæði bensíni og olíu rakst á franskt flutningaskip í gær. Svar .iþoka var þegar slysið varð nærri Fiumicino, hafnarborg nærri Róm. Allir utan einn, af tuttugu og þ riggja manna áhöfn ítalska skipsins, komust af. Sumir þeirra eru þó með alvarleg brunasár. Sprenging varð í vélarrúmi skipsins rétt eftir aðáreksturinn varð. Ekkert er aftur á móti vitað um áhöfn franska skipsins, sem heitir Emmanuel Delmas og er tíu þúsund tonn að stærð. Þegar hafa fundizt fimm lík á sjónum og tveir björgunar- bátar skipsins hafa þegar fundizt en báðir mannlausir. Talin er hætta á að áhöfnin hafi öll lokast inn i skipinu vegna elds, sem skyndilega hafi brotizt út við áreksturinn. Hugsanlegt sé að áhöfnin hafi ekki gert sér grein fyrir hættunni fyrr en of seint, að sögn þeirra sem gerst eiga að vita. Skipin tvö eru föst saman og franska flutningaskipið var í það minnsta sex metra inni í skrokki olíuskipsins. Loga af eldum um borð bar við himinin í nokkur hundruð metra hæð. Áttu björgunarskip í erfiðleikum með að Fulltrúar Efnahagsbandalags- ríkjanna og fimmtíu og sjö þróunar- ríkja þeim háð, náðu í morgun sam- komulagi um efnahagsaðstoð hinna fyrrnefndu næstu fimm árin. Verður hún átta milljarða dollara virði eða 2,3 milljörðum hærri en fyrsta tilboð Efna- hagsbandalagsrikjanna, sem þróunar- Erlendar fréttir komast að skipunum vegna elds og hita. Sjónarvottar sögðu að italski sjó- maðurinn sem fórst hafi síðast sést þar sem hann sneri til káetu sinnar til að sækja litasjónvarpið sitt. ríkin 57 höfnuðu á fundi fyrir rúmum mánuði síðan. Samkomulagið kemur i stað fyrri samninga, sem gerðir voru árið 1975. Þá voru þessi ríki aðeins 46 en eru nú eins og áður sagði 57. Nemur hækkunin á heildaraðstoðinni 72 af hundraði en þá ber að taka tillit til aukinnar verðbólgu og fjölgunar þeirra þjóða sem styrksins munu njóta. Ekki kom fram í fregnum í morgun hvort þróunarríkin hefðu gengið að kröfum Efnahagsbandalagsríkjanna um tryggingu grundvallarmannréttinda eða tryggingu fyrir því að erlendar fjár- festingar í rikjunum fengju að vera óá- reittar. Samkomulag um efnahags- aðstoð Efnahagsbandalagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.