Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979. hluta landsins er verið að leggja nýja járnbraut um hæstu hásléttu í heimi, Qinghæ-Xizang (Tsinghæ-Tíbet). há- sléttuna, sem að meðaltali er í meira en 4.000 metra hæð. Fyrsti áfangi þessa verks, brautin milli Hærgí og Gólmúd í Qinghæ-fylki, var þegar fullgerður einum mánuði á undan áætlun. Önnur ný járnbraut, sem verið er að leggja í Norðvestur-Kína, liggur suður frá Túrpan til Kórala við jaðar Takla Makan eyðimerkurinnar í sjálfstjórnarhéraðinu Xinjíang Úygúr. í fyrra lauk lagningu braut- arteina á 310 kílómetra vegalengd af hinni fyrirhuguðu heildarlengd, 476. km. 1978 var lokið lagningu annarra aðal- og hliðarbrauta og endurnýjun níu brauta sem fyrir voru, eins og áætlað hafði verið, svo og enda- stöðvar fyrir viðgerðir og birgðir. Vinnu miðar hratt áfram við að gera tvíspora nokkrar línur, þar á meðal hina 2.300 kílómetra löngu Beijing- Gúangzhú járnbraut og línuna frá Tíanjín (Tíentsín) í Norður-Kína til Púkú á norðurbakka Tsangjíang- fljóts(Jangtze). Raf- og disilknúnir dráttarvagnar verða í ríkum mæli notaðir á hinum nýju og endurnýjuðu brautum. Frá stofnun Kínverksa alþýðu- lýðveldisins 1949 hafa alls verið lagðar nýja járnbrautir að lengd allt að 30.000 kílómetrum, auk þess sem nokkrar línur hafa verið gerðar tví- spora og lagðir margir hliðarspottar til iðnaðarþarfaog skógtirbrautir. Sú Nýja viðbótin er meira en helmingi lengri en það sem lagt var á 73 árum, frá 1876, þegar fyrst var lögð járnbraut í Kína, til 1949. Nú hafa öll fylki, allar sýslur og sjálfstjórnar- héruð járnbrautasamband nema sjálfstjórnarhéraðið Xízang (Tíbet) en þangað er nú verið að leggja járnbraut. Áður voru járnbrautir aðallega í strandfylkjunum og norð- austurfylkjunum. Járnbrautir eru aðalsam- göngutæki í Kína nú. Árið 1977 fluttu þær 59.1 prósent af öllum vörum og 65.8 prósent af farþegum. 1978 var heildarflutningamarkinu náð 33 dögum fyrir áætlaðan tíma. Beijing-járnbrautastjórnin, sem hefur með höndum einn sjötta af vöruflutningum landsins, er nú að vinna að endurbyggingu margra aðal- járnbrauta í hennar umsjá. Síðast- liðið ár varð það mesta aukning í vöruflutningum síðan 1949, vegna þess að beitt var vísindalegum flutningaaðferðum. Nýjar stórar járnbrautarstöðvar hafa verið byggðar á nokkrum stöðum til að auðvelda iðnaðarfram- leiðslu, utanríkisverzlun og ferða- mannaþjónustu, þar á meðal ein í iðnaðarborginni Qiqíhar í Norðaust- ur-Kina, ein í Tæan, fögrum stað í Sjandong-fylki, og ein við Kæfeng, forna borg i Mið-Kína. 11 TVOPERSONU- LEGDÆMI Kjallarinn í grein, sem ég skrifaði í Dagblaðið sagði ég frá þvi að margt fólk kæmi að máli við mig og vildi rabba um eitt og annað, sem ég hafði drepið á í blaðinu. Þetta er fólk sem stendur utan flokkakjarna eða í jaðri þeirra og þetta fólk veit að veruleikinn er ekki svart-hvítur heldur samsettur úr mörgum mismunandi þáttum. Þetta fólk vill rökræða. En það kemur líka annað fólk til að tala við mig. Þetta fólk bendir mér á að það sé óheiðarlegt að taka mál- stað lítilmagnans í orði en nota svo aðstöðu sína í mjög útbreiddu blaði til þess að gagnrýna þær stofnanir sem eru vist að berjast fyrir þennan lítilmagna. Þetta er að því leyti til rétt að ég hef oft gagnrýnt verkalýðshreyfing- una og þá flokka sem kallast verka- lýðsflokkar. Þessir aðilaf hafa ekki verið gagnrýndir opinberlega undan- farin ár af öðrum en pólitiskum and- stæðingum. Sú gagnrýni hefur ekki byggst á öðru en skítkasti og rógi sem kallað hefur á skynlaus viðbrögð. Slíkt leiðir ekki til annars en einangr- unar. Verkalýðshreyfingin og flokkar hennar eiga að vera undir heilbrigðu og opnu aðhaldi almennings en ekki 'að vera einkafyrirtæki flokkseigénda og fylgifiska þeirra sem reynslan sýnir að hafa oftast þröng og stöðnuð sjónarmið, sérstaklega þegar sömu aðilar eru búnir að vera við stýrið um áratuga skeið. Heiðarleg umræða verður að mínu mati alltaf að vera í gangi ef eðlileg þróun á að halda áfram. En þó að ég hafi gagnrýnt þessar stofnanir þá hef ég að mestu látið vera að gagnrýna blöð og önnur mál- gögn þessara aðila og hef meira að segja skrifað töluvert í þau með það fyrir augum að reyna að vekja athygli á augljósustu veilunum og benda á "ýmsar hættur sem lítilmagninn stendur frammi fyrir, ekki aðeins hvað varðar kaup og ytri kjör, heldur einnig og ekki síður um tilveruréttinn sjálfan. Það mál er mun alvarlegra en forustumennirnir virðast gera sér grein fyrir. Undanhald án áætlunar Þessi gagnrýni sem minnst var á hefur verið á afar breiðum grunni og ópersónuleg. Hún hefur nánast fjall- að um það ástand fjölmennustu sam- taka launafólks að geta verið í gangi skipulagslega séð án þess að vera raunverulega í tengslum við þá at- burðarás sem orðið hefur á undan- förnum árum. Á meðan þeir sem ráða fjármagn- inu hafa tæknivæðst í baráttunni og hafa allt sitt á þurru á hverju sem gengur, hefur verkalýðshreyfingin og málgögn hennar hjakkað á gamalli trúarjátningu sem samin var í upp- hafi og ekkert hefur breyst síðan í samræmi við síbreytilegar aðstæður. Nú ætla ég að nefna tvö dæmi um þetta og svolítið persónuleg. Fyrra dæmið er um auglýsinguna. Vinnuveitendasamband íslands hafði um tíma fallið í þá gryfju að dragast aftur úr í þeirri tæknivæðingu sem ég minntist á. Þeir sátu uppi með fólk sem hafði sömu eiginleika og verka- lýðshreyfingin þekkir svo vel. Þetta fólk var farið að standa starfseminni fyrir þrifum. Það kunni einfaldlega ekki að vinna í nútímaþjóðfélagi og við núverandi aðstæður. En atvinnurekendur vöknuðu i tima og dældu nýju blóði í maskín- una. Árangur þess hefur blasað við undanfarið. Þeir aðilar sem nú stjórna hjá Vinnuveitendasamband- inu vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og meta ástandið og aðstæð- urnar af ísköldu raunsæi. Þetta kom einkar vel í ljós þegar tvær heilsíðu auglýsingar birtust frá Vinnuveitendasambandinu. Þessar auglýsingar voru meistarastykki frá ýmsum sjónarhólum séð. Þær inni- héldu ýmsar staðreyndir sem almenn- ingur þarf að glíma við dag hvern. í þeim var hins vegar ekki getið margra þeirra orsaka sem þessar staðreyndir byggjast á. Þarna var háður skæru- hernaður í hæsta gæðaflokki. En hvernig tók nú verkalýðs- hreyfingin og málgögn hennar þess- um nýju tiðindum úr herbúðum Vinnuveitendasambandsins. í stað þess að taka nú þessar marg- nefndu auglýsingar og leysa þær upp lið fyrir lið og tengja hvert atriði við þróunina í peningamálum atvinnu- rekenda undanfarin ár, þá stóðu málgögn verkalýðshreyfingarinnar þegjandi með opinn munninn þangað til einhver húmoristi tók sér fyrir hendur að snúa út úr auglýsingunum og lagði þannig líkn með þraut i tap- aðri orustu. Þessi skilyrðislausa upp- gjöf segit afar stóra sögu. Maður að nafni... Hitt dæmið sem ég ætla að minn- ast á er afdrif laga sem búið var að semja, en döguðu uppi á alþingi í lokahrinunni í vor. Þó að þessi lög væru ekki mjög stór i sniðunum, þá voru þau líklega það merkilegasta sem fyrir síðasta þingi lá. Mikilvægi þeirra lá þó ekki í þeim breytingum sem þau hefðu haft í þjóðfélaginu í bili, heldur í því að þessi lög áttu að vera undanfari stærri tíðinda sem meira en flest ann- að myndu hafa áhrif á stöðu lítil- magnans í þjóðfélaginu. Þessi lög fjölluðu um það að þeir sem eru nú réttindalausir hvað líf- eyrisgreiðslur snertir, fengju rétt á móts við þá aðra sem hafa einfaldan rétt í lífeyrissjóðum landsins. Þetta munu vera um 3—4 þúsund manns og hvað þeim viðvikur er hér um að ræða þá einföldu frumþörf að fá mat. Mikilvægi þessara laga fólst þó ekki siður í því að þau voru fyrsta skrefið til þess að leysa mesta vanda hins almenna manns i þessu landi. Þessi lög voru skref í átt til þess að lífeyrissjóðavitleysan yrði lögð niður og verðtryggður lífeyrissjóður kæmi fyrir alla landsmenn gegn þvi að hús- næðismál almennings yrðu leyst á félagslegan og eðlilegan hátt í eitt skipti fyrir öll. Þetta litla lagafrumvarp dagaði uppi á alþingi vegna tímaskorts. Það var að minnsta kosti sú skýring sem égfékk. En hvernig stóð nú verkalýðshreyf- ingin og málgögn hennar að því að berja þetta mikla réttlætismál áfram. Satt best að segja hefur ekki komið fyrir augu mín eða eyru neitt sem bendir til þess að þessir aðilar hafi vitað um að þetta frumvarp væri yfir- leitt i gangi. Þó birtist einu sinni ein- dálka frétt i Þjóðviljanum en hún var skrifuð á stofnanamáli og illskiljan- leg. Á meðan endalaus fíflalæti voru á. dagskrá og utan dagskrár niður á Al- þingi fram á síðasta dag þá var þetta frumvarp jarðað í kyrrþey. Á meðan þetta mál var látið gleymast hafði Þjóðviljinn, málgagn launafólks, áðallega tvö áhugamál sem tóku stærsta hluta af pólitisku rúmi blaðs- ins. Þessi brýnu pólitísku málefni voru annars vegar klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum og svo maður að nafni Hannes Hólmsteinn Giss- Hrafn Sæmundsson urarson, en þessi persóna virðist ein þeirra sem fest hafa í ritvélum blaðs- ins. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Fornminjar Þannig standa nú málin i hinni eilífu glímu um skiptingu lifsgæð- anna. Hvorki verkalýðshreyfingin né málgögn hennar virðast skilja það að heimurinn hefur breyst.Að fjármago- ið rennur nú eftir öðrum farvegi en áður. Hins vegar veit hver einasti með- limur i Vinnuveitendasambandinu að það eru yfirráðin yfir fjármagninu sem skapa gróðann og ráða allri til- færslunni en ekki eign þess. Okkar ríkiskapítalismi er þannig öðruvísi en viðast annars staðar. Sú krónutölupólitik sem er svo mikið trúaratriði hjá verkalýðshreyf- ingunni tilheyrir ekki öðru en forn- minjum á sögusafni hennar. Þetta vita þeir sem vinna andlausustu og óþrifalegustu skitverkin í þjóðfélag- inu, átta klukkustundir á dag, fyrir laun sem nema um 40 þúsund krónumá iku.Nokkurn _>ginn sömu upphæö og þaö kosiai að reka bif- reið af ráðherragerð. Þetta vita þeir einnig sem svelta áfram, vegna þess að hluti alþingismanna setti upp sirkus niður við Austurvöll í stað þess að samþykkja lítil lög sem áttu að gefa þeim brauð. Hugmyndafræði er kannski góð, en reynsla almennings núna er ekki sú, að hægt sé að borða hana. Fíflalæti alþingismanna eru kann- ski skemmtileg, en sú skemmtun er ekki niðurgreidd og kostar meira en almenningur hefur efni á. Hrafn Sæmundsson prentari aðstöðu sína í ríkisstjórn hverju sinni til að efla kaupmáttinn sem mest og vinna að öðru leyti með félagslegum aðgerðum að stórfelldum umbótum á hag vinnandi fólks. Þannig hefur víða náðst afbragðs árangur, t.d. í Vestur-Þýzkalandi. Djúphugsuð stef na Einars og Brynjólfs Hérlendis er þessu á annan veg farið, og er von til þess, að menn hugleiði, hvað valda muni. Það er fljótgert að gefa þá skýringu, að hér hafi Alþýðuflokkurinn, allt frá því að hann klofnaði 1938, ekki haft styrk til að framkvæma þá ábyrgu stefnu kaupmáttaraukningar í kjara- málum sem bræðraflokkar hans í ná- grannalöndunum hafa gert. En það er aðeins hluti sögunnar. Meginskýr- ingin er sú, að enn þann dag í dag er allsráðandi í Alþýðubandalaginu, og þar með innan öflugasta hluta laun- þegasamtakanna, sú stefná, sem Brynjólfur Bjarnason og Einar OI- geirsson hugsuðu upp og ráku ásamt verkalýðsforingjum sínum alla tíð. Þar er ekki um að ræða stefnu kaup- máttaraukningar (sem þeir félagar nefndu raunar gjarnan ,,svik við verkalýðinn”), heldur þvert á móti stefnu hins verðlitla krónufjölda. Á árum Einars og Brynjólfs háðu jafn- aðarmenn og kommúnistar grimmi- lega baráttu um fylgi launþega og gera það auðvitað enn. Mikilvægt vopn kommúnista í peirri baráttu voru „yfirboðin” svokölluðu. í kaupgjaldsbaráttunni reyndu þeir jafnan að ganga a.m.k. einu eða tveim skrefum lengra en jafnaðar- menn og létu sig vitaskuld einu gilda, þótt slík stefna leiddi alls ekki til kaupmáttaraukningar. Hún hafði að þeirra mati margs konar flokkslegan ávinning í för með sér. Þeir gátu bent á jafnaðarmenn sem „svikara”, sem væru linir í baráttunni og mætti ekki treysta. Þeir gátu barið sér á brjóst og staðhæft, að þeir væru fremstu og mestu baráttumenn launþega og ættu þess vegna að njóta trausts þeirra. Og síðast en ekki sízt á þennan veg var unnt að kippa rekstrargrundvellinum undan atvinnuvegunum og setja þjóðfélagið á hvolf einu sinni eða tvisvar á ári. Smám saman hlaut slíkt að leiða til þeirra vandræða og upp- lausnar, að ekki yrði við neitt ráðið, samtímis þvi, sem veldi kommúnista yrði þá meira en nokkru sinni fyrr. Og þá gæti tími valdatökunnar verið kominn. Eftir það yrði verkalýðs- félögunum breytt i íþróttafélög að austantjaldssið. Kunnara er en frá þurfi að segja, að í gullæði stríðs- og eftirstriðsár- anna hlaut stefna kommúnista mik- inn stuðning, langt út fyrir þeirra raðir, meðal annars hjá miklum fjölda ábyrgðarlítilla eignamanna, sem með margvíslegum hætti studdu hina kommúnísku verðþenslustefnu, sjálfum sér i hag. Því þegjandi bandalagi hefur verið veitt miklu minni athygli en verðugt hefði verið. Stefna hins verðlitla krónufjölda hefur ráðið ferðinni Þegar nú er litazt um í þjóðfélag- inu verður ekki annað sagt en hin kommúníska stefna verðlítils krónu- fjölda hafi borið mikinn flokkslegan ávöxt. Að sama skapi hefur hin ábyrga stefna jafnaðarmanna um raunhæfa kaupináttaraukningu og félagslegar umbætur borið of lítinn ávöxt, þótt stundum hafi nokkuð áunnizt, t.d. á viðreisnarárunum. Sennielga hefur hún fengið vaxandi viðurkenningu og aukinn hljóm- grunn, þegar yfir lengri tíma er litið. Samt hefur hún löngum orðið að láta í minni pokann, m.a. þegar laun- þegaforingjar kommúnista og sjálf- stæðismanna hafa snúið bökum Kjallarinn Sigurður E. Guðmundsson saman eða þegar verkalýðsfélög undir stjórn sjálfstæðismanna hafa á vinstristjórnarárum tekið upp hina óábyrgu stefnu verðlitils krónu- fjölda. Það fylgir svo að sjálfsögðu þess- ari sögu, að þótt kostir hinnar kommúnísku stefnu um verðlítinn krónufjölda séu yfirgnæfandi, flokkslega séð að mati Alþýðubanda- lagsins, hlutu nokkrir ókostir vita- skuld að fylgja. Þeir eru helztir, að þegar flokkurinn er aðili að ríkis- stjórn, lendir hann í þvi að þurfa að snúast gegn þeirri þróun, sem hann hefur sjálfur upp vakið og haldið gangandi. En foringjarnir hafa ætíð gert sér grein fyrir því, að hvort- tveggja er, að það er ekki oft sem flokkurinn er í ríkisstjórn, og eins hitt, að umsamda baráttu gegn verð- og launakapphlaupi er þá hægt að reka með hangandi hendi eða jafnvcl snúast gegn henni I reynd, eins og menn hafa raunar séð undanfarið. Svo má lika alltaf kenna öðrum um. Eitt er að vilja og annað að vera A undanförnum árum hafa komm- únistar margsinnis reynt að koma því inn hjá almenningi, að i rauninni væru þeir jafnaðarmenn, aðeins tals- vert harðari og róttækari en Alþýðu- flokkurinn. Ekki er að efa, að margir flokksmenn Alþýðubandalagsins hafa talið sér trú um þetta, og senni- lega er þetta viðhorf ríkt meðal al- mennings. En eitt er að vilja og ann- að að vera. Hvað sem lögum og stefnuskrá flokksins líður, eru margir þættir i starfsemi hans svo kommún- ískir og rætur hans og þeirra enn svo djúpar í liðnu starfi Kommúnista- flokks íslands og Sósíalistaflokksins sáluga, að því miður verður hann enn ekki talinn annað en kommúnista- flokkur. Hér hefur verið reynt að skýra grunninn í einum mikilvægasta þætti starfsemi hans, en með sama hætti mætti greina marga fleiri. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Stefna Brynjólfs og Einars ræöur enn feröinni í Alþýðubandalaginu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.