Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 10
10 Utgefandt Dagbtaðlð hf. Framkvnmdaatjód: Svalnn R. Eyjólfwon. Ritstjód: Jónu Ktktjánsson. RhstjómsrfulltKib Haukur Hslgason. SktffstofustjóH ritstjómar Jóhannas Reykdal. Fréttastjóri: Óma Valdknarsson. iþróttin HaUur Slmonarson. Manning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Pólsson. Maóamann: Anna BJamason, Asgair Tómasson, AtU Stalnarsson, Bregi Slgujðsson, Dóra Stafánsdótt Ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Galrsson, Slguröur Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Hilmar Karisson. Ljósmyndir Ami PóU Jóhannsson, BJamleifur BJamleifsson, Höiður Vilhjilmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þrólnn ÞorieHsson. Sðkistjóri: Ingvar Svelnsson. DreHing arstjórfc Mór E.M. Halkl&rsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoW 11. Aöalsimi blaðslnsar 27022 (10 Nnuri. Setning og umbrqt Dagblaðið hf„ Siðumúla 12. Mynda og plötugaið: Hilmlrjtf., Siðumúla 12. Prentun: Arvakur Itf., SkeHunni 10. Verð I lausasökj: 180 krónur. Veið I óskrift innanlands: 3800 krónur. Tekjuskatturinn endaleysa í fljótu bragði hefði mátt halda, að yg tekjuskatturinn væri að syngja sitt síð- asta upp úr páskum i vetur. Þá skapað- ist meirihluti sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmanna í þingnefnd fyrir tillögu alþýðuflokksmanna um afnám tekju- skatts á almennar tekjur. Stjórnarliðið var klofið, en þingmeirihluti var fyrir þessari mikil- vægu breytingu, að því er ætla mátti. Þeir, sem betur þekktu, sáu þó, - að tillaga alþýðuflokksmanna var sýndarmennska, enda var hún jörðuð í þinglokin. Þjóðfélagsmisrétti á íslandi felst fremur í fyrir- greiðslu- og aðstöðumun ýmiss konar en beinum launamismun. Skattakerfíð er ein rót misréttisins. Launþegar landsins finna nú bezt fyrir þessu, þegar þeir fá álagningarseðla sína. Tekjuskatturinn er ranglátur. Hann er fyrst og fremst launþegaskattur, sem nær ekki þeim tilgangi að jafna tekjur, eins og honum er ætlað. Stórir hópar manna með hæstu tekjur smeygja sér að miklu undan þeim vendi. Ýmsir iðnaðarmenn ráða mikið til sjálfir, hvað þeir telja fram sem tekjur, eins og hvert manns- barn veit. Þeim, sem við atvinnurekstur sýsla, gefst færi á fjölmörgum smugum. Allir munu sammála um, að vegna slíkra gata og fjölda annarra er tekjuskattur- inn geipilega óréttlátur. Stighækkandi tekjuskatti var upphaflega ætlað að vera eitt mikilvægasta tækið við jöfnun þjóðfélagsað- stöðu þegnanna. Fyrir honum börðust gjarnan þeir, sem sögðust stefna að meira jafnrétti. Þetta hefur mikið breytzt. Þótt athygli beinist þessa daga að nokkrum „hákörlum” efst á skattalistum, sem leggja mikið af mörkum til þjóðfélagsins, má hitt ekki gleym- ast, að fjöldi þeirra, sem í raun hafa miklar tekjur, sleppur býsna vel frá skattinum. Tekjuskatturinn eykur eins og komið er misrétti í þjóðfélaginu í stað þess að draga úr því. Tekjuskatturinn nær ekki þeim megintilgangi sínum að láta menn greiða réttlátlega af aukinni efnahagsgetu sinni. Skilningur á þessu hefur vaxið meðal almennings. Það birtist meðal annars í sjónspilinu, sem alþingis- menn settu á svið í vetur, þegar rædd var tillaga al- þýðuflokksmanna um afnám tekjuskatts á almennar tekjur. Stjórnmálamönnum þótti örðugt að finna rök fyrir áframhaldi skattsins. Niðurstaðan varð eins og jafnan áður, að í stað leið- réttingar voru þyngri skattaklyfjar lagðar á herðar landsmanna. Þann sama vetur og tillagan um afnám tekjuskatts á almennar launatekjur virtist hafa fylgi þingmeirihluta, voru samþykktar breytingar á skatt- heimtu, sem leiddu til aukins ranglætis. Þar sem tekjuskatturinn nær einfaldlega ekki til raunverulegrar efnahagsgetu stórra hópa, er til lítils að auka skattheimtu á þeim svokölluðu háu tekjum, sem skattframtöl sýna. Tekjuskatturinn er ófær skattur, sem ekki þýðir að lappa upp á en ber að leggja niður með öllu. Af tæknilegum ástæðum kann að vera rétt, að sveitarfélög njóti áfram tekna af útsvari, brúttóskatti á tekjur. Ríkið á hins vegar að leita annarra leiða. Niðurfellingu tekjuskatts ber fyrst og fremst að mæta með samdrætti ríkisbáknsins. Skattheimta hér á landi hefur tvöfaldazt miðað við tekjur þjóðarinnar á rúmum tveimur áratugum. Hún er langt úr hófi fram. Hana ber að færa aftur á það stig, sem hún var á, áður en hið ramma skeið síaukinnar skattpíningar hófst. Ríkið á fyrst og fremst að innheimta tekjur sínar af eyðsíu manna, sem gefur betur en núverandi skatt- gjaldstekjur til kynna, hver efnahagsgeta þeirra er. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28..JÚLÍ 1979. ..... Tansanía: Hver á að greiða herkostnað Tan- saníu í Uganda? Julíus Nyerere forseti hef ur óskað eftir aðstoð vestrænna ríkja vegna styrjaldarmnar sem kostaði Idi Amm völdin Styrjöldin gegn Idi Amin í Uganda, sem rekin var af Júfiiusi Nyerere forseta Tansaníu, varð hon- um dýr i skauti. Forseti eins fátæk- asta ríkis heims hefur taepast efni á að standa í styrjöld sem kostar upp undir fimm hundruð milljónir doll- ara. Því mun það vera svo um þessar mundir, að fjárhagur Tansaníu mun vera lítið skárri en Uganda en þar er allt í rústum. Nyerere forseti sendi um það bil fjörutíu og fimm þúsund manna her- lið til Uganda á sínum tíma. Margir þeirra cru komnir aftur heim til Tansaníu, enda hlutverki þeirra lokið að mestu. Margir þeirra voru í vara- liði hersins og urðu að hverfa frá býl- um sínum eða öðrum störfum. Forsetinn hefur nú farið fram á að- stoð frá vestrænum þjóðum til endurgjalds fyrir að hafa rekið Idi Amin frá völdum. Fyrir þetta vill Nyerere fá 370 milljónir dollara og segist hann ætla að nota þá til að endurreisa efnahagstíf lands síns eftir styrjaldarátökin. Vestiænir stjórnarsendimenn segja að ekki sé líklegt að Nyerere verði að ósk sinni og annars staðar frá getur hann ekki gert sér vonir um neina aðstoð. Einn sendimanna i Dar-es Salaam, höfuð- borg Tansaníu, sagði nýverið við fréttamann bandaríska blaðsins The Christian Science Monitor, að vest- ræn ríki gætu ekki fjármagnað styrj- aldir annars staðar í heiminum. Slíkt væri ekki þáttur í þróunaraðstoðar- áætlunum þeirra. Tansaníustjórn bendir á, að styrj- öldin gegn liði Idi Amins hafi tafið ýmsar uppbyggingarframkvæmdir í landinu sjálfu. Ýmis farartæki sem ekki er of mikið af í Tansaníu sjálfri hafi verið flutt til Uganda vegna styrjaldarrekstursins. Dregið hafi úr landbúnaðarframleiðslu sem er aðal- útflutningsgreinin. Auk þess varð ríkið að fæða, vopna og klæða liðsveitir sínar. Þúsundir starfa og verkefna í Tansaníu eru nú i óreiðu og leiðir það til alls konar vitleysu og vandræða í efnahags- og atvinnulífi landsins. Júlíus Nyerere forseti hefur þegar sent beiðnir um aðstoð til Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Svíþjóðar, Hollands, Ítalíu, Frakklands og Japan. Ráðamenn þessara ríkja eru um þessar mundir uppteknir við að leysa verðbólgu- og olíuskortsvanda- mál sín. Fari svo að Tansaníustjórn fái ekki aðstoð erlendis frá getur hún neyðzt til að kalla herlið sitt algjörlega frá Uganda. Það gæti svo aftur leitt til þess að Idi Amin og menn hans mundu reyna að komast aftur til valda. Gæti það kostað hrikalegt blóðbað og mannfórnir um langt skeið í þessu landi sem að sögn hefur fengið meira en nóg af slíku á undan- förnum árum. Tansanía er ekki eina ríkið í Austur-Afríku, sem óskað hefur eftir aðstoð frá vestrænum ríkjum. Nýja stjórnin í Uganda hefur til dæmis farið fram á hvorki meira né minna en tveggja milljarða dollara efna- hagsaðstoð til enduruppbyggingar í þjóðfélaginu. Tansanía er eins og áður sagði með fátækari ríkjum. Júlíus Nyerere segist vera að byggja þar upp sósíal- ískt þjóðfélag. Hefur hann notið víð- tækrar efnahagsaðstoðar erlendis frá. Sjö tíundu hlutar þróunaráætl- unar landsins eru reknir með erlendu fjármagni og helmingur af fjárfest- ingum á vegum hins opinbera einnig. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn hafa undanfarið lánað nálægt 140 milljónum dollara til Tansaníu. Auk þeirra efnahagslegu erfiðleika sem Tansanía á við að stríða vegna styrjaldarinnar í Uganda hefur ríkið ekki farið varhluta af öðrum vanda- málum. Verðbólgan hrjáir þjóðina, hækkandi oliuverð og alvarleg flóð I landbúnaðarhéruðunum, sem valdið hafa miklu tjóni, dundu yfir fyrir nokkrum vikum. Hefur nútímaland- búnaðaráætlun, sem Nyerere forseti hefur lagt áherzlu á, því tafizt veru- lega auk þess sem fjármagn skortir til að halda henni áfram. Júlíus Nyerere forseti Tansaníu hefur lengi verið álitinn einn af hin- um mikilhæfari leiðtogum svörtu Afríku. Hann á nú í stríði við nokkur önnur ríki í Samtökum Afrikuríkja vegna innrásar hers hans í Uganda. Hafa margir Afríkuleiðtogar for- dæmt hana sem óverjandi afskipti af innanríkismálum annars Afríkuríkis. Sjálfur segir Nyerere að hann hafi aðeins verið að svara innrás hers Idi Amins inn í Tansaníu. Hann hefur neitað að verða við tilmæium sam- takanna um að hverfa með herlið sitt á brott frá Uganda. Olli hann mikilli reiði meðal annarra fulltrúa á ráð- stefnu Afríkuríkjanna. Var forseti samtakanna, Nimeiry frá Sudan, þar fremstur í flokki. Öllum er þó Ijóst að þeir eru marg- ir þjóðarleiðtogarnir bæði innan og utan Afríku, sem eru Nyerere forseta þakklátir fyrir frumkvæði það sem hann hafði í að steypa ógnarstjórn Idi Amins í Uganda. Þeir telja jafn- vel að hann hefði fremur átt að fá orðu einingarsamtaka Afríkuríkja heldur en ákúrur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.