Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 18
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. 18 ð Iþróttir Iþróttir ÍSLAND LEIKUR FJÓRA HM-LEIKI í SUMAR — Leikjunum íHM-ríðli Bslands íknattspymu ákveðnir leikdagar á laugardag íslenzka landsliðiA í knatlspyrnu mun leika fjóra leiki I þriflja riðli heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu í sumar — tvo á Laugardalsvell- inum og tvo erlendis. Alls vcrða sjö leikir í riðlinum á árinu 1980 fyrir HM á Spáni 1982 en 13 leikir verða háðir á árinu 1981. ísland og Wales lcika fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann á Laugardalsvelli 2. júní næstkomandi. Sovézka landsliðið kemur hingað og leikur 3. september en ísland leikur svo í Tyrklandi 24. septcmber og í Sovét- ríkjunum 15. október. Samkvæmt fréttaskeyti frá tékk- nesku fréttastofunni Ceskoslovensky var skýrt frá því á laugardag í Prag, að knattspyrnusambönd Islands, Wales, Tékkóslóvakíu, Sovétrikjanna og Tyrklands hafi á föstudag undirritað samkomulag um leikdaga i 3. riðli Evrópu í heimsmeistarakeppninni. Niðurstaða samkomulagsins var þannig: 1980 2. júní, ísland — Wales 3. september, Island — Sovétrikin 24. september, Tyrkland — ísland 15. október, Sovétríkin — ísland, Wales — Tyrkland 19. nóvember, Wales — Tékkóslóvakía 2. des, Tékkóslóvakia — Tyrkland 1981 25. marz, Tyrkland — Wales 15. apríl, Tyrkland — Tékkóslóvakia 25. mai, Tékkóslóvakia — ísland 25. ágúst, Wales — Sovétrikin 2. september, ísland — Tyrkland 9. september, Tékkóslóvakía — Wales 23. september, Sovétríkin — Tyrkland, island — Tékkóslóvakía 10. október, Tyrkland — Sovétríkin 14. október, Wales — ísland 28. október, Sovétríkin — Tékkó- slóvakía 8. nóvember, Sovétríkin — Wales 30. nóvember, Tékkóslóvakia — Sovét- ríkin. ÁTJÁN MÖRK SIGGA SVEINS ÞEGAR ÞRÓTTURVANN ÞÓR! —Þór, Akureyri, tapaði einnig fyrir Ármanni í 2. deildinni Sigurður Sfeinsson — 18 mörk i leik. Sigurður Sveinsson, landsliðsmaður- inn örvhenti í hrótti, færði lið sitt á þröskuld 1. deildar handknattleiksins á laugardag. Skoraði 18 mörk gegn Þór í 2. deild í Laugardalshöll og það mun vera almesta markaskorun i einum leik sem Um getur — og Þróttur þurfti vissulega á þessum mörkum Sigurðar að halda. Akureyringar höfðu lengstum forustu í leiknum og það var ckki fyrr en um miðjan síðari hálfleik að Þróttur komst yfir. Eftir það var ekki vafi á hvort liðið mundi bera sigur úr býtum. Þróttur sigraði 27—23 og hefur nú 18 stig úr 13 leikjum. En KA og Fylkir eru hættulegir keppinautar um sæti í 1. deild. Það var reyndar furðulegt, að Akur- eyringar skyldu ekki taka Sigurð úr umferð fyrr en rétt lokamínútur leiks- ins, þegar staðan var orðin vonlaus. Sigurður skoraði og skoraði — og vörn Þórs kom varla á móti honum. Gár- ungarnir voru að tala um í byrjun, Sigurður átta, Þór níu eftir 24 mín. en Sigurður skoraði átta fyrstu mörk Þróttar í leiknum. Síðan skoraði Einar bróðir hans og jafnaði í 9—9. Þór komst í 12— 10 en Siggi Sveins gerði sér litið fyrir og minnkaði muninn beint úr aukakasti eftir að leiktíma lauk. 12—11 fyrir Þór í hálfleik. Rétt er að geta þess að Pálmi Pálmason lék ekki með Þór í leiknum og munar um minna. í síðari hálfleiknum hélt Þór eins til tveggja marka forustu þar til um miðjan hálfleikinn að Arnar Guðlaugs- son, sem þjálfar Þórsara auk þess sem hann leikur með liðinu, var tekinn úr umferð. Við það hrundi leikur Akur- eyrar-liðsins. Þróttur breytti stöðunni úr 15—17 í 20—17 — skoraði fimm mörk í röð — og eftir það blasti sigur- inn við Þrótti. Dýrmæt stig í höfn — og þau geta Þróttarar eingöngu þakkað Sigga Sveins. 18 mörk í 22 skottilraun- um er áreiðanlega með því bezta, sem hér hefur átt sér stað i handknattleik. Flestir aðrir leikmenn Þróttar voru daufir, meira að segja Sigurður Ragnarsson markvörður. Hann fór ekki að verja vel fyrr en í lokin. Varnarleikurinn var ekki góður — og þar voru þeir slakastir bræðurnir Einar og Siggi Sveins. Hjá Þór var Arnar drjúgur, svo og Sigtryggur og Gunnar Gunnarsson lék Einar upp úr skónum. Mörk Þróttar skoruðu Sigurður 18/4, Ólafur H. Jónsson 3, Páll Ólafs- son 3, Lárus Lárusson 2 og Einar 1. Mörk Þórs skoruðu Sigtryggur 8/4, Gunnar 6, Arnar 4, Ólafur Sverrisson 2, Árni Stefánsson 1, Valur Knútsson Þ og Hrafnkell Óskarsson 1. Ragnar Þor- valdsson varði mark Þórs með tilþrif- um, einkum í fyrri hálfleik. Dómarar Árni Tómasson og Björn Kristjánsson. í gær lék Þór svo við Ármann í Laguardalshöll. Það kom á óvart, að Ármann hafði undirtökin nær allan leikinn og vann öruggan sigur, 25—20. Lið Þórs lék mun Iakar en gegn Þrótti daginn áður. - hsím. Naumur sigur Vals gegn Þór —Valur vann 16-14 og sigurgangan helduráfram Valsstúlkurnar héldu áfram sigur- göngu sinni í 1. deild kvenna um helg- ina er þær sigruðu Þór á Akureyri 16— 14 í jöfnum og spennandi leik, sem annars einkenndist af afar slakri dóm- gæzlu. Staðan í hálfleik var 9—7 Val í vil. Leikurinn var jafn til að byrja með en Valur leiddi með 1—2 mörkum. Þór jafnaði að vísu í 4—4 á 12. mín. en eftir það sigu Valsstúlkurnar aftur fram úr og leiddu með tveimur mörkum í hálf- leik. Þórsstúlkurnum tókst síðan aftur að jafna metin á 8. mín. síðari hálf- leiks, 11 — 11 og fóru skömmu síðar illa að ráði sínu er Harpa nýtti ekki tvö vitaköst í röð. Það reyndist afdrifaríkt því Vallstúlkurnar gáfu aldrei eftir: Þór náði ekki að ógna sigrinum neitt að ráði undir lokin og öruggur sigur Vals var í höfn. Bæði liðin reyndu að taka leikmenn, úr umferð. Þór tók Hörpu Guðmunds- dóttur úr umferð um tíma en þá lét Erna ljós sitt skina í frelsinu. Hún er nú að skipa sér á bekk með allra beztu handknattleikskonum landsins. Valur tók Magneu úr umferð megnið af tím- anum en það tókst ekki nógu vel þvi hinar fengu þá meira rými. Magnea skoraði hins vegar ekki nema 1 mark. Dómarar voru þeir lngvar Viktors- son og Halldór Rafnsson og dæmdu þeirafar illa — einkum framan af. Mörk Þórs: Harpa 7/4, Þórunn 3, Valdís 2, Magnea I og Guðný I. Mörk Vals: Erna 6/4, Harpa 4/2,- Ágústa 3, Marin 1, Sigrún B. 1 og Karen 1. - GS Þór—Valur 14-16 (7-9) íslartdsmótið í handknattloik, 1. deild kvenna. Þ6r - Valur 14-16 (7-9). Akureyri 22. marz. Beztu leikmenn: Ema Lúðvíksdóttir, Val 7, Harpa Sigurðardóttir, Þór 7, Harpa Guðmunds- dóttir, Val 6, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Val 6, Magnea Friðriksdóttir, Þór 6. Þór Kristín Ólafsdóttir, Borghildur Freysdóttir, Magnea Friöriksdóttir, Valdís Hallgríms- dóttir, Harpa Sigurðardóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Þórey Friðriksdóttir, Ásdís Guðmunds dóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Edda öriygsdóttir, Anna. Valur Jóhanna Pólsdóttir, Ólafia Guðmundsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Erna Lúöviks- dóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Karen Guðnadóttir, Kristín Ólafsdóttir, Marín Jónsdóttir, Guð- björg Einarsdóttir, Sigrún Bergmunásdóttii^ íþróttir Iþróttir Ólafur H. Jönsson meö Hummel-skó en að baki eru þekktir landsliðskappar úr Val, Þorbjörn Jensson og Stefán Gunnarsson. DB-mynd Bjarnleifur. Hummel-sportvöru- verzlun í Ármúla ,,Ég held að þella geti orðið góð verzlun — við erum á góðum stað með næg bílastæði og heimsþekkta gæða- vöru,” sagði landsliðskappinn kunni í handknattleik, Ólafur H. Jónsson, Forest gegn Ajax — í Evrópubikamum Á laugardag var dregið í undanúrslit Evrópumótanna þriggja í knattspyrn- unni. Evrópumeistarar Nottingham Forest leika við Ajax, Amsterdam, í Evrópubikarnum, og í hinum undanúr- slitunum leika Real Madrid og Ham- borg. Keppni meistaraliða og frábær lið þarna samankomin. Öll hafa sigrað í Evrópubikarnum nema Hamburger SV. Real Madrid sex sinnum, Ajax þrisvar — og það þrisvar í röð, 1971 — 1973. Forest einu sinni. Fyrri leikirnir verða 9. apríl í Nolt- ingham og Madrid — en leikið í Amsterdam og Hamborg 23. apríl. IJrslitaleikurinn í keppninni verður svo í Madrid 28. maí. í Evrópukeppni bikarliða leika Nanles, Frakkiandi, og Valencia, Spáni — og Arsenal, Englandi, og Juventus, Italíu. Úrslitaleikurinn verður í Brusscl 14. maí. í UEFA-keppninni eru fjögur þýzk lið eftir. Þar lentu Bayern Munchen og Eintracht Frankfurt saman, og VfB Stuttgart og Borussia Mönchenglad- hach. Úrslitin þar eru leikin heima og heiman. Fyrri úrslitaleikurinn verður 7. mai annaðhvort i Múnchen eða Frank- furl en hinn síðari 21. maí á heimavelli Stuttgart eða Gladbach. . Það er athyglisvert í Evrópukeppni bikarhafa að liðin fjögur í undanúrslit- um hafa ekki sigrað í þessari keppni — Juventus hins vegar í UEFA-kepninni fyrir þremur árum og Arsenal í sömu keppni fyrir tíu árum. Valencia tvi- vegis. þegar hann opnaði nýja sportvöru- verzlun ásamt fjölskyldu sinni á iaugar- dag — Hummel-búðina að Ármúla 38, á horni Ármúla og Selmúla. Eigendur með Ólafi eru faðir hans Jón Andrésson og bróðir Jón Pétur, sem leikur nú með Dankersen í Vestur- Þýzkalandi en kemur heim i sumar. ,,Við höfum haft umhoð fyrir Hummel-vörur, sem eru þýzkar, frá 1975 og við höfum nú allan iþrótta- fatnað fyrir iþróttafólk og almenning. Með haustinu munum við bæta við skíðum og skiðafatnaði og skautum. Þá erum við með Remington-byssurnar bandarisku og skotvörur, og smám saman munum við selja vörur fyrir hestasport. Ég læt framleiða fyrir mig erlendis undir Hummel-merkinu og hef náð þar hagstæðum samningum, sem gerir það að verkum að verð er tiltölulega lágt,” sagði Ólafur H. ennfremur. Ýmsir kunnir íþróttagarpar voru við- staddir opnun Hummel-búðarinnar á laugardag — einkum gamlir félagar Ólafs í Val. Verzlunarsvæðið er rúm- gott og vörum haganlega fyrirkomið. heildverzlun Ólafs H. Jónssonar, sem verið hefur til húsa að Laugavegi 178, flytur nú slarfsemi sína í Ármúlann. HM-meistarar íUruguay — Argentína og Holland ekkisaman íriðli Á föstudag var dregið í riðla i keppni fyrrum heimsmeistara i knattspyrnu, sem verður í Uruguay 20. desember til 10. janúar næstkomandi. Núverandi heimsmelstarar, Argentina, og Holland, sem varð í öðru sæti á HM 1978, eru ekki í sama riðli. Holland kom í keppn- ina í stað Englands. í A-riðli eru Uruguay, Holland og italia. í B-riðli eru Argentína, Vestur- Þýzkaland og Brasilía. Fyrsti leikurinn verður 30. desember milli Uruguay og Hollands en 1. janúar leika Argentína og V-Þýzkaland. Sigur- vegarar í riðlunum leika til úrslita 10. janúar. Keppnin er háð í tilefni af 50 ára afmæli fyrstu heimsmeistarakeppninn- ar, sem háð var í Uruguay 1930 — og heimamenn sigruðu þar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.