Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 36
Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1980 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 20. mars 1980. TILYALIN FERMINGARGJÖF -------------------------“V B&ll Hallbjömsson {ií>' H>". . lc ORÐ OGÁKALL <L Foreldrum fermingarbarna er sérstaklega bent á bókina til fermingargjafa. BÓKIN ER TILEINKUÐ ISLENSKRI ÆSKU. Ungmenni ættu að kynna sér ábendingar hennar, því mesta hamingja þeirra er aö finna Jesú Krist - og fá aö njóta handleiðslu hans um alla ævidaga. Höfundurinn. TIL FERMINGARGJAFA 5 MANNA TJÖLD 3 MANNA TJÖLD ÓDÝRIR ÞÝZKIR SVEFNPOKAR SEGLAGERÐIN ÆGIR l- yjanötu 7, Ortlrisc y — Kiykjavík - Simar 14110.1 o|> 1.1.120 í þessari grein langar mig til að færa nokkur rök fyrir fullyrðingum setn ég hélt fram í kjallaragrein sem birtist þann 27. deseinber siðasl- liðinn, en þar gagnrýndi ég kirkjuna fyrir getuleysi í því að sinna andlegu hlutverki sínu vegna ófullnægjandi og fjarstæðukenndra kennisetninga sem lúta að hinztu rökum tilver- unnar. Tilefnið til þessara skrifa bæði þá og nú er að svara niðrandi ummælum kirkjunnar um jóga, samanber grein sem birtist í dálkinum Á Drottins degi i Morgunblaðinu þann 20. janúar, en sú grein bar yfir- skriftina ,,Fyrrverandi guru varar við jóga”. x í róginælum kirkjunnar skín sá ótti í gegn að jóga sé að grafa undan „feysknum stofnum” kirkjunnar. Ætlun mín er að færa fram sundur- liðuð rök fyrir því hvers vegna æ fleiri manneskjur eru að vakna til vit- skipa. Ég vil að sjálfsögðu hvetja guðfróða menn til að andmæla þess- ari grein og sýna fram á veilur í rök- semdafærslu minni, ef þeim þykir að ég fari með fleipur. f Fyrst langar mig tilað bendfl'á'það sem ég tel vera hinn hreina ómengaða kjarna í boðskap Krists og kemur fram i því sem Kristur kallaði æðsta boðorðið: ,,Þú skalt elska Drottin guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.” (Lúk. 10:25-27). M.ö.o. þá lagði Kristur áherzlu á að það væri sönn trú og opið og einlægt hjarta sem væri bezta leiðin til að þekkja Guð. Athyglisvert er að sams konar trúarhugmyndir má finna í öðrum meiri háttar trúarbrögðum. Þó að visindin og trúin séu saup- sátt í dag, hefur sú staðreynd ekki breytzt í veigamiklutn atriðum að að hún hafi fram yfir önnur trúar- brögð. M.ö.o. miðaldaheimspeki kirkjunnar er enn sem fyrr hyrningar- steinninn undir kristinni kreddutrú, og ætla ég i stórum dráttum að sýna fram á þetta svo að ekki verði um villzt að „keisarinn er ekki i neinu”. Hvernig túlkar kirkjan eftirfarandi tilvitnun úr bibliunni: „Svo elskaði Guð heiininn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilift lif”. (Jóh. 3:16). Erfðasyndin Skýringin á þessari tilvitnun er sú að mannkynið hafði fengið erfða- syndina í vöggugjöf frá Adam og Evu sem varð það á í messunni að óhlýðn- ast Guði, og setti Guð þau út á kald- an klakann fyrir vikið. Syndin hafði fest rætur i brjóstum þeirra og sam- kvæmt erfðafræðilegum lögmálum Vr„ JAn JJnlW H"*J“rt5SO" Siwr*’"- l'lt,sson --—----«---- ?iirrverandi guru arar við jóga U,I hergi brotinn at m6ua-W . tnrtversku oeis 3,tlað mmiúisn- ssísbbí , r ug dró ao hoaniynrtaheon a J:(sl(nc„un 6 Rahi j,uhar- hinduismans. ««",si íhug,in °g. efnishyggW rislin ihuRun'nn'luasiöa^^ru 61.k ihugun ' 'I® ia„m, segir Ma- ÍKSÍÍS— s^Æ^vtmu'S helst vurft tískuvara , hverf ibunun .Kt.'uöu KUru aft nafn' Mahar jhugun l hugle'Sslu ' Htma a) og stah etn'Shygg) r ger( Mahar- jiati s'agor (t eignast ishi s)alíum W y' ^ og árs. einhaþotu og Banda- tek)ur upp a ihugun er rikjadala. ';"hV'rafbi ‘ Mahara). siðlaus, scgtr K þetta séu Maharish! r viti fullvel, að visindi.hhtthannv.ntnrœUa!1 hér er um r‘ (ur „eitað hi"dU‘lr“,luathofnin er förnar- undar um það að „keisarinn er ekki í neinu”, þó að kirkjan hafi alltaf haldið því gagnstæða fram (líkingin er tekin úr samnefndri dæinisögu eftir H.C. Andersen), þ.e.a.s. hvers vegna fólk afneitar lifsfilósófiu kirkj- unnar og leitar á framandi mið til að finna hamingjuna og þá i þessu til- felli til jóga og skyldra sálvaxtarað- ferða. Vankantar á trúarlrfi Áður en lengra er haldið langar mig til að biðja alla einlæga kristna menn velvirðingar á þeim ummælum sem kunna að særa trúarvitund þeirra, því að illvilji í þeirra garð er mér viðs fjarri. Tilgangur minn er einungis sá að vekja athygli almenn- ings á vanköntum í trúarlífi þjóðar- innar, sem mér finnst vera mikið af, en það er von min að það geti orðið framlag til aukinnar andlegrar menn- ingar sem allir andlega sinnaðir menn ættu að geta fallizt á sem æskilegt markmið, hvaða flokk ‘ sem þeir lífsspeki og heiinspeki kirkjunnar hefur ekki verið hnikað frá þeim tím- um hennar sem gáfu tilefni til margra trúarbragðadeilna og misyndisverka sem af þeiin hlauzt. Þetta er ekki hvað sizt neyðarlegt fyrir þær sakir að visindin hafa þráfaldlega afsann- að og hrakið helztu kreddur kirkj- unnar, svo sem varðandi aldur og sköpun heimsins og mannsins. Að visu eru til þeir menn i hópi hinna guðhræddu sem benda réttilega á að frásögur biblíunnar eru mikið til há- leitar og djúphugsaðar dæinisögur og likingar sem fyrir alla muni ber ekki að túlka bókstaflega. En varla dettur nokkrum heilvita manni í hug að kirkjan sé svona sundurlynd og margklofin út af því að henni kemur ekki saman um bókmenntalega túlk- un á ritningunni, því að ef svo væri, þá þýddi það að líf og dauði Jesú Krists missti mikið af inntaki sínu, sem felst i þvi að „Trúin á hann er það eina sem getur bjargað mannssál- inni frá glölun”. í öðru lagi myndi það þýða að kristning myndi glata þeirri sérstöðu sem kirkjan fullyrðir gekk hún i arf til niðja þeirra, þ.e.a.s. til alls mannkyns. Þannig má rekja syndaflóðið aftur til óhlýðni Adams og Evu, og einnig borgirnar Sódóma og Gómorra og Babýlon guldu þess að Adam hafði bragðað á forboðnu epli. Sumir vilja meina að hið for- boðna epli standi sem tákn fyrir kyn- líf sem er sennilegasta skýringin fyrir því að kynlif hefur aldrei verið vel liðið frá sjónarhóli kirkjunnar nema innan mjög strangs siðferðislegs ramma og þá sem ill nauðsyn. Guð nýja testamentisins hefur tekið miklum sinnaskiptum frá þvi sem hann var í gamla testamentinu því að þá er Guð orðinn að algóðum og kærleiksrikum föður sem í elsku sinni gefur mannkyninu einkason sinn og lætur hann taka á sig allar syndir mannkynsins með þvi að fórna honum á krossinum, eins og kemur m.a. fram í trúarjátningunni, því þar er sagt að hann hafi stigið niður til heljar og risið þaðan aftur upp frá dauðum. Líkast til hefur Kölski verið hlunnfarinn í skiptum sinum við þá hiinnafeðga líkt og hann var svo oft i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.