Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. 21 Hér f lytur Bang &Olufsen sjö tilbrigði um tónhöf uó fyrír þíg og plöturnar þínar! Tónhöfuð má smíða með 1 • ýmsu móti. en það er aðeins helmingur af venjulegum hvíluþunga vandaðra tónhöfða. Þetta gerir okkar tónhöfuð óviðjafnanleg á hárri tíðni. Viðurkenndustu aðferðirnar byggja á hreyfanlegri spólu, hreyfanlegum segli eða hreyfanlegu járni. Spurningin er hvernig mestu gæðin fást. Við kusum að nota hreyfanlegt járn, í endurbættri hönnun okkar MMC - sem við höfum einkaleyfi fyrir. 4 Hvað fjöðrun snertir svipar tónhöfðum til bíla. 2 Newton sá að kraftur er í • réttu hlutfalli við massa. Hluti tónhöfuðsins verður að geta hreyfst til að nema breytingar í 0.05 mm breiðri rás hljómplötunnar. Því er nauðsynlegt að sá hluti tónhöfuðsins sem er í snertingu. við rásina sé sem léttastur svo að jafnvel hinar minnstu sveiflur greinist. Hvíluþungi er sá þungi sem hvílir á rás hljómplötunnar. Mikill hvíluþungi er ein meginorsök hljómplötuslits. MMC tónhöfuð hafa mjög lítinn hvíluþunga og með því er tryggt vítt tíðnisvið og lágmarks plötuslit. Líkt og bíll verður að vera í stöðugri snertingu við veginn, þá má nálin ekki haggast í rásinni. Armurinn má ekki vera of fast skorðaður svo að hann geti greint sveiflur af lágri tíðni, en á hinn bóginn leiðir of mikill sveigjan- ieiki til óstöðugleika og afbökunar. Hér þarf því að fara hinn gullna meðalveg. Vandinn er að finna jafn- vægi þannig að bassinn greinist eins skýrtog háu tónarnir,án þess að hætta á að plöturnar rispist. Þetta tókst okkur við hönnun MMC tónhöfuðsins. 5 Gæði demantsins ráðast af slípuninni. 3 Þróun MMC kerfisins. t Nálin og festing hennar skipta meginmáli þegar lágmarka á hvíluþungann. Myndin sýnir hvernig við höfum þróað þessa hluti gegnum árin frá 1958. Við erum enn þeirrar skoðunar, að þetta sé eina leiðin til að standast þær kröfur sem við gerum. 1958 1968 1972 Við vorum fyrstir til að nota beryllíum í nálararminn, en með því móti höfum við náð hvíluþunganum niður í sem svarar til 0,22 mg, 1974 Þegar leikin er ein stór hljómplata (LP) getur nálin þurft að fara meira en 6 kílómetra vegalengd, enda álagið gífurlegt. Þess vegna eru ávallt notaðir demantar í vönduð tónhöfuð. Demant má vinna með ýmsu móti og hefur hver aðferð sína kosti og galla. Mikilvægt er að móta demantinn líkt og þann á myndinni hér til hægri. Að öðrum kosti getur hann orðið fyrir óþarfa hnjaski vegna ójafna og arða í rásinni, en það veldur truflunum og sliti. Á þennan hátt eru demantar MMC tónhöfuðsins slípaðir. 6Sérhvert MMC tónhöfuð • er prófað áður en það yfirgefur verksmiðjuna. Þegar við birtum upplýsingar um tæknileg atriði erum við hógværir - við viljum frekar lofa of litlu en of miklu. Til þess að tryggja að framleiðslan standist þær kröfur sem við gerum til hennar, höfum við komið okkur upp þróuðum tölvubúnaði sem prófar tónhöfuð. Þannig getum við látið fylgja hverju tónhöfði tölvuútskrift með niður- stöðum prófana. 7MMC tónhöfuð reynist vel . á öllum vönduðum plötu- spilurum. Bang & Olufsen er í hópi fárra af framleiðendum plötuspilara í heiminum, sem náð hafa góðum tökum á smíði tónhöfða. Kostirnir við okkar tónhöfuð gefa þeim sem framleiða arma á plötu- spilara kost á að setja saman frábær tæki og það er engum vandkvæðum bundið fyrir þig að setja MMC tónhöfuð á hvaða plötuspilara sem er. Ef þú á hinn bóginn velur Bang & Olufsen plötu- spilara er tryggt að allir hlutar hans eiga vel saman; tónhöfuð- ið, armurinn, fjöðrunin og drifið. Fullfrágengnir plötuspilarar okkar eru alltaf fáanlegir. Þeir bjóða upp á auðvelda meðhöndlun' og einstök gæði. Við bætist svo eitt þróaðasta tónhöfuðið á markaðinum. Reyndu MMC tónhöfuð og heyrðu hvers þú hefur farið á mis. fó Bang&Olufsen komst ekki á toppinn á útlitinu einu saman! VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 V AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR 84.8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.