Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1980. ísradsmenn hrdðraum sig í Líbanon Stjórnin í Beirút hefur krafizt skyndifundar i Öryggisráði Samein- uðu jijóðanna til að ræða um innrás ísarelsmanna í Líbanon. Vestrænir sendimenn í Beirút segja að innrásar- liðið hafi notað megnið af gærdegin- um til að styrkja stöðu sina og koma sér fyrir á líbönsku landi. Gizkað er á að 350 ísraelskir hermenn séu í Suður-Libanon. Þeir ráða m.a. yfir skriðdrekum. Fuad Butros utanríkis- ráðherra Libanons sakaði Israel í gærkvöldi um að traðka á fyrri sam- jrykktum Sameinuðu þjóðanna og skerða fullveldi lands síns. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir í gær að ísraelsmenn væru byrj- aðir að flytja innrásarliðið burt úr Líbanon. Yfirlýsingin var siðan dreg- in til baka og talsmaður samtakanna sagði að trúnaðarmenn þeirra á svæðinu hafi ekki staðfest fregnir um brottflutninginn. Begin forsætisráð- herra ísraels segir að ekki hafi verið „ráðizt inn í” Libanon. Þetta sé varnaraðgerð og ísrael virði sjálf- stæði Líbanons. Erlendar f réttir Iðnaðarhúsnæði Til leigu er iðnaðarhúsnæði að Funahöfða 14, 2. hæð, ca 120 fm. Upplýsingar í síma 37419 eftir kl. 5 á daginn. Trésmiðir Vantar 3 til 4 trésmiði strax, helzt „holl”. Uppl. í síma 72801 Miðaffhf. Hólmavík Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Hólmavík frá 1. maí nk. Uppl. í síma 95-3162 og 91-22078. HMBIABW Sauðárkrókur Til sölu er raðhús á tveimur hæðum. Upplýsingar gefnar í síma 95-5250. Helfíssandur Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmenn frá 1. maí. Upplýsingar í síma 93-6749 Og 91-22078. iBIABIB LITSJONVARPSTÆKI 22" kr. 688.000 (staðgr. verð 653.600. ) 26" kr. 760.000.- (staðgr. verð 722.000. ) SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SlMI 27099 Bandarískir klerkar eftir íransför: Hlýðum á kröf ur írana: Carter er óhress með viðbrögð bandamanna Carter forseti bíður með óþreyju eftir viðbrögðum stuðningsríkja Bandaríkjanna við beiðni hans um þátttöku í alþjóðlegum refsiaðgerð- um gagnvart Iran til að þrýsta á að gíslunum 49 í sendiráðinu í Teheran verði sleppt úr haldi. Carter sagði að kröfur á borð við þær sem Efnahags- bandalag Evrópu gerði í gær um að gíslunum yrði sleppt væru „vel þegn- aren ekki nógsamt.” Bandaríkjafor- seti hefur lýst sárum vonbrigðum með viðbrögð sumra landa sem hann segir þróttlítil. Og að þau hafi ekki skilið hlutverk sitt sem bandamenn Bandaríkjanna. Helztu viðbrögðin við ákalli Carters til Vesturlanda eru ákvörðun Vestur-Þýzkalands og Noregs um að kalla sendiherra ríkj- anna beggja heim frá Teheran. Þá lýsti Ohira forsætisráðherra Japans yfir í gær að stjórn sin styddi yfirlýs- ingu Efnahagsbandalagsins og myndi taka mið af aðgerðum bandalagsríkj- anna. Þrir bandariskir klerkar, sem önn- uðust helgiathafnir i bandaríska sendiráðinu i Teheran um páskana, sögðu við heimkomuna í gær að Bandarikjastjórn væri fyrir beztu að gefa kröfum írans gaum. Þeir sögðu Jimmy Carter: Riki sem biðja um vernd Bandaríkjanna verða i staðinn að sýna skilning þegar Bandaríkin þarfnast aðstoðar. ennfremur að síðustu aðgerðir Bandarikjanna hafi aukið á sam- heldni írana og gert leiðtoga þeirra ósveigjanlegri í kröfum um að fá keisarann framseldan, svo og að fá auðæfin sem keisarafjölskyldan flutti út úr iran. „Eftir að hafa haft tal af fólki í íran sannfærðist ég um að mótmælayfir- lýsingar, refsiaðgerðir eða flutningur gíslanna í hendur stjórnvalda Írans munu ekki verða til þess að frelsa gíslana,” sagði einn klerkanna, Darrel Rupier að nafni. Hann hvatti Bandaríkjastjórn til að íhuga kröf- urnar um framsal keisarans. Klerkarnir létu hafa eftir sér að að- búnaður gíslanna hafi skánað. Gísl- arnir geta stundað æfingar til að halda sér í likamlegu formi, hafa aðgang að bókasafni, þar á meðal að erlendum bókum og myndsegul- bandi. Carter forseti endurtók í gær fyrri yfirlýsingar um að Bandaríkjamenn myndu áskilja sér rétt til að frelsa gislana með öllum ráðum sem þeir byggju yfir. Steve þjáist af Kvikmyndaleikarinn Steve McQueen þjáist af lungnakrabba- meini. Nánir vinir hans telja að bar- átta hans við sjúkdóminn sé vonlítil. Rekja má orsakir veikindanna að ein- hverju leyti til óhollra lifnaðarhátta leikarans. Hann er stórreykinga- maður og hefur auk þess innbyrt meira af viskii um dagana en góðu hófi gegnir. „Steve hefur reynt að breyta lifn- aðarháttum sínum, en það þarl' lals- vert til eftir að hafa reykt þrjá pakka á dag undanfarin 20 ár og drukkið eina viskíflösku daglega,” sagði einn af vinum McQueens. Það uppgötvaðist fyrst skömmu l'yrir jól að sjúkdómur kvikmynda- leikarans var kominn á alvarlegt stig. Hann var í upptöku á atriði í nýrri kvikmynd og féll skyndilega i yfirlið. Hann var fluttur á sjúkrahús og þar fékkst úr því skorið hvernig komið var. McQueen fór þó fijótl á fætur aftur og hálfum mánuði seinna voru þau gefin saman í hjónaband hann og Ijósmyndafyrirsætan Barbara Minty. Fyrir fáeinum dögum var McQueen svo lagður inn á Cedar-Sinai sjúkra- húsið fyrir krabbameinssjúklinga i grennd við Hollywood. Kveður við nýjan tón í Kína: Bandaríkjunum lesim pistill , „Við sáum að allir Bandarikja- menn eiga bíla, verkamenn eiga bila, og þeir eiga líka l'alleg hús . . . en þetta er aðeins önnur hliðin á pen- ingnum. Hin hliðin er sú að auðinum í Bandaríkjunum er misskipt. Ólifn- aður og sóun er einkenni á lifi auð- manna. Ef þeir eiga barn sem gengur í hjónaband er visast að haldin sé veizla sem kostar eina eða tvær millj- ónirdollara.” Þannig fórust orð kennara einum við Quinghua-háskóla i Kína í ræðu sem hann flutti yfir nemendum i skól- anum eftir heimsókn til Bandaríkj- anna. I ræðunni skammar Zhang Guangdou Bandarikin duglega og varar við afleiðingum þess að Kína eigi mikil samskipti við stjórnvöld í Washington og bandarísk fyrirtæki. Athygli hefur vakið að afriti af ræð- unni hefur verið dreift til félaga i æskulýðssamtökum kommúnista- flokksins. Þykir mönnum kveða við nýjan tón i henni, þar sem forystu- menn Kína hafa lagt sig eftir að bæta sambúðina við Bandaríkin og bjóða þarlendum stórfyrirtækjum að fjár- festa í Kína. „Almenningur í Bandaríkjunum er góður . . en ríkisstjórnin og auð- mennirnir eru heimsvaldasinnar. Við viljum ekki bregða upp tálsýnum. Að vissu leyti er það sem við gerum núna taktiskt bragð (þ.e. bandalag við Bandarikin), sameinuð barátta gegn útþenslustefnu (les: Sovétrikjun- um).” Zhang, sem stundaði nám i Banda- rikjunum fyrir 40 árum, skammar kinverska leiðtoga óbeint í ræðunni fyrir að fegra hinn vestræna heim i augum Kínverja. Ekki hefur frétzt um viðbrögð leiðtoganna við ádrepu háskólakennarans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.