Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 13
íþróttir Sigurður Sverrisson DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980. þó alls ekkert á móti þvi að leika á miðjunni. Kantmannsstaðan hefurlika eitt og annað í för með sér, sem gerir hana erfiða. Við leikum t.d. oft maður- á-mann, þá á ég að elta bakvörðinn úr liði andstæðinganna — hvert sem hann fer eða svo gott sem. Það útheimtir gífurleg hlaup og ég lenti illa í því í fyrri leiknum okkar gegn Eintracht Frank- furt i UEFA-keppninni. Ég missti þá bakvörðinn frá mér og vissi ekki fyrr til en hann var kominn upp allan völl og skoraði mark. Það var ægilegt að horfa upp á. Ég held að leikirnir gegn Frankfurt hafi verið vendipunkturinn í vetur. Það tók að halla undan fæti hjá okkur eftir að við féllum út fyrir þeim. Það var þó alveg óþarfi þvi við fórum illa að ráði okkar í leiknum i Þýzkalandi og bæði ég og Jan Peters fórum illa með góð færi.” Vantar reynslu Glæsileg tilþrif! Eitt af mörkum Péturs i uppsiglingu. lærir bara af reynslunni. Einn leik- maður hjá okkur var meira að segja sektaður fyrir að sýna of grófan leik á æfingu. Þá eru sektir ef menn eru óstundvisir á keppnisferðalögum er- lendis. Þá veit ég til þess að félagið hefur auga með þeim leikmönnum, sem eru kontnir með fyrirtæki og veitir þeim nokkurt aðhald. Þeir eru ekkert hrifnir af þvi að menn láti einka- reksturinn glepja sig frá knattspyrn- unni.” Krol beztur — Hvaða leikmenn eru beztir hér í Hollandi að þinu mati? „Ég held að Ruud Krol hjá Ajax sé i algerum sérllokki — hreinasti snill- ingur. Þá eru þeir Scoenager og Dan- irnir Lerby og Arnesen allir hjá Ajax mjög góðir leikmenn. Kerkhof-tvibur- arnir hjá PSV eru einnig ntjög sterkir og Kees Kist hjá AZ ’67 er skentmti- legur miðherji. Hjá Feyenoor(d eru þeir Bennie Wijnstekers og van der Korput mjög skemmtilegir leikmenn. Annars er fullt af góðum leikmönnum og það verður alltaf dálítið tilviljanakennt að tína út einstaka leikmenn.” — En hverererfiðasli mótherjinn? „Það er tvímælalaust Coopmanns hjáGo Ahead Eagles i Deventer. Hann er einn af þessum grjóthörðu varnar- ntönnum, sem aldrei gefa þumlung eftir. Hann hefur geysilega mikla yfir- ferð og maður verður dauðuppgefinn á að elta þennan andskota. Af félagslið- unum eru Ajax og A7. ’67 sterkust cins og er og ég held að AZ '67 taki Ajax á lokasprettinum. Liðið hcfur sýnt betri leiki að ntinu mati og á titilinn frekar skilið.” Vika atvinnu- mannsins Marga lýsir efiaust að vita hvernig lifið gengur fyrir sig hjá atvinnumanni i knattspyrnu i viku hverri. Dagblaðið bað Pétur að skýra frá því hvernig æfingum væri háttað og undirbúningi fyrir leiki. „Við leikum alltaf á sunnudögum og stundum á miðvikudögum einnig. Á mánudögum förum við í nudd og slök- un í eftirmiðdaginn. Á þriðjudögum förum við yfirleitt i skógarhlaup eða aðrar hliðstæðar úthaldsæfinginar fyrir hádegi. Eftir hádcgið er svo önnur æfing og þá er spilað og siðan tekin fyrir ýmis atriði tæknilegs eðlis. Á mið- vikudögum er farið í leikkerfin og allt sem því viðkemur og á fimmtudags- morgnum förum við yfir síðasta leik okkar á video-tæki. Ræðum um það sem betut mætti fara og reynum svo að lagfæra það er við leikum gegn C-liði félagsins eftir hádegið. Föstudagurinn er fridagur og síðan er æfing á laugar- dagsmorgnum. Þá er yfirleitt létt upp- hitun og síðan fótbolti í tæpan klukku- tima. Að auki æfum við lyftingar cinu sinni í viku og ég hef að undanförnu notað föstudagana í séræfingar fyrir mig, m.a. skotæfingar. Ég hef ekki verið ánægður með ntinn hlut i síðustu leikjum og er að reyna að bæta ntig. í vctur fórunt við t.d. til Kanarieyja til æfinga um skeið þar sem ekki var hægt að æfa hérna i Hollandi vegna Irosts. Það vantar þvi ekki aðstöðuna hjá okkur og aðstöðumunurinn er fyrst og frentst það sem skapar hyldýpið á ntilli áhuga- og atvinnumennskunnar.” Við slöppuðum aðeins af og fengum okkur kaffi og horfðum á iþróltaþátt i sjónvarpinu. Foreldrar Péturs voru i heimsókn hjá honum og yngsti bróðir hans, Bjarki, var með í förinni. Þá var Garðar Garðarsson, gamall vinur Pélurs af Skaganum, hjá honum og því kátl á hjalla. Er við höfðum lokið við kaffið sncrum við okkur að viðtalinu á nýjan leik. Slakur árangur — Hvað finnst þér um árangur landsliðsins sl. sumar? „Ég cr að vonum óánægður með hann — annaðer ekki hægt. Fyrri hálf- leikurinn var iðulega góður hjá okkur en siðan datt allur botn úr þessu i þeim síðari. Við eigum að geta teflt frant góðu landsliði því island á nóg af góðuni knattspyrnumönnum. Það er bara svo erfitt að ná út úr þessu góðri heild því ntargiraf landsliðsmönnunum leika erlendis og hafa aðeins 2—3 daga til stefnu lyrir leikina. Ég var i sjálfu sér ekki óánæeður með Youri sem þjálfara en hann er hara ekki rétti maðurinn fyrir landsliðið. Hann þarf miklu nteiri tima til þess að hans aðfcrðir fái að njóta sin. Ég er hins vegar mjög ánægður með ráðningu Guðna Kjartans.sonar og hef ntikla trú á honum.” — Verður þú með i landsleikjum sumarsins? ,,Ég kem og leik alla þá landsleiki sem óskað er cftir svo framarlega sem þcir stangast ekki á við lcikina hjá leyenoord. Mér finnst það ntikill heiður að leika fyrir íslands hönd og mun vera til reiðu hvenær sem mín er óskað." „Fer ekki heim í bráð" — Hefurðu eitthvað ákveðið með framtiðina. Verðurðu áfram hjá Eeye- noord eða stefnir hugurinn eitthvað annað? ,,Ég gerði þriggja ára samning við Feyenoord og mun að sjálfsögðu standa við minar skuldbindingar. Hins vegar leyni ég þvi ekki að mig langar mjög til að leika í Frakklandi — veit eiginlega ekki hvers vegna. Mig hefur bara alltaf langað til að lcika knatt- spyrnu þar. Hins vegar myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég færi til Þýzkalands. Heim fer ég ekki i bráð því ég sætti mig ekki við að vinna 10 tima á dag i Sementsverksmiðjunni eins og ég gcrði áður en ég hélt utan. Ég er stað- ráðinn i að vera eins lengi í atvinnu- mennskunni og ég get og eitthvert lið hefuráhugaámér.” -SSv.. Pétur ásamt foreldrum sínum og unnustunni, Petrinu Ólafsdóttur, fyrir utan heimili þeirra i Puttershoek, sem er vinalegur 5000 manna bær utan við Rotterdam. DB-mynd SSv. Skora ekki „Nei, blessaður vertu, þetta var slakt hjá okkur eins og reyndar flestir okkar leikir að undanförnu. Ég veit svei mér ekki hvað hefur gengið að okkur — liðið virðist einfaldlega ekki ná al- mennilega saman. Mér hefur ekki tekizt að skora i undanförnum leikjum og þó ég reyni að gleyma þvi get ég ekki neitað að þetta er farið að þjaka mann illilega oft á tíðum. Ég hef meira að segja átt erfitt nteð svefn að undan- förnu vegna þess að mér hefur ekki tekizt að skora. Það er mér ákaflega eðlilegt að skora mörk og þvi bregður manni við þegar þau hætta að koma. Annars lenda allir leikmenn i slikunt tímabilum einu sinni á vetri — ekkert gengur upp. Maður þarf bara að læra að takast á við þetta mótlæti. Það eru þó vissulega mikil viðbrigði fyrir mig að hafa ekki skorað i 7 siðustu deilda- leikjum eftir að hafa skorað 20 ntörk í 20 fyrstu leikjunum. Þá spilar það vafalítið inn i nú að allir varnarmenn þekkja ntig en í fyrra kom ég alveg óþekktur hingað og gat lcikið latisum hala og skorað mörk án þcss að eiga það á hættu að vera „stífdekkaður” i næsta leik. „Þreyta" — Hvað olli því að gengi Feycnoord fór hrakandi i vetur? „Hugsanlega var það þreyta í ntann- skapnum. Við fengum ákaflega litið fri s.l. sumar ogég var t.d. orðinn uppgef- inn i desember. Var satt að segja búinn að fá mig fullsaddan af knattspyrnu í bili. Það lagaðist þó eftir áramótin og ég hef alveg komizt yfir þessa þreytu sem háði mér um tíma. Við misstum Wim Jansen, okkar bezta leikntann, úr liðinu í vetur og fjarvera hans skapaði vanda. Enginn miðjumannanna var þess megnugur að fylla hans skarð og þegar vantar( sterkan hlekk á miðjuna er heilinn úr liðinu farinn. Ég t.d. fann mig ekki lengi vel eftir að hann hætti því ég hafði fengið mikið af góðum sendingum frá honum upp vinstri kant- inn. Spilið tók að þróast miklu meira fram miðjuna og hægri kantinn og ég var hreinlega sveltur langtímum saman. Annars hef ég heyrt það að í gegnum árin hafi sóknarleikur Feyenoord alltaf byggzt upp á hægri kantinum hvernig svo sem á því kann að standa. Nú, Feyenoord reyndi að fá Ásgeir Sigurvinsson i stað Jansen en Standard setti upp svo hátt verð að ekkert varð af kaupunum — a.m.k. ekki að sinni.” Mikil hlaup — Finnst þér ekki verra að leika á vinstri kantinum heldur en í stöðu mifl- herja? „Nei, ég kann orðið ágætlega við mig þarna vinstra megin þó svo að ég hafi alltaf leikið stöðu miðherja heima. Miðherjastaðan býður upp á það að maður fái tvo mótherja á sig og fái litið svigrúm en á kantinum er meira rými og þægilegra að athafna sig. Ég hefði — Vanlar ykkur ekki mciri reynslu lil þess afl gela unnifl titilinn? „Jú, áreiðanlega. Við erum með lang- yngsta liðið í 1. deildinni, meðalaldur- inn 22—23 ár. Feyenoord er að byggja upp nýtt lið og enn sem komið er held ég að okkur vanti einn sterkan miðju- mann og annan sterkan í vörnina til þess að eiga möguleika á að vinna titil- inn næsta vetur. Við erum komnir í undanúrslit i bikarnum og stefnum á sigur í honum. Ajax er að visu eftir en ég er ekki hræddur við þá. Við rót- burstuðum þá 4—0 heima og gerðum jafntefli, I—1, gegn þeim á útivelli og þar vorum við bölvaðir klaufar að vinna ekki öruggan sigur.” Við skiptum um umræðusvið og spjölluðum um veru Péturs i Hollandi þá 18 mánuði sem hann hefur dvalið þar. Dagblaðið spurði Pétur hvernig það hefði verið að koma til heimsfrægs liðs — algerlega óþekktur ofan af íslandi. „Það var ótrúlega einfalt. Mér var tekið afskaplega vel af öllum er ég kom hingað fyrst. Allir vildu allt fyrir mig gera og það var stjanað i kringum mig. Ég dvaldi fyrst í íbúð hjá ungunt strák og við borðuðum hjá frænku hans. Hún og hennar fjölskylda voru mér ákaflega vinsamleg en ég átti i dálillum erfiðleikum með að tjá mig fyrst. Ég talaði mest ensku en hollenzkan var furðufljót að koma hjá mér og mér finnst hún ekki vera erfið að læra.” Heimþrá — Varstu ekki mefl heimþrá eftir afl þú fórst út? „Jú, og nteira að segja mjög mikla. En eftir að ég fór heim um jólin 1978 lagaðist það alveg og hún hefur ekki þjakað mig neitt siðan. Petrína, kærastan min, kom hingað út í septem- ber og það er að sjálfsögðu mikill munur að hafa einhvern sér við hlið hérna úti.” Sakna vinanna — Hvers saknarflu mest afl heiman? „Ég sakna vina minna langmest. Það er slæmt að hafa þá ekki hérna úti. Annars get ég ekki kvartað þvi strák- arnir í liðinu hafa tekið mér vel. Ég var svo heppinn að koma i liðið á þeim Petursson Pétur fagnar hér marki — einu af fjölmörgum, sem hann hefur skorað fyrir Feyenoord. Félagi hans, Jan Peters, hefur stokk- ið upp á bak Pétrí og samfagnar honum. er bara Pétur af Skaganum —segir atvinnumaðurinn Pétur Pétursson, ógnvaldur allra vama í Hollandi, í viðtali við Dagblaðið var örstutt siflan Pétur kom heim eftir leik Feyenoord og Vitesse Arnhem. Honum lauk mefl markalausu jafntefli og þafl lá því beinast vifl afl spyrja Pétur hvort hann væri ánægður með lcikinn. „Aukaspyrna”. Mótherji Péturs hefur brugðið á það ráð að fella hann Þafl er vart of djúpt í árinni tekifl afl segja afl hinn stutti ferill Péturs Péturs- sonar sem atvinnumanns hafi verifl stjörnum stráflur. Allt frá því hann gekk til lifls vifl hollenzka slórfélagifl Feyenoord haustifl 1978 hefur hann stöðugt verið í sviflsljósinu — jafnl hér heima sem erlendis. AA skora mörk hefur aldrei reynzt neitt vandamál fyrir Pétur. Hann varfl markakóngur íslands 1977 og 1978 og siflara sumarifl sló hann markamet Hcrmanns Gunnarssonar. Eftir afl hann hélt til Hollands hefur hann haldifl uppteknum hælti bg skot hans og skallaboltar hafa ratafl í net and- stæflinganna mefl mjög reglulegu milli- bili. Dagblaðið náfli tali af Pétri á heimili hans i Puttershoek, sem er 5000 manna bær rétt utan við Rotlerdam, fyrir skömmu. Er undirritaflur kom í hlaflifl tíma er Feyenoord var að byggja upp á ungum strákum. Ég hef haft náið sam- band við Jan Peters allt frá þvi ég kom út fyrst og við erunt miklir mátar. Ég get ekki neitað þvi að ég sakna þess mikið að fara ekki á milli húsa eins og maður gerði heinta og fá sér kaffibolla. Fólk hér fer ekki ntjög ntikið i heim- sóknir eins og gert er heima enda er miklu lengra yfirleitt að fara. Hérna hjá mér er að ^jálfsögðu miklu meiri alvara á bak við knattspyrnuna en var heima og stundum langar mann til að slá þessu upp í kæruleysi. Heima fór maður í bíó eða á skemmtistaði eftir leiki en telst nú til tiðinda að ntaður geri eitthvað slíkt. Þessi alvara á bak við knattspyrnuna hefur gert það að verkum að ég tel mig hafa þroskazt mjög mikið frá þvi ég fór að heiman. Þaö þýðir ekkert að vera með einhvern gutlarahugsunarhátt i þessu — ég gerði mér strax grein fyrir þvi.” — Þú hefur ekki fundifl ncina breyt- ingu á viflbrögðum kunningjanna er þú komst i heimsókn eftir afl hafa skapafl þér nafn sem knatlspyrnumaflur hér í Holiandi? Engin breyting „Nei, það held ég ekki. Ég held að það skipti engu hvað cða hvort ég af- reka eitlhvað meira á ntinum ferji, ég er ,og verð bara Pétur Pétursson af Skag- anunt. Ég get gcngið inn á heintili vina minna, heilsað og fengið sama gantla halló-ið til baka. Það hefur engin breyting orðið á þvi.” Mjög oft hefur verið rætt um það að hin stóru atvinnumannafélög úti í heimi meðhöndli leikmenn sína eins og skepnur og þeir megi sig hvergi hræra — þá sé félagið komið með kruml- urnar í bakið á þeim. Við lögðum þá spurningu fyrir Pétur hvernig þessu væri háttað hjá Feyenoord. „Félagið er ákaflega strangt gagn- vart leikmönnum sinum á vissum svið- um. Ég lenti t.d. í þvi í fyrra að vera sektaður fyrir að koma of seint i myndatöku. Það var reyndar hálfkynd- ugur aðdragandi að þvi. Ég var mættur niður á völl fyrir leik en var þá tilkynnt að honum hefði verið frestað. Ég fór þá heim og hafði fataskipti en þá hringdi síminn. Ég var þá boðaður i myndatöku, sem átti að hefjast eftir skamma stund. Þrátt fyrir að ég skipti um föt á mettíma og æki i loftköstum niður á völl var ég of seinn og var sektaður fyrir vikið. Mér fannst þetta dálítið harkaleg ráðstöfun en maður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.