Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.04.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1980. BIABIB tltg^andi: M. .. Framfcvamdaaljód: Svafcm R. EylóKvaon. RHxtjóri: Jónaa KriAlóráaon. Ylitatiómacfulltrúl: Haukur Hatgaaon.Eróttaa^órfc Ó<nar Vakllmaraaon. Skrifatoluat|ðri ritatjóman Jóhannoa Rayk&L '' Iþrótdr HaRm Sbnonwaon. Mannlny: Aóalatalnn IngóHaaon. Aðatoóaifróttaatjóri: Jónaa Haraldaaon.- Handrtt: Aagrimur Pfclaa&n. Hönnun: Hllmar Kariaaon. Bláóamann: Ánna Blamaaon, Attl Rúnar Halldóraaon, Atll Stainaraaon, Aagelr Tómaaaon, Bragi Stgurðaaon, Dóra Stafánadóttir, EUn Albartadóttir, Ema V. íngóHadóttir, Gunnlaugur A. Jónaaonj'. Ólafur Gairaaon, Sigurður Svarriaaon. Ljóamyndlr Ámi PfcN Jóhannaaon, BJamlelfur Bjamlalfaaon, Hörður Vilhjfclmaaon, Ragnar Th. Stgurða- aon, Svafcin Þormóðaaon. Safn: Jón Srevar Bakhrinaaon. Skrífatofuatjóri: Ólafur EyjóHaaon. Gjaldkeri: prfclnn ÞorieHeaon. Sökiatjóri: Ingvar Sveinaaon. DreHlng- Wytjóri: Mfcr E.M. Halldóraaon. Rttetjóm Slðumúla 12. Afgraiðala, fcakrHtadaild, auglýelngar og akrtfatofur ÞvarhoM 11. Aðalefani blaðalna ar 27022 (10 *nuri. Satnktg og umbrot Dagblaðið hf„ Slðumúla 12. Mynda- og ptðtugerð: Hllmlr hf„ Siðumúla 11 Prantun Arvafcur hf., SfcaHunnl 10. . _ Skattalækkun er lausn Merkileg tíðindi hafa gerzt í kjara-'/S deilunum. Vinnuveitendasambandið og Verkamannasambandið eru sammála um, hvernig eigi að leysa deilurnar. ,,Með skattalækkunum,” segjabáðir. ,,Á sama tíma og kjaraskerðingar dynja yfir af völdum verðlagshækkana - er óhæfa að skerða kjörin frekar með skattaálögum eins og samþykktar hafa verið,” segir sambandsstjórn Verkamannasambandsins. ,,í aðgerðum til þess að vernda kjör láglaunafólks verði lögð megináherzla á félagslegar úrbætur, raunhæfa baráttu gegn dýrtíð- inni, en hún bitnar harðast á láglaunafólki meðal ann- ars vegna skertrar verðbótavísitölu. Verkamannasam- band íslands leggur áherzlu á, að skattalækkanir, frek- ar en krónutöluhækkanir kaups, sem upp eru étnar jafnóðum af verðlags- og skattahækkunum, eru raun- hæfari kjarabætur til verkafólks.” Verkamannasambandið segir, að verja verði kjörin ,,með öllum tiltækum ráðum”, ef ríkisstjórnin fáist ekki til samstarfs. Það verði á ábyrgð ríkisstjórnar og atvinnurekenda, ef nú verði efnt til alvarlegra þjóð- félagsátaka. ,,Vinnuveitendasambandið getur heils hugar tekið undir þetta sjónarmið Verkamannasambandsins,” segir um tillögur Verkamannasambandsins um skatta- lækkanir í bréfi vinnuveitenda til forsætisráðherra. Vinnuveitendasambandið hefur lagt áherzlu á, að skattalækkanir væru ,,mikilvægur þáttur við lausn að- steðjandi vanda”. Samningaviðræðurnar eru í hörðum hnút eins og kunnugt er. Jafnframt skerðast kjörin með hverjum degi. Láglaunafólk má ekki við meiru og verður að fá kjarabætur. . Hitt er rétt, sem ráðherrar halda fram, að efnahags- ástandið er ekki með þeim hætti, að grundvöllur sé fyrir almennar grunnkaupshækkanir. Við verðum að bera hinar miklu olíuhækkanir. Þjóðartekjur á mann fara ekki vaxandi. „Kakan”, sem til skiptanna er, stækkar ekki. Enginn sá gróði fyrirfinnst hjá atvinnuvegunum, að ganga megi á hann til að standa undir kauphækkun- um,meðan ,,kakan” stækkar ekki. Þess vegna vita allir, verkalýðsleiðtogar jafnvel og aðrir, að almennar grunnkaupshækkanir mundu ein- ungis velta út í verðlagið. Við það mundu kjör verka- fólks versna en ekki batna, einkum hinna lægst laun- uðu. Samningarnir eru í hnút, af því að atvinnurekendur benda á þetta og vitna jafnframt til yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar þess efnis, að engar almennar grunn- kaupshækkanir verði í ár. Alþýðubandalagsmennirnir í ríkisstjórninni standa jafnfast og aðrir á þessu. ,,Niðurtalningaraðferðin”, sem ríkisstjórnin boðar í baráttu við verðbólguna, stendur og fellur með þessari stefnu. Því eru engar líkur til þess, að hreyfing verði í samn- ingunum, nema þá eftir harðar vinnudeilur. Þá yrði hugsanlega farin gamla leiðin að semja um kauphækk- anir, sem jafnóðum yrðu étnar upp í verðbólgunni. Leið skattalækkunar, einkum til að bæta kjör hinna lægst launuðu, er hins vegar fær leið út úr ógöngunum. Ríkisstjórnin er auðvitað treg til. Nýlega hefur verið gengið frá fjárlögum fyrir þetta ár, og tillögur stjórnar- innar um skattstiga eru til meðferðar. Niðurskurður ríkisbáknsins er hagsmunamál þjóðar- innar. Því fyrr sem hann hefst þvi betra. Þess vegna er stefna aðila vinnumarkaðarins rétt. Það væri æskilegt, ef þeim tækist að knýja ríkisstjórnina til að lækka skatta og minnka ríkisumsvif. Norsk stjómvöld í ólgusjó vegna utanríkismálefna: NORSKUR KJARN- ORKUBÚNAÐUR SELDUR PAKISTÖNUM herf lugvélar einræðisríkja í Suður-Ameríku nota Stavanger-flugvöll Norska rikisstjórnin hefur siglt óvenju mikinn ólgusjó að undan- förnu og þá ekki sízt vegna utanríkis- stefnu og utanríkismála Noregs. Aðallega eru það mál tengd Mið- austurlöndum sem eru í brennidepli i þjóðmálaumræðunni. En sömuleiðis er stjórnin gagnrýnd fyrir að eiga óheppileg samskipti við einræðisríki í Suður-Ameríku. Noregur var ekki undanskilinn þegar Carter Bandaríkjaforseti sendi ríkisstjórnum nokkurra ríkja bréf og bað um stuðning við stefnu Banda- rikjanna að refsa írönum pólitískt og efnahagslega. Sama dag og Nordli forsætisráðherra tók við bréfinu frá Carter hóaði viðskiptaráðherra hans saman nokkrum fulltrúum viðskipta- lífsins og ræddi við þá um mögulegar afleiðingar viðskiptabanns á íran. Þann fund sat og Frydenlund utan- ríkisráðherra. í framhaldi af fundin- um var svo haft samband við Vestur- Þýzkaland og fleiri Evrópuríki til að kanna viðhorfin þar til málsins. Reiknað er með að algert við- skiptabann á iran geti kostað norsk skipaféiög fjárhæðir sem reiknaðar verða í milljörðum norskra króna. Allt að 30 norsk olíuflutninga- og vöruflutningaskip sigla reglulega til írans. Ole Kromann, fréttaskýrandi danska blaðsins Information, segir að Jimmy Carter hafi sett norsku stjórnina í slæma klípu með beiðni sinni. Geti það haft bæði Iagalegar og pólitískar afleiðingar í för með sér að verða við henni. Það skapar t.d. laga- legt vandamál að beiðni skuli koma frá öðru ríki til norsku stjórnarinnar um að hún stöðvi viðskipti einkafyrir- tækja við Íran. Væri bannið hins vegar hugmynd og samþykkt Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna stæði norska stjórnin betur að vígi. Danska blaðið Politiken skrifaði fyrir skömmu frétt um að norskt fyrirtæki hefði selt kjarnorkubúnað til Pakistans. Fréttin vakti að vonum mjög mikla eftirtekt í Noregi og Dag- bladet i Osló sló því strax föstu að þessi viðskipti væru í andstöðu við afstöðu Norðmanna til kjarnorkuvig- búnaðar. Strax árið I976 stöðvaði Kanada alla sölu til Pakistans á bún- aði sem nota mætti við framleiðslu kjarnorkuvopna. Bandarikin fylgdu i kjölfarið og stöðvuðu sína sölu á V0NLAUS BARÁTTA? í sambandi við umræður um mál- efni aldraðra, sem ég hef meðal annars reynt að örva undanfarna mánuði, hefur ýmislegt athyglisvert komið upp á yfirborðið. Fjölmargir einstaklingar hafa látið til sín heyra r gegnum síma og á annan persónuleg- an hátt. Margt af þessu fólki er aldrað fólk, sem fyrst og fremst' virðist hissa á þvi að ungt fólk séað skrifa um málefni aldraðra. Þetta er alveg sláandi og lýsir einkar vel þeirri sorgarsögu sem þama hefúr gerst. Það er dapurleg staðreynd að aldrað fólk verður beinlínis undrandi á því að unga kynslóðin skjuli hafa áhuga á málefnum þess. Aldrað fólk hefur því miður orðið að bita i það súra epli að málefni þess séu yfirleitt ekki á dagskrá í þjóðmálaumræðunni, nema þá helst fyrir kosningar eða á hátíðardögum, þegar landsfeður eru að berja saman skylduræður fyrir fólkið. Göngubraut fílsins Formaður félagsmálaráðs Reyka- vikur, sem raunar er ung kona, skrifar ágæta yfirlitsgrein um málefni aldraðra í Tímann 16. apríl. í þessari grein kemur fram kjarni r Aðgerðir til orkuspamaðar Nú, er harðnandi heims- orkukreppa fer að valda íslendingum óþægindum, virðast viðbrögð stjórn- málamanna við henni vera að flytja peninga úr einum vasa i annan. Vandinn sjálfur, eyðsla dýr- mætrar orku, brennsla oliu og gjald- eyriseyðsla, stendur uppi óleystur. Likt og þegar skítnum er sópað undir teppi í stað þess að bera hann út. Ekki bregðast þó allir við á þennan hátt eins og ályktun nýaf- staðins Búnaðarþings ber vott um. Þar er lagt til, að gert verði átak í einangrun íbúðarhúsa í sveitum og reynt að finna hagstæðustu lausn á upphitun þeirra. Bent er á i greinargerð, að nú séu á markaðnum mjög handhæg efni til einangrunar og klæðningar húsa. Lagt er til, að leiðbeint verði um orkunotkun og sparnað, val og stillingu kynditækjao.s.frv. Þetta eru orð í tíma töluð. Mættu sumir, er gagnrýnt hafa bændur fyrir niðurgreiðslur i landþúnaði og nú vilja greiða niður olíu til hitunar að stórum hluta, taka sér þá til fyrir- myndar í afstöðu til þessa vanda. Forsendur olíusparandi aðgerða Nú mun notkun landsmanna á oliu til húsahitunar vera tæp hundrað þúsund tonn á ári. Meðtalin er þá svartolía um tíu þúsund tonn en ekki sú olía sem fer til framleiðslu raforku til húsahitunar. Árið 1977 var notkunin hundrað og fimmtán þúsund tonn, svo ekki er hægt að neita, að þróunin er í rétta átt, hvað þetta snertir. Miðað við núverandi olíuverð er því hér um að ræða fimmtán milljarða króna á ári, sem þeir er nýta olíu til hitunar yrðu að greiða, ef ekki kæmi til olíustyrkur frá hinu opinbera. Eins er það augljóst, að ef greiða á einn þriðja þessa kostnaðar verða það fimm milljarðar króna á ári. Ef greiða á tvo þriðju, eins og sumir vilja, verða það tíu milljarðar króna auk niðurgreiðslu rafhitunar og hita- veitna, sem nú yrðu dýrari en niðurgreidd húshitun með olíu. Allar orkusparandi aðgerðir hljóta að mótast af efnalegum árangri þeirra. Það er, að sú fjár- festing, er gerð verður, skili eðlilegum lágmarksarði. Niður- greiðslur orkunnar valda því, að þessar arðsemiskröfur verða mun meiri og erfiðara verður að uppfylla þær. Sömu áhrif hafa allir skattar á þessar orkusparandi aðgerðir. Ekki væri óeðlilegt að ímynda sér, að hægt sé að skera niður um einn þriðja þennan fimmtán milljarða króna reikning með einangrun húsa og endurbótum hitakerfa þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.