Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980 — 266. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Vid setningu ASÍ-þingsins í morgun ræddust þau við alþingismennirnir Karvei dóttir og Pétur Sigurðsson. Á innfelldu mvndinni eru þeir Snorri Jónsson forseti Pálmason, frambjóðandi krata til forsetakjörs i sambandinu, Jóhanna Sigurðar- ASÍ, Ásmundur Stefánssonsem einnig er i framboði sem forseti og Guðjón Jóns- son. DB-myndir: Sig. Þorri. Alþýðusambandsþing sett í morgun: FIMM NEFNDIRI FORSETASLAGINN Þing Alþýðusambands íslands hófst á Hótel Sögu i morgun. Stendur það til föstudags og eiga 450 manns rétt til setu á þinginu. Athygli manna beinist mest að kjöri forystu ASÍ á fimmtudaginn, kjöri forseta og vara- forseta. Hingað til hefur verið einn varaforseti í ASÍ, en fyrir þinginu liggur tillaga um lagabreytingu þann- ig að kjörnir verða tveir varaforsetar nái tillagan fram aö ganga. Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ASf og Karvel Pálma- son alþingismaður bjóða sig fram til forseta. Bjöm Þórhallsson formaður L^ndssambands verzlunarmanna er frambjóðandi verkalýösráðs Sjálf- stæðisflokksins í forsetakjörinu. Segja sumir stuðningsmenn hans að nánar verði ákveöið um framboð hans nú í vikunni þegar séð er hvernig mál skipast á þinginu. Þykir líklegast að hann verði í framboöi til varafor- seta með Ásmundi. Þá hefur verið skorað á Magnús K. Geirsson, for- mann Rafiðnaöarsambands íslands, að fara í framboð til forseta. Magnús mun vera sjálfstæðismaður og gamalreyndur forystumaður í verka- lýðshreyfingunni. Framboð hans er hugað sem valkostur ríkisstjórnar- andstöðunnar, en ýmsir stjórnarand- stæðingar á ASÍ-þinginu telja fram- boð Karvels ekki nógu álitlegan val- kost. Enn má nefna Guðmund Sæmundsson öskukarl á Akureyri og þingfulltrúa verkalýösfélagsins Ein- ingar. Hann gaf kost á sér í forseta- kjörið í kjallaragrein í Dagblaðinu á dögunum og er Iitið á þá yfirlýsingu hans sem mótmæli róttækustu þing- fulltrúanna við stefnu og starf Alþýðusambandsforystunnar. Kjör fulltrúa í miðstjórn ASÍ þykir ekki siður átakaefni. Þar berjast stjórnmálafiokkarnir og hagsmuna- hópar um hvert sæti og reyna að gera sinn hlut sem stærstan. Flokkssnat- arnir eiga fyrir höndum annrikis- daga. -ARH. Landsf undur Alþýðubandalagsins: Hafnar algerlega „hemað- arframkvæmdum” f Helguvík Landsfundur Alþýðubandalagsins hafnaði algerlega þeim framkvæmdum í Helguvík sem mundu auka hernaðar- umsvifin. Hann taldi að hugmyndir sem uppi eru um uppbyggingu birgða- stöðvar feli í sér stórfellda aukningu umsvifa, fjórföldun eldsneytisrýmis og ný hafnarmannvirki fyrir herinn. Þetta mundi auka árásarhættuna á ísland og komi ekki tilgreina. Alþýðubandalagsmenn viðurkenna á hinn bóginn að berjast þurfi gegn mengunarhættunni á Keflavíkursvæð- inu og munu þeir bráðlega leggja fram tillögur um aðrar leiðir í því efni. Landsfundur taldi þörf róttækra efnahagsaðgerða, þar sem tekið yrði á öllum þáttum. Hann hafnar einhliða skerðingu launa í því sambandi. Stjórnmálaályktunin var samþyktk með öllum átkvæðum gegn atkvæði Jóns Hannessonar menntaskólakenn- ara. í hermálinu var samþykkt tillaga um „samfellda umræðu og víðtaka sam- stöðu” gegn hernum. Ályktunin um sjálfstæðis- og utan- ríkismál var samþykkt einróma. Hrafnkell Jónsson, Eskifirði, mælti fyrir erlendri stóriðju en fékk ekki stuðning annarra. Hann var fjarstadd- ur atkvæðagreiðslu um ályktun gegn erlendri stóriðju, sem var samþykkt einróma. Engin gagnrýnisrödd á stjórnar- samstarfið kom upp. - HH Landsfundur Alþýðubandalagsins: „Ekki fékk sendiráðið mörgat- kvæði núna” — Svavar kjörinn for- maður, óvænt mót- framboð við vara- formannsframboð Kjartans Svavar Gestsson var kjörinn for- maður Alþýðubandalagsins á lands- fundi fiokksins, sem lauk um helgina — rétt eins og búizt hafði verið við. Ekkert mótframboð kom fram gegn Svavari. Kjartan Ólafsson ritstjóri var kjörinn varaformaður að tillögu kjör- nefndar. Eitt mótframboð kom fram í það embætti — Erlingur Viggósson skipasmiður gerði tillögu um sjálfan sig og hlaut 40 atkvæði. Þegar úrslit voru kunngerð í þeim kosningum heyrðist utan úr salnum: ,,Nú, ekki fékk sendi- ráðið mörg atkvæði núna.” Þótti víst, að þar hefði verið visað til tillögu, sem Erlingur lagði fram á landsfundi flokksins 1977 um að Alþýðubanda- lagið tæki upp náið samstarf við bróðurfiokkana austantjalds. Sú til- laga var síðan d' egin til baka eftir að Kjartan Ólafsson hafði hótað að segja af sér öllum trúnaðarstörfum oggengið úr salnum. Ritari Alþýðubandalagsins var kosin Guðrún Helg;.dóttir og gjaldkeri Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Þessi fjögur voru sjálfkjörin i miðstjórn, en 42 aðrir voru einnig kjörnir í miðstjórn- ina. Auk þeirra 46 sem kjörnefnd gerði tillögur um í miðstjórn komu fram til- lögur um 30 aðra frá fulltrúum á þing- inu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem náðu kjöri voru úr þeim hópi sem kjörnefnd hafði gert tillögu um. Á baksíðu DB í dag eru nöfn þeirra 42 sem kosið var um i miðstjórn, ásamt atkvæðatölum. Morðútaf íslenzkri konu um borð ískipi — Hún kom sem laumu- farþegi um borð í þýzkt leiguskip Hafskips íReykjavík- urhöfn Fimmtugur portúgalskur maður og sjö barna faðir, sem var háseti á vestur- þýzka skipinu Gustav Behrman, var myrtur um borð 31. október sl. er skipið var á leið frá Reykjavík til Bandaríkjanna og var statt skammt frá St. John á Nýfundnalandi. Morðinginn var 31 árs gamall vélstjóri á skipinu. Greip hann til riffils eftir að rifrildi hafði orðið milli hans og Portúgalans. Orsök rifrildisins er hins vegar rakin til 23 ára gamallar íslenzkrar konur. Kom hún um borð sem laumufarþegi í Reykjavikurhöfn og olli þar óróa sem síðan leiddi til þessa harmleiks. Skipið sneri til St. John eftir atburð- inn og þar tók lögreglan við þýzka vél- stjóranum og íslenzku konunni. Síðar hafa farið fram rannsóknir um borð í skipinu eftir að það kom aftur til Reykjavíkur. Eru þýzkir rannsóknar- lögregluménn að kanna málið og nutu hér aðstoðar íslenzkra lögreglumanna. Síðár héldu þeir þýzku til St. John. Ekki er vitað hvar íslenzki laumufar- þeginn er nú niður kominn. [ Kirkjan hrundi í miðri messu — alvariegarafleiðSngar öHugs jarð- skjálfta á Ítalíu ? gsrkvöld — sjaol.1 .fréttirbls.8-9 - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.