Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. Furðulegur leikur tveggja Eyjapeyja: N 5 SKÓGLUGGINN OFLUG SPRENGING VIÐ LOG- REGLUSTÖÐINA í EYJUM — kom eins og högg á varðstjóra er inni voru. Ekarhurð sprakk inn og karmar losnuðu Mikil sprenging kvað við í Vest- mannaeyjum rétt fyrr klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Varð fjöldi fólks um allan kaupstaðinn sprengingarinnar var og datt sumum í hug nýtt gos i Heimaey. Sprengingin varð við suðurhlið húss þess er lögregluvarðstofan er í og tveir varðstjórar er einir voru í húsinu vissu ekki í fyrstu hvaðan-á sig stóð veðrið, en mikill loftþrýstingur fylgdi sprengingunni. Kom sprengingin eins og högg á þá báða. Sprengingin hafði orðið við inngang til dómssalar og til bifreiðaeftirlitsins í Eyjum. Var svartur ruslapoki, sem í hafði verið sprautað súrefni og gasi úr kútum og síðan bundið fyrir, sprengdur við útidyrnar. Var sprengingin svo öflug, að útihurðin úr eik fór inn og karmar dyranna losnuðu. Pokinn með sprengiefninu hafði verið sprengdur þannig, að hellt hafði verið bensíni á frosna jörðina frá pokanum nokkurn spöl, síðan kveikt i og læsti eldurinn sig eftir bensíninu á jörðinni að pokanum. Tveir menn sáust hlaupa frá og hverfa út í náttmyrkrið í bifreið. Þessir menn fundust á laugardag og reyndust vera 17 og 18 ára. Var sprengingin framkvæmd í galsa og ekki ætlun að valda tjóni. Höfðu sömu menn sprengt þrjá poka áður, með sama hætti, en sprengingar þær verið minni og ekki valdið tjóni. Súrefnið og gasið höfðu þeir fengið úr kútum í hitaveituskurðum í bænum, en þar höfðu kútarnir verið óvarðir. Piltarnir viðurkenndu brot sitt og er málið til lykta leitt áfrumstigi. -A.Sl. Ofn sprakk af misþrýstingi — ogvatnið lak niðuríapótekiö Talsverðar skemmdir urðu hjá apótekaranum í Eyjum um helgina af vatnsflaumi. Sprakk ofn í íbúð á efri hæð apóteksins, en slíkar ofn- sprengingar hafa veríð alltiðar í Eyj- um undanfarnar vikur. Er talið að einhver misþrýstingur valdi ofn- sprengingunum. Vatnið sem út komst lak niður í apótekið. Þó lyf skemmdust ekki er um talsvert tjón að ræða. -A.St. Hrafnarnirurðuaf ætinu: Ótrúlega harðger rolla í Þing- eyjarsýslu Norðan úr Þingeyjarsýslu hafa borizt fregnir af kind, sem þykir ótrúlega harðgerð. Fannst hún nýlega í Reykjahverfi hálf í kafi í snjó svo að aðeins bláafturendinn stóð upp úr. Er talið að hún hafi verið þannig í allt að þrjár vikur. .Þannig var mál með vexti, að í nokkra daga nýlega hafði sést til hrafna skammt frá Víðiholti og virtust þeir vera að sverma fyrir æti. Þegar farið var að athuga málið, fannst þar ær, sem var að hálfu grafin í fönn, þannig að aðeins afturendinn stóð upp úr, en skepnan var afvelta. Miðað við snjóa- lög er talið hugsanlegt að kindin hafi verið í jDessari stellingu í allt að þrjár vikur. Það merkilegasta var þó, að kindin var enn á lífi — að visu ekki sér- staklega hress. í Víkurblaðinu á Húsavik segir að Þingeyingum þyki harla ólíklegt, að rolla úr annarri sýslu hefði sloppið lif- andi úr slíkum háska. Segir blaðið að þetta sé góð vísbending um þá gamal- grónu hreysti og hetjulund, sem ein- kenni menn og skepnur í Þingeyjar- sýslum. -ÓV. Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli. yUMFÉRÐAR RÁD ROADSXAE 'óla-útsa Á BÍL STEREOTÆKJUM RS-2920 Útvarp með lang- og miðbylgju. Takkaforval fyrir fastar stöðvar. Segulband spilar báðar hliðar ón þess að spólan sé tekin út. Tilboðsverð: 140.000 (var 157.330) Nýkr. 1400 Nýkr. 1573,30 Greiðslukjör: Útborgun 50.000 Nýkr. 500 eftirstöðvar á 2 mán. SerlCÍUiílt lanCÍ •*•£***■ VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800 RS - 2650 Spilar í báðar áttir. Hraðspólun fram og til baka. Útvarp með lang- og miðbylgju. Tilboðsverð: 155.000 (var 174.900) Nýkr. 1550 Nýkr. 1749 RS - 3120 Útvarp með lang- ög miðbylgju með rafeindaforvali á stöðvar. Segulband spilar í báðar áttir. Hraðspólun fram og til baka. Tilboðsverð: 140.000 (var 171.060) Nýkr. 1400 Nýkr. 1710,60 Kuldaskór f rá ARAUTO Teg.6925. Stærðir 28-36 Litur: Brúnn Verð frá kr. 29.670 Nýkr. 296,70 Teg. 6920 Stærðir 28-39 Litur: Rauflbrúnn Verfl fré kr. 25.494 Nýkr. 254,95 Teg.6918 Stærðir 28-38 Litur: Brúnn Verfl frá kr. 26.355 Nýkr. 263,55 Teg. 6886 Stærflir 22-23 Litun Blár Verðfrákr. 22.293 Nýkr. 222,95 Útiskór Góðir fyrir innlegg Verð frá kr. 17.780 Nýkr. 177,80 Teg.6617 Stærðir 22—27 Litur: Brúnn Teg.6762 Stærðir 22—30 Litur PÓSTSENDUM Skóglugginn h/f Rauðarárstíg 16 Sími 11788.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.