Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 32
■ . _ t . Nrakfarir 16 ára prðflauss ökumaims íHúsavíkurhöfn: Barátta upp á líf og dauða að komast upp úr sjónum —Lögreglumaðiir í froskmamsbiíningí greip í tómt er hann fann bflinn á 7-8 metradýpi Betur fór en á horfðist er vakt- maður á togaranum Júlíusi Hafstein, sem lá við bryggju á Húsavík, sá bif- reið steypast fram af hafnargarðinum i sjóinn kl. um 8 á laugardagsmorg- un. Hljóp vaktmaðurinn til, sá engan í sjónum þar sem bíllinn fór framaf, hélt áfram og gerði lögreglu viðvart. Ekki er vakt á stöðinni á þessum tima og leið smástund þar til lögreglan kom á vettvang og einn lögreglu- manna, sem ei vanur froskkafari, stakk sér í sjóinn. í fyrstu lotu fann hann ekki bílinn og þurfti annan loftkút. Loks fannst billinn á 7—8 metra dýpi en enginn var í bílnum. Um svipað leyti kom eigandi bíls- ins niður á bryggju. Kvað hann son sinn hafa veriö í bUnum og væri hann heill á húfi í húsi uppi í bæ. Ökumaöurinn var 16 ára piltur, próflaus. Hann hafði tekið bil föður sins i óleyfi og ætlaði í smáökuferð í fámenni morgunsins. Ók hann fram bryggjuna, en vegna ísingar náði hann ekki þverbeygju sem á henni er og fór i sjóinn. Þegar á hafsbotn kom tókst honum aö komast út um hliðarrúðu og synda upp. Gerði hann þrjár tU- raunir tU að klifra upp dekk sem verja bryggjuna, en tókst ekki. Komst hann loks i bát sem þama var og þaðan á bryggju og leitaði skjóls hjá afa sinum. Þaðan var gert viðvart heim tii piitsins. Pilturinn er frekar fámáU um ævin- týrið, en telur sig hafa verið 10—15 mín. í sjónum. Er Ijóst að hann hefur sýnt hið mesta þrek í baráttu sinni upp á Hf og dauða viö að komast upp ábryggjunaogískjól. BUUnn, fólksbifreið af Ladagerð, náðist upp um hádegisbiliö á laugar- dag og er talin nánast ónýt eftir flugiðogdýfuna. -A.Sl. LEITAÐ AÐ TVEIMUR KONUM — Önnur fannst í gærkvöldi látin á Seltjarnamesi Mikil leit var í gær gerð að 43 ára gamalli konu, Huldu Harðardóttur, Reynimel 58. Var sú leit árangurslaus. Eftir að þessari leit var hætt í gær- kvöldi, fékk lögreglan beiðni um að huga að annarri konu. Fór hún að heiman í bifreið. Fannst sú bifreið á Seltjarnarnési. Sporhundur rakti síðan slóð um 500 metra frá bUnum í stór- grýtta urð efst í fjörukambi. Þar reyndist konan vera látin. Hulda Harðardóttir fór frá heimili sínu eftir kl. 10 á laugardaginn. Þá var hún í svartri leggjarsíðri uUarkápu og 'með rautt axlarólarveski. Hulda er 160 cm að hæð, mjög grönn, ljóshærð með frekar stutt hár. Hafi einhver orðið hennar var eftir umræddan tíma er hann beðinn að láta lögregluna vita. í gær leituðu SVF-deUdirnar Ing- ólfur og Albert að Huldu, svo og sveitir skáta úr Rvík, Kópavogi og Hafnar- firði. Var leitað á auðum svæðum frá Sundahöfn og með allri strönd út Sel- Hin f undin heiláhúfi Laust fyrir hádegið fannst Hulda Harðar- dóttir, sem leitað hefur verið síðan á laugardag. Fannst hún í kjallaranum heima hjá sér — við hesta- heilsu. tjarnarnesið, inn Skerjafjörð, um- hverfis Kársnes og út á Álftanes. Sporhundurinn var fenginn til aðstoðar i upphafi. Rakti hann slóð frá Reynimelnum að fjöru við Ægissíðu. Magnús Einarsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem hefur yfirumsjón með leitaraðgerðum, sagði í morgun að öruggar heimildir hefðu fengizt um að Hulda hafi sézt á gangi i fjörunni við Ægissiðu. Leit verður haldið áfram. - A.St. Efst má sjá froskkafara úr SVF-deildinni Ingóln þar sem þeir eru við köfunarleit a Skerjafirði að hinni týndu konu. Á minni myndinni er Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn (með húfuna) að ræða við leitarmenn úr Ingólfi og Albert um skipulagningu leitar. DB-myndir Sig. Þorri. Emmess-réttur ísaldar: Skjól í skaf renningi fékk fyrstu verðlaun Brynhildi Ingjaldsdóttur verður ugglaust hugsað um Skjól i skafrenn- ingi þegar hún liggur næsta sumar á sólríkri strönd Júgóslavíu. Því það var ísréttur með þessu frumlega nafni sem kemur henni þangað. Brynhildur var sigurvegari í keppni Dagblaðsins og Mjólkursamsölunnar um uppskrift og ísrétti. Keppnin var haldin í tilefni 20 ára afmælis Emme ss. Auk Brynhildar fengu ferðaverðlaun Margrét Þórðardóttir sem varð í öðru sæti með Úrbrædda eplið og Pálheiður Einarsdóttir sem varð I þriðja sæti með Bláberjayndi. Sjö manns unnu síðan til úttektar í verslun Emmess, Unnur Magnúsdótt- ir, Jóhanna Harðardóttir, Helga Jó- hannsdóttir, Heiðrún Þorgeirsdóttir, Erna Valdimarsdóttir, Emil Guðjóns- son og Ásthildur Sigurðardóttir. Og þá er það uppskriftin sem fékk fyrstu verðlaun: 3 bollar rabarbara- bitar og 1 bolli sykur sett í pott og látið ,,ryðja sig” þangað til sykurinn er bráðnaður. 20 stk. makkarónukökur muldar niður og vætt í með ca. 1/2 dl. Peter Heering likjör. Rabarbarinn og sykurinn hitað og látið sjóða við vægan hita i ca 5—8 mínútur. Skipt niður í 4 ábætisskálar beint úr pottinum, 3—4 msk. af Nougat EmmEss fs (eða annarri tegund eftir smekk) skafið ofan á. Smá sletta af þeyttum rjóma þar ofan á og síðast makkarónunum dreyft yfir allt saman. Verði ykkur að góðu! -DS. Magnús Ólafsson forstjóri isgeröar Emméss afhendir Brynhildi þarna verölaun sin fyrir Isréttinn 11. sæti. DB-mynd: Einar Ólason fijálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 24. NÓV. 1980. Alþýðubandalagið: Fróðlegar kosningar ímiðstjóm Auk fjögurra sérstaklega kjörinna embættismanna Alþýðubandalagsins, sem segir frá í forsíðufrétt, voru eftir- farandi kjörnir í miðstjórn flokksins. Úr Reykjavík: Adda Bára Sigfúsdóttir, 220 stig, Ásmundur Stefánsson 228, Sveinn Jónsson 165, Einar Karl Haraldsson 143, Guðrún Hallgríms- dóttir 196, Guðmundur J. Guðmunds- son 162, Guðmundur Þ. Jónsson 153, Hjalti Kristgeirsson 140, Baldur Óskarsson 186, Eðvarð Sigurðsson 186, Arnmundur Bachmann 142, Bragi Guðbrandsson 171, Ester Jónsdóttir 139, Guðrún Ágústsdóttir 185, Margrét Björnsdóttir 151, Ólöf Rík- harðsdóttir 187, Sigurjón Pétursson 174, Snorri Jónsson 140, Sigurður Magnússon 138, Vilborg Harðardóttir 178, Þorlákur Kristinsson 141 og Þröst- urólafsson 146. Af Reykjanesi voru kjörnir Ásmund- ur Ásmundsson 144, Geir Gunnarsson 195, Elsa Kristjánsdóttir 2Ó0 og Ólafur Ragnar Grímsson 171. Af Norðurlandi eystra Helgi Guðmundsson 195, Hólm- fríður Guðmundsdóttir 190, María Kristjánsdóttir 187, Soffía Guðmunds- dóttir 209. Af Vesturlandi voru kosnir Bjarnfríður Leósdóttir 205, Engilbert Guðmundsson 195, Ólafur Guðmunds- son 152 og Skúli Alexandersson 146. Af Vestfjörðum voru kosnir Hörður Ásgeirsson 199 og Margrét Óskars- dóttir 206. Af Austurlandi voru kosnir Lúðvík Jósfesson 276, Helgi Seljan 195 og Sveinn Jónsson 165. Af Suðurlandi voru kosnir Ármann Ægir Magnússon 190, Jón Kjartansson 191 og Björgvin Salómonsson 189. -ÓV. IRafiðnaðar- menn sömdu ínótt Samningar tókust við Rafiðnaðar- samband íslands eftir mikil fundarhöld um helgina. Fundur sem hófst um kl. 14 í gær stóð til kl. 3 í nótt þegar gekk loks saman. Eftir þvi sem næst var komizt í morgun eru samningar raf- iðnaðarmanna mjög í anda annarra samninga sem gerðir hafa verið undan- farið. Meðal annars ganga rafiðnaðar- menn inn í launaflokkaröðun kjarna- samnings Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. f morgun hófst fundur farmanna og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemj- ara. Mjólkurfræðingar eru hins vegar ;ekki boðaðir til fundar fyrr en á laugar- daginn, en þeir boða verkfall frá og með mánudeginum 1. desember. I___________________-ARH LUKKUDAGAR:' L . . . —... I 23. NÓVEMBER 19822 I ! Kodak Pocket A1 myndavél. 24. NÓVEMBER 3002 Hljómplata að eigin vali frá Fálkanum. i/inningshafar hringi ■ cimn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.