Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAPtP- FIMMTUDAGyR 9. APRÍL 1981 13 \:Aam Jóhanna Sigurðardóttir kvenna og karla, sem þá haföi staðið um margra áratuga skeið, lauk ekki með samþykkt þessa frumvarps sem vitnað var til sem kvað á að fullum launajöfnuði milli kvenna og karla skyldi náð á árinu 1967. Að vísu hafði þá með samþykkt þessa frum- varps náðst fram fullt lagalegt jafn- rétti, en baráttunni var engan veginn lokið þá og er ekki enn. — Vera má að sú tregða, sem löngum var við að koma á lagalegu jafnrétti, endur- spegli nokkuð þá tregðu sem nú er á franikvæmdinni. Mólið ekkiíhöfn þrátt fyrir ... Árið 1973 kemur fram á Alþingi frv. um Jafnlaunaráð. Tilgangur þess var að tryggja fram- kvæmd laga um jafnrétti kynjanna til atvinnu og launa. Nauðsynleg þótti því á þessum tíma enn ný lagasetning sem tryggði jafnrétti 1 reynd, — þrátt fyrir að konur höfðu öðlast lagalegt jafnrétti á við karla. Það kom þá glögglega í Ijós við umræðurnar og með sam- þykkt þessa frumvarps að viðurkennt var af Alþingi að misrétti væri á vinnumarkaðnum hvað varðaði framkvæmdina á því að koma á jafn- rétti til atvinnu og launakjara. Nú skyldi ætla að málið væri í höfn og með þessari lagasetningu væri tryggt jafnrétti * atvinnu- og launamálum. Nei, svo reyndist ekkivera þvíárið 1976 er talin enn á ný þörf fyrir enn eina nýja lagasetningu til að tryggja jafnrétti kvenna og karla sem er það frumvarp sem nú er í gildi. Og þegar þáverandi félagsmálaráð- herra og núv. forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpimu sagði hann m.a.: ,,Það er hlutverk og tilgangur þessa lagafrv. að stuðla að jafhrétti og jafnstöðu kvenna og'karla á öllum sviðum. Þótt konur og karlar búi við sama lagalegan rétt til menntunar, at- vinnu og launa, þá skortir I raun nokkuð á að jafnrétti kynjanna ríki. Og i greinargerð með frv. sagði að ætlunin væri að útrýma þeim mis- mun sem ríkti í atvinnulifinu i þess- um efnum. Tilgangur Alþingis 1976 var því hvorki meiri né minni en að útrýma þeim mismun eins og þar var orðað. Með samþykkt þessa frumvarps komst Alþingi þvi enn á nýjan leik að raun um að misrétti rikti í þessum málum. Yfirborganir — hlunníndi — forróttindi Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á vinnumarkaðnum á tímabil- inu 1975—1980 um launakjör kvenna og karla. — Of langt mál yrði að rekja þær kannanir hér en niðurstaða þeirra var á einn veg. Misrétti ríkir i launamálum á vinnumarkaðnum milli kvenna og karla. Sem dæmi má nefna að i niðurstöðu einnar skýrsl- unnar kemur fram að án nýrra að- gerða og breyttra viðhorfa verði ekki um að ræða umtalsverðar breytingar í jafnréttismálum kynjanna í náinni .framtift-*^' Og þar kemur einnig Jram athýglisverð niðurstaða hvað launamisrétti varöar, svo sem að sömu störf séu stundum nefnd mis- munandi starfsheitum eftir því hvort karl eða kona á i hlut og karlar fái gjarnan hærri laun en konur í skjóli mismunandi starfsheita. — Tilhneig- ing var líka til að meta hin svoköll- uðu kvennastörf til lægri launa. Einnig kemur fram að karlmenn séu frekar yfirborgaðir en konur. Og sagt að mun stærra hlutfall karla en kvenna hafi tækifæri til að semja um laun sin sérstaklega, þ.e. viðkomandi fær hærri laun en honum ber sam- kvæmt launataxta. — Ýmsar hlunn- indagreiðslur sem tiðkast á vinnu- markaðnum renna einnig frekar til karla en kvenna. Það heyrist sjaldan talað um for- réttindi í þessu sambandi. Verkalýðshreyfingin láti mólið til sín taka En hvað er til ráða? — Frá upphafi hefur Jafnréttisráð leitað eftir að fá aukið starfslið sem er m.a. forsenda fyrir að hægt sé að standa fyrir könn- unum á launakjörum kvenna og karla og fylgjast með að launajafn- rétti sé i reynd virt. — Enda hefur komið í Ijós að flest mál sem Jafn- réttisráði berast snerta launamisrétti. Þær' óskif'- hafa hingað tH engan 'larangur boflð “ j - • j Jafnréttisráð getur því einungis lagt til grundvallar umsamda launa- taxta á vinnumarkaðnum en ljóst er að slík viðmiðun er enginn mæli- kvarði á raunveruleg launakjör í landinu. — Verður þvi að búa svo um hnútana að Jafnréttisráði sé gert kleift að standa fyrir skipulögðum könnunum á vinnumarkaðnum hvað launakjör varðar og út á það gengur eitt ákvæði frumvarpsins. Er reyndar furða að verkalýðs- hreyfingin skuli ekki gefa því meiri gaum að knýja á um að launajafn- rétti kvenna og karla sé í heiðri haft á vinnumarkaðnum. Að hamra járnið ^ Það þarf engan að furða að konur sætti sig ekki við að á rétt þeirra sé gengið með verri launakjörum fyrir sömu störf þegar þær oft á tíðum verða að leggja á sig tvöfalt vinnuálag ef þær samhliða heimilis- störfum vinna einnig að verðmæta- sköpun í atvinnulífinu. Það er sanngirnismál að þetta verði leiðrétt. Þegar lög duga ekki til þarf fyrst og fremst sameiginlegt átak til að hamra járnið þar til undan lætur. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Kreddumarxistamir vildu ekki samninga í málefnum Félagsstofnunar og lána- málunum, ákváðu Utnbótasinnar að kanna samningavilja Félags vinstri manna með því að leggja fram mála- miðlunartillögu um Stúdentablaðið. Sú tillaga var lögð fram á fyrsta fundi, eftir að viðræðunefnd Félags vinstri manna hafði fengið umboð, rædd þar og gerðar á henni nokkrar breytingar að kröfu viðræðunefndar „vinstri” manna. Þar með höfðu Umbótasinnar gengið eins langt til móts við „vinstri” menn og frekast var unnt í þeim efnum. Á þessum fundi lögðu „vinstri” menn einnig fram sína harðlínustefnu í menntamálum og utanríkismálum, en alveg hafði vantað punkta frá þeim um þau mál. Ekki vannst tími til að fjalla um þessi plögg á fundin- um, en þegar Umbótasinnar athuguðu þau eftir fundinn, komust þeir að raun um, að þau voru víðs fjarri því að vera umræðugrund- völlur. Daginn eftir, föstudaginn 3. apríl, var aftur fundað með viðræðunefnd Félags vinstri manna. Það er um- hugsunarvert, að Stefán Jóhann Stefánsson mætti ekki á þann fund og félagar hans gáfu enga gilda skýr- ingu á fjarveru hans. Á þessum fundi kom ótvírætt í ljós, að viðræðunefnd „vinstri” manna var ósveigjanleg í málefnum Stúdentablaðsins. Við- ræðunefndin lýsti því yftr, að hún gæti ekki fallist á ýmis veigamikil at- riði i málamiðlunartillögunni. Þar með voru „vinstri” menn ekki til við- ræðu um neitt annað en óbreytt ástand í málefnum Stúdentablaðsins. Jafnframt lýsti viðræðunefnd „vinstri” manna því yfir skriflega, að þeir væru ekki til viðræðu um það að staða ritstjóra Stúdentablaðsins yrði tekin með i samningum um skiptingu embætta milli fylkinganna, en Umbótasinnar höfðu látið í ljós eindregna ósk um að ritstjórastaðan kæmi í þeirra hlut þegar ráðningar- tími núverandi ritstjóra rynni út við lok skólaársins. Undir þessa yftrlýs- ingu rituðu allir samninganefndar- menn „vinstri” manna, sem á fund- inum voru: ívar Jónsson, Einar Páll Svavarsson, Guðmundur Þorbergs- son, Hrund Ólafsdóttir og Þorgeir Pálsson. Nú var endanlega ljóst, að ekki var grundvöllur fyrir samkomulagi. Við- ræðunefnd Umbótasinna sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem sagði á þessa leið: „Viðræðunefnd Umbótasinn- aðra stúdenta hefur setið marga fundi með fulltrúum Félags vinstri manna um hugsanlegt meirihluta- samstarf í stúdentaráði, þar sem sjónarmið Umbótasinnaðra stúdenta hafa verið skýrð í öllum helstu mála- flokkum. í gær og í dag hefur við- ræðunefndin fundað með þeirri nefnd Félags vinstri manna, sem veitt var „umboð til umræðna um gerð málefnasamnings” á fundi í félaginu 31. mars sl. Á fundi í dag hefur þessi viðræðunefnd Félags vinstri manna hafnað málamiðlunartillögu við- ræðunefndar Umbótasinnaðra stúd- enta um Stúdentablaðið og lýst því yfir, að hún sé ekki tilbúin til neinna verulegra frávika frá stefnu Félags vinstri manna í öllum helstu mála- flokkum. Umbótasinnaðir stúdentar ii til þess að hefja styrjöld með hel- sprengjum, er þar með dauður — eða verra en dauður. Ráðamenn heims- ins, svo hjálparvana og ráðlausir þeir eru í mörgu, vita, að enginn maður með fullu viti gæti hafið styrjöld með slíkum vopnum, né beitt þeim, nema til að deyja sjálfur og tortíma um leið mannkyninu, eða miklum hluta þess. Það yrði enginn sigurvegari. Þetta vita þeir allir með vissu. GG fjallar því ekki um raunhæft tilfelli. Hið raunhæfa tilfelli er þetta sem vér höfum daglega fyrir augum. Það er ráðizt á vanmáttugt ríki, með ósköp venjulegum vopnum, oft byrjað með rifflunum einum. Og i þeim átökum er hlutverk leppanna stórt. Sumir þeirra kalla sig skæruliða eða byltingarmenn og líta alls ekki á sig sem leppa. En það reynast þeir, þegar upp er staðið. Vilji einhver þeirra ekki makka rétt, þá hjálpa „vinir” hans honum yfir landamærin miklu. Þetta má sjá um allan heim. Hvað síðan tekur við má heyra hjá ýmsum, t.d. Pólverjum. Afghanistan-munstrið er svona: Hópur sovézkra jarðfræðinga, sem fengið hafði leyfi til rannsókna í landinu, skilaði skýrslu til Sovét- stjórnarinnar. Þeir höfðu fundið mikil náttúruauðæfi, ýmsa málma, þar á meðal kopar og nikkel, og orkulindir. Innan fárra mánaða er svo haftzt handa. Fámennur hópur rænir völdunum eina nóttina og hreiðrar um sig í góðu vigi, sem þarf að hafa verið til taks. En áður en ég held lengra ætla ég að lita mér nær. Gæti þetta gerzt hjá oss? Ja, ég get ekki betur séð en að Æsufellið væri tilvalið vígi, hver svo sem heftr nú hannað það og ráðið framkvæmd- um. Um það hefi ég mínar eigin hug- myndir. Æsufellið ber sterkan svip af virki, bæði að innan og utan, suðurhliðin ekki síður en norðurhlið- in. Lægri húslengjur liggja að húsinu sunnanmegin og snúa göflum að aðalbyggingunni, breiðar traðir alls staðar. Frá þessu virki má augljós- lega ráða umferð um alla þjóðvegi sem liggja að Reykjavík. Gera má ráð fyrir að þjóðin yrði eitthvað erftð í taumi strax fyrstu dagana. Vér höfum Afghanistan fyrir augunum. Þá yrði kallað á hjálp Sovétstjórnar- innar, sem væri potturinn og pannan í öllu saman. Ég held ég lýsi munstrinu ekki frekar, nema til að benda á það, að hér eru herskipalægi og flugvellir frá náttúrunnar hendi, auk mannvirkja. Það þyrfti enga jarðfræðinga í myndina, þótt þeir hafi svosem líka verið hér. En ég held, að ég hafi sagt nóg til þess að sýna, að íslendingar eiga ekki að veikja varnir sínar, né hinna frjálsu þjóða, og að vér eigum ekki að láta oss detta i hug, að oss sé óhætt einum á báti í heiminum eins og hann er í dag. Örlög nágranna Sovétrikjanna sýna eins skýrt og verður gert, hver örlög biðu vorrar þjóðar. Hinn mikli floti þeirra hefir gert ísland að nálægum nágranna þeirra. Táknrœnar varnir Eistir éru senn komnir í minnihluta í eigin landi. Aðrar smáþjóðir í Sovétrikjunum hafa sumar horfið með öllu. Fyrst Sovétmenn haga sér eins og þeir gera við stórþjóð eins og Japani, sem verið hefir eitt af hinum miklu herveldum sögunnar, hvað myndu þeir þá vera reiðubúnir að gera, ef þessi miðstöð Norður- Atlantshafsins stæði þeim fyrir- hafnarlítið til boða á veizlubakka HA? GG segir að ísland verði ekki varið. Það er talsvert til í því, sé miðað við hvað gert er — með leyfi íslendinga — til þess að koma hér upp vörnum. (Kannski myndi Benjamín H. J. Eiríksson það skipta máli, hver hefði Æsufellið á réttu augnabliki). Varnir hér á landi eru að miklu leyti táknrænar, séðar I ljósi hins gífurlega vígbúnaðar Sovét- manna við og á Norður-Atlantshafi, þeirra sem sífellt eru að seilast eftir því sem annarra er. En um þá hlið málsins er við engan að sakast, nema íslendinga sjálfa, fyrst og fremst HA. Og ég hefi þegar rætt hina hliðina — „framhaldið”. Það er það sem Rússar verða að hafa í hug — og gera. Árás á ísland er árás á Banda- ríkin, kjarnorkuveldi. Verði Ísland ekki varið, þá er rök- rétt að álykta, að vænta megi rúss- nesks hernáms, ekki helsprengj- unnar. Hvers vegna varpa henni á herstöð, sem hvort eð er er ekki verj- andi og taka á til eigin nota? i Ijósi þess sést, að hræðsluáróðurinn miðar að því að skapa andlegt uppgjafar- ástand og að fá varnirnar fjarlægðar til þess að auðvelda hernámið. Af grenjandi HA mætti halda, að það stæði fyrir dyrum. Stórstyrjöld myndi mjög sennilega byrja með her- námi islands. Viðbúnaðurinn á Kola- skaga er því vel skiljanlegur. Og í Æsufellinu varðveittist hugarfar kommaforingjanna síðari kynslóð- um, ef einhverjar yrðu, meitlað i steinsteypu. Þá er ein röksemd HA ótalin. Hún er sú, að Bandaríkjamenn séu hér sín vegna, ekki vor. Þetta ber vott um heldur lágkúrulega hugsun. GG virðist ætlast til þess, að önnur þjóð leggi i mikinn kostnað og hætti lífi sona sinna og dætra eingöngu vor vegna. Ennfremur ætti meirihluti íslendinga að vilja endilega gera Bandaríkjamönnum þennan greiða og taka á sig hættuna, sem því fylgir, eingöngu Bandaríkjamanna vegna. Stenzt svona málflutningur minnstu gagnrýni? Auðvitað álita báðir, að um sameiginlega hagsmuni sé að ræða. Mér finnst skrif HA — að svo miklu leyti sem þau eru ekki hrár rússneskur áróður fyrst og fremst einkennast af flótta við dauðann, al- Kjallarinn ^ • "3 Kjallarinn. geta ekki fallist á óbreytt ástand í málefnum stúdenta. f ljósi ofan- greinds telur viðræðunefnd Umbóta- sinnaðra stúdenta ekki réttlætanlegt að halda áfram viðræðum við við- ræðunefnd Félags vinstri manna á þeim grundvelli sem viðræðurnar hafa verið.” Kjartan Ottósson.. mennan og ótímabæran dauða. Þetta er mannlegt, en ber ekki vott um djúpan skilning, né djúpa hugsun, frekar en neyzla hins andlega gervi- varnings, sem nú fyllir allar hillur og flest vit. Allir menn deyja llkams- dauðanum. Og við þá staðreynd verða menn að sætta sig í lífi sínu, því fyrr sem þeir gera það, því betra. Þeir menn eiga bágt, sem ekki geta sagt með séra Hallgrími: kom þú sæll, þá þú vilt. Röksemdin um dauðann, út af fyrir sig, er því ekki stórvægileg, enda sennilega fengin að láni úr ein-_ hverju heilabúi efnishyggjunnar. Röksemdin tekur sig út sem hræðslu- skrif, er ættu sem minnst að sjást í pólitískum umræðum. Það er ekki rétt að vera að hræða fólk með dauðanum. Sjómenn fara á sjóinn, þótt sjómenn drukkni á hverri vertíð. Menn hátta með hugró í rúm sitt, þótt skýrslur sýni, að flestir deyi í rúminu. í stað þess að hýsa angist á þjóðin að minnast þess skjóls, sem hefir dugað henni, Guðs. Dauðinn er hinztu rök, þar sem Guð tekur við hjá þeim, sem á hann trúa. Banda- ríkjamenn settu á peninga sína: Vér treystum Guði. Þeir urðu auðugasta þjóð heims. í þjóðsöngnum syngjum vér íslendingar um Guð: Vor hertogi á þjóðlífsins braut, og fengum sjálf- stætt ríki, án stríðs og án hers. Með þessu segir hann oss: „Ég er yðar hershöfðingi. Þess vegna ná réttlætis- mál þessarar þjóðar fram að ganga í fyllingu tfmans, og það gegn öðrum þjóðum, þótt vopnaðar séu og stærri: ríkisstofnun, handritakröfur, haf- réttarmál. Gleymum heldur ekki: aðsend ókeypis hervernd vegna þeirra sem órótt er. Lifiðheil! Dr. Benjamin H. J. Eiríksson \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.