Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 I Utvarp 3i Sjónvarp D FIMMTUDAGSLEIKRITIÐ - útvarp kl. 21,15: Hlaut verölaun í sam- keppni um einþáttunga —heimilisfólk verður kvíðið þegar sonurinn og unnusta hans koma ekki á áætluðum tíma Leikritið í kvöld nefnist Veilan (The Flaw) og er eftir brezkan leikrita- höfund, Cyril Roberts. Sá hefur aðal- lega skrifað fyrir svið og fyrir Veiluna hlaut hann á sínum tíma verðlaun í samkeppni einþáttunga. Leikritið gerist á heimili Middelton- fjölskyldunnar. Von er á syninum Philip og Brendu, unnustu hans. Það dregst hins vegar að þau láti sjá sig og heimilisfólkið verður áhyggjufullt. Þeim hefur seinkað meir en góðu hófi gegnir. Kvíðinn eykst á heimilinu en seint og um síðir birtist þó parið. Þegar þau loks koma er öllum ljóst að eitt- hvað voðalegt hefur gerzt. Leikstjóri er Jónas Jónasson en með hlutverkin fara Ævar R. Kvaran sem jafnframt er þýðandi verksins, Helgi Skúlason, Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann og Indriði Waage. Leikstjórn er í höndum Jónasar Jónas- sonar. DB-mynd RagnarTh. Flutningur leikritsins hefst kl. 21.15 og er það um 40 mínútna langt. Það var áðurflutt 1960. ■ KMU Ævar R. Kvaran þýddi leikritið og fer auk þess með eitt hlutverkanna. DB-mynd Bjarnleifur. Tónlist eftir tvo núlifandi Svía,' Ingvar Lidholm og Thorbjörn Lund- quist verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í kvöld. Tónleikarnir hefjast á hljómsveit- arverki Ingvars Lidholm, Greetings from an Old World. Það verk samdi Lidholm sérstaklega fyrir Kennedy- safnið í Washington til að flytja á minningartónleikum um forsetann. Lidholm, sem starfar nú sem prófessor við tónlistarháskóla, .yar áður tónlistarstjóri sænska út- varpsins. Fiðlukonsert eftir Thorbjörn Lundquist er siðara verkið sem út- varpað verður í kvöld. Það samdi Lundquist sérstaklega fyrir tékkneska fiðluleikarann Karel Sneberger sem einmitt er einleikari á tónleikunum. Karel Sneberger starfar nú í Svíþjóð. Hann stundaði nám við tónlistarháskólann í Prag og lauk þaðan burtfararprófi í fiðluleik árið 1943. 1945 gerðist hann prófessor við tónlistarháskólann í Prag og í því starfi var hann þar til hann flutti til Svíþjóðar. Eftir það hefur hann leikið mikið með kammersveitum en einnig komið víða fram sem einleikari. Páll P. Pálsson stjórnar Sinfóníu- hljómsveitinni í kvöld. -KMU. Páll P. Pálsson — stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni i kvöld. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR - útvarp kl. 20,30: TÓNLIST EFTIR TVO SVÍA VERÐUR LEIKIN FÉLAGSMÁL 0G VINNA - útvarp kl. 22,40: Hvaða áhrif hefur það á fólk að vinna átta stundir á dag fyrir framan tölvuskerm? Tölvuvæðingin í brennidepli í þættinum Félagsmál og vinna í út- varpinu i kvöld verður fjallað um tölvumál og þau áhrif sem tölvuvæðing kann að hafa á vinnustöðum og á starfsfólkið. Tilkoma örtölvunnar hefur þegar og á eftir að valda miklum breytingum, svo miklum að talað hefur verið um byltingu. Tölvurnar ryðja sér til rúms og yfirtaka æ fleiri störf sem mannfólkið hafði áður sinnt. Störfum á vinnustöðum fækkar og jafnvel heilu starfsstéttirnar verða óþarfar. En hvernig á verkalýðshreyfingin að mæta þessari þróun? Þeirri spurningu verður leitast við að svara í þættinum í kvöld. Á hinum Norðurlöndunum hefur mikil umræða farið fram um þessi mál. Þar hafa stéttarféiög verið höfð með í ráðum þegar nýja tæknin hefur verið tekin í notkun en í löndum þar sem slíkt hefur ekki verið gert hefur tölvuvæðingin yfirleitt leitt til átaka eins og skemmst er að minnast frá prentiðnaðinum í Bretlandi og reyndar íslandi einnig. í þessu sambandi er ekki aðeins spurt um uppsagnir starfsfólks heldur einnig hvaða áhrif það hafi á menn að þurfa að sitja allan daginn fyrir framan tölvuskerm. Nokkrir menn verða fengnir til að segja i stuttu máli frá þeim áhrifum, sem tölvuvæðing hefur haft á þeirra vinnustöðum, svo og hvað þeir telji að stéttarféiögin geti gert. í framhaldi af því munu þrír menn, Jóhannes Sig- geirsson hagfræðingur ASÍ, Vilhelm G. Kristinsson framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra bankamanna og Eyþór Fannberg, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar, ræða um tölvuvæðinguna og hvernig verkalýðshreyfingin ætti að beita sér í þeim málum. Kristín H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aðalsteinsson eru umsjónarmenn þáttarins. -KMU. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR Fjöleign hf., Hluthafafundur Hluthafafundur Fjöleignar hf., verður haldinn í Borgartúni 22 (fundarsal á 3. hæð) fimmtu- daginn 9. apríl kl. 20:30. Fundarefni: Staða og stefnumörkun. Hluthafar fjölmennið. — Nýir hluthafar velkomnir. Stjórnin Framtíðarstarf Ungt reglusamt par með eitt barn óskar eftir atvinnu úti á landi. Maðurinn hefur meirapróf en allt kemur til greina. Æski- legt að húsnæði á staðnum gæti fylgt. Bæði reglusöm og vilja vinna mikið. Uppl. í síma 92-2247. w SKÁKSAM BAIMD STOFNAÐ 1925 ÍA ÍS Skákþing Isiands 1981 hefst laugardaginn 11. april nk. kl. 14. Keppni hefst þá í áskorenda- flokki flágmark 1900 stig) og opnum flokki (opinn öllum). Tefldar verða 9 umferðir Monrad og lýkur keppni 20. april. Teflt verður að Grensásvegi 46 og fer lokaskráning fram kl. 13—14 þann dag. Stjórn Skáksambands íslands. BMW 525 BMW 520 BMW 520 autom. BMW 518 BMW 320 BMW 320 BMW 320 BMW 318 autom. BMW 318 BMW 316 BMW 316 árg.1974 árg. 1978 árg. 1977 árg.1977 árg.1979 árg.1978 árg.1977 árg.1979 árg.1977 árg.1979 árg.1978 Renault 20 TL Renault 20 TL Renault 12TL Renault 14 TL Renault 5 TL Renault 4 Van F6 Renault 4 Van F4 árg. 1978 árg. 1977 árg.1975 árg.1978 árg. 1980 • árg. 1977 árg.1977 Höfum kaupanda að Renault 5 TL árg. 1974—1976 KRISTINH GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.