Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 25
DAC5B1.ÁÐIÐ. FIMMTUDAGfR 9. APRÍL' 1981 2yv ,Vid náum tindinum i ár og höldum honum áfram’ — segir gítarleikari Judas Priest, K.K. Downing og er bjartsýnn á f ramtíð bárujárnsrokksins „Fyrir svona þremur árum vorum við skrambi svartsýnir á framtíð þess sem við vorum að gera. Pönkið var að gefa upp öndina en í þess stað tók nýbylgjan við. Við sögðum þá að þetta væri aðeins arðvænlegt stund- arfyrirbrigði sem liði undir lok eftir 2—3 ár, og hvað hefur ekki gerzt? Það verður alltaf markaður fyrir bárujárnið hvað sem kann að koma upp á yfirborðið í tónlistar- heiminum,” sagði Robert Halford, söngvari brezku bárujárnskónganna, Judas Priest, í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Hvað sem kann að verða siðar meir er víst að Halford hefur rétt að mæla hvað varðar bárujárnsmarkaðinn. Hann hefur alltaf verið fyrir hendi frá því það fór fyrst að láta verulega á sér kræla fyrir um áratug — að vísu í annarri og mjög svo breyttri mynd . frá því sem nú þekkist. Ævintýri Fyrir nokkrum vikum kom áttunda LP-plata Judas Priest á markaðinn undir heitinu Point of entry. Sú hefur þegar fengið umfjöllun hér í DB og er líkast til önnur tveggja beztu platna þeirra. Reyndar hefur undirritaður ekki heyrt þær tvær fyrstu en sú fyrsta a.m.k. þykir ekki neitt sérstök. Hljómsveitin lauk nýlega við heljar- mikið tónleikaferðalag um Bandaríkin og þaðan lá leiðin til Þýzkalands þar sem hún hitaði upp fyrir bárujárns- goð þeirra Þjóðverja, AC/DC. Viðtökurnar í Bandaríkjunum voru ævintýri likastar þegar tekið er tillit til þess að hljómsveitin hefur tak- mörkuðu fylgi átt þar að fagna þar til nýlega. Uppselt var viðast hvar og t.d. komu 15.000 manns á tónleika hjá þeim í San Antonio. ,,Ég held að við náum toppnum á næsta ári,” sagði K.K. Downing, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar, í viðtali við The Aquarian í september ásíðastaári. „Þar með er ég ekki að segja að við séum hættir og takmarkinu náð. Við eigum eftir að halda okkur á toppnum meirihluta áratugarins. . . svo framarlega sem áhangendurnir snúa ekki við okkur bakinu. Vinsældir okkar hafa aukizt hægt og rólega undanfarin ár og við höfum ekki sprungið á limminu eftir eina eða tvær plötur eins og svo margar hljómsveitir. Vissulega voru tímar þegar okkur stóð ekki á sama er við lékum í smábæjum hér og þar 1 Englandi, sem margir hverjir höfðu ekki nema 1000 íbúa, en dæmið hefur gengið upp.” Kokhraustur kappi Downing og ekki að ástæðulausu. Klíkuskapur Judas Priest var stofnuð I Birmingham fyrirl2 árum,1969. Það voru þeir Kenneth Downing gitar- leikari og Ian Hill bassaleikari sem hleyptu henni af stokkunum ásamt söngvara, sem reyndar hætti aðeins 4 mánuðum síðar. Halford vann á þeim tima sem Ijósamaður i leikhúsinu í Walsall, sem er útborg Birmingham. Honum líkaði vistin ekki nógu vel og sagði upp. Vegir Guðs eru órannsakanlegir hefur oft verið sagt og vissulega er margt til i þvi. Það næsta sem gerðist var að Hill leit systur Halford hýru auga og þar með kynntust þeir. Fyrir einskæran klikuskap fékk Halford að reyna sig á undan mörgum öðrum, sem höfðu áhuga og festi sig strax I sessi sem söngvari hljómsveitarinnar. Halford hafði reyndar verið að fikta við hljóðnemann í hljómsveit sem hét Hiroshima og dró með sér trymbilinn úr því bandi, Alan Moore. Tipton gekk hins vegar ekki til liðs við Prestana fyrr en 1975 og skömmu siðar hætti Alan Moore. Les Bmks tók við af honum á húðunum og lék með á Exciter og Hell bent for leather áður en Dave Holland, áður i Trapeze, tók við og hefur síðan barið trommusettið af vígamóði á siðustu þremur plötum; Live-plötu, sem tekin var upp í Japan, British steel og nú Point of entry. Hársbreidd Eins og hjá flestum bárujárns- hljómsveitum hefur lífið ekki alltaf verið neinn dans á rósum og framinn komið í einu vetfangi. Fyrir aðeins 5 árum munaði ekki nema hársbreidd að hljómsveitin legði upp laupana. Hún hafði gefið út plötuna Rocka rolla á vegum Gull-fyrirtækisins 1974 og síðan aðra, Sad wings of destiny, 1976. Sú plata var um langt skeið á vinsældalistum í Englandi en hljómsveitin lapti samt dauðann úr skel. „Við höfðum um 2000 pund í laun á ári og þau áttu að nægja fyrir afborgunum af tækjunum, ferða- kostnaði og framfæri okkar sjálfra. Við fórum til Gull-útgáfufyrir- tækisins og fórum fram á að fá, þó ekki væri nema, 25 pund á mann á viku til eigin þarfa — svona rétt til sniðgengið okkur til lengdar þar sem vinsældir okkar voru umtalsverðar. Öll fyrirhöfnin virðist loksins vera farin að skila sér i einhverjum mæli. Allar okkar plötur hafa selzt betur en sú næsta á undan þannig að breytingin er orðin umtalsverð. Við erum ekki lengur neitt neðanjarðar- band.” Hljómleikar Það er þó á hljómleikum sem Judas Priest er f essinu sinu og að mati þeirra sem til þekkja komast plötur þeirra ekki með tæmar þar sem hljómleikarnir hafa hælana. Eru þó skífurnar ekki þaktar rtíeð neinu Nolan-jukki. Hljómsveitn hefur alla slna tónleika á því að Halford kemur akandi á risastóm Harley-Davidson mótorhjóli inn á sviðið, umluktu þurríssþoku og síðan byrjar bailið með laginu Hell bent for leather. Siðan rekur hvert lagið annað og styrkurinn, maður minn! Það er allt á útopnu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og áhorfendur láta ekki sitt eftir Iiggja. Djöflast um allt gólf og meðtaka boðskapinn eins og söfnuður í kirkju — enda messa Prestarnir yfir þeim af fítonskrafti. Blaðamaður einn lét þessa ágætu setningu flakka í grein um Judas’ Priest og við skulum láta hana marka endapunktinn í þessari umfjöllun: „Það er hægt að gera fjandi margt undir tónlist Judas Priest en að sitja á rassinutn er útilokað.” -SSv. Judas Priest: Frá vinstri: K.K. Downing gítarleikari, Robert Halford söngvari og Glenn Tipton gítarleíkar’ að skrimta. Þvf var staðfestlega neitað og við vorum eiginlega hættir þegar CBS kom til sögunnar og bjargaði okkur,” sagði Downing i viðtali við timaritið Circus. Sfðan hefur leiðin legið upp á við þó svo gengi hljómsveitarinnar í heimalandi hennar, Englandi, hafi ekki verið eins gott og ætla mættl. Ástæðuna má rekja til þess að BBC var lengst af tregt til að leika plötur þeirra ,,af siðferðisástæðum” eins og gefið var upp. LagiðTakeon the world komst t.d. á „topp-tiu” vinsældalistann þrátt fyrir að vera úthýst i BBC. Jafnvel aumustu pönkarar fengu plötur slnar mun oft- ar leiknar í útvarpinu. E.t.v. var skiljanlegt að BBC væri tregt til að leika lög Prestanna, því nöfnin á þeim voru (og eru) iðulega í mótsögn við allar hefðir. Sinner, Sants in hell, Killing machine, Evil fantasies. Allt lög sem ekki hafa beint aðlaðandi nöfn — a.m.k. ekki fyrir hinn almenna hlustanda. Tregða Tregða BBC til að leika tónlist Judas Priest olli nokkrum áhyggjum innan hljómsveitarinnar því tónlist i útvarpi hefur alla jafna mótandi á- hrif á plötusölu. Það var ekki fyrr en með British steel að BBC varð að láta í minni pokann. Lagið Living after midnight komst í náðina hjá plötu- snúðum stöðvarinnar og video-mynd með laginu Breaking the law (sú var sýnd hér í Skonrok(k)i fyrir skömmu) sást á skerminum hjá rfkis- fyrirtækinu. En hvað olli breyting- unni? „Svei mér þá að ég viti það,” sagði Downing, ,,en mér dettur það helzt í hug að BBC hafi ekki getað Fyrir námsfólk jafnt og aðra sem við vinnu sína sitja er mikilvæg 9 undirstaða árangurs að sitja rétt og þægilega. Stóll frá Stáliðjunni er því góð gjöf handa m fermingarbarninu, góður lW ^ stuðningur áður en lengra er haldið STALIÐJANHi F SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211/

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.