Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 3 Þjóðmálin: Bjartsýniaðtreystaá tvær atvinnugreinar ______________ Jóhann Þórólfsson skrifar: íslendingar guma mikið af því hvað þeir séu vel gefnir og vel mennt- aðir. Ég held að það sé nú ekki á öllum sviðum, að minnsta kosti ekki þegar litið er á uppbyggingu þjóðar- innar. Mér finnst það mikil bjartsýni að byggja upp heilt þjóðfélag á tveimur atvinnugreinum, landbúnaði og sjáv- arútvegi. Þessar atvinnugreinar hafa brugðizt og geta alltaf brugðizt. er ekki fyrr en hins síðari ár að for- ráðamenn þjóðarinnar hafa vaknað af værum blundi og séð að það þyrfti fleira að koma til eins og t.d. iðn- aður. Við eigum að nýta jarðhitann og beizla fallvötnin í miklu stærri stíl og ráðast í orkuver, minnsta kosti eitt í hverjum fjórðungi, svo að við skilj- um við blómlegt land handa niðjum okkar. Einnig vil ég geta þess að því miður held ég að við höfum ekki átt mikla fjármálaspekúlanta. Ef svo hefði verið væri ríkiskassinn ekki Raddir lesenda alltaf tómur. í því sambandi má benda á stríðs- árin. Þá var engin þjóð í heiminum eins rík og Islendingar. Sama var að segja um síldarárin, þá jusum við upp peningum. Allt er þetta horfið. Við höfum aldrei haft vit á því, þegar vel gengur, að geyma neitt til mögru ár- anna. Þó vitum við að ísland er eld- fjallaland og hér gætu orðið miklar náttúruhamfarir og hafa orðið, eins og gosið í Vestmannaeyjum, snjó- skriður og margt fleira, og þá eigum við enga fjármuni til að bjarga hlut- unum. Að visu vil ég ekki að öllu leyti kenna stjórnvöldum einum um það sem hér hefur verið nefnt þó að þau eigi sinn stóra skammt í þessari verð- bólgu er við nú búum við. Það er einnig okkur að kenna að við erum allt of kröfuhörð og fjárfestum miklu meira heldur en við getum greitt. Við megum ekki búast við neinu góðu á meðan forustumenn flokkanna eru svona sundraðir og hver höndin uppi Jóhanni Þórólfssyni finnst það vera mikil bjartsýni „að byggja upp heilt þjóðfélag á tveimur atvinnugreinum, landbúnaði og sjávarútvegi” þar eð báðar atvinnu- greinar geti brugðizt. á móti annarri. Það finnst mér ekki lýsa skynsemi. Byrjið nú veturinn með því að taka höndum saman og leggja allar deilur á hilluna. Það er rétt sem Hannibal sagði fyrir mörgum árum, sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Það þarf engar vangaveltur yfir því að það á að byggja stóriðju á Reyðar- firði. Ég er hissa á Hjörleifi ef hann vinnur ekki að því. Er svoverður ekki er ég hræddur um að Austfirðingar láti til hans færri atkvæði í kassann næst þegar kosið verður. FALKIN N ® HUOMPLÖTUDEILD Laugavegi 24 Suðurlandsbraut 8 Austurveri Simi 18670 Simi 84670 Simi 33360 Ertu bjartsýniskona / maður? Bergdis Kristmundsdóttir, iðnskóla- nemi: Já, frekar. Gunnar Gislason, kennaraskólanemi: Ekkert f ekar, bara svona í hæfilegu meðallagi. Ósk Kristjánsdóttir, vinnur við pökk- un: Já, já, já, og hef alltaf verið. Arsæll Ársælsson, kaupmaður: Já, ég vona það. Guðrún Kjartansdóttir, húsmóðir: Já, svo sannarlega. Ragnheiður Asa Ingvarsdóttir, hús- móðir: Já, og vonast til þess að verða það áfram.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.