Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. í stað góða, gamla eldhússborðsins Skólar landsins eru sem óðast að hefja störf þessa dagana. Nemend- urnir eru komnir heim með bækurnarj sem þeir eiga að læra úr og hvers| konar verkefni bíða þeirra. Auðvitað er gott og blessað að læra við góða, gamla eldhúsborðiö þegar ekki er verið að nota það til annars. Eða þá að liggja á maganum inni á gólfi. En við fengum Sigurð Má Helgason sölustjóra í Pennanum til þess að sýna okkur hvað hægt er að gera ef menn vilja hvorugan-þann möguleika nýta. Annars vegar litum við á ódýrt og lítið skrifborð og hins vegar á dýr- araogstærraborð. -DS.| Þarsem pláss erlftið Þetta skrifborð hentar vel þar sem lítið pláss er. Það er 80 sentimetra bréitt og 140 sentimetrar á lengd. Því fylgir ein skúffu- eða skápasamstæða eins og sést á myndinni. Borðið kost- ar 2800—3200 eftir viðartegundum. Stóllinn við það er íslenzkur og afar ódýr. Hann kostar 747 krónur. Hægt er að hækka eða lækka setuna eftir vild og hentar þvi stóllinn börnum á öllum aldri. Að öðru leyti er ekki hægt að stilla hann. Bókastatífið á borðinu kostar 141,50. Bastkarfan undirruslið kostarsíðan 129,50. -DS. Dýrara og plássmeira Þessi útfærsla er nokkru dýrari en hin. Borðið er stærra, 80sinnum 160, og því fylgja tvær skúffu- eða skápa- samstæður. Hægt er þó að fá það með aðeins einni og er það þá aðeins 60 krónum dýrara en litla borðið. Skáp eða skúffu er svo hægt að kaupa seinna á 1500—1800 krónur. Borðið, eins og það er á myndinni, kostar 4400 til 5000 krónur. Stóllinn við það kostar 2040 krónur. Hægt er að stilla hæð á setu, halla hennar, halla baks og stífni þess og hæð. Dýr en ákaflega góð mubla. Statifið undir penna og annað á borðinu kostar 79,80. Á öll skrifborð Pennans er hægt að fá læsingu fyrir 144 krónur. Hægt er að læsa öllum skúffum og skápum íeinumeðhenni. -DS. Kostnaður aukizt mikið síðustu mánuði Akureyrlngur skrifar: Ég sendi hér fyrsta seðilinn minn. Ég hef lengi ætlað að vera með en ekki komið því á fyrr en nú. Þó hef ég haldið heimilisbókhaldi saman í langan tíma. Dagbókin hefur þó freistað mín aö gera betur. Mér þy kir kostnaður við heimilis- hald hafa aukizt mjög hratt á sið- ustu mánuðunt. Til dæmis fóru í maí í 3.125,90 í mat og hreinlætis- vörur en núna í ágúst 4.360,30. Þar munar 1234,40 krónum og átti ég þó meira í frystiskápnum. Kostnaðurinn við annaö flokkast þannig. Bensín 950, sem er óvenju há upphæð þar sem við vorum fjögur sem notuðum bílinn til ýmissa snúninga. Tóbak 671,70, sem er meðalkostnaður á mánuði fyrir tvo. Sælgæti 95,65. Gjafir Raddir neytenda 844,60, þær eru tvær stórar afmælisgjafir og tvær minni. Föt 507,90. Þinggjöld og útsvar 5.404. Svona líta minir reikningar út. Það má engu muna að endar nái saman. Þó vinnum við tvö fyrir heimilinu. Bðrnin eru þrjú, 19, 18 16 ára. Þau eldri eru að setja saman heimili svo þau hafa ekki verið látin borga heim. Sá yngsti vinnur rétt fyrir skólagjöldum og fötum á sig. Næsta mánuð verðum við bara 3. Ég er spennt að sjá hvernig bók- haldið kemur út. Við höfum aldrei veriö svo fá í heimili siðan ég fór að búa. Mikill munur á verði á gólfkorki: Dúkuráheilt her bergi fyrir Við höfum oft sagt og segjum enn að það borgar sig aldeilis að athuga verð á hlutunum á fieiri en einum stað áður en keypt er. Þannig hafði á dögunum samband við okkur maður utan af landi sem hafði komið í bæinn, meðal annars til að kaupa kork á gólfin í húsinu sínu. Hann vildi hafa korkinn óvinilhúðaðan og fór i Málarann þar sem slíkur korkur kostaði 195 krónur fermetrinn. Kunningi mannsins benti honum siðan á að í mismuninn Litnum væri korkurinn mun ódýrari. Reyndist það rétt vera þvi þar kostaði hann 134 krónur fer- metrinn. Var í báðum tilfellum um portúgalskan dúk að ræða og mjög svipaðan að dómi mannsins. Maðurinn sagðist hafa þurft að kaupa það mikiö af dúk að fyrir verðmuninn í Litnum og Málar- anum þefði hann getað fengið dúk á heilt herbergi. Munar hreint ekki svo lítið um 61 krónu mun fyrir hvem fermetra. -DS. Öf lug Neytendasamtök með fleiri félögum Neytendasamtökin hafa að undanförnu verið að hvetja fólk til þess að koma til liðs við sig. Bent er á að þau eru eini óháði aðilinn sem gæti staðið vörn um hagsmuni neyt- enda. En til þess að svo verði þarf að fjölga verulega i samtökunum. •Þá aðeins að neytendasamtökin verði breið almenningssamtök geta þau áorkað einhverju i átt til bóta fyrir neytendur. Menn geta gengið i samtökin með þvi að skrifa i póst- hólf 1096 í Reykjavík eöa hringja í . síma21666. ,j)S. Linguaphone: Daglegt mál á plötum eða snældum Ef þú ætlar þér á erlenda grund og vilt geta talað ögn við innfædda er Linguaphone námskeiðið kannski svolitið sniðugt. Með Linguaphone er hægt að læra að tala það sem kallað er daglegt mál án þess að geta þó rætt um sérfræðileg efni. Þú getur pantað þér mat, borgað hann og þakkað fyrir og jafnvel rætt um veðrið. En vanti þig að'vita allt um leyndustu þræði tölv ufyrirtækis gætirðu lent á gati. Linguaphone námskeiðin eru byggð upp annars vegar á 4 snældum (kassettum) eða 21 lítilli plötu og hins, vegar af textabókum og málfræði- bókum. Hægt er að fá öll Norður- landamálin, þýzku, frönsku, spænsku, itölsku, portúgölsku, hebresku, kín-' versku, japönsku, rússnesku og grísku. Námið er byggt upp á þann hátt að fólk les textann í bókunum og hlustar síðan á hann af plötum. Byggist námið auðvitað fyrst og fremst á því að endurtaka nógu oft' það sem verið er að læra. Því er nauðsynlegt að hafa plötuspilara eða! snældutæki sem hægt er að hafa á borðinu fyrir framan sig og stilla jafnóðum. Hér á árum áður var þaðj algengara að menn keyptu plöturnar en nú hefur dæmið snúizt við með öllum litlu snælduböndunum og menn vilja heldur snældur. Linguaphone fæst í Hljóðfærahús- inu og kostar 905 krónur námskeiðið. -DS. Enskunámskeiö í Linguaphone er byggt upp af fjórum snældum eða 21 plötu, myndskreyttri bók meö þeim texta sem lesinn erensk-danskrihand- bók með skýringum viö hvern kafla, æfingabók með skriflegum æfingum og svörum og ensk-islenzku oröa- safni. Önnur námskeiö eru byggð upp á svipaðan hátt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.