Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 21 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Douglas Reynolds. DB-mynd GSv. Nýr þjálfari Akureyrar-Þórs Knattspyrnufélagið Þór á Akureyri hefur ráðið nýjan knatt- spyrnuþjálfara, Englendinginn Douglas Reynolds. Hann er ekki ókunnur Þórsurum, hefur þjálfað leikmenn liðsins áður og kom þeim upp í 1. deild 1976. Reynolds mun hefja störf hjá Þór í febrúar næstkomandi og þegar hann var hér á ferð um helgina lýsti hann yfir ánægju með að fá tækifæri til að þjálfa hjá Þór á ný. Þór leikur i 2. deild næsta keppnistímabil og ætti að hafa alla möguleika á að endurheimta sæti sitt í 1. deild á ný. -GSv. Liverpool keypti ungan bakvörð Liverpool keypti í gær 19 ára skozkan bakvörð, Steve Nicol, frá Ayr United fyrir 300 þúsund sterlingspund. Nicol lék alla leiki Ayr í 1. deildinni skozku sem vinstri bakvörður á siðasta leiktímabili. Skoraði þrjú mörk. Hann hefur leikið í skozka unglingalandsliðinu og þykir mjög efnilegur leik- maður. Greinilegt er, að Liverpool er þarna að byggja upp fyrir framtíðina. Arsenal og Celtic höfðu mikinn áhuga á að fá pilt til sín en hann valdi Liverpool. Þegar fréttin barst til Anfield i gær, um að Liverpool hefði keypt nýjan bakvörð, fór Richard Money, bakvörður, fram á að vera settur á sölulista. Hann var keyptur frá Fulham fyrir 350 þús. sterlingspund sumarið 1980 og hefur ieikið 14 leiki í aðalliði Liverpool. Avi Cohen, ísraelinn, sem leikið hefur 18 leiki með Livcrpool sem vinstri bakvörður, hefur verið seldur aftur til Maccabi i ísrael. -hsim. Hollenzkur landsliðs- maður til WBA West Bromwich Albion keypti i gær hollenzka landsliðs- manninn Martin Jol fyrir 230 þúsund sterlingspund. Hann er snjall framvörður og getur cinnig leikið sem varnarmaður. Hann var strax settur í hóp aðalleikmanna WBA, sem leika munu gegn Southampton i West Bromwich, útborg Birming- ham, í 1. deildinni ensku á laugardag. Valur-Fram íkvöld Fyrsti leikur 4. umferðar úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla í kvöld. Þá mætast Valur og Fram, þau tvö lið sem virðast eiga mesta möguleika á að berjast við Njarðvíkinga um íslandsmeistaratitilinn. Bæði hafa tapað einum leik, gegn Njarðvik, svo i kvöld verður barizt um þýðingarmikil stig. Leikurinn hefst kl. 20. Námskeið fyrir knattspyrnuþjálfara B-stigs námskeið fyrir knattspyrnuþjálfara verður haldið dagana 29. október til 1. nóvember 1981 ef næg þátttaka fæst. aðeins þeir er lokið hafa A-stigi geta ..ótt þetta námskeið. Þátttökutilkynningar og gjald kr. 200.00 þurfa að berast fyrir 28. október. Skrifstofa KSt verður opin milli kl. 12.15 og 13, sími 84444. Einnig gefur Steinn Halldórsson upplýsingar í síma 74360 eftir kl. 20. „ÉG BÍD BARA MEÐ KROSSLAGÐA FINGUR” — sagði Pétur Ormslev og vonast til að skrifa undir samning við Fortuna Diisseldorf í dag eða á morgun. „Vísir leggur mér í munn orð sem ég hef aldrei sagt ” sagði Pétur ennf remur Gerist Pétur Ormslev atvinnumaður hjá Fortuna Diisseldorf f dag? — Hér er hann tilj vinstri með Jörg Berger, þjálfara Fortuna, og Atla Eðvaldssyni til hægri. Mikil spenna í 1. deild í Danmörku „Nei, ég er ekki búinn að skrifa undir samning við Fortuna Dússeldorf. Bið bara með krosslagða fingur og vona að það verði síðar í dag eða á morgun,” sagði Pétur Ormslev, lands- liðsmaður i Fram, þegar DB ræddi við hann, þar sem hann var staddur á heimili Willi Reinke, umboðsmanns, rétt utan við Dortmund. „Það er útséð úr þessu að ég mun ekki leika með Fortuna nú um helgina en vona að það verði um næstu helgi. Þá á Fortuna Dússeldorf leik gegn Fortuna Dort- mund og verður leikið i Dortmund. Það verður áreiðanlega hörkuleikur. Þá mætir Atli Eðvaldsson sínum gömlu félögum í Borussia og gaman væri að leika þar með honum.” Nú var Vísir með uppslátt um þig á íþróttasíðu í gær. Hefurðu frétt af því? „ Já, slík skrif og rangfærslur hleypa illu blóði í menn. Það er búið að lesa greinarnar fyrir mig og þar eru settir á prent allskonar hlutir, sem ég hef aldrei sagt. Ég hef aldrei sagt að ég muni ekki framar leika með Fram og það er ekki nóg með að mér eru lögð í munn orð, sem ég hef aldrei sagt, heldur eru búnir til alls konar hlutir í greinunum. Líka haft eftir Atla Eðvaldssyni ýmislegt, „Danir sýndu töluverðan áhuga á landskeppni við íslendinga i frjálsum iþróttum næsta sumar,” sagði Örn Eiðsson, formaður frjálsiþróttasam- bands íslands i samtali við DB i gær. „Hins vegar gátu þeir að sjálfsögðu ekki gefið ákveðið svar strax en óvist er að þeir gætu endurgoldið boð okkar og þá verður ekkert af landskeppninni,” sagðiÖrn. örn Eiðsson er nýkominn heim af þingi frjálsíþróttasambanda Norður- landa í Osló. íslenzka sendinefndin ræddi við Dani um fyrrnefnda Iands- sem ég heyrði hann aldrei segja og hlustaði ég þó á símtalið. Ég skil vel, að forráðamenn Fram séu reiðir eftir að hafa lesið þessi ósköp,” sagði Pétur Ormslev og greinilegt á honum að honum var mikið niðri fyrir vegna skrifa Vísi. Ekki sáttur við þau. Vildu fá leik við Fortuna „Stjórn knattspyrnudeildar Fram hefur ekkert á móti þvi, að Pétur Ormslev gerist leikmaður hjá Fortuna DUsseldorf. Hefur samþykkt fyrir sitt leyti að hann taki tilboði því, sem Willi Reinke var með fyrir hönd þýzka liðs- ins,” sagði Ólafur Orrason, stjórnar- maður í knattspyrnudeild Fram í gær. „Þegar til þessara samninga kom og Reinke kom hingað til lands ásamt Pétri frá Þýzkalandi, áttum við von á því, að stjórnarmaður frá Fortuna Dússeldorf yrði einnig með í förinr.i. Það var ekki og við lögðum talsverða áherzlu á, að fá að ræða við stjórnar- menn félagsins tíl þess að reyna að ná samkomulagi um að lið félagsins kæmi hingað og léki hér á landi nokkra leiki með Pétur Ormslev og Atla Eðvaldsson í sínu liði. Svipað og var, þegar Pétur Pétursson, Akranesi, gerðist leikmaður keppni og bauð þeim hingað til lands næsta sumar. Slíkt boð yrðu Danir að sjálfsögðu að endurgjalda og þar stend- ur hnífurinn i kúnni, óvíst að þeir getí tekið á móti íslendingum. Tillögurnar tvær sem ísland bar undir þingið voru samþykktar. Ákveðið var að hefja Norðurlanda- keppni í sprett- og millivegalengda- hlaupum árið 1983. Sú tillaga fékk mjög góðar undirtektír. Þá var einnig samþykkt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn um keppni Norður- landa og Bandarikjanna I tengslum við hjá Feyenoord í Hollandi. Okkur tókst hins vegar ekki að koma slíku máli á nokkurt umræðustig. Náðum í einn stjórnarmann Fortuna Dússeldorf, sem sagði að málið væri alfarið I höndum Willi Reinke,” sagði Ólafur enn- fremur. Ymsar tölur hafa verið nefndar í sambandi við tilboð Fortuna Dússel- dorf. Þegar málið var á upphafsstígi nefndi þýzka stórblaðið Bild 100 þús- und mörk. Það er nærri lagi en þó mun tilboð Fortuna vera 25 þúsund mörkum hærra eða i allt um 425 þúsund íslenzk- ar krónur. Ef af samningum verður fær Pétur auðvitað mestan hluta af þvi, ekki Fram eins og gefið hefur verið í skyn. -hsím. Badminton íHafnarfirði Badmintonfélag Hafnarfjarðar gengst fyrir opnu A og B fl. móti í Iþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnar- firöi, sunnudaginn 1. nóv. og hefst það kl. 13.00. Keppt verður með fjaðraboltum. Keppnisgjald verður 60 kr. í einliöaleik og 40 kr. i tviliðaleik og tvenndarleik. Keppt verður i einliðaleik og tvíliðaleik karla og kvenna, einnig í tvenndarleik, ef næg þátttaka næst. Þátttaka tilkynnist fyrir 28. okt. til Gylfa i síma 50634 milli kl. 18 og 20, Harðar í sima 51898 milli kl. 18 og 20 eða Sigga i sima 54525 milli kl. 18 og 20. Miðherjinn fór í markið — erlendu njósnurunum til mikilla vonbrigða! Útsendarar frá austurriska knatt- spyrnuliðinu Wacker Innsbruck urðu fyrir vonbrigðum um síðustu helgi. Þeir flugu með einkavél til Danmerkur til að fylgjast með danska landsliös- manninum Michael Manniche í leik með Hvidovre gegn B 1901. Manniche er skæður sóknarleikmaður og austur- ríska félagið kom til að sjá hann sem slikan. í leiknum meiddist markvörður Hvidovre og það var enginn annar en Manniche sem tók stöðu hans! Kostn- aðarsöm ferð var þvi ekki til mikils gagns fyrir Austurríkismennina þar sem þeir munu ekki vera i markmanns- vandræðum. VS. heimsleikana í Helsingfors sem fram fara 28.—29. júlí næsta sumar. Örn verður talsmaður Norðurlandanna í því máli og eru viðræður fyrirhugaðar á þingi Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í London um næstu mánaðamót. í Osló voru menn þó svartsýnir á að af keppni þessari yrði vegna þess hve erfitt væri að eiga við Bandaríkjamenn í við- ræðum um peningamál. Þeir settu vanalega fram háar kröfur í sambandi við greiðslur á fargjöldum og sjón- varpssamninga. Mál Lindu Haglund og finnska þjálf- arans hennar, Pertti Helim, tafði Mikil spenna er nú i baráttunni um danska meistaratitilinn í knattspyrnu. Þegar fjórum umferðum er ólokið eiga sex lið raunhæfa möguleika á sigri í 1. deildinni. Meistarar KB, sem unnu góðan sigur á Craiova frá Rúmeníu í Evrópukeppni meistaraliða i fyrra- kvöld, 1—0, töpuðu á heimavelli um Ársþing f im- leikasambands íslands Ákveðið hefur verið að halda ársþing FSÍ, laugardaginn 21. nóvember 1981 kl. 13.00 í Hreyfilshúsinu v/Grensás- veg, Reykjavfk. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda fimleika, þannig að fyrir allt að 25 menn koma 2 fulltrúar og síðan 1 fyrir hverja 25 eða brot úr 25 upp í allt að 100 iðkendur og þá 1 fullt- rúi að auki fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir. Málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn FSÍ minnst 15 dögum fyrir þingið. Norsku 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu er nú lokið með sigri Valereng- en. Viking, lið Tony Knapp, náði öðru sæti en Rosenborg, sem lengi vel var í nokkuð þinghaldið. Eins og fram hefur komið hér í DB tók Linda, sem er sænsk og í heimsklassa í spretthlaup- um, inn karl-hormónatöflur sem þjálf- ari hennar gaf henni. Hún sagðist hafa talið töflurnar vera vitamín og þjálfar- inn kvaðst hafa ruglað þeim óvart saman við vítamíntöflur. Málið var ekki flutt á sjálfu þinginu, heldur áttu Svíar og Finnar í einkaviðræðum. Nokkuð kastaðist í kekki milli þeirra en sættir tókust að lbkum og voru bæði sýknuð. Mál þeirra á þó eftir að fara fyrir alþjóða- frjálsíþróttasambandið. -VS. siðustu helgi fyrir AGF og eiga nú enga möguleika. Staðan er nú þessi í 1. deildinni dönsku: Lyngby 26 14 6 6 46—29 34 Hvidovre 26 12 10 4 38—22 34 Næstved 26 11 11 4 43 —29 33 AGF 26 11 10 5 40—28 32 Esbjerg 26 11 9 6 40—33 31 B 1901 26 12 6 8 43—35 30 KB 26 11 6 9 56—61 28 Köge 26 9 10 7 33—35 28 OB 26 9 8 9 41—35 26 B 93 26 7 10 9 32—42 24 Vejle 26 5 13 8 43—43 23 Ikast 26 8 6 12 36—44 22 Kastrup 26 6 9 11 25—34 21 B 1903 26 4 11 11 22—33 19 Herfölge 26 6 6 14 30—47 18 Viborg 26 4 5 17 26—54 13 í 2. deild er Bröndbyerne efst með 37 stig, B 1909 hefur 34, Kolding 33 og Frem og Randers 30 stíg hvort. Þrjú lið komast upp i 1. deild. AUan Hansen, OB, er markahæstur í 1. deild með 22 mörk en Gert Jörgensen, B 1901, er næstur með 21. Eins og fram hefur komið hér í DB eru líkur á að Jörgensen gangi til liðs við Pétur Pétursson og félaga i belgíska meistara- liðinu Anderlecht. efsta sætinu, gaf eftir á endasprettin- um og varð að láta sér lynda 3. sætið. Lokastaðan i Noregi varð þessi: Valerengen 22 9 11 2 44—27 29 Viking 22 11 6 5 32—30 28 Rosenborg 22 9 8 5 36—24 26 Fredrikstad 22 9 7 6 45—26 25 Moss 22 8 8 6 27—27 24 Hamkam 22 8 6 8 26—20 22 Lilleström 22 6 10 6 26—25 22 Start 22 8 5 9 36—38 21 Bryne 22 6 9 7 29—34 21 Brann 22 5 7 10 26—40 17 Haugar 22 2 12 8 20—38 16 Lyn Oslo 22 4 5 13 22—37 13 Liðið sem hafnar í þriðja neðsta sæti deildarinnar fær alltaf tækifæri á að halda sætí sinu með aukaleikjum við 2. deildarlið. Að þessu sinni mætír Brann liðum Molde og Pors. Mjöndalen og Sogndal taka sætí Haugar og Lyn í 1. deild. Urslit í lokaumferðinni urðu þessi: Hamkam-Bryne 3—2 Haugar-Lyn 2—2 Lilleström-Fredrikstad 0—1 Viking-Start 5—3 Válerengen-Brann 2—2 -VS. Örn Eiðsson, formaður Frjálsfþróttasambands íslands, i ræðustól á ársþingi FRÍ. Reynir Gunnarsson, til vinstri, og Einar Frímannsson er einnig á myndinni. P Þing norrænna frjálsíþróttaleiðtoga: Islenzku tillögurnar voru báðar samþykktar — Óvíst um landskeppni við Dani. Linda Haglund og þjálfari hennar sýknuð? -vs. Lokastaðan íNoregi: Válerengen stigi á undan Víkingum „Minnti mig algjör- lega á hann Ríkharð” —segir Magnús V. Pétursson, milliríkjadómari, um norska leikmanninn Pál Jacobsen „Ég er ekki hissa á, að Manchester United hefur áhuga á norska lands- liðsmanninum Pál Jacobsen. Hann er frábær leikmaður og það er ekki aðeins enska félagið, sem áhuga hefur á pilti. Mörg af stórliðum Vestur-Þýzkalands hafa iengi fylgzt með honum og hann hann hefur fengið tilboð. Hins vegar engu tekið enn,” sagði Magnús V. Pétursson, knattspyrnudómarinn kunni, þegar DB ræddi nýlega við hann og talið barst að Norðmanninum. Magnús dæmdi leik Válerengen og Legia, Varsjá, í 1. umferö Evrópukeppni bikarhafa i Osló og Pál Jacobsen leikur með Válerengen, norsku meisturunum í knattspyrnu. „Strax og ég sá Jacobsen þarna I leiknum I Osló minnti hann mig algjörlega á hann Ríkharð Jónsson frá Akranesi, þann leikmann, sem ég tel beztan þeirra íslenzku leikmanna, sem ég hef kýnnzt á mínum dómaraferli. Það var eins og Jacobsen væri steyptur í sama mót og Ríkharður. Eldfljótur, sívinnandi, stanzaði bókstaflega aldrei og hann skoraði bæði mörk Válerengn RffERtE Mgnús V. Pétursson, millirikjadómari. f leiknum á stórkostlegan hátt í 2—2 jafnteflinu. Mér fannst Ríkharður bókstaflega aftur vera kominn á völlinn — þessi geysilegi kraftur, sem maður sá hjá Ríkharði, hraðinn og dugnaðurinn var einkennandi fyrir þennan norska leikmann. Ríkharður var sérstakur að mínu mati, bezti leikmaður, sem ísland hefur átt — og þó víðar væri leitað. Mér kemur ekki á óvart, þó beztu lið Evrópu sækist eftír að fá Norðmanninn í sínar raðir. Ég frétti að 16 menn frá Vestur-Þ.ýzkalandi hefðu komið til Osló til að fylgjast með Jacobsen í HM-leik Noregs og Englands. Hvernig heldurðu að frægustu lið Evrópu mundu nú láta ef hann Ríkharður væri nú á ferðinni eins og fyrir 30 árum á Melavelli, þegar hann skoraði fjögur mörk í sigur- leiknum við Svía 1951? Þá held ég nú væri handagangur í öskjunni. Þá má geta þess, að Magnús V. Pétursson fékk hina beztu dóma fyrir störf sín í leik Válerengen og Legia. Prýðisdóma í blöðum, sem annars staðar. Hann hefur verið í hópi lit- ríkustu dómara okkar i aldar- fjórðung, eða frá 1956, og mörgu kynnzt og margt séð i fjölmörgum löndum, sem dómari. Viðurkenndur FIFA-dómari og næsta sumar verður hið síðasta hjá honum, sem slíkur. Hann hættir sem milliríkjadómari um miðjan ágúst 1982. -hsim. Ríkharður Jónsson, Akranesi — enn langhæstur islenzkra landsliðsmanna hvað mörkum í landsleikjum viðkemur. Skoraði 17 mörk en næstur er Matthias Hallerimsson með 11. Pál Jacobsen, norski lands- liðsmaðurinn. HoHendingar unnu lokaleikinn —sigruðu íþremur af f jórum en ísland vann samt samanlagt! Hollendingar léku yfirvegað og skoruðu tvær síðustu körfurnar, 66— Það voru Hollendingar sem sigruðu i fjórðu og síðustu viðureign unglinga- landsliða íslands og Hollands i körfuknattleik i Laugardalshöllinni i Bobby Gould fangar marki sem Úlfa- leikmaður. Gould stjóri Bristol Rov. Bobby Gould var i gær ráðinn fram- kvæmdastjóri Bristol Rovers i 3. deild ensku knattspyrnunnar. Kom í stað Terry Cooper, sem var rekinn fyrr i vikunni. báðir mjög kunnir leikmenn hér á árum áður, Cooper enskur lands- liðsbakvörður hjá Leeds, en Bobby Gould lék með niu félögum. Meðal annars Úlfunum, West Ham og Arsen- al og sem leikmaður Arsenal lék hann hér á Laugardalsvelli. Þetta er i fyrsta sinn, sem Gould tekur við stjórn hjá liði. Hann var áður aöstoðarstjóri Geoff Hurst hjá Chelsea, síðan Aldershot. gærkvöldi. Þeir hollenzku unnu þvi þrjá leikjanna, þennan siðasta með 5 stiga mun, 66—61. Ef lokatölur allra fjögurra leikjanna eru hins vegar lagðar saman standa islenzku ungling- arnir uppi sem sigurvegarar, samanlagt 270—264! Stórsigurinn í Borgarnesi sér til þess. í leiknum 1 gærkvöldi höfðu Hol- lendingar ávallt forystu nema á upphafsmínútunum þegar ísland komst i 2—0 og 4—2. Reyndar var fyrsta karfan í leiknum ekki skoruð fyrr en á þriðju mínútu eftír dæma- lausa óhittni beggja liða. Þá braut Pálmar Sigurðsson, bezti maður íslenzka liðsins, ísinn. Holland komst í 8—4 og íslendingar náðu aldrei eftir það að minnka muninn niður í minna en tvö stig. Mest munaði þó ekki nema níu stigum 21—12, og leikurinn því í járnum allan tímann. 1 hálfleik var staðan 32—28. Beztí leikkafli islenzka liðsins kom um miðjan síðari hálfleik en óheppni þess var þá með eindæmum og Hollendingar náðu að halda fjögurra til sex stíga forystu. Mínútu fyrir leikslok var staðan 64—61, en Tom Kite, 31 árs golfari frá Texas, varð efstur bandariskra golfleikara á árinu með tekjur frá golfmótum 1981: Hlaut samtals 375.699 dollara í verð- laun og tók titilinn frá Tom Watson. siðustu fjögur árin hefur Watson unnið til mestra verðlauna. Tom Kite'tryggði sér titilinn á Pensacola-mótinu sl. sunnudag, þegar hann varð í þriðja sæti. Fékk 16 þúsund dollara. Jerry Pate sigraði á mótinu. tekjur Tom Kite i ár eru þó langt frá meti Watson frá í fyrra, 530.808 dollarar. Watson hefði haldið titli sinum með sigri á Pensa- cola-mótinu. Byrjaði mjög vel og lék fyrstu 18 holurnar á 64 höggum. En siðan hallaði undan fæti. 76, þá 69 og- 72 á lokaholunum 18 gerðu það að verkum, að hann varð í 24. sæti með 281 högg. 61. Leikur íslenzka liðsins var mjög misjafn. Hittni var slæm, aðeins Pálmar og Leifur hittu vel. Pálmar var langbeztur og Leifur átti ágætan leik en aðrir voru nokkuð frá sínu bezta. Illa gekk að ráða við Hollendingana í frá- köstunum, enda stærðarmunurinn okkar mönnum í óhag. Vörnin var þokkaleg, en opnaðist illa hægra megin á köflum. í sókninni gekk oft brösulega gegn geysisterkri vörn Hollendina. Pálmar Sigurðsson skoraði 22 stig, Leifur.Gústafsson 13, Viðar Vignisson 8, Valur Ingimundar- son 6, Hjörtur Oddsson 4, Benedikt Ingþórsson, Axel Nikulásson, Ragnar Torfason og Hálfdán Markússon 2 hver. Fyrirliði Hollendinga, hinn hávaxni Peter van Noord (12) var beztur þeirra, hirðir ógrynni af fráköstum og hittnin er nánast hundrað prósent. Hann var stígahæstur með 16 stíg. Van Beest skoraði 10 stig, Bruining og van Eeuwen 8 hvor. John Emanuels (7) Tom Kite var jafnasti golfmaður árs- ins. Hann sigraði aðeins á einu mótí en í 17 at 18 mótum varð hann í áttunda sæti eða framar. Var því alltaf meðal verðlaunamanna. Listinn yfir þá tekju- hæstu er þannig: TomKite 375.699 RayFloyd 359.360 Tom Watson 347.660 BruceLietzke 343.446 Bill Rogers 315.411 JerryPate 280.627 Hale Irwin 276.499 CraigSadler 218.829 Curtis Strange 201.513 LarryNelson 193.342 Beztur „útlendinga” i keppni í USA var Ástralíumaðurinn David Graham með 188.286dollara. í 13.sæti. stjórnaði spilinu að mestu sem fyrr, lék mjög vel og skoraði 6 stig. Þessir fjórir leikir gegn hinu sterka liði Hollendinga hafa verið góð reynsla fyrir íslenzku piltana og Einar Bollason landsliðsþjálfari hefur nú vafalaust mikið að vinna úr fyrir næstu leiki, gegn Luxemburg ytra 8.-9. nóvember. Árangur liðsins er með ágætum, þar sem Hollendingar eru mjög hátt skrifaðir í evrópskum körfuknattleik. Aldrei hefur verið lögð eins mikil áherzla á unglingalandslið íslands í körfuknattleik og nú, enda eigum við nú marga bráðefnilegakörfuknattleiks- menn. Það segir sína sögu um unglingalandsliðið að einungis fimm úr hópnum eru á elzta ári, fæddir 1962. Við eigum vafalítið eftír að heyra mikið fráþessumpiltumíframtíðinni. -VS. Diego Maradona. Maradona settur úr landsliðinu Skærasta stjarnan i knattspyrnu heimsins nú, Argentfnumaðurinn ungi, Diego Maradona, hefur verið settur úr argentinska landsliðinu af þjálfaranum fræga, Menotti. Argentína mun innan skamms leika við Pólland og Tékkósló- vakiu vinát tulandsleiki. Maradona mætti ekki á landsliðsæfingar. Kenndi um þreytu og Menotti var ekki að hika. Setti pilt úr liði sinu. Bandarísku golf mennirnir þéna vel: Tom Kite vann til mestra verðlauna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.