Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 24
Hrauneyjafossvirkjun ídaglegan rekstur á undan áætlun: 70 megavött bættust inn á rafnet Landsvirkjunar — við álagsprófun ífyrrinótt. Stærsta verk íslenzkra verktaka hefur gengið með ágætum Fyrsta aflvélin í Hrauneyjafoss- virkjun bætti 70 megavöttum af raf- orku inn á net Landsvirkjunar við álagsprófun í fyrrinótt. Fór allt eftir áætlun við þessa fyrstu prófun, sem gerð var með fullu álagi og rúmlega það, eða allt að 72 megavöttum, að sögn Halldórs Jónatanssonar, að- stoðarframkvæmdastjóra Lands- virkjunar. Verður þessi aflvél tekin í daglegan rekstur um miðja næstu viku, nokkrum dögum fyrir áætlun sem gerð var þegar framkvæmdir hófust vorið 1978. Lokið er gerð 220 volta línu milli Hrauneyjafoss- og Sigöldu- virkjunar. Þannig er aflvélin þegar við fyrstu prófun tengd raforkuneti Landsvirkjunar. Hlutur islenzkra verktaka hefur aldrei áður verið jafnstór í svo um- fangsmiklu stórverki. Hefur verkið gengið betur en nokkru sinni í hlið- stæðu stórverki á Íslandi. Fossvirki hefur annazt byggingu stöðvarhúss. Að því standa ístak hf., Miðfell hf., Loftorka hf., danska fyrirtækið Phil & Sön AS og Skanska Cementgjuteriet. Stíflugerö hefur Hraunvirki hf. annazt, en í því eru Ellert Skúlason, Svavar Skúlason og Verkfræðiþjón- usta Jóhanns Bergþórssonar. Vatnsvirki hf. hefur annazt jarð- vegs- og steypumannvirki, þar með talin inntaksmannvirki. Það fyrir- tæki mynda Vörðufell hf. og Smiður hf. Vélar, vatnshverflar og rafalar eru frá ASEA í Svíþjóð. Undirverktakar þeirra eru Rafafl-Stálafl. Þrýstivamspípur og lokubúnaður er frá ítalska fyrirtækinu Magrini Gallileo. Verkfræðilegir ráðunautar eru Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thor- oddsen hf. og Harza Engineering Co. Bandarikjunum. Eftirlit með framkvæmdum, sam- ræming þeirra og öll framvinda, þar með taUn tímasetning ákveðinna verkþátta, hefur verið í höndum Landsvirkjunar. „Erfiðustu prófanir eru um garð gengnar og hér efast enginn lengur um að Hrauneyjafossvirkjun kemst að hluta i gagnið ekki síðar en 1. nóvember, eins og áætlað var,” sagði Sigurður Þóröarson aðstoðarstaðar- verkfræðingur, sem er við hlið Páls Ólafssonar staðarverkfræðings. „Hér er almenn gleði starfsmanna allra, sem að þessu hafa unnið af miklum dugnaði,” sagði Sigurður JIS. „Ökumaöur var einn I bilnum. Hann var meðfullri meðvitund er að var komið, en kvartaði um eymsli I baki og tilfinningaleysi Ifótum." Þannig segir I lögregluskýrslu um alvarlegt slys er varð ú „gamta” Hafnarfjaröarveginum við NestiI Fo-.svogi. Mazdabtt var ekið af nyrðri innkeyrslu Nestis inn á Hafharfiarðarveginn i vegfyrir strœtisvagn. Áreksturinn varð mjög harður og miklar skemmdir á bllum. Alls urðu 25, árekstrar í Reykjavík á sólarhringnum er lauk kl. 6 I morgun. SlysatHfellin I þeim vorufiögur. A.St./DB-mynd S. Rækjusjómenn áBíldudal: Héldutil ■ ac r veiða i morguns- árið Útvarpsumræður um stefnuræðuna: Minnkarverö- bólgan i' 26-27%? —eða er hún bara falin? Rækjusjómenn á Bíldudal héldu í morgun til veiöa eftir að bátar þeirra höfðu legið bundnir í höfn frá því að rækjuveiðitiminn hófst. Eftir þvi sem DB hefur kornizt næst verður tala skipanna óbreytt frá þvi sem ákveðið vari haust, 8. „Við svöruðum fyrirspurn þeirra fyrir nokkru og útskýrðum okkar gerðir,” sagði Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra við DB í morgun. „Það var enginn grundvöllur fyrir því að veita ekki þessum umrædda áttunda bát veiði- leyfi. Eigandi hans hefur búið á Bíidudal alla sína tíð og þvi ekki stætt á þvi að neita honum um leyfi. Bát- arnir hafa verið miklu fleiri en nú er. Voru um tima 15 en siðan ekki nema 7 í fyrra og 8 í ár.” Um deilu sjómannanna við Rækjuver viidi ráðherra ekki tjá sig og taldi það vera innansveitarmál sem deiluaðilar yrðu að leysa sín í milli. -SSv. Steingrímur Hermannsson ráðherra sagði í útvarpsumræðum í gærkvöldi að stefna bæri að „þriðjungslækkun” verðbólgu á næsta ári. Það þýddi að verðbólgan yrði um 26—27%. Stjórnarand- stæðingar sökuðu rikisstjórnina um að fela verðbólguna. Verð hækkaði mikið en hækkunin kæmi ekki i vísitöluna. Guðrún Helgadóttir (AB) tók undir sumt af því sem stjórnar- andstæðingarnir sögðu um þetta. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra taldi í stefnuræðu sinni að flest hefði færzt í átt til jafnvægis á þessu ári. Hann sagði að skuldir ríkissjóðs við Seðlabankann hefðu nú minnkað um meira en helming að raungildi á tveim árum. Aðilar vinnumarkaðarins yrðu nú að haga samningum þannig að samrýmdist markmiðum - um áframhaldandi hjöðnun. Steingrímur kvaðst ekki sjá svigrúm til umtalsverðra grunnkaupshækkana. Svavar Gests- son ráðherra sagði hins vegar, að Alþýðubandalagið mundi leggja allt kapp á að tryggja framgang stefnu launaþegasamtakanna i kjaramálum. Geir Hallgrimsson (2) sagði að ráðherrar hefðu í flimtingum að gengið yrði fellt „eftir landsfund”. Hækkun dollars hefði dregið úr verðhækkunum hér um 10—15%. Ríkisstjórnin gæti þakkað Regan. Greiðslubyrði af erlendum Iánum yrði nú meiri en nokkru sinni hefði verið. Tómas Árnason ráöherra lýsti áhyggjum af erlendum lántökum. „Staðið ó tánum ó Framsókn" Kjartan Jóhannsson (A) sagði að ýmsir smáhlutir hefðu margfaldazt í verði sem ekki sæist í visitölureikningunum. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði að „mesta svindi í efnahagsmálum” hefði átt sér stað í tengslum við gjaldmiðils- breytinguna og vörur stórhækkað við hana. Pétur Sigurðsson (S) ræddi um „þjófnað” í þessu sambandi. Guðrún Helgadóttir, þingmaður úr stjórnarliðinu, tók undir að smá- vörur hefðu hækkað mikið. Hún sagði að forsætisráðherra ræddi um að menn gætu nú ávaxtað fé sitt svo það héldi raungildi. Guðrún sagði að „þessi almenningur” heföi ekkert fé til að ávaxta. Margir byggju við kröpp kjör. Hún sagði að flokks- bræður sínir hefðu „staðið á tánum” á forystumönnum Framsóknar 1 utanríkismálum. Steingrímur og fleiri ráðherrar ræddu um að dráttarvextir væru of háir. Nota ætti góða afkomu lána- stofnana til að lækka vexti af afurðalánum. Steingrímur dró loks í efa að nægur „lífsneisti” væri með forráðamðnnum Flugleiða. Auk forsætisráðherra töluðu ráðherrarnir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson af hálfu sjálfstæðis- manna i ríkisstjórn. -HH. frfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 23. OKT. 1981. íslendingur rotaður viðvarnar- liðsklúbb íslenzkur maður var rotaður fyrir utan einn af klúbbum Keflavíkurflug- vallar um tvöleytið aðfaranótt sL sunnudags. Var hann fyrst fluttur í sjúkrahús í Keflavík en síðan í slysa- deild og Borgarspítalann. í Ijós kom að hann var kinnbeinsbrotinn en meiðslin ekki alvarlegri en það að heim fékk hann að fara um hádegi á mánudag. Maðurinn kenndi einnig eymsla í handlegg en reyndist óbrotinn. Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri á Keflavikurflugvelli kvað ljóst fyrir liggja að um líkamsárás hefði verið að ræða. Voru sjónarvottar að því aö varnarliðsmaður rotaði íslendinginn. Náðist til árásarmannsins daginn eftir. Ekki liggur Ijóst fyrir hvort sparkað var í fslendinginn liggjandi, en á slíkt er minnzt í vitnaleiðslum. Lögreglustjórinn sagði að rannsókn málsins væri langt komin og skjöl þess færu bráðlega til saksóknara til á- kvörðunar um frekara framhald. Væri árásin talin brot á218. grein hegningar- laganna yrði varnarliðsmaðurinn ákærður og dóms krafizt. Teldist árásin varða við 217. grein laganna væridómssátt heimil. -A.St. Kröfugangan ekkiídag Kröfugöngu áfangaskólanema á Reykjavíkursvæðinu, sem vera átti í dag, hefur verið frestað fram í næstu viku. Er hugmyndin sú að fá liðsinni nemenda úr Hafnarfirði, Keflavik og af Akranesi, í viðbót við nema úr Hamrahliö, FB og Ármúlaskóla. Nú í hádeginu var síðan fundur í Hamrahlíð um hugsanlegar framhaldsaðgerðir. -SSv. Áskrrfendur DB athugið Vinningur I þessari viku er Crownsett frá Radióbúðinni, Skip- holti 19, Reykjavtk, og hefur hann veriö dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur I blaðinu á mánu- daginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu mánuði. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.