Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 5
 :<££?; s Y- SÆHES TURINN (Frá skektunni segir í ,.E>eg- ar Víkur-Sigga gretti sig“.) Á haustin þegar minnkaði um róðra lét faðir minn skekt- una upp að húsinu. Hann hafði kengi, sinn í hvoru húshorni, sem hann batt kænuna fasta við með blökkum, og sennilega hefur hann líka notað blakk- irnar til að draga hana upp með. Þar áleit hann svo vel gengið frá bátnum að hann þyrfti ekkert að óttast að neitt kæmi fyrir hann. Svo skeður það seint á jóla- föstu í blíðskaparveðri um næturtíma þegar tungl óð í skýjum, fjörðurinn speglaðist af logni og það var svo alger kyrrð þarna að ekki heyrðist nokkur hlutur nema skrafið í sjónum þegar hann var að draga sandinn upp og niður í fjörunni. Faðir minn las oft lengi fram eftir á kvöldin því hann var mikið bókhneigður og alltaf sílesandi. Þetta kvöld sofnar hann með bókina í höndunum. Einhverntíma löngu seinna vaknar hann við það að hann missir bókina á gólfið. Úr því hann var vaknaður á annað borð mátti hann til að líta til veðurs. Hann varð að ganga gegnum herbergi sitt og yfir í herbergi mömmu sinnar, sem var í norðurend- anum á húsinu. Úr þeim glugga blasti ströndin við, sandurinn út um eyrina, sem kölluð var Fagraeyri. Þetta var stuttur vegur, en þarna var ljómandi fallegt umhverfi. Og þar sem faðir minn stóð og var að dást að fegurð nætur- innar sér hann í hálfbirtunni einhverja skepnu á gangi. Fyrst hélt hann að þetta væri hestur, því þarna var mikill búskapur í kring og nógir hestar. Þegar þetta kemur nær fer hann að nudda augun, því hann trúir ekki sjálfum sér: þetta er eitthvert kvikindi sem hann hafði ekki getað látið sér detta í hug að væri til. Og nú blossaði upp í honum veiði- hugurinn. Þetta varð hann að ná í! Hann átti stóran norskan selariffil með sprengikúlum í — og hann var afbragðs riffil- skytta. Hann hleypur inn í herbergi sitt til að ná í riffil- inn. Þarna var alveg gefin veiði! En nú, þegar hann kemur skálmandi með riffilinn og ætl- aði út að taka á móti dýri þessu, ris amma gamla upp og (Frá Þorst. segir áður í sögunni Sæhestur leggur hug á konu). Þorsteinn bóndi í Gvendar- nesi átti beitarhús suður í Gvendarneshálsi og fór á hverjum degi til að gefa á beitarhúsin. Þarna er mjög greiðfært; frá Gvendarnesi suður á hálsinn eru mýrar sem frjósa á veturna svo yfir þær er gott gangfæri. Fyrri hluta vetrar var bóndi eitt sinn staddur á beitarhús- unum undir kvöld. Hann hafði gefið á garðana, en húsin stóðu í hálsinum hérumbil niðri undir sjó. Það var gustur í Þorsteini, hann var að flýta sér heim því nóg var að gera. Hann gekk á mannbroddum til að standa betur á svellunum. Hann gekk greiðlega upp mýrarnar og þegar hann er vel hálfnaður er að detta á myrkrið. Þegar hann á snerpuspöl eft- ir. eða um 7—10 mín. gang verður honum litið afbur fyrir sig. Þá sér hann stutt frá sér einhverja sgepnu. og hann tek- ur til fótanna upp á líf og dauða og ætlar sér að hlaupa hana af sér, en næst þegar hann lítur við er hún komin rétt að honum. spyr hvert strákurinn ætli að fara. Hann sagði henni í fáum orðum að komið væri sjó- skrímsli og það væri a.m.k. í þágu vísindanna nauðsynlegt að leggja það að velli. Amma gamla var dulræn á svipinn þegar hún sneri sór að honum og sagði: „Þessa skepnu er ég búin að sjá þrjú kvöld í röð, og þú ættir alveg að láta það vera að fara að eiga nokkuð við hana.“ Hann sér að það er engin leið að komast undan þessari skepnu, því þótt hann hlypi mikið var hún samt enn fljót- ari, og hún virtist ákveðin í að ná fundi hans. Þá lýstur því niður í huga hans að þarna rétthjá var botnlaust dý, þar sem allt hvarf sem í því festist. Það var enginn tími til umhugsun- ar, hann sá glampa á vatnið í pyttinum og fleygði sér yfir hann. í sömu andrá heyrir hann skvamp fyrir aftan sig, dýr þetta hafði þá verið kom- ið það nálægt honum, að þegar það hlammaðist niður í pytt- inn skrvettist vatnið yfir hann. Hann hægði ekki á sér, en hentist áfram og yfir túngarð- inn heima hjá sér. Þá leit hann fyrst við, en alveg hissa: þessi blessaður pyttur, sem mörgum sauðnum hafði fargað hafði honum bjargað með því að gleypa þetta kvikindi líka! Það hafði sokkið í dýið, eins og allt annað sem í því lenti. — Og þar er það enn! Þorsteinn á Gvendarstöðum var einn af þessum fálátu, traustu mönnum sem sagði lít- ið, en ef hann sagði eitthvað mátti fara eftir því. En meðan þau eru að ræða málið kveður heldur betur við brestur, húskofinn hristist svo- litið til og því fylgdi viðeig- andi brauk og braml úti. Svo datt allt í dúnalogn; sami frið- urinn og kyrrðin ríkti sem fyrr. Þarna úti í rökkrinu hefur gerzt eitthvað dularfullt, sem menn hafa ekki getað áttað sig á, því þeir trúa ekki öðru en því sem þeir geta séð og þreif- að á. Morguninn eftir þegar faðir minn kom út mætti honum heldur ömurleg sjón: blessaður fallegi guli báturinn okkar var svo kurlbrotinn að ekki var heil álnarlöng spíta eftir í honum. — Og þar fór fallegasti bát- ur sem ég hef nokkru sinni séð á ævinni. Löngu seinna ræddi ég um þetta við ömmu, sem sagðist muna vel eftir þessu og hafa séð það þrjú kvöld í röð. Dýri þessu lýsti hún sem heldur minna en hesti, en miklu gild- vaxnara, og henni virtist haus- inn á skepnu þessari — sem var miklu lengri en hesthaus — ganga fram í trjónu. FRÍMERKI Framhald af bls. 362. ítalir höfðu vanmetið her- styrk landsins og þeir biðu herfilegan ósigur í orustunni við Adawa 1. marz 1896. Eft- ir stríð þetta dróst það að vísu nokkuð að póstþjónusta Ethíópíu kæmist í gott lag, en þegar járnbrautin frá Franska-Somalilandi var lögð frá Djibouti til höfuðborgar- innar Addis Abeba, var hún endurskipulögð og frímerkin frá Frökkum, sem með fleiru höfðu valdið styrjöld, tóku að berast víða vegu á blöð- um og bréfum. Og þar er það enn SUNNUDAGUR — 365

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.