Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 7
sinni . . . var það hann scm var í silkiskyrtu og buxum með ©vrópsku sniði . . . í SAMBÝLI VIÐ FJANDMENNINA Á óshólmum Mekongárinnar að varð íastur brandari á síðari hluta ferðar minnar, að ég spurði hvort við værum á „endurheimtu" landsvæði eða „undirokuðu" og ef her- mönnum brá fyrir að spyrja hvort þeir voru „ykkar“ eða „þeirra“. Ótal sinnum gisti ég í „endurheimtum“ kofa en hin- um megin við ána eða þjóð- veginn var annar kofi er til- heyrði sama þorpi „undir yf- irráðum fjandmannanna“. í eitt þeirra skipta spurði ég formann þorpsstjórnarinnar hvort fjandmennirnir kæmu aldrei í eftirlitsferð til þeirra. Jú — sagði hann með breiðu búmannsbrosi. „á þessum sióðum látum við þá senda eftirlitsmenn öðru hvoru, jafn- vel yfirmaður þeirra á svæð- inu getur komið, því opinber- lega láta þeir sem þetta sé „þeirra'* þorp, og við gerum það einnig; raunar vita þeir að það er „okkar“. Þeir smala saman nokkrum íbúanna og ógna þeim: „Viðvitumað þið eruð öll „viet kong“ hérna. Varið ykkur. Við stöndum ykkur að verki einhvern dag- inn.‘ Og fólkið svarar: ,Hvað getum við gert ef þið yfirgef- ið okkur? Hvernig gætum við hindrað að „viet kong“ komi? Hvers vegna komið þið ekki aftur hingað með setulið?' Yf- irmaður gæzlusveitanna verð- ur að kyngja reiði sinni. Hann veit ofurvel að ef setulið sezt þar aftur að muni þetta sama fólk og er að tala við hann annaðhvort snúa hermönnun- um móti herstjórninni eða jaína setuliðsstöðina við jörðu einhverja nóttina. En hann þorir ekki að vera of harð- hentur. Hann man hvernig fór fyrir fyrirrennara sínum, sem var ofstækismaður og myrti fjölda föðurlandsvina unz röð- in kom að honum sjálfum. Hann veit líka að fari her- menn sínir að haga sér af miskunnarleysi muni fæstir þeirra sleppa lifandi í burtu. Og hann getur heldur ekkert gert við því.“ Að .,lifa í sambýli við fjand- mennina" varð þvi ekki aðeins orðtak sem ég heyrði heldur ástand sem ég átti eft- ir að venjast. Ástandið um- hverfis Saigon virðist nægjan- lega flókið, en það er ekkert í samanburði við óshólma Me- kongárinnar, eins og Nguyen Huu Tho, lögfræðingur frá Saigon útskýrði fyrir mér á landakorti, en hann er forseti þjóðfrelsisfylkingarinnar og gengur því undir nafninu „Viet Cong nr. 1“ í Vesturlandablöð- um. Þetta er góðlegur, mjög aðlaðandi maður, prófessors- legur, margt í fari hans minn- ir á hinn frjálslynda mennta- mann alinn upp í borg. Þegar við hittumst í fyrsta sinni, langt inni í skógarsvæði. en það hafði tekið mig margra mánaða erfitt ferðalag ríðandi, gangandi og í fljótabátum a;' komast þangað, var það har sem var í silkiskyrtu og b um með evrópsku sniði e sem klæddist svartri bað og sandölum „viet kong" Það minnti mig á anna. burð, nær réttum tíu SUNNUDAGUR — 367

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.