Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 12.12.1965, Blaðsíða 9
Kröfuganga í Saigon til að mótmæla framforði herstjórnarinnar. aðbiiiiostöðina, stöðvuðu alla umferð og í skrifstofu héraðs- stjórans sögðu þeir: „Við höf- um frétt að her sé á leiðinni til að eyðileggja þorpið okkar. Við þorum ekki að vera kyrr þar. Þú ert yfirvald, þú verð- ur að vernda okkur. Útveg- aðu okkur stað til að sofa á. Við þurfum að fá hrísgrjón og fæðu fyrir börnin“. Héraðs- stjórinn, sem er alltaf jafn- framt yfirmaður hermála í um- dæminu, varð að láta stöðva hermennina, og næstu daga hafði hann nóg að gera við að láta hreinsa burt það sem svín- in og bufflarnir höfðu lagt af sér í héraðsmiðstöðinni. Fréttin af þessu tiltæki barst fljótlega út, og samskonar aðgerðir hófust víðar og þá skipulagðar. Le Thi Thien, ung og falleg fegurðardís í Ben Tre héraðinu — suðvestur af Saigon, frægt fyrir fagrar kon- ur — er kunn í óshólmunum fyrir dugnað sinn við að skipu- leggja fjöldamótmæli. Eftir að við fréttum af ár- angursríkri aðgerð þeirra í Tranh Banh“ sagði hún, „á- kváðum við í Ben Tre að mæla nákvæmlega götur og torg í byggðarmiðstöðinni og jafnvel í aðalborg héraðsins. Það tók okkur nokkurn tíma, en við þurftum að vita hve margt fólk þyrfti til að fylla allar götur og torg. Þá gátum við fengið nægjanlega margt fólk úti á landsbyggðinni. Þetta varð að gerast með nákvæmni svo fólkið kæmi úr ýmsum áttum og væri búið að fylla göturnar kl. 5. Fararstjórar hvers hóps urðu að vita ná- kvæmlega í hvaða götu þeir áttu að fara. Við komum því þannig fyrir að allar götur og auð svæði yrðu þakin, mann- hafi“ að morgni í því þorpi sem átti að ráðast á. Þar með var ógerlegt að framkvæma refsiaðgerðir, hvorki lögregla né hermenn komust áfram, enginn gat raunverulega hreyft sig, nema við. Við skipulögð- um fjöldagöngu 2 þús. manna, sem flestir voru konur í mín- um bæ og umhverfi My Tho. Ef stjórnarvöldin sendu her- lið og hótuðu að skjóta höfð- um við nokkrar konur, póli- tiskt þroskaðar, oftast úr sam- tökum hermannamæðra frá fyrri frelsisbaráttunni. Orða- skiptin yrðu á þessa leið: Synir, ég gæti verið mamma ykkar allra. Tveir af drengjunum mínum eru í hernum“, og nú myndi hún sýna nokkrar myndir af her- mönnum í einkennisbúningi Diemsmanna (Saigonstjórnar- innar). „Þeir líta alveg eins út og þið“, héldi hún áfram. >,Ef þið skytuð á okkur væri það sama og þið skytuð á ykkar eigin mæður. Ef þið skjótið ungu konurnar fyrir aftan mig væri það sama og þið skytuð ykkar eigin konur. Menn þeirra eru líka í her ykkar. Hversvegna komuð þið hingað? Til þess að koma í veg fyrir að fólk verði drepið. Kannski eru mömmur ykkar í þorpi sem verið er að kasta sprengjum á einmitt á þessari stundu. Eða hermenn Diems séu að svívirða konur ykkar. Ef þið trúið ekki að slíkt ger- ist þá skal ég sýna ykkur tvær hermannakonur úr þorp- inu okkar sem hermennirnir nauðguðu fyrir stuttu." Le Thi Thien lýsti tiltekinni fjöldagöngu í Ben Tre, sem farin var til að mótmæla dreif- ingu eiturefna úr flugvélum til að drepa gróður og fénað. „Fólkið bar greinar af óvaxta- trjám, pálmablöð skrælnuð af eitri; dauð svín, endur og hænsn — átakanlega sýningu á eyðileggingu. Það fleygði þessu í hrúgur fyrir framan her- mennina og hrópaði: Lítið á þetta! Til þess erum við hér að mótmæla slíku. Við erum vopnlaus, við erum ekki komin til að gera ykkur mein né koma af stað illind- um. Geymið kúlur ykkar handa óvinum almennings, þeim sem eru að drepa mæður ykkar og konur. En ef ykkur finnst einhver frægð að skjóta á okkur þá skuluð þið gera það. En ef þið skjótið á okk- ur eruð þið að vanvirða konur ykkar og mæður.“ „Þær sem tala“ hélt Le Thi Thien áfram, og ég grunaði hana um að gera töluvert af því sjálf, „eru sérfræðingar í að stilla til frið- ar, svo allt endar friðsamlega þótt það sýnist vonlaust í fyrstu, því stjórnarvöldin hafa fyrirmæli um að beita ofbeldi gegn kröfugöngum. Eina leið- in til að koma í veg fyrir blóðbað er að rökræða við hermennina iim að beita ekki vopnum. Ræðukonurnar eru mjög hugrakkar og æðrulausar og eru að eðlisfari lagnar, þær eru flestar bændakonur eða mæður og tala mál sem her- mennirnir skilja. Það er engin sýndarmennska í þessu. Orð þeirra koma beint frá hjart- anu. „Ef þú trúir mér ekki skaltu koma og sjá,“ segir ein- hver þéirra. „Þú getur skotið mig á eftir. Það skiptir ekki miklu máli. En fyrst skaltu sjá með eigin augum það sem hermenn stjórnarinnar hafa gert. Vera má að þið gerið ekki slíkt. En komdu og sjáðu það sem hinir hafa gert áður en þú skýtur mig.“ etta hefur stórkostleg áhrif á hugarfar hermannanna, sem eru af bændum komnir, og sumir þeirra gætu átt konur sínar og mæður í þessum hópi. Þetta er önnur hlið á hinu „sérstaka stríði“, sem Max- vell Taylor hershöfðingi hefur sennilega ekki reiknað með þegar hann hugsaði upp að nota eingöngu innlenda her- menn undir bandarískri stjórn. Strax og stríðið fór að ganga illa voru „innlendir hermenn“ opnir fyrir óánægju og „kúpu- sveitirnar" — sem svo eru kallaðar vegna hártízku kvenna í suðurhluta landsins — notfærðu sér það til hins ýtrasta. Sagt var að herfor- ingjarnir óttuðust meira að- gerðir „kúpusveitanna" en sjálfra skæruliða „viet kong“. Víst var að liðhlaup var stór liður í „manntjóni" hersins í hverjum mánuði, og það var að verulegu leyti verk þessara kvenna. Fjöldagöngur enduðu ekki alltaf jafn friðsamlega og sú sem lýst hefur verið, eink- um á það við um hinar fyrstu áður en Þjóðfrelsishermenn hófu stóraðgerðir og stjórnar- herinn gat beitt ofurefli liðs. Einn atburður er kunnur um gervallt Vietnam, bæði í norðri og suðri. Hann gerðist í My Tho-héraði á miðju ári 1960. Þúsundir kvenna gengu til að- albæjarins til að mótmæla sér- lega grimmilegri „hreinsunar- herferð“ þar sem hálf tylft þorpa hafði verið brennd. Þeg- ar konurnar komu á „Fugls- vegamótin“ — kölluð svo vegna þess að þaðan liggja fimm vegir og mynda eins og spor eftir fugl — mætti þeim veggur af stjórnarhermönnum með rifflana tilbúna. Ung van- fær kona sem bar fremsta &sv» ann var skotin og féll, en hrópaði um leið: „Áfram landar!“ Önnur stúlka greip fánann og var einnig skotin, sömuleiðis hin þriðja — allar undir tvítugu. Konurnaf hægðu ekki á sér nema til að taka upp lík þeirra fölln’i, sem þær báru í fararbroddi Fjórða stúlkan hafði þrifió fánann og gagnvart slíku hug- rekki féllust hermönnunum hendur, konurnar ruddust að þeim og þeir hopuðu til hliðar undan bræði þessa kvenna- hóps. Gangan hélt til skrif- stofu héraðsstjórans og þar lögðu konurnar líkin fyrir hann, og kröfðust skaðabóta fyrir hin brenndu þorp og til ættingja þessara föllnu kven- hetja. Mikill fjöldi þorpsbúa safnaðist að og studdi mál þeirra. Héraðsstjórinn sá þann kost vænstan að verða við kröfum þeirra. Þessi atburður á „Fugls- vegamótunum" geymist í sögu frelsisbaráttu Víetnama, og hann hefur orðið fordæmi fyr- ir fjölda kvenna sem þátt taka í frelsisbaráttunni. Ein sérkennilegasta fjölda- gangan átti sér stað í Sai- gonborg sjálfri snemma í maf Framhald á bls. 370. SUNNUDAGUR — 369

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.